„Kominn tími til að ég myndi stíga upp“ Andri Már Eggertsson skrifar 11. ágúst 2024 21:46 Jónatan Ingi skoraði bæði mörk Vals í kvöld. Vísir/Anton Brink Valur vann 5-1 sigur gegn HK á heimavelli. Jónatan Ingi Jónsson, leikmaður Vals, fór á kostum og gerði þrennu. „Við mættum almennilega til leiks. Síðustu tveir leikir hafa ekki verið góðir í deildinni og við ætluðum að spila vel frá fyrstu mínútu sem mér fannst við gera. Þeir fengu síðan á sig víti og rautt spjald og eftir að við komumst 2-1 yfir þá fannst mér aldrei vera spurning hver myndi vinna,“ sagði Jónatan Ingi ánægður með sigurinn. Jónatan Ingi var allt í öllu og upplegg Vals snerist mikið um að hann fengi boltann og myndi búa til færi á hægri kantinum. „Mér fannst kominn tími til að ég myndi stíga upp. Mér fannst ég ekki góður gegn KA og það var mikilvægt að ég myndi hjálpa liðinu sem var mjög gott.“ „Það var kærkomið að labba út af vellinum með sigur. Það var auðvitað gaman að skora en maður var farinn að „kreiva“ sigurinn.“ Í stöðunni 4-1 hafði bæði Jónatan og Gylfi Þór Sigurðsson skorað tvö mörk. Jónatan skoraði sitt þriðja mark eftir skot frá Gylfa sem Christoffer Felix Cornelius Petersen, markmaður HK, varði. „Við hlógum af þessu. Ég vissi ekki af honum en hann átti gott skot og maður fylgir alltaf eftir því maður veit að skotin hans fara á markið og ég var klár og mark er mark sama hver skorar það.“ Aðspurður hvernig Túfa hefur komið inn sem þjálfari Vals sagðist Jónatan vera ánægður með hans störf. „Það hefur verið lítill tími og stutt á milli leikja en hann hefur komið með sínar áherslur og mun hægt og rólega bæta við meira sem er jákvætt,“ sagði Jónatan Ingi Jónsson eftir leik. Besta deild karla Valur Mest lesið Þórsarar upp í Bestu deildina en Selfoss féll Íslenski boltinn „Síðasti hálfi mánuðurinn hefur verið hundleiðinlegur“ Íslenski boltinn Zubimendi með tvö í frábærum sigri Enski boltinn Reiður eftir að Yamal var látinn taka verkjalyf til að geta spilað Fótbolti Fyrsta mark Ísaks í efstu deild Þýskalands Fótbolti Heimir ekki rekinn þó sumir kalli eftir því Fótbolti Spurs í engum vandræðum með tíu Hamra Enski boltinn Uppgjörið: Valur - Haukar 21-24 | Bikarmeistararnir skákuðu Íslandsmeisturunum Handbolti Sneri við á HM og studdi keppinaut í mark Sport Dagskráin í dag: Enska úrvalsdeildin aftur af stað eftir hlé Sport Fleiri fréttir Endurkomusigur í ótrúlegum sjö marka leik Sævar hetjan í endurkomusigri Brann Arnór tryggði Norrköping stig í Íslendingaslag „Þess vegna unnum við“ „Langt frá því að vera eins og við eigum að vera“ Andrea skoraði sjö í öruggum sigri ÍR og nýliðarnir á toppnum Sigur í fyrsta leik Andra í enska boltanum Grótta og Ægir upp í Lengjudeildina Nýi maðurinn hetja Newcastle og skrautlegt sjálfsmark Leeds Spurs í engum vandræðum með tíu Hamra Fyrsta mark Ísaks í efstu deild Þýskalands Þórsarar upp í Bestu deildina en Selfoss féll Heimsmethafinn hélt út Uppgjörið: Valur - Haukar 21-24 | Bikarmeistararnir skákuðu Íslandsmeisturunum Enginn Orri er tíu Madrídingar unnu Real Sociedad Zubimendi með tvö í frábærum sigri Fagnar eins og Gyökeres og bjó til skýringu Reiður eftir að Yamal var látinn taka verkjalyf til að geta spilað Sneri við á HM og studdi keppinaut í mark Ekki keyptur til að gera það sama og Ederson Heimir ekki rekinn þó sumir kalli eftir því Skiptir til Chelsea frá félagi með sömu eigendur „Síðasti hálfi mánuðurinn hefur verið hundleiðinlegur“ Dagskráin í dag: Enska úrvalsdeildin aftur af stað eftir hlé Brynjólfur leikmaður mánaðarins í Hollandi „Þeir sem standa sig betur hreppa hnossið“ Staðfestir að Bayindir verði í markinu gegn Man City Haukar sóttu tvö stig norður Sneypuför Stjörnumanna til Eyja Sjá meira
