Afnám tolla myndi gera út af við íslenskan landbúnað Bjarki Sigurðsson skrifar 10. ágúst 2024 14:32 Ólafur Stephensen er framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda og Margrét Gísladóttir er framkvæmdastjóri Samtaka fyrirtækja í landbúnaði. Vísir/Vilhelm/SFL Hart hefur verið tekist á um afnám matvælatolla síðustu daga. Framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda segir það skila sér í minni verðbólgu en framkvæmdastjóri Samtaka fyrirtækja í landbúnaði segir starfstéttina geta lagst niður verði það gert. Fyrir helgi birti Viðskiptaráð úttekt þar sem tekið var saman hvað matvæli myndu kosta skyldu tollar á þeim vera afnumdir. Meðal annars myndi verð lækka um þriðjung á innfluttum frönskum og írskum nautalundum og danskar kjúklingabringur yrðu 43 prósentum ódýrari. Framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda tekur undir með Viðskiptaráði og telur að afnám innflutningstolla á ákveðnum matvælum myndi skila sér í minni verðbólgu. „Tollverndin hér er sú langmesta í Evrópu, og einhver sú mesta í OECD. Þannig það er vel hægt að draga úr henni og vera engu að síður á efri kantinum hjá vestrænum ríkjum í tollvernd. Hún er ósköp einfaldlega allt of mikil, og í staðinn fyrir að gera innflutning dýrari koma þeir oft í veg fyrir innflutning á vörum sem neytendur myndu vilja sjá,“ segir Ólafur Stephensen, framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda. Margrét Gísladóttir, framkvæmdastjóri Samtaka fyrirtækja í landbúnaði, segir hins vegar afnám tolla leiða til þess að landbúnaður færist úr landinu. „Tollar eru gríðarlega mikilvægir fyrir landbúnað og matvælaframleiðslu á Íslandi. Þeir eru ekki einungis notaðir hérlendis heldur í öllum okkar helstu viðskipta- og nágrannalöndum til þess að vernda innanlandsframleiðslu sína,“ segir Margrét. „Ég tel mun vænlegra að líta til leiða til að lækka framleiðslukostnað á Íslandi og þannig gera íslenskan landbúnað samkeppnishæfari en hann er í dag.“ Skattar og tollar Landbúnaður Verðlag Matvælaframleiðsla Fjármál heimilisins Neytendur Mest lesið Fara í steininn ef þeir punga ekki út tveimur milljörðum innan mánaðar Viðskipti innlent Kjarninn farinn úr Heimildinni Viðskipti innlent Eyrir skuldlaus og með 62 milljarða hlut í JBT Marel Viðskipti innlent Tugmilljarða hagsmunir í húfi Viðskipti innlent Frá Sjálfstæðisflokknum til Viðskiptaráðs Viðskipti innlent Gísli Rafn til Rauða krossins Viðskipti innlent „Í eitt skipti hringdum við í fréttaskot DV því fyrir það fengum við pening!“ Atvinnulíf Anna nýr sjóðstjóri hjá SIV eignastýringu Viðskipti innlent Neytendastofa hjólar í hlaupara Neytendur Eiga von á um 10 þúsund gestum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Anna nýr sjóðstjóri hjá SIV eignastýringu Tugmilljarða hagsmunir í húfi Eyrir skuldlaus og með 62 milljarða hlut í JBT Marel Kjarninn farinn úr Heimildinni Frá Sjálfstæðisflokknum til Viðskiptaráðs Gísli Rafn til Rauða krossins Eiga von á um 10 þúsund gestum Fara í steininn ef þeir punga ekki út tveimur milljörðum innan mánaðar Jarðefnaeldsneytisbílar um fimmtungur nýskráðra fólksbíla Ráðin til fyrirtækjaráðgjafar Íslandsbanka Rafrettukóngur og Drekaeigandi sektaðir um 1,1 milljarð hvor 22 sagt upp í einu hópuppsögn janúarmánaðar Heimsfræg bangsaverksmiðja opnuð í Smáralind 40 prósent ódýrara að leigja af óhagnaðardrifnum félögum Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Leggja til lagabreytingu sem leysir af penna og pappír Kolefnisförgunarstöð geti skapað Ölfusi störf og tekjur Vænta 50 punkta lækkunar en telja 25 punkta líklega Birgir hættir hjá Skaga Valdimar Sveinsson hlaut Nýsköpunarverðlaun forseta Íslands 37,5 milljarðar í hagnað og nítján í arð Heildarfjöldi farþega 4,7 milljónir í fyrra Spá 50 punkta lækkun stýrivaxta Átján tilnefningar til UT-verðlauna Skýs Bein útsending: Fjármálaþjónusta framtíðarinnar Rannveig kjörin heiðursfélagi Icelandair hefur flug til Miami Verðbólga mjakast niður á við Ráðin fræðslustjóri Samkaupa Sjá meira
Fyrir helgi birti Viðskiptaráð úttekt þar sem tekið var saman hvað matvæli myndu kosta skyldu tollar á þeim vera afnumdir. Meðal annars myndi verð lækka um þriðjung á