Segjast hafa lagt undir sig um það bil þúsund ferkílómetra Hólmfríður Gísladóttir skrifar 13. ágúst 2024 06:28 Tugþúsundir íbúa Kursk hafa neyðst til að flýja heimili sín eftir innrás Úkraínumanna. AP Hershöfðinginn Oleksandr Syrski greindi Vólódimír Selenskí Úkraínuforseta frá því í gær að hersveitir landsins hefðu lagt um það bil þúsund ferkílómetra undir sig í Kursk í Rússlandi. Aðgerðin stæði enn yfir. Nokkrum klukkustundum áður en Syrski og Selenskí ræddu saman hafði Alexei Smirnov, starfandi héraðsstjóri Kursk, áætlað að Úkraínumenn hefðu náð um það bil 28 þéttbýliskjörnum á sitt vald, á svæði sem væri um það bil 40 km breitt og næði um 12 km inn í landið. Úkraínumenn hafa gefið lítið upp um innrás sína inn í Rússland, sem virðist hafa komið yfirvöldum í Rússlandi verulega á óvart. Um það bil 121 þúsund íbúar Kursk hafa flúið heimili sín að sögn Smirnov, tólf almennir borgarar látist og 121 særst. Yfirvöld í Kursk greindu frá því í gær að þau hefðu ákveðið að rýma Belovsky, þar sem íbúar telja um 14 þúsund, og þá ákváðu yfirvöld í Belgorod að rýma Krasnoyaruzhky. Selenskí sagði í daglegu ávarpi sínu í gærkvöldi að aðgerðin varðaði öryggismál en Rússar hefðu gert ófáar árásir á Úkraínu frá Kursk. Sumy-hérað hefði tli að mynda orðið fyrir 2.100 árásum frá Kursk frá byrjun sumars. „Fyrst Pútín er svona staðráðinn í því að berjast verður að neyða Rússland til að semja um frið,“ sagði Selenskí. „Rússar færðu öðrum stríð og nú sækir það þá heim.“ Andriy Zagorodnyuk, fyrrverandi varnarmálaráðherra Úkraínu, sagði í samtali við Reuters að svo virtist sem aðgerð Úkraínumanna í Kursk virtist ætlað að dreifa athygli Rússa frá aðgerðum í Úkraínu. Þá hefur AFP eftir úkraínskum embættismanni að hann geri ráð fyrir að Rússar muni að lokum hrinda sókninni inn í Kursk. Rússland Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Hernaður Mest lesið Vaktin: Aftakaverður gengur yfir landið Veður Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Innlent Með tvær „barnakynlífsdúkkur“ í barnarúmi í svefnherberginu Innlent Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Erlent Nafngreina árásarmanninn í Örebro Erlent Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Erlent Formaður BÍ æfur vegna ummæla Sigurjóns Innlent Pallborðið: Tókust á um umdeilt verkfall kennara Innlent Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Erlent Óvænt boðaður til fundar hjá sáttasemjara Innlent Fleiri fréttir Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Nafngreina árásarmanninn í Örebro Rivíerutal Trumps megi kalla etníska hreinsun Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Ummæli Trumps harðlega gagnrýnd víða um heim Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Ellefu létust í skotárásinni Segir engan vilja búa á Gasa „Versta fjöldaskotárás sem hefur verið gerð í okkar landi“ Kosningar í Grænlandi framundan Íslenskur skólastjóri meðal þeirra sem flúðu skotárásina Skotárás í sænskum skóla Vilja endurskoða dóm hjúkrunarfræðings vegna barnadauða Stoltenberg með óvænta endurkomu í norskum stjórnmálum Jafngildir það að eyða meðvitaðri gervigreind því að drepa dýr? El Salvador býðst til að taka við hættulegum glæpamönnum Kínverjar grípa til aðgerða mínútum eftir að nýir tollar taka gildi Blátt bann við erlendum fjárframlögum Tollahækkunum gegn Kanada líka frestað Starfsmenn DOGE tóku yfir USAID og læstu starfsmenn úti Hermenn halda að landamærum og Trump frestar tollum Sautján ára stúlka lést í hákarlaárás Hvað gengur Trump til með tollum? Skotmark sprengingar í Moskvu herforingi frá Austur-Úkraínu Einn látinn eftir sprengjutilræði í lúxusblokk í Moskvu Rubio fundaði með Mulino og ítrekaði hótanir Trump Hyggst hækka tolla á Evrópuríkin innan tíðar Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Allir farþegarnir látnir Sjá meira
