Talsmenn tolla gefa engan afslátt Ragnar Sigurður Kristjánsson skrifar 15. ágúst 2024 06:01 Við hjá Viðskiptaráði birtum á dögunum úttekt á áhrifum tolla á matvöruverð. Þar kemur fram að verð á sumum matvörum myndi lækka um allt að 43% ef tollar væru afnumdir. Tollar eru enda í eðli sínu ofurskattar á mat. Þeir valda því til dæmis að 90% skattur er lagður á innfluttan rjómaost og 105% skattur á innfluttar kjúklingabringur. Í kjölfar úttektarinnar hafa gagnrýnisraddir komið fram. Sumir segja tilgangslaust að afnema tolla vegna þess að lægri skattar skili sér ekki til neytenda. Aðrir segja afnám skaðlegt fyrir innlendan landbúnað og að hann myndi jafnvel leggjast af. Enn aðrir segja ástæðulaust að afnema tolla á meðan önnur lönd leggi tolla á sínar innflutningsvörur. Vert er að skoða þessa gagnrýni og hvað er til í henni. Niðurfelling skilar sér til neytenda Á samfélagsmiðlum fullyrtu nokkrir eftir úttekt okkar að tollaniðurfelling myndi ekki skila sér til neytenda, færi heldur beint í vasa kaupmanna. Það rímar hins vegar ekki við reynslu af afnámi tolla í öðrum vöruflokkum. Árið 2015 voru tollar og vörugjöld felld niður af öllum vörum nema matvörum. Hagfræðistofnun rannsakaði áhrif niðurfellingarinnar á verð og álagningu á átta vörum sem breytingin náði til. Smásöluverð lækkaði á öllum átta vörunum og í skýrslu Hagfræðistofnunar segir: „Svo virðist sem lækkun gjalda hafi að mestu skilað sér í vasa neytenda“. Sú ályktun að niðurfelling tolla skili sér ekki til neytenda er því ekki á rökum reist. Neytendur velja íslenskt Aðrir fullyrða um neikvæð áhrif niðurfellingar tolla á íslenskan landbúnað. Sigurður Ingi Jóhannsson, fjármála- og efnahagsráðherra, hélt því t.d. fram í samtali við Morgunblaðið þann 13. ágúst síðastliðinn að afnám tolla myndi „rústa íslenskum landbúnaði og lifibrauði þeirra þúsunda manna sem hafa atvinnu sína af honum.“ Í þessum orðum birtist heldur svört sýn á samkeppnisstöðu íslensks landbúnaðar og getu hans til að keppa við innflutt matvæli. Íslenskur landbúnaður framleiðir hágæðavöru sem vel stenst samanburð við innflutt matvæli, enda gæði afurða og aðbúnaður dýra í fremsta flokki á heimsvísu. Auk þess greiða neytendur um allan heim meira fyrir landbúnaðarafurðir úr nærumhverfi sínu. Það er því engin þörf á dómsdagsspám, neytendur munu áfram velja íslenskar landbúnaðarafurðir að stærstum hluta, jafnvel þótt þeim standi til boða fjölbreyttara vöruúrval. Reynslan sýnir okkur þetta líka. Árið 2002 voru tollar felldir niður af agúrkum, paprikum og tómötum. Rannsókn frá árinu 2011 sýndi að samhliða verðlækkun um allt að 45% hélt agúrkurækt óbreyttri markaðshlutdeild, þrátt fyrir lækkun í upphafi, og framleiðsla á kirsuberjatómötum nífaldaðist. Nýsköpun, fjölbreytni og jarðrækt í greininni jókst og neytendur velja áfram íslenskt, á lægra verði en áður. Horfum til frænda okkar í Færeyjum Loks hefur verið nefnt að Ísland sé ekki eitt um að leggja tolla á innflutt matvæli, önnur ríki gangi jafnvel lengra í þeim efnum. Það er rétt, en eru þó ekki rök fyrir því að Ísland haldi áfram að skattleggja matvöru óhóflega með tollum. Hér sannast að ekki er eitt böl með öðru bætt. Erna Bjarnadóttir, verkefnastjóri hjá Mjólkursamsölunni, fullyrti t.d. í samtali í Reykjavík Síðdegis á Bylgjunni að tollvernd væri víðtækari innan Evrópusambandsins en hér á landi. Í samhengi