Borgaði tvöfalt meira fyrir miklu minna Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 14. ágúst 2024 14:01 Kristín Ólafs keypti sambærilegar vörur með glúteini á meðan Diljá keypti sínar venjulegu glúteinlausu. Diljá borgaði bæði meira og fékk minna magn. Diljá Jóhannsdóttir er hætt að njóta þess að fara út að borða og þarf auk þess að borga miklu meira fyrir matvöru en aðrir. Hún er með sjálfsofnæmissjúkdóminn Selíak en eina meðferðin er algjörlega glúteinlaust fæði. Kristín Ólafsdóttir fór í sérstaka verslunarferð með Diljá í Íslandi í dag. „Það þarf að passa mikið líka upp á krossmit og slíkt, má helst ekki fá mylsnu. Viðmiðin eru tuttugu parts per milljón, sem er þá bara mylsna eða tvær held ég. Það hafa náttúrulega orðið slys og það verða slys,“ segir Diljá. Þannig getur minnsta glúteinarða valdið miklum usla sé hún innbyrt. Einkennin geta verið næringarskortur, þyngdartap, kviðverkir, niðurgangur, þunglyndi og hármissir svo fátt eitt sé nefnt. Erfiðast í félagslegum aðstæðum Diljá segir í Íslandi dag það erfiðasta sem fylgi sé að vera í félagslegum aðstæðum þar sem matur komi við sögu. Að fara út að borða og í matarboð geti reynst þrautin þyngri. Diljá segir að sér finnist ekkert sérstaklega gaman að fara út að borða vegna þessa. „Þegar maður fer út að borða þá þarf maður náttúrulega að spyrja tuttugu spurninga kannski og það er mjög mismunandi hversu auðvelt er að fá svör. Og að fara í boð þá þarf maður alltaf að hringja á undan sér og athuga hvort það sé eitthvað eða hvort ég megi taka nesti, eða hvort það sé skrítið þá að taka nesti og allt svoleiðis.“ Miklu dýrara líf Diljá bjó um skeið í Noregi og sér mikinn mun á kunnáttu heilbrigðisstarfsfólks og veitingastaða vegna sjúkdómsins og hér. Þar er auk þess greiddur styrkur til þeirra sem eru með Selíak mánaðarlega. Þá er glúteinlaust fæði niðurgreitt með sambærilegum hætti víðar í Evrópu. „Þegar ég þarf að versla í matinn þarf ég iðulega að fara í tvær, þrjár búðir til að finna það sem ég þarf. Krónan selur kannski pasta sem ég þarf, Bónus selur mjölið sem ég þarf, Nettó kannski með meiri pulsubrauð, meira spes vörur. Þannig maður þarf oft að fara í nokkrar búðir til að versla.“ Þær Kristín og Diljá kíkja í litla verslunarferð í Íslandi í dag, Kristín með hefðbundnar vörur en Diljá með glúteinlausar. Gríðarlegur munur er á bæði magni af mat og verðinu sem þær greiða en Kristín greiðir 1839 krónur fyrir 4555 grömm af mat en Diljá 3.471 krónur fyrir 1830 grömm. Diljá segir þetta lýsandi fyrir sína reynslu. „Þetta er eina lyfið sem er við mínum sjúkdómi, það er ekki hægt að kaupa neitt úti í apóteki, ég þarf að vera á þessu mataræði ævilangt, ég læknast ekki. Þetta spilar inn í og þetta er ágæt upphæð sem maður borgar aukalega fyrir þetta mataræði. Það myndi hjálpa mikið að fá smá styrk.“ Ísland í dag Heilsa Mest lesið Dagbók móður: „Það var eins og þeir sæju eitthvað sem ég sá ekki” Áskorun Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Króli trúlofaður Lífið Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Lífið Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Lífið Brostnar væntingar á Frostrósum Gagnrýni Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Menning „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Lífið Frægir fjölguðu sér árið 2024 Lífið Fleiri fréttir Króli trúlofaður Jólagjafir íslenskra vinnustaða Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Smakkaði skötu í fyrsta sinn undir eftirliti sérfræðinga Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Hafi ekki tekið þátt í herferð gegn Lively Einn frægasti krókódíll í heimi allur Myndaveisla: Rauð jól hjá Jökli í Kaleo „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Ellen Margrét og Arnmundur orðin hjón Kolféll fyrir Amsterdam og hollenskum strák Límdi fyrir munninn á öllum við borðið „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Stjörnulífið: Bikiníjól og jól í Japan Frægir fundu ástina 2024 „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Frægir fjölguðu sér árið 2024 Forsetinn og viðskiptavinir fengu forsmekk að Vigdísi Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni „Það besta, versta og skrýtnasta á árinu“ Sjá meira
