Upplifði fálæti lækna þegar lykkjan týndist inni í henni Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 13. ágúst 2024 15:30 Sigrún segir þörf á vitundarvakningu um endómetríósu. Sigrún Arna Gunnarsdóttir segir umræðu um endómetríósu af skornum skammti, sjúkdómurinn sé mun algengari en flesta grunar. Hún lýsir í Íslandi í dag miklu fálæti á Landspítalanum en hún var ekki greind með sjúkdóminn fyrr en hún leitaði til einkarekinnar heilbrigðisstofu. Þangað til gekk Sigrún í gegnum gríðarleg veikindi, eftir að það tók fjórar tilraunir og fimm mánuði að ná úr henni hormónalykkju vegna samgróninga af völdum ógreindrar endómetríósu. Sigrún segir lífið hafa verið gott allt til ársins 2021. Hún hafi verið heilsuhraust, en alltaf fengið blöðrur á eggjastokkana sem hafi sprungið með tilheyrandi verkjum. „Ég er bara kona, fæ túrverki. Það er svona eðlilegt eins og maður segir. Hef alltaf fengið mikla túrverki en aldrei verið að pæla í því. Svo árið 2021 þá fer eiginlega bara allt til fjandans.“ „Shit happens“ Sigrún, sem búsett er í Vestmannaeyjum, var flutt með sjúkraflugi árið 2021 með innvortis blæðingar. Þá hafði komið rof á fimm sentímetra blöðru. Síðar hafi komið í ljós að það hafi verið blæðing annars staðar innvortis. 2019 hafði hún fengið hormónalykkju en leitast eftir því 2021 að losna við lykkjuna. Yfirleitt sé hún tekin hjá kvensjúkdómalækni. „En hjá mér gekk það ekki. Þá var ákveðið að setja mig bara í svæfingu og taka hana. Ókei, í fyrstu tilraun gekk það ekki og ég var vakin, búið að reyna þetta á stofu að taka lykkjuna. Búið að taka mig í aðgerð, semsagt önnur tilraun. Ég er vakin og enn með lykkjuna. Hún bara fannst ekki. Og ég bara, já ókei, er það eðlilegt?“ Daginn eftir var gerð þriðja tilraun til að ná lykkjunni án árangurs. Eftir þá aðgerð hafi Sigrún verið komin með þvaglegg sem hún hafi svo þurft að vera með í þrjár til fjórar vikur. Lykkjan fannst ekki vegna samgróninga í kviðarholi hennar. Hún segist hafa sent kvensjúkdómalækni sínum tölvupóst þar sem hún lá á spítalanum og spurt hvernig þetta hafi gerst? „Þá fæ ég svar, oh já það er ömurlegt að þú skildir lenda í þessu,“ segir Sigrún sem segir lækninn jafnframt hafa látið fylgja með: „Shit happens.“ Hún skrifar það bara til mín. Þetta var bara shit happens að þetta gerðist.“ Mikilvægt að stuðla að vitundarvakningu Í fjórðu tilraun náðist að ná lykkjunni út á Landspítalanum, fimm mánuðum síðar. Stuttu síðar finnur Sigrún aftur fyrir innvortis blæðingum og var hún flutt til Reykjavíkur með sjúkraflugi. „Og í rauninni var bara sagt við mig að ég væri bara með spenntan grindarbotn og að ég þyrfti að fara í sjúkraþjálfun og taka íbúfen og nordezig,“ segir Sigrún. Hún hafi spurt í hverri einustu skoðun hvort það gæti verið að hún sé með endómetríósu. Hefði hún verið rétt greind fyrr hefði verið hægt að koma henni til aðstoðar. Þá segir Sigrún að foreldrar unglingsstúlkna þurfi að vera meðvitaðir um vandann og hlusta á þær ef þær kvarta undan miklum verkjum þegar þær eru á blæðingum. Sorglegt að ekki sé hlustað Sigrún vildi fara í legnám en segist hafa mætt fálæti heilbrigðisstarfsfólks. „Eftir þetta fjör þá ákvað ég nú bara að leita annað. Og ég ákvað bara að fara á Klíníkina og hitta þar dásamlegan mann sem er mjög fær í endómetríósu. Og við hittumst og hann bara var sammála mér um það að taka legið og ég fór í legnám 2022. Þar er bara sent allt í vefjagreiningu og sýni, það er bara allt tekið.“ Þar hafi loksins komið í ljós að hún væri með endómetríósu, sem meira að segja hafði tekist að dreifa sér í ristilinn. Væri með samgróninga út um allt og því fékk hún loksins svar við því sem pligaði hana. „Ég er reið. Ég er reið yfir því að það sé ekki hlustað á konur með túrverki. Mér finnst það svo sorglegt hvað við erum margar konur að ganga í gegnum þetta og við erum alltaf með sömu einkenni og sömu verki. Af hverju gat Landspítalinn ekki greint þetta, tekið sýni og athugað hvort þetta væri endómetríósa?