við þetta er vert að benda á að innri markaður ESB, sem er tollfrjáls, er rúmlega þúsund sinnum fjölmennari en sá íslenski. Eðli málsins samkvæmt er meira vöruúrval innan 450 milljón manna markaðar, en á markaði sem telur tæplega 400 þúsund manns. Nær væri að líta til frænda okkar í Færeyjum, þar sem heimamarkaður þeirra líkist frekar okkar hvað varðar stærð og samsetningu. Færeyingar leggja enga tolla á vörur sem koma frá Evrópusambandinu, sem er stærsti útflytjandi á vörum til Færeyja, að lambakjöti og ferskum mjólkurvörum frátöldum. Umfang tollverndar Færeyinga í viðskiptum við sínar nágrannaþjóðir er því umtalsvert minna en á Íslandi, til hagsbóta fyrir færeyska neytendur. Niðurfelling tolla skilar lægra vöruverði og auknu vöruúrvali Afnám tolla á matvörur myndi lækka vöruverð á fjölda vörutegunda í matvöruverslunum landsins. Afnám myndi auk þess vinna gegn þrálátri verðbólgu sem hefur rýrt lífskjör allra undanfarin ár. Loks myndi afnám þýða endalok ofurskattlagningar, sem myndi leiða til meira valfrelsis og vöruúrvals. Hér er því til mikils að vinna. Höfundur starfar sem sérfræðingur á hagfræðisviði hjá Viðskiptaráði Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skattar og tollar Evrópusambandið Tengdar fréttir Afnám tolla myndi gera út af við íslenskan landbúnað Hart hefur verið tekist á um afnám matvælatolla síðustu daga. Framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda segir það skila sér í minni verðbólgu en framkvæmdastjóri Samtaka fyrirtækja í landbúnaði segir starfstéttina geta lagst niður verði það gert. 10. ágúst 2024 14:32 Samfélagslegt tap af afnámi tolla Umræða um matvælaverð og myndun þess er stöðugt til umræðu í flestum ef ekki öllum samfélögum. Þegar þrengir að efnahagi heimila leitar fólk ýmissa leiða til að lækka framfærslukostnað og berst þá umræðan oft að tollum. 9. ágúst 2024 15:00 Havarti skal það sem sannara reynist Viðskiptaráð Íslands birti í gær góða samantekt um áhrif innflutningstolla á matvælaverð. Niðurstöðurnar sýna vel hvað lækkun eða afnám tolla gæti haft jákvæð áhrif á verðlag á matvöru. 9. ágúst 2024 12:31 Villutrú Viðskiptaráðs um tollamál og matvælaverð á Íslandi Mig rak í rogastans eins og efalaust marga fleiri við lestur greinar um tollamál og matvælaverð á Íslandi sem birtist á Vísi í dag 8/8 2024 undir yfirskriftinni: „Allt að 43 prósent lægra matvöruverð án tolla.“ 8. ágúst 2024 19:00 Allt að 43 prósent lægra matvöruverð án tolla Afnám tolla á innflutt matvæli myndi lækka verð á matvöru umtalsvert, eða allt að 43 prósent. Þetta kemur fram í nýrri úttekt Viðskiptaráðs á áhrifum tolla á verð nokkurra vinsælla vörutegunda. 8. ágúst 2024 07:00 Leitin að sjálfum sér Í liðinni viku birti Viðskiptaráð frá sér úttekt „…á áhrifum tolla á verð nokkurra vinsælla vörutegunda“. Í texta fréttar um úttektina á heimasíðu Viðskiptaráðs fylgir síðan eftirfarandi alhæfing. „Á Íslandi eru háir tollar lagðir á innflutt matvæli.