„Við mættum almennilega til leiks. Síðustu tveir leikir hafa ekki verið góðir í deildinni og við ætluðum að spila vel frá fyrstu mínútu sem mér fannst við gera. Þeir fengu síðan á sig víti og rautt spjald og eftir að við komumst 2-1 yfir þá fannst mér aldrei vera spurning hver myndi vinna,“ sagði Jónatan Ingi ánægður með sigurinn. Jónatan Ingi var allt í öllu og upplegg Vals snerist mikið um að hann fengi boltann og myndi búa til færi á hægri kantinum. „Mér fannst kominn tími til að ég myndi stíga upp. Mér fannst ég ekki góður gegn KA og það var mikilvægt að ég myndi hjálpa liðinu sem var mjög gott.“ „Það var kærkomið að labba út af vellinum með sigur. Það var auðvitað gaman að skora en maður var farinn að „kreiva“ sigurinn.“ Í stöðunni 4-1 hafði bæði Jónatan og Gylfi Þór Sigurðsson skorað tvö mörk. Jónatan skoraði sitt þriðja mark eftir skot frá Gylfa sem Christoffer Felix Cornelius Petersen, markmaður HK, varði. „Við hlógum af þessu. Ég vissi ekki af honum en hann átti gott skot og maður fylgir alltaf eftir því maður veit að skotin hans fara á markið og ég var klár og mark er mark sama hver skorar það.“ Aðspurður hvernig Túfa hefur komið inn sem þjálfari Vals sagðist Jónatan vera ánægður með hans störf. „Það hefur verið lítill tími og stutt á milli leikja en hann hefur komið með sínar áherslur og mun hægt og rólega bæta við meira sem er jákvætt,“ sagði Jónatan Ingi Jónsson eftir leik.
Besta deild karla Valur Mest lesið Þórsarar upp í Bestu deildina en Selfoss féll Íslenski boltinn „Síðasti hálfi mánuðurinn hefur verið hundleiðinlegur“ Íslenski boltinn Zubimendi með tvö í frábærum sigri Enski boltinn Reiður eftir að Yamal var látinn taka verkjalyf til að geta spilað Fótbolti Fyrsta mark Ísaks í efstu deild Þýskalands Fótbolti Heimir ekki rekinn þó sumir kalli eftir því Fótbolti Spurs í engum vandræðum með tíu Hamra Enski boltinn Uppgjörið: Valur - Haukar 21-24 | Bikarmeistararnir skákuðu Íslandsmeisturunum Handbolti Sneri við á HM og studdi keppinaut í mark Sport Dagskráin í dag: Enska úrvalsdeildin aftur af stað eftir hlé Sport Fleiri fréttir Endurkomusigur í ótrúlegum sjö marka leik Sævar hetjan í endurkomusigri Brann Arnór tryggði Norrköping stig í Íslendingaslag „Þess vegna unnum við“ „Langt frá því að vera eins og við eigum að vera“ Andrea skoraði sjö í öruggum sigri ÍR og nýliðarnir á toppnum Sigur í fyrsta leik Andra í enska boltanum Grótta og Ægir upp í Lengjudeildina Nýi maðurinn hetja Newcastle og skrautlegt sjálfsmark Leeds Spurs í engum vandræðum með tíu Hamra Fyrsta mark Ísaks í efstu deild Þýskalands Þórsarar upp í Bestu deildina en Selfoss féll Heimsmethafinn hélt út Uppgjörið: Valur - Haukar 21-24 | Bikarmeistararnir skákuðu Íslandsmeisturunum Enginn Orri er tíu Madrídingar unnu Real Sociedad Zubimendi með tvö í frábærum sigri Fagnar eins og Gyökeres og bjó til skýringu Reiður eftir að Yamal var látinn taka verkjalyf til að geta spilað Sneri við á HM og studdi keppinaut í mark Ekki keyptur til að gera það sama og Ederson Heimir ekki rekinn þó sumir kalli eftir því Skiptir til Chelsea frá félagi með sömu eigendur „Síðasti hálfi mánuðurinn hefur verið hundleiðinlegur“ Dagskráin í dag: Enska úrvalsdeildin aftur af stað eftir hlé Brynjólfur leikmaður mánaðarins í Hollandi „Þeir sem standa sig betur hreppa hnossið“ Staðfestir að Bayindir verði í markinu gegn Man City Haukar sóttu tvö stig norður Sneypuför Stjörnumanna til Eyja Sjá meira