“ Ísland í dag Heilbrigðismál Landspítalinn Mest lesið Elizabeth Hurley og Billy Ray Cyrus stinga saman nefjum Lífið Ótrúleg heimkoma Búbba sem fauk alla leið í Kópavog Lífið „Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Lífið Ekki á leið í samband bara til að þóknast samfélaginu Lífið Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp Svarar því hve mörg páskaegg þurfi að borða til að bæta á sig kílói Lífið „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Tónlist Sjálfið okkar: Að verða okkar besta útgáfa Áskorun Páskakveðjur stjórnmálaflokka: Gervigreind, páskaeggjaleit og Sigmundur með kanínueyru Lífið Losnaði við alla fíkn á augabragði: „Því Guð er með skyndilausnir líka“ Áskorun Fleiri fréttir Ótrúleg heimkoma Búbba sem fauk alla leið í Kópavog Elizabeth Hurley og Billy Ray Cyrus stinga saman nefjum „Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Páskakveðjur stjórnmálaflokka: Gervigreind, páskaeggjaleit og Sigmundur með kanínueyru Litla hryllingsbúðin kveður á Akureyri Svarar því hve mörg páskaegg þurfi að borða til að bæta á sig kílói Krakkatían: Páskar, söngkeppnir og afmælisbörn Ekki á leið í samband bara til að þóknast samfélaginu Trommari New Pornographers ákærður fyrir vörslu barnaníðsefnis Metfjöldi á Aldrei fór ég suður: „Þetta var algjör draumur“ Veikindafríi Páls Óskars lokið Fréttatía vikunnar: Íþróttir, afsökunarbeiðni og bækur Konfettíið enn að hrynja meðan hnéð „fimmfaldaðist“ Sunneva og Benedikt trúlofuð Tónlistarmyndband Addison Rae tekið upp á Íslandi Gengur yfir Sprengisand með hundrað kíló í eftirdragi Hafði mikla þörf fyrir að láta aðra sjá að hún væri spes týpa Mælir með því að tala við gervigreind sem sálfræðing „Eina sem maður getur gert er að reyna vera betri maður í dag en þá“ „Ég vildi fela mig fyrir heiminum“ „Leyfi lífinu bara að leiða mig“ Annarri tilraun að Fyre-hátíðinni frestað um ókomna tíð Fanney og Teitur greina frá kyninu Sonur Ringo Starr rekinn úr The Who Drógu saman um 74 prósent í samgöngukostnað Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Ferðalög, heimsóknir eða huggulegheit heima framundan um páskana Hátíðlegur páskamatseðill að hætti Móniku á Apótekinu 100 áhrifamestu einstaklingar í heimi Óvenjulegar móttökur þegar Icelandair lenti í Nashville í fyrsta inn Sjá meira
Sigrún segir lífið hafa verið gott allt til ársins 2021. Hún hafi verið heilsuhraust, en alltaf fengið blöðrur á eggjastokkana sem hafi sprungið með tilheyrandi verkjum. „Ég er bara kona, fæ túrverki. Það er svona eðlilegt eins og maður segir. Hef alltaf fengið mikla túrverki en aldrei verið að pæla í því. Svo árið 2021 þá fer eiginlega bara allt til fjandans.“ „Shit happens“ Sigrún, sem búsett er í Vestmannaeyjum, var flutt með sjúkraflugi árið 2021 með innvortis blæðingar. Þá hafði komið rof á fimm sentímetra blöðru. Síðar hafi komið í ljós að það hafi verið blæðing annars staðar innvortis. 2019 hafði hún fengið hormónalykkju en leitast eftir því 2021 að losna við lykkjuna. Yfirleitt sé hún tekin hjá kvensjúkdómalækni. „En hjá mér gekk það ekki. Þá var ákveðið að setja mig bara í svæfingu og taka hana. Ókei, í fyrstu tilraun gekk það ekki og ég var vakin, búið að reyna þetta á stofu að taka lykkjuna. Búið að taka mig í aðgerð, semsagt önnur tilraun. Ég er vakin og enn með lykkjuna. Hún bara fannst ekki. Og ég bara, já ókei, er það eðlilegt?“ Daginn eftir var gerð þriðja tilraun til að ná lykkjunni án árangurs. Eftir þá aðgerð hafi Sigrún verið komin með þvaglegg sem hún hafi svo þurft að vera með í þrjár til fjórar vikur. Lykkjan fannst ekki vegna samgróninga í kviðarholi hennar. Hún segist hafa sent kvensjúkdómalækni sínum tölvupóst þar sem hún lá á spítalanum og spurt hvernig þetta hafi gerst? „Þá fæ ég svar, oh já það er ömurlegt að þú skildir lenda í þessu,“ segir Sigrún sem segir lækninn jafnframt hafa látið fylgja með: „Shit happens.“ Hún skrifar það bara til mín. Þetta var bara shit happens að þetta gerðist.