“ 12. ágúst 2024 14:00 Mest lesið Halldór 17.05.2025 Halldór Lélegir íslenskir læknar...eru ekki til! Steinunn Þórðardóttir Skoðun Friðun Grafarvogs Stefán Jón Hafstein Skoðun Þjóðin sem selur sjálfri sér: Vangaveltur um sölu Íslandsbanka Guðjón Heiðar Pálsson Skoðun Söngur Ísraels og RÚV Ingólfur Gíslason. Skoðun Ófullnægjandi vinnubrögð ófaglærðra „iðnaðarmanna“: Áhrif á húskaupendur Kristinn R Guðlaugsson Skoðun Við munum aldrei fela okkur aftur Kári Garðarsson Skoðun NÓG ER NÓG – Heilbrigðiskerfið er í neyðarástandi Ásthildur Kristín Björnsdóttir Skoðun Er Kópavogsbær vel rekinn? Bergljót Kristinsdóttir Skoðun Valkyrjurnar verða að losa okkur við Rapyd Björn B. Björnsson Skoðun Skoðun Skoðun Lélegir íslenskir læknar...eru ekki til! Steinunn Þórðardóttir skrifar Skoðun Þjóðin sem selur sjálfri sér: Vangaveltur um sölu Íslandsbanka Guðjón Heiðar Pálsson skrifar Skoðun Hagsmunir heildarinnar - Þriðji kafli: Skálmöld Hannes Örn Blandon skrifar Skoðun Valkyrjurnar verða að losa okkur við Rapyd Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Söngur Ísraels og RÚV Ingólfur Gíslason. skrifar Skoðun Ófullnægjandi vinnubrögð ófaglærðra „iðnaðarmanna“: Áhrif á húskaupendur Kristinn R Guðlaugsson skrifar Skoðun Uppiskroppa með umræðuefni í málþófi? Talið um Gaza! Viðar Eggertsson skrifar Skoðun Kærleikurinn pikkaði í mig Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Gigt er ekki bara sjúkdómur fullorðinna – Gigtarfélagið heldur opið hús til að fræða og styðja alla aldurshópa Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Friðun Grafarvogs Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Torfærur, hossur og hristingar! Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir skrifar Skoðun NÓG ER NÓG – Heilbrigðiskerfið er í neyðarástandi Ásthildur Kristín Björnsdóttir skrifar Skoðun Við munum aldrei fela okkur aftur Kári Garðarsson skrifar Skoðun Er Kópavogsbær vel rekinn? Bergljót Kristinsdóttir skrifar Skoðun Oft er forræðishyggja hjá fjölskyldum og á heimilum fatlaðs fólks Atli Már Haraldsson Zebitz skrifar Skoðun Um sjónarhorn og sannleika Líf Magneudóttir skrifar Skoðun Lýðræðið er farið – er of seint að snúa við? Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Er gagnlegt að kunna að forrita á tímum gervigreindar? Henning Arnór Úlfarsson skrifar Skoðun Málþóf og/eða lýðræði? Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Umdeildasti fríverslunarsamningur sögunnar? Arnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Ísafjarðarbær í Bestu deild Sigríður Júlía Brynleifsdóttir,Gylfi Ólafsson skrifar Skoðun Þjóðarmorð í beinni Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Skoðun Allt þetta máttu eiga ef þú tilbiður mig Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Atvinnufrelsi! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Að mása eða fara í golf Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Leiðréttum kerfisbundið misrétti Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Leikjanámskeið fyrir fullorðna við Austurvöll Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Sparnaðarráð fyrir ferðalagið Svandís Edda Jónudóttir skrifar Skoðun Sál hvers samfélags birtist skýrast í því hvernig það annast börnin sín Diljá Ámundadóttir Zoëga skrifar Skoðun Kaldar kveðjur frá Íslandi - á meðan Hörmungarnar halda áfram Hjálmtýr Heiðdal,Yousef Ingi Tamimi,Magnús Magnússon skrifar Sjá meira
