Verðstríð að hefjast á matvörumarkaði Ólafur Björn Sverrisson skrifar 12. ágúst 2024 22:02 Gréta María segir Prís ætla að hrista upp í fákeppnismarkaði. vísir/ívar fannar Töluvert rými er fyrir samkeppni á matvörumarkaði, að mati sérfræðings hjá verðlagseftirliti ASÍ. Framkvæmdastjóri nýrrar lágvöruverðsverslunar segir markmiðið að hrista upp í fákeppnismarkaði. Verslunin Prís er um þessar mundir að undirbúa innreið á markaðinn og stefnt er að því að opna dyrnar síðar í mánuðinum. Framkvæmdastjórinn segir markmiðið skýrt: að lækka matvöruverð á landinu, meðal annars með því að einblína á innfluttar vörur. „Ég held að það finni það allir á eigin skinni að matvöruverð hefur hækkað gríðarlega mikið og í þannig umhverfi, skapast að sjálfsögðu aðstæður fyrir nýja aðila til að koma inn á markað og brjóta upp mynstur sem hefur verið í fákeppni,“ segir Gréta María Grétarsdóttir framkvæmdastjóri Príss. Hún segist hafa verið beðin um að rugga ekki bátnum hjá stóru aðilunum og vakið athygli á því að vegna afsláttar sem stærri matvörukeðjur fái hjá byrgjum sé jafnvel ódýrara að versla við stóru keðjurnar en byrgjana sjálfa. „Þá er eitthvað rangt gefið í kerfinu. Af hverju það er er erfitt að svara. Er það út af því að menn vilja ekki fá fleiri aðila inn á markaðinn sem rugga bátnum? Eða er það vegna þess að mönnum líður vel í þessari fákeppni? Eða eru hræddir? Við vitum það ekki, en við höfum allavega vakið athygli á þessu, að þetta sé ekki eðlilegt.“ Auður Alfa Ólafsdóttir.vísir/ívar fannar Auður Alfa hjá verðlagseftirliti ASÍ tekur undir það að óeðlileg staða hafi myndast á matvörumarkaði. „Við sjáum auðvitað að Festi og Hagar eru með sextíu prósent hlutdeild á markaði ef við bætum Samkaupum þá erum við komin í áttatíu prósent. Þetta eru ekki margir aðilar.“ Um klassískt dæmi fákeppni sé að ræða þar sem fyrirtækin keppa ekki í verði heldur þjónustustigi og tæknilausnum. „Hlutir sem að kosta töluverða peninga,“ segir Auður. „Þannig ef það kemur meiri samkeppni inn á markaðinn, þá ætti það að þrýsta á hagræðingu, sem ætti þá að leiða til lægra matvöruverðs.“ Munum við sjá verðlækkanir? „Ekki nokkur spurning,“ segir Gréta. Verslun Samkeppnismál Verðlag Neytendur Matvöruverslun Mest lesið Meirihluti vill afnema áminningarskyldu Viðskipti innlent „Fer út í daginn uppfull af hundaknúsi“ Atvinnulíf Byrjaði 18 ára í þjónustuverinu og hættir nú sem framkvæmdastjóri Viðskipti innlent Þrjú kvár stýra fyrirtækjum Viðskipti innlent Hyggjast opna lágvöruverslun og Orkustöð á Blönduósi Viðskipti innlent Telur breytinguna ekki stuðla að því að fólk festist í húsnæði Neytendur Öll lónin full og vatnsbúskapur tók stökkbreytingum Viðskipti innlent Landsbankinn breytir framboði á lánum eftir vaxtadóminn Viðskipti innlent Framkvæmdastjórnin beinir spjótunum að Meta og TikTok Viðskipti erlent Tekjur Isavia jukust um tæpa 1,2 milljarða króna milli ára Viðskipti innlent Fleiri fréttir Telur breytinguna ekki stuðla að því að fólk festist í húsnæði Heimilin þurfi að undirbúa sig fyrir að það reyni á svigrúm þeirra Endurgreiða viðskiptavinum sem mæta í skimun mánaðariðgjald Kalla inn vínarpylsur vegna aðskotahlutar Kalla inn kjúklingalæri vegna gruns um salmonellu