Færeyingar góð fyrirmynd! Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar 13. ágúst 2024 19:32 Einstaka alþingismenn sem og aðrir ráðamenn virðast nú vera vakna til lífsins eftir gott sumarfrí og blanda sér í umræðu um ástand ýmissa innviða hér á landi, þ.m.t. ástands í vegamálum. Undirritaður hefur tjáð sig um vegamál og þá sérstaklega á Vesturlandi undanfarin misseri því okkur hér í þeim landshluta sem um ræðir svíður mjög undan þeirri vondu stöðu sem uppi er í vegamálum og þá einna helst í Dölunum þó vondir vegir finnist víðar á Vesturlandi. Og af hverju sting ég niður „penna“ núna og vel þá fyrirsögn sem hér að ofan stendur ? Jú, fyrr í dag var ég minntur á frétt sem birtist á Vísi 23. maí sl. þar sem fyrirsögnin er „Segir samstöðu lykilinn að jarðgangagerð Færeyinga“, sjá hér slóð á fréttina sem Kristján Már Unnarsson skrifaði. Ágætur kunningi minn minnti mig á þessa frétt í morgun í ljósi þess að ég hafði deilt henni meðal minni vina á einum af samfélagsmiðlunum og minntist á hvort ekki væri rétt að minna á og vekja upp umræðu um þá nálgun sem vinir okkar í Færeyjum viðhafa ? Það má segja að það ríki þjóðarsátt í því góða landi, meðal stjórnmálamanna og annarra ráðamanna, um að samgöngur og tengingar á milli landshluta og bæja séu í forgangi og þjóðin hefur áorkað, ein og sér, að klára hvert stórvirkið af öðru með gerð jarðgangna og annarra samgöngumannvirkja og í fréttinni segir að Hvalfjarðargöngin hafi reynst þeim innblástur við gerð þeirra áætlana og framkvæmda sem um ræðir. Færeyskum stjórnmálamönnum hefur auðnast að ná sátt um að það verði að tengja landið saman svo vitnað sé til orða eins af ráðherrum þar í landi – Ísland er stórt land og strjálbýlt, við þurfum nálgun sem þessa hér á landi til að tengja byggðirnar saman og það hvernig til hefur tekist, bæði í Færeyjum og já eins varðandi Hvalfjarðargöng, getur og á að vera okkur innblástur í þeim efnum. Tökum Færeyinga okkur til fyrirmyndar og gerum markvissar áætlanir um uppbyggingu vega á Íslandi, landinu og landsmönnum öllum til heilla ! Höfundur er sveitarstjóri Dalabyggðar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Björn Bjarki Þorsteinsson Samgöngur Byggðamál Mest lesið Gerir háskólanám þig að grunnskólakennara? Davíð Már Sigurðsson Skoðun Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Kirkjuklukkur hringja Bjarni Karlsson Skoðun „Er allt í lagi?“ Olga Björt Þórðardóttir Skoðun Einmanaleiki: Skortir þig tengsl við þig eða aðra? Sigrún Þóra Sveinsdóttir Skoðun Sumarfríinu aflýst Sigurður Helgi Pálmason Skoðun Fordómar gagnvart hinsegin fólki – Reynslusaga Geir Gunnar Markússon Skoðun Göngum í Haag hópinn Þórhildur Sunna Ævarsdóttir Skoðun Stríð skapar ekki frið Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Úr skotgröfum í netkerfin: Netárásir á innviði Vesturlanda Ýmir Vigfússon Skoðun Skoðun Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar Skoðun Einmanaleiki: Skortir þig tengsl við þig eða aðra? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Fjölbreytni í endurhæfingu skiptir máli Hólmfríður Einarsdóttir skrifar Skoðun Sumarfríinu aflýst Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Úr skotgröfum í netkerfin: Netárásir á innviði Vesturlanda Ýmir Vigfússon skrifar Skoðun Fordómar gagnvart hinsegin fólki – Reynslusaga Geir Gunnar Markússon skrifar Skoðun „Er allt í lagi?“ Olga Björt Þórðardóttir skrifar Skoðun Göngum í Haag hópinn Þórhildur Sunna Ævarsdóttir skrifar Skoðun Kirkjuklukkur hringja Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Gerir háskólanám þig að grunnskólakennara? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Stríð skapar ekki frið Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Íslenska stóðhryssan og Evrópa Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Hvammsvirkjun – Skyldur ráðherra og réttur samfélagsins Eggert Valur Guðmundsson skrifar Skoðun Norska leiðin er fasismi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Um mýkt, menntun og von Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Höfum alla burði til þess Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Tímabær rannsókn dómsmálaráðuneytisins Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar Skoðun Umsókn krefst ákvörðunar – ekki ákalls Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hjálp, barnið mitt spilar Roblox! Kristín Magnúsdóttir skrifar Skoðun Líkindi með guðstrú og djöflatrú Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Ævinlega þakkláti flóttamaðurinn Zeljka Kristín Klobucar skrifar Skoðun Vér vesalingar Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Leikrit Landsvirkjunar Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Svona eða hinsegin, hvert okkar verður næst? Unnar Geir Unnarsson skrifar Skoðun Reynisfjara og mannréttindasáttmáli Evrópu Róbert R. Spanó skrifar Skoðun Að hlúa að foreldrum: Forvörn sem skiptir máli Áróra Huld Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ákall til íslenskra stjórnmálamanna Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Þurfum við virkilega „leyniþjónustu”? Helen Ólafsdóttir skrifar Sjá meira
Einstaka alþingismenn sem og aðrir ráðamenn virðast nú vera vakna til lífsins eftir gott sumarfrí og blanda sér í umræðu um ástand ýmissa innviða hér á landi, þ.m.t. ástands í vegamálum. Undirritaður hefur tjáð sig um vegamál og þá sérstaklega á Vesturlandi undanfarin misseri því okkur hér í þeim landshluta sem um ræðir svíður mjög undan þeirri vondu stöðu sem uppi er í vegamálum og þá einna helst í Dölunum þó vondir vegir finnist víðar á Vesturlandi. Og af hverju sting ég niður „penna“ núna og vel þá fyrirsögn sem hér að ofan stendur ? Jú, fyrr í dag var ég minntur á frétt sem birtist á Vísi 23. maí sl. þar sem fyrirsögnin er „Segir samstöðu lykilinn að jarðgangagerð Færeyinga“, sjá hér slóð á fréttina sem Kristján Már Unnarsson skrifaði. Ágætur kunningi minn minnti mig á þessa frétt í morgun í ljósi þess að ég hafði deilt henni meðal minni vina á einum af samfélagsmiðlunum og minntist á hvort ekki væri rétt að minna á og vekja upp umræðu um þá nálgun sem vinir okkar í Færeyjum viðhafa ? Það má segja að það ríki þjóðarsátt í því góða landi, meðal stjórnmálamanna og annarra ráðamanna, um að samgöngur og tengingar á milli landshluta og bæja séu í forgangi og þjóðin hefur áorkað, ein og sér, að klára hvert stórvirkið af öðru með gerð jarðgangna og annarra samgöngumannvirkja og í fréttinni segir að Hvalfjarðargöngin hafi reynst þeim innblástur við gerð þeirra áætlana og framkvæmda sem um ræðir. Færeyskum stjórnmálamönnum hefur auðnast að ná sátt um að það verði að tengja landið saman svo vitnað sé til orða eins af ráðherrum þar í landi – Ísland er stórt land og strjálbýlt, við þurfum nálgun sem þessa hér á landi til að tengja byggðirnar saman og það hvernig til hefur tekist, bæði í Færeyjum og já eins varðandi Hvalfjarðargöng, getur og á að vera okkur innblástur í þeim efnum. Tökum Færeyinga okkur til fyrirmyndar og gerum markvissar áætlanir um uppbyggingu vega á Íslandi, landinu og landsmönnum öllum til heilla ! Höfundur er sveitarstjóri Dalabyggðar.
Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar
Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar