Eldur í Zaporizhzhia-kjarnorkuverinu í Úkraínu Eiður Þór Árnason skrifar 11. ágúst 2024 21:05 Mynd úr eftirlitsmyndavél sem deilt var af embætti Úkraínuforseta sýnir reyk stíga upp úr kæliturni orkuversins í borginni Energodar. Fjölmiðlaskrifstofa úkraínska forsetaembættisins Eldur braust út í kæliturni Zaporizhzhia-kjarnorkuversins í suðurhluta Úkraínu í dag. Um er að ræða stærsta kjarnorkuver Evrópu og hafa Rússar og Úkraínumenn kennt hvor öðrum um atvikið. Að sögn þeirra hefur ekki mælst aukin geislavirkni í kringum orkuverið sem hefur verið undir stjórn rússneskra hersveita frá því fljótlega eftir upphaf allsherjarinnrár í Úkraínu árið 2022. Alþjóðakjarnorkumálastofnunin segir sérfræðinga á vegum hennar hafa séð svartan reyk frá norðurhluta kjarnorkuversins eftir að hafa heyrt nokkrar sprengingar. Starfsmenn versins eru sagðir hafa tilkynnt drónaárás á einn kæliturninn. Stofnunin segir atvikið ekki hafa áhrif á öryggi kjarnorkuversins. „Í kjölfar sprengiárásar úkraínska hersins á bæinn Energodar kviknaði eldur í kælikerfi Zaporizhzhia-kjarnorkuversins,“ segir Yevgeny Balitsky, héraðsstjóri Zaporizhzhia-héraðs á samskiptamiðlinum Telegram. Rússar útnefndu hann héraðsstjóra eftir að þeir náðu svæðinu á sitt vald. Enerhodar. We have recorded from Nikopol that the Russian occupiers have started a fire on the territory of the Zaporizhzhia Nuclear Power Plant.Currently, radiation levels are within norm. However, as long as the Russian terrorists maintain control over the nuclear plant, the… pic.twitter.com/TQUi3BJg4J— Volodymyr Zelenskyy / Володимир Зеленський (@ZelenskyyUa) August 11, 2024 Geislun sögð mælast eðlileg Volodímír Selenskí Úkraínuforseti segir að „rússneskir hernámsmenn hafi kveikt eld“ í orkuverinu. Í færslu sem hann birti um klukkan 19 segir hann mælingar sýna að geislunarstig sé eðlilegt. Hann birtir myndskeið úr eftirlitsmyndavél sem sýnir svartan reyk streyma úr einum kæliturnunum og eld loga fyrir neðan. Balitsky segir sömuleiðis að geislun í kringum orkuverið hafi mælst eðlileg, að því er fram kemur í frétt France24. Innanríkisráðherra Úkraínu segist fylgjast náið með ástandinu og gögnum frá mælistöðvum nálægt kjarnorkuverinu. Að sögn héraðsstjórans Balitsky er búið að slökkva á öllum sex einingum versins. „Það er engin hætta á gufusprengingu eða öðrum afleiðingum,“ segir hann og bættir við að slökkviliðsmenn séu á staðnum að berjast við eldinn. Kjarnorkuverið stendur við austurbakka Dnipro-árinnar þar sem átakalína Rússa og Úkraínumanna liggur en Úkraínuher hefur hinn árbakkann undir sinni stjórn. Alþjóðakjarnorkumálastofnunin hefur ítrekað hvatt til stillingar á svæðinu og óttast að kærulausar hernaðaraðgerðir gætu leitt til umfangsmikils kjarnorkuslyss. Fréttin hefur verið uppfærð. Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Tengdar fréttir Grossi varar við drónaárásum á Zaporizhzhia-kjarnorkuverið Rafael Grossi, yfirmaður Alþjóðakjarnorkumálastofnunarinnar, hefur fordæmt drónaárásir á einn af sex kjarnakljúfum Zaporizhzhia-kjarnorkuversins í Úkraínu 8. apríl 2024 06:44 Úkraínuforseti skorar á heimsbyggðina að vakna Forseti Úkraínu segir heimsbyggðina verða að beina athygli sinni að undirbúningi Rússa fyrir að sprengja kjarnorkuverið í Zaporizhzhia í loft upp. Aðeins athygli alþjóðasamfélagsins og vissa um viðbrögð þess geti fælt Rússa frá hryðjuverkum. 5. júlí 2023 20:01 Saka hver annan um að ætla sér að ráðast á kjarnorkuverið Úkraínumenn og Rússar saka hver annan um að ætla sér að ráðast á Zaporizhzhia-kjarnorkuverið í suðaustanverðri Úkraínu. Hvorugir þeirra hafa þó lagt fram sannanir fyrir fullyrðingum sínum. 5. júlí 2023 15:18 Mest lesið Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Innlent Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Innlent Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Innlent Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Innlent Kjölur ekki á dagskrá Innlent Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Innlent Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Innlent „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Innlent Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Innlent Fleiri fréttir Webb smellti af nýburamyndum Harðlega gagnrýndur af bæði Demókrötum og Repúblikönum Fundu ofgnótt ferskvatns undir sjávarbotninum í Atlantshafi Segir af sér sem ráðherra og varaformaður Verkamannaflokksins „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Hertogaynjan af Kent er látin Konungssinninn Anutin Charnvirakul nýr forsætisráðherra Taílands Bretar, Kanadamenn, Suður-Kóreubúar og Þjóðverji meðal látinna í Lissabon Sér ekki tilgang í öryggistryggingum þar sem Rússum sé treystandi Skoða að banna trans fólki að eiga skotvopn Svíar saka Rússa um auknar truflanir í staðsetningarbúnaði Gekkst undir aðgerð vegna húðkrabbameins Kynnir stríðsmálaráðuneytið til leiks Gerðu loftárás á vinnusvæði danskra hjálparsamtaka Yfir tvö þúsund látnir eftir jarðskjálftann Segir 26 ríki vilja senda hermenn til Úkraínu Sá sem ók á skrúðgöngu Liverpool-manna lýsti yfir sakleysi Mátti ekki stöðva fjárveitingar til Harvard Tískugoðsögnin Giorgio Armani er fallin frá Búa sig undir komu hermanna og útsendara ICE Evrópuleiðtogar funda um öryggistryggingar fyrir Úkraínu Spinna samsæriskenningar vegna óvenjumargra andláta frambjóðenda Biðja hæstarétt um flýtimeðferð vegna tolla Höfundur Father Ted handtekinn fyrir að hvetja til ofbeldis gegn trans fólki Allir íbúar munu geta höfðað mál vegna þungunarrofslyfja Vinna að lista yfir vini og samstarfsmenn Epstein Mjótt á munum í Noregi og líkur á flókinni stjórnarmyndun Mótmæla hugmyndum um innlimun nær alls Vesturbakkans Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Pútín og Xi ræddu ódauðleika í gegnum líffæragjöf Sjá meira
Að sögn þeirra hefur ekki mælst aukin geislavirkni í kringum orkuverið sem hefur verið undir stjórn rússneskra hersveita frá því fljótlega eftir upphaf allsherjarinnrár í Úkraínu árið 2022. Alþjóðakjarnorkumálastofnunin segir sérfræðinga á vegum hennar hafa séð svartan reyk frá norðurhluta kjarnorkuversins eftir að hafa heyrt nokkrar sprengingar. Starfsmenn versins eru sagðir hafa tilkynnt drónaárás á einn kæliturninn. Stofnunin segir atvikið ekki hafa áhrif á öryggi kjarnorkuversins. „Í kjölfar sprengiárásar úkraínska hersins á bæinn Energodar kviknaði eldur í kælikerfi Zaporizhzhia-kjarnorkuversins,“ segir Yevgeny Balitsky, héraðsstjóri Zaporizhzhia-héraðs á samskiptamiðlinum Telegram. Rússar útnefndu hann héraðsstjóra eftir að þeir náðu svæðinu á sitt vald. Enerhodar. We have recorded from Nikopol that the Russian occupiers have started a fire on the territory of the Zaporizhzhia Nuclear Power Plant.Currently, radiation levels are within norm. However, as long as the Russian terrorists maintain control over the nuclear plant, the… pic.twitter.com/TQUi3BJg4J— Volodymyr Zelenskyy / Володимир Зеленський (@ZelenskyyUa) August 11, 2024 Geislun sögð mælast eðlileg Volodímír Selenskí Úkraínuforseti segir að „rússneskir hernámsmenn hafi kveikt eld“ í orkuverinu. Í færslu sem hann birti um klukkan 19 segir hann mælingar sýna að geislunarstig sé eðlilegt. Hann birtir myndskeið úr eftirlitsmyndavél sem sýnir svartan reyk streyma úr einum kæliturnunum og eld loga fyrir neðan. Balitsky segir sömuleiðis að geislun í kringum orkuverið hafi mælst eðlileg, að því er fram kemur í frétt France24. Innanríkisráðherra Úkraínu segist fylgjast náið með ástandinu og gögnum frá mælistöðvum nálægt kjarnorkuverinu. Að sögn héraðsstjórans Balitsky er búið að slökkva á öllum sex einingum versins. „Það er engin hætta á gufusprengingu eða öðrum afleiðingum,“ segir hann og bættir við að slökkviliðsmenn séu á staðnum að berjast við eldinn. Kjarnorkuverið stendur við austurbakka Dnipro-árinnar þar sem átakalína Rússa og Úkraínumanna liggur en Úkraínuher hefur hinn árbakkann undir sinni stjórn. Alþjóðakjarnorkumálastofnunin hefur ítrekað hvatt til stillingar á svæðinu og óttast að kærulausar hernaðaraðgerðir gætu leitt til umfangsmikils kjarnorkuslyss. Fréttin hefur verið uppfærð.
Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Tengdar fréttir Grossi varar við drónaárásum á Zaporizhzhia-kjarnorkuverið Rafael Grossi, yfirmaður Alþjóðakjarnorkumálastofnunarinnar, hefur fordæmt drónaárásir á einn af sex kjarnakljúfum Zaporizhzhia-kjarnorkuversins í Úkraínu 8. apríl 2024 06:44 Úkraínuforseti skorar á heimsbyggðina að vakna Forseti Úkraínu segir heimsbyggðina verða að beina athygli sinni að undirbúningi Rússa fyrir að sprengja kjarnorkuverið í Zaporizhzhia í loft upp. Aðeins athygli alþjóðasamfélagsins og vissa um viðbrögð þess geti fælt Rússa frá hryðjuverkum. 5. júlí 2023 20:01 Saka hver annan um að ætla sér að ráðast á kjarnorkuverið Úkraínumenn og Rússar saka hver annan um að ætla sér að ráðast á Zaporizhzhia-kjarnorkuverið í suðaustanverðri Úkraínu. Hvorugir þeirra hafa þó lagt fram sannanir fyrir fullyrðingum sínum. 5. júlí 2023 15:18 Mest lesið Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Innlent Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Innlent Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Innlent Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Innlent Kjölur ekki á dagskrá Innlent Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Innlent Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Innlent „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Innlent Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Innlent Fleiri fréttir Webb smellti af nýburamyndum Harðlega gagnrýndur af bæði Demókrötum og Repúblikönum Fundu ofgnótt ferskvatns undir sjávarbotninum í Atlantshafi Segir af sér sem ráðherra og varaformaður Verkamannaflokksins „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Hertogaynjan af Kent er látin Konungssinninn Anutin Charnvirakul nýr forsætisráðherra Taílands Bretar, Kanadamenn, Suður-Kóreubúar og Þjóðverji meðal látinna í Lissabon Sér ekki tilgang í öryggistryggingum þar sem Rússum sé treystandi Skoða að banna trans fólki að eiga skotvopn Svíar saka Rússa um auknar truflanir í staðsetningarbúnaði Gekkst undir aðgerð vegna húðkrabbameins Kynnir stríðsmálaráðuneytið til leiks Gerðu loftárás á vinnusvæði danskra hjálparsamtaka Yfir tvö þúsund látnir eftir jarðskjálftann Segir 26 ríki vilja senda hermenn til Úkraínu Sá sem ók á skrúðgöngu Liverpool-manna lýsti yfir sakleysi Mátti ekki stöðva fjárveitingar til Harvard Tískugoðsögnin Giorgio Armani er fallin frá Búa sig undir komu hermanna og útsendara ICE Evrópuleiðtogar funda um öryggistryggingar fyrir Úkraínu Spinna samsæriskenningar vegna óvenjumargra andláta frambjóðenda Biðja hæstarétt um flýtimeðferð vegna tolla Höfundur Father Ted handtekinn fyrir að hvetja til ofbeldis gegn trans fólki Allir íbúar munu geta höfðað mál vegna þungunarrofslyfja Vinna að lista yfir vini og samstarfsmenn Epstein Mjótt á munum í Noregi og líkur á flókinni stjórnarmyndun Mótmæla hugmyndum um innlimun nær alls Vesturbakkans Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Pútín og Xi ræddu ódauðleika í gegnum líffæragjöf Sjá meira
Grossi varar við drónaárásum á Zaporizhzhia-kjarnorkuverið Rafael Grossi, yfirmaður Alþjóðakjarnorkumálastofnunarinnar, hefur fordæmt drónaárásir á einn af sex kjarnakljúfum Zaporizhzhia-kjarnorkuversins í Úkraínu 8. apríl 2024 06:44
Úkraínuforseti skorar á heimsbyggðina að vakna Forseti Úkraínu segir heimsbyggðina verða að beina athygli sinni að undirbúningi Rússa fyrir að sprengja kjarnorkuverið í Zaporizhzhia í loft upp. Aðeins athygli alþjóðasamfélagsins og vissa um viðbrögð þess geti fælt Rússa frá hryðjuverkum. 5. júlí 2023 20:01
Saka hver annan um að ætla sér að ráðast á kjarnorkuverið Úkraínumenn og Rússar saka hver annan um að ætla sér að ráðast á Zaporizhzhia-kjarnorkuverið í suðaustanverðri Úkraínu. Hvorugir þeirra hafa þó lagt fram sannanir fyrir fullyrðingum sínum. 5. júlí 2023 15:18