Óvenjulegur moli afrakstur sögulegs samstarfs Áhyggjuefni að fasteignaeigendum fjölgi hjá umboðsmanni skuldara Bæta meðgönguvernd við hefðbundna sjúkdómatryggingu Segjast taka ábendingum alvarlega og hafa verðlagningu til skoðunar Vara við sósum sem geta sprungið Áfengi umtalsvert dýrara í íslensku fríhöfninni en öðrum og jafnvel dýrara en í Ríkinu „Þeir sem stunda innbrot í tölvukerfi leita alltaf veikustu hlekkjanna“ Fær taugaveiklaðan hund endurgreiddan Greiði við nýlega einhleypa konu sprakk í andlit flutningsþjónustu Situr uppi með sófann með „slaka stífleikann“ Gagnrýna steinefni fyrir börn og vilja að framleiðendur vandi sig Sjá rukkun og „sirka tilboð“ gjörólíku ljósi Mjög leiðinlegt mál en tilboðið hafi aldrei verið samþykkt Ekki ósanngjarnt af flugfélagi að láta viðskiptavin greiða eigin mistök Ekkja í Hafnarfirði missti af íbúð þrátt fyrir samþykki Ferðamaður sem sá Þingvelli í myrkri fær endurgreitt að hluta Engar reglur um merkingar á bílastæðum sem rukkað er fyrir Innkalla eitrað te Eftirlitsstofnanir vara við sýndareignum Segir lítinn sóma af verðhækkunum Icelandair ORA svarar fyrir fiskbúðinginn: „Stundum þarf bara pung í að gera breytingar“ Þetta eru réttindi þeirra sem eiga bókað með Play Airpods allt að 40 prósent dýrari hérlendis U-beygja Metro sem komst í gegnum eftirlit án nokkurra athugasemda Lækkar vexti og boðar frekari innreið á lánamarkað Sjá meira
Verslunin Prís er um þessar mundir að undirbúa innreið á markaðinn og stefnt er að því að opna dyrnar síðar í mánuðinum. Framkvæmdastjórinn segir markmiðið skýrt: að lækka matvöruverð á landinu, meðal annars með því að einblína á innfluttar vörur. „Ég held að það finni það allir á eigin skinni að matvöruverð hefur hækkað gríðarlega mikið og í þannig umhverfi, skapast að sjálfsögðu aðstæður fyrir nýja aðila til að koma inn á markað og brjóta upp mynstur sem hefur verið í fákeppni,“ segir Gréta María Grétarsdóttir framkvæmdastjóri Príss. Hún segist hafa verið beðin um að rugga ekki bátnum hjá stóru aðilunum og vakið athygli á því að vegna afsláttar sem stærri matvörukeðjur fái hjá byrgjum sé jafnvel ódýrara að versla við stóru keðjurnar en byrgjana sjálfa. „Þá er eitthvað rangt gefið í kerfinu. Af hverju það er er erfitt að svara. Er það út af því að menn vilja ekki fá fleiri aðila inn á markaðinn sem rugga bátnum? Eða er það vegna þess að mönnum líður vel í þessari fákeppni? Eða eru hræddir? Við vitum það ekki, en við höfum allavega vakið athygli á þessu, að þetta sé ekki eðlilegt.“ Auður Alfa Ólafsdóttir.vísir/ívar fannar Auður Alfa hjá verðlagseftirliti ASÍ tekur undir það að óeðlileg staða hafi myndast á matvörumarkaði. „Við sjáum auðvitað að Festi og Hagar eru með sextíu prósent hlutdeild á markaði ef við bætum Samkaupum þá erum við komin í áttatíu prósent. Þetta eru ekki margir aðilar.“ Um klassískt dæmi fákeppni sé að ræða þar sem fyrirtækin keppa ekki í verði heldur þjónustustigi og tæknilausnum. „Hlutir sem að kosta töluverða peninga,“ segir Auður. „Þannig ef það kemur meiri samkeppni inn á markaðinn, þá ætti það að þrýsta á hagræðingu, sem ætti þá að leiða til lægra matvöruverðs.“ Munum við sjá verðlækkanir? „Ekki nokkur spurning,“ segir Gréta.
Verslun Samkeppnismál Verðlag Neytendur Matvöruverslun Mest lesið Meirihluti vill afnema áminningarskyldu Viðskipti innlent „Fer út í daginn uppfull af hundaknúsi“ Atvinnulíf Byrjaði 18 ára í þjónustuverinu og hættir nú sem framkvæmdastjóri Viðskipti innlent Þrjú kvár stýra fyrirtækjum Viðskipti innlent Hyggjast opna lágvöruverslun og Orkustöð á Blönduósi Viðskipti innlent Telur breytinguna ekki stuðla að því að fólk festist í húsnæði Neytendur Öll lónin full og vatnsbúskapur tók stökkbreytingum Viðskipti innlent Landsbankinn breytir framboði á lánum eftir vaxtadóminn Viðskipti innlent Framkvæmdastjórnin beinir spjótunum að Meta og TikTok Viðskipti erlent Tekjur Isavia jukust um tæpa 1,2 milljarða króna milli ára Viðskipti innlent Fleiri fréttir Telur breytinguna ekki stuðla að því að fólk festist í húsnæði Heimilin þurfi að undirbúa sig fyrir að það reyni á svigrúm þeirra Endurgreiða viðskiptavinum sem mæta í skimun mánaðariðgjald Kalla inn vínarpylsur vegna aðskotahlutar Kalla inn kjúklingalæri vegna gruns um salmonellu Óvenjulegur moli afrakstur sögulegs samstarfs Áhyggjuefni að fasteignaeigendum fjölgi hjá umboðsmanni skuldara Bæta meðgönguvernd við hefðbundna sjúkdómatryggingu Segjast taka ábendingum alvarlega og hafa verðlagningu til skoðunar Vara við sósum sem geta sprungið Áfengi umtalsvert dýrara í íslensku fríhöfninni en öðrum og jafnvel dýrara en í Ríkinu „Þeir sem stunda innbrot í tölvukerfi leita alltaf veikustu hlekkjanna“ Fær taugaveiklaðan hund endurgreiddan Greiði við nýlega einhleypa konu sprakk í andlit flutningsþjónustu Situr uppi með sófann með „slaka stífleikann“ Gagnrýna steinefni fyrir börn og vilja að framleiðendur vandi sig Sjá rukkun og „sirka tilboð“ gjörólíku ljósi Mjög leiðinlegt mál en tilboðið hafi aldrei verið samþykkt Ekki ósanngjarnt af flugfélagi að láta viðskiptavin greiða eigin mistök Ekkja í Hafnarfirði missti af íbúð þrátt fyrir samþykki Ferðamaður sem sá Þingvelli í myrkri fær endurgreitt að hluta Engar reglur um merkingar á bílastæðum sem rukkað er fyrir Innkalla eitrað te Eftirlitsstofnanir vara við sýndareignum Segir lítinn sóma af verðhækkunum Icelandair ORA svarar fyrir fiskbúðinginn: „Stundum þarf bara pung í að gera breytingar“ Þetta eru réttindi þeirra sem eiga bókað með Play Airpods allt að 40 prósent dýrari hérlendis U-beygja Metro sem komst í gegnum eftirlit án nokkurra athugasemda Lækkar vexti og boðar frekari innreið á lánamarkað Sjá meira