„Það þarf að passa mikið líka upp á krossmit og slíkt, má helst ekki fá mylsnu. Viðmiðin eru tuttugu parts per milljón, sem er þá bara mylsna eða tvær held ég. Það hafa náttúrulega orðið slys og það verða slys,“ segir Diljá. Þannig getur minnsta glúteinarða valdið miklum usla sé hún innbyrt. Einkennin geta verið næringarskortur, þyngdartap, kviðverkir, niðurgangur, þunglyndi og hármissir svo fátt eitt sé nefnt. Erfiðast í félagslegum aðstæðum Diljá segir í Íslandi dag það erfiðasta sem fylgi sé að vera í félagslegum aðstæðum þar sem matur komi við sögu. Að fara út að borða og í matarboð geti reynst þrautin þyngri. Diljá segir að sér finnist ekkert sérstaklega gaman að fara út að borða vegna þessa. „Þegar maður fer út að borða þá þarf maður náttúrulega að spyrja tuttugu spurninga kannski og það er mjög mismunandi hversu auðvelt er að fá svör. Og að fara í boð þá þarf maður alltaf að hringja á undan sér og athuga hvort það sé eitthvað eða hvort ég megi taka nesti, eða hvort það sé skrítið þá að taka nesti og allt svoleiðis.“ Miklu dýrara líf Diljá bjó um skeið í Noregi og sér mikinn mun á kunnáttu heilbrigðisstarfsfólks og veitingastaða vegna sjúkdómsins og hér. Þar er auk þess greiddur styrkur til þeirra sem eru með Selíak mánaðarlega. Þá er glúteinlaust fæði niðurgreitt með sambærilegum hætti víðar í Evrópu. „Þegar ég þarf að versla í matinn þarf ég iðulega að fara í tvær, þrjár búðir til að finna það sem ég þarf. Krónan selur kannski pasta sem ég þarf, Bónus selur mjölið sem ég þarf, Nettó kannski með meiri pulsubrauð, meira spes vörur. Þannig maður þarf oft að fara í nokkrar búðir til að versla.“ Þær Kristín og Diljá kíkja í litla verslunarferð í Íslandi í dag, Kristín með hefðbundnar vörur en Diljá með glúteinlausar. Gríðarlegur munur er á bæði magni af mat og verðinu sem þær greiða en Kristín greiðir 1839 krónur fyrir 4555 grömm af mat en Diljá 3.471 krónur fyrir 1830 grömm. Diljá segir þetta lýsandi fyrir sína reynslu. „Þetta er eina lyfið sem er við mínum sjúkdómi, það er ekki hægt að kaupa neitt úti í apóteki, ég þarf að vera á þessu mataræði ævilangt, ég læknast ekki. Þetta spilar inn í og þetta er ágæt upphæð sem maður borgar aukalega fyrir þetta mataræði. Það myndi hjálpa mikið að fá smá styrk.“
Ísland í dag Heilsa Mest lesið Dagbók móður: „Það var eins og þeir sæju eitthvað sem ég sá ekki” Áskorun Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Króli trúlofaður Lífið Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Lífið Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Lífið Brostnar væntingar á Frostrósum Gagnrýni Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Menning „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Lífið Frægir fjölguðu sér árið 2024 Lífið Fleiri fréttir Króli trúlofaður Jólagjafir íslenskra vinnustaða Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Smakkaði skötu í fyrsta sinn undir eftirliti sérfræðinga Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Hafi ekki tekið þátt í herferð gegn Lively Einn frægasti krókódíll í heimi allur Myndaveisla: Rauð jól hjá Jökli í Kaleo „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Ellen Margrét og Arnmundur orðin hjón Kolféll fyrir Amsterdam og hollenskum strák Límdi fyrir munninn á öllum við borðið „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Stjörnulífið: Bikiníjól og jól í Japan Frægir fundu ástina 2024 „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Frægir fjölguðu sér árið 2024 Forsetinn og viðskiptavinir fengu forsmekk að Vigdísi Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni „Það besta, versta og skrýtnasta á árinu“ Sjá meira