Við hjá Viðskiptaráði birtum á dögunum úttekt á áhrifum tolla á matvöruverð. Þar kemur fram að verð á sumum matvörum myndi lækka um allt að 43% ef tollar væru afnumdir. Tollar eru enda í eðli sínu ofurskattar á mat. Þeir valda því til dæmis að 90% skattur er lagður á innfluttan rjómaost og 105% skattur á innfluttar kjúklingabringur. Í kjölfar úttektarinnar hafa gagnrýnisraddir komið fram. Sumir segja tilgangslaust að afnema tolla vegna þess að lægri skattar skili sér ekki til neytenda. Aðrir segja afnám skaðlegt fyrir innlendan landbúnað og að hann myndi jafnvel leggjast af. Enn aðrir segja ástæðulaust að afnema tolla á meðan önnur lönd leggi tolla á sínar innflutningsvörur. Vert er að skoða þessa gagnrýni og hvað er til í henni. Niðurfelling skilar sér til neytenda Á samfélagsmiðlum fullyrtu nokkrir eftir úttekt okkar að tollaniðurfelling myndi ekki skila sér til neytenda, færi heldur beint í vasa kaupmanna. Það rímar hins vegar ekki við reynslu af afnámi tolla í öðrum vöruflokkum. Árið 2015 voru tollar og vörugjöld felld niður af öllum vörum nema matvörum. Hagfræðistofnun rannsakaði áhrif niðurfellingarinnar á verð og álagningu á átta vörum sem breytingin náði til. Smásöluverð lækkaði á öllum átta vörunum og í skýrslu Hagfræðistofnunar segir: „Svo virðist sem lækkun gjalda hafi að mestu skilað sér í vasa neytenda“. Sú ályktun að niðurfelling tolla skili sér ekki til neytenda er því ekki á rökum reist. Neytendur velja íslenskt Aðrir fullyrða um neikvæð áhrif niðurfellingar tolla á íslenskan landbúnað. Sigurður Ingi Jóhannsson, fjármála- og efnahagsráðherra, hélt því t.d. fram í samtali við Morgunblaðið þann 13. ágúst síðastliðinn að afnám tolla myndi „rústa íslenskum landbúnaði og lifibrauði þeirra þúsunda manna sem hafa atvinnu sína af honum.“ Í þessum orðum birtist heldur svört sýn á samkeppnisstöðu íslensks landbúnaðar og getu hans til að keppa við innflutt matvæli. Íslenskur landbúnaður framleiðir hágæðavöru sem vel stenst samanburð við innflutt matvæli, enda gæði afurða og aðbúnaður dýra í fremsta flokki á heimsvísu. Auk þess greiða neytendur um allan heim meira fyrir landbúnaðarafurðir úr nærumhverfi sínu. Það er því engin þörf á dómsdagsspám, neytendur munu áfram velja íslenskar landbúnaðarafurðir að stærstum hluta, jafnvel þótt þeim standi til boða fjölbreyttara vöruúrval. Reynslan sýnir okkur þetta líka. Árið 2002 voru tollar felldir niður af agúrkum, paprikum og tómötum. Rannsókn frá árinu 2011 sýndi að samhliða verðlækkun um allt að 45% hélt agúrkurækt óbreyttri markaðshlutdeild, þrátt fyrir lækkun í upphafi, og framleiðsla á kirsuberjatómötum nífaldaðist. Nýsköpun, fjölbreytni og jarðrækt í greininni jókst og neytendur velja áfram íslenskt, á lægra verði en áður. Horfum til frænda okkar í Færeyjum Loks hefur verið nefnt að Ísland sé ekki eitt um að leggja tolla á innflutt matvæli, önnur ríki gangi jafnvel lengra í þeim efnum. Það er rétt, en eru þó ekki rök fyrir því að Ísland haldi áfram að skattleggja matvöru óhóflega með tollum. Hér sannast að ekki er eitt böl með öðru bætt. Erna Bjarnadóttir, verkefnastjóri hjá Mjólkursamsölunni, fullyrti t.d. í samtali í Reykjavík Síðdegis á Bylgjunni að tollvernd væri víðtækari innan Evrópusambandsins en hér á landi. Í samhengi við þetta er vert að benda á að innri markaður ESB, sem er tollfrjáls, er rúmlega þúsund sinnum fjölmennari en sá íslenski. Eðli málsins samkvæmt er meira vöruúrval innan 450 milljón manna markaðar, en á markaði sem telur tæplega 400 þúsund manns. Nær væri að líta til frænda okkar í Færeyjum, þar sem heimamarkaður þeirra líkist frekar okkar hvað varðar stærð og samsetningu. Færeyingar leggja enga tolla á vörur sem koma frá Evrópusambandinu, sem er stærsti útflytjandi á vörum til Færeyja, að lambakjöti og ferskum mjólkurvörum frátöldum. Umfang tollverndar Færeyinga í viðskiptum við sínar nágrannaþjóðir er því umtalsvert minna en á Íslandi, til hagsbóta fyrir færeyska neytendur. Niðurfelling tolla skilar lægra vöruverði og auknu vöruúrvali Afnám tolla á matvörur myndi lækka vöruverð á fjölda vörutegunda í matvöruverslunum landsins. Afnám myndi auk þess vinna gegn þrálátri verðbólgu sem hefur rýrt lífskjör allra undanfarin ár. Loks myndi afnám þýða endalok ofurskattlagningar, sem myndi leiða til meira valfrelsis og vöruúrvals. Hér er því til mikils að vinna. Höfundur starfar sem sérfræðingur á hagfræðisviði hjá Viðskiptaráði
Afnám tolla myndi gera út af við íslenskan landbúnað Hart hefur verið tekist á um afnám matvælatolla síðustu daga. Framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda segir það skila sér í minni verðbólgu en framkvæmdastjóri Samtaka fyrirtækja í landbúnaði segir starfstéttina geta lagst niður verði það gert. 10. ágúst 2024 14:32
Samfélagslegt tap af afnámi tolla Umræða um matvælaverð og myndun þess er stöðugt til umræðu í flestum ef ekki öllum samfélögum. Þegar þrengir að efnahagi heimila leitar fólk ýmissa leiða til að lækka framfærslukostnað og berst þá umræðan oft að tollum. 9. ágúst 2024 15:00
Havarti skal það sem sannara reynist Viðskiptaráð Íslands birti í gær góða samantekt um áhrif innflutningstolla á matvælaverð. Niðurstöðurnar sýna vel hvað lækkun eða afnám tolla gæti haft jákvæð áhrif á verðlag á matvöru. 9. ágúst 2024 12:31
Villutrú Viðskiptaráðs um tollamál og matvælaverð á Íslandi Mig rak í rogastans eins og efalaust marga fleiri við lestur greinar um tollamál og matvælaverð á Íslandi sem birtist á Vísi í dag 8/8 2024 undir yfirskriftinni: „Allt að 43 prósent lægra matvöruverð án tolla.“ 8. ágúst 2024 19:00
Allt að 43 prósent lægra matvöruverð án tolla Afnám tolla á innflutt matvæli myndi lækka verð á matvöru umtalsvert, eða allt að 43 prósent. Þetta kemur fram í nýrri úttekt Viðskiptaráðs á áhrifum tolla á verð nokkurra vinsælla vörutegunda. 8. ágúst 2024 07:00
Leitin að sjálfum sér Í liðinni viku birti Viðskiptaráð frá sér úttekt „…á áhrifum tolla á verð nokkurra vinsælla vörutegunda“. Í texta fréttar um úttektina á heimasíðu Viðskiptaráðs fylgir síðan eftirfarandi alhæfing. „Á Íslandi eru háir tollar lagðir á innflutt matvæli.“ 12. ágúst 2024 14:00
Ófullnægjandi vinnubrögð ófaglærðra „iðnaðarmanna“: Áhrif á húskaupendur Kristinn R Guðlaugsson Skoðun
Skoðun Þjóðin sem selur sjálfri sér: Vangaveltur um sölu Íslandsbanka Guðjón Heiðar Pálsson skrifar
Skoðun Ófullnægjandi vinnubrögð ófaglærðra „iðnaðarmanna“: Áhrif á húskaupendur Kristinn R Guðlaugsson skrifar
Skoðun Gigt er ekki bara sjúkdómur fullorðinna – Gigtarfélagið heldur opið hús til að fræða og styðja alla aldurshópa Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Oft er forræðishyggja hjá fjölskyldum og á heimilum fatlaðs fólks Atli Már Haraldsson Zebitz skrifar
Skoðun Sál hvers samfélags birtist skýrast í því hvernig það annast börnin sín Diljá Ámundadóttir Zoëga skrifar
Skoðun Kaldar kveðjur frá Íslandi - á meðan Hörmungarnar halda áfram Hjálmtýr Heiðdal,Yousef Ingi Tamimi,Magnús Magnússon skrifar
Ófullnægjandi vinnubrögð ófaglærðra „iðnaðarmanna“: Áhrif á húskaupendur Kristinn R Guðlaugsson Skoðun