Aðgerðin stæði enn yfir. Nokkrum klukkustundum áður en Syrski og Selenskí ræddu saman hafði Alexei Smirnov, starfandi héraðsstjóri Kursk, áætlað að Úkraínumenn hefðu náð um það bil 28 þéttbýliskjörnum á sitt vald, á svæði sem væri um það bil 40 km breitt og næði um 12 km inn í landið. Úkraínumenn hafa gefið lítið upp um innrás sína inn í Rússland, sem virðist hafa komið yfirvöldum í Rússlandi verulega á óvart. Um það bil 121 þúsund íbúar Kursk hafa flúið heimili sín að sögn Smirnov, tólf almennir borgarar látist og 121 særst. Yfirvöld í Kursk greindu frá því í gær að þau hefðu ákveðið að rýma Belovsky, þar sem íbúar telja um 14 þúsund, og þá ákváðu yfirvöld í Belgorod að rýma Krasnoyaruzhky. Selenskí sagði í daglegu ávarpi sínu í gærkvöldi að aðgerðin varðaði öryggismál en Rússar hefðu gert ófáar árásir á Úkraínu frá Kursk. Sumy-hérað hefði tli að mynda orðið fyrir 2.100 árásum frá Kursk frá byrjun sumars. „Fyrst Pútín er svona staðráðinn í því að berjast verður að neyða Rússland til að semja um frið,“ sagði Selenskí. „Rússar færðu öðrum stríð og nú sækir það þá heim.“ Andriy Zagorodnyuk, fyrrverandi varnarmálaráðherra Úkraínu, sagði í samtali við Reuters að svo virtist sem aðgerð Úkraínumanna í Kursk virtist ætlað að dreifa athygli Rússa frá aðgerðum í Úkraínu. Þá hefur AFP eftir úkraínskum embættismanni að hann geri ráð fyrir að Rússar muni að lokum hrinda sókninni inn í Kursk.
Rússland Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Hernaður Mest lesið Vaktin: Aftakaverður gengur yfir landið Veður Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Innlent Með tvær „barnakynlífsdúkkur“ í barnarúmi í svefnherberginu Innlent Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Erlent Nafngreina árásarmanninn í Örebro Erlent Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Erlent Formaður BÍ æfur vegna ummæla Sigurjóns Innlent Pallborðið: Tókust á um umdeilt verkfall kennara Innlent Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Erlent Óvænt boðaður til fundar hjá sáttasemjara Innlent Fleiri fréttir Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Nafngreina árásarmanninn í Örebro Rivíerutal Trumps megi kalla etníska hreinsun Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Ummæli Trumps harðlega gagnrýnd víða um heim Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Ellefu létust í skotárásinni Segir engan vilja búa á Gasa „Versta fjöldaskotárás sem hefur verið gerð í okkar landi“ Kosningar í Grænlandi framundan Íslenskur skólastjóri meðal þeirra sem flúðu skotárásina Skotárás í sænskum skóla Vilja endurskoða dóm hjúkrunarfræðings vegna barnadauða Stoltenberg með óvænta endurkomu í norskum stjórnmálum Jafngildir það að eyða meðvitaðri gervigreind því að drepa dýr? El Salvador býðst til að taka við hættulegum glæpamönnum Kínverjar grípa til aðgerða mínútum eftir að nýir tollar taka gildi Blátt bann við erlendum fjárframlögum Tollahækkunum gegn Kanada líka frestað Starfsmenn DOGE tóku yfir USAID og læstu starfsmenn úti Hermenn halda að landamærum og Trump frestar tollum Sautján ára stúlka lést í hákarlaárás Hvað gengur Trump til með tollum? Skotmark sprengingar í Moskvu herforingi frá Austur-Úkraínu Einn látinn eftir sprengjutilræði í lúxusblokk í Moskvu Rubio fundaði með Mulino og ítrekaði hótanir Trump Hyggst hækka tolla á Evrópuríkin innan tíðar Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Allir farþegarnir látnir Sjá meira