“ Mikilvægt að stuðla að vitundarvakningu Í fjórðu tilraun náðist að ná lykkjunni út á Landspítalanum, fimm mánuðum síðar. Stuttu síðar finnur Sigrún aftur fyrir innvortis blæðingum og var hún flutt til Reykjavíkur með sjúkraflugi. „Og í rauninni var bara sagt við mig að ég væri bara með spenntan grindarbotn og að ég þyrfti að fara í sjúkraþjálfun og taka íbúfen og nordezig,“ segir Sigrún. Hún hafi spurt í hverri einustu skoðun hvort það gæti verið að hún sé með endómetríósu. Hefði hún verið rétt greind fyrr hefði verið hægt að koma henni til aðstoðar. Þá segir Sigrún að foreldrar unglingsstúlkna þurfi að vera meðvitaðir um vandann og hlusta á þær ef þær kvarta undan miklum verkjum þegar þær eru á blæðingum. Sorglegt að ekki sé hlustað Sigrún vildi fara í legnám en segist hafa mætt fálæti heilbrigðisstarfsfólks. „Eftir þetta fjör þá ákvað ég nú bara að leita annað. Og ég ákvað bara að fara á Klíníkina og hitta þar dásamlegan mann sem er mjög fær í endómetríósu. Og við hittumst og hann bara var sammála mér um það að taka legið og ég fór í legnám 2022. Þar er bara sent allt í vefjagreiningu og sýni, það er bara allt tekið.“ Þar hafi loksins komið í ljós að hún væri með endómetríósu, sem meira að segja hafði tekist að dreifa sér í ristilinn. Væri með samgróninga út um allt og því fékk hún loksins svar við því sem pligaði hana. „Ég er reið. Ég er reið yfir því að það sé ekki hlustað á konur með túrverki. Mér finnst það svo sorglegt hvað við erum margar konur að ganga í gegnum þetta og við erum alltaf með sömu einkenni og sömu verki. Af hverju gat Landspítalinn ekki greint þetta, tekið sýni og athugað hvort þetta væri endómetríósa?“
Ísland í dag Heilbrigðismál Landspítalinn Mest lesið Elizabeth Hurley og Billy Ray Cyrus stinga saman nefjum Lífið Ótrúleg heimkoma Búbba sem fauk alla leið í Kópavog Lífið „Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Lífið Ekki á leið í samband bara til að þóknast samfélaginu Lífið Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp Svarar því hve mörg páskaegg þurfi að borða til að bæta á sig kílói Lífið „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Tónlist Sjálfið okkar: Að verða okkar besta útgáfa Áskorun Páskakveðjur stjórnmálaflokka: Gervigreind, páskaeggjaleit og Sigmundur með kanínueyru Lífið Losnaði við alla fíkn á augabragði: „Því Guð er með skyndilausnir líka“ Áskorun Fleiri fréttir Ótrúleg heimkoma Búbba sem fauk alla leið í Kópavog Elizabeth Hurley og Billy Ray Cyrus stinga saman nefjum „Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Páskakveðjur stjórnmálaflokka: Gervigreind, páskaeggjaleit og Sigmundur með kanínueyru Litla hryllingsbúðin kveður á Akureyri Svarar því hve mörg páskaegg þurfi að borða til að bæta á sig kílói Krakkatían: Páskar, söngkeppnir og afmælisbörn Ekki á leið í samband bara til að þóknast samfélaginu Trommari New Pornographers ákærður fyrir vörslu barnaníðsefnis Metfjöldi á Aldrei fór ég suður: „Þetta var algjör draumur“ Veikindafríi Páls Óskars lokið Fréttatía vikunnar: Íþróttir, afsökunarbeiðni og bækur Konfettíið enn að hrynja meðan hnéð „fimmfaldaðist“ Sunneva og Benedikt trúlofuð Tónlistarmyndband Addison Rae tekið upp á Íslandi Gengur yfir Sprengisand með hundrað kíló í eftirdragi Hafði mikla þörf fyrir að láta aðra sjá að hún væri spes týpa Mælir með því að tala við gervigreind sem sálfræðing „Eina sem maður getur gert er að reyna vera betri maður í dag en þá“ „Ég vildi fela mig fyrir heiminum“ „Leyfi lífinu bara að leiða mig“ Annarri tilraun að Fyre-hátíðinni frestað um ókomna tíð Fanney og Teitur greina frá kyninu Sonur Ringo Starr rekinn úr The Who Drógu saman um 74 prósent í samgöngukostnað Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Ferðalög, heimsóknir eða huggulegheit heima framundan um páskana Hátíðlegur páskamatseðill að hætti Móniku á Apótekinu 100 áhrifamestu einstaklingar í heimi Óvenjulegar móttökur þegar Icelandair lenti í Nashville í fyrsta inn Sjá meira
„Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Lífið
Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp
„Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“
„Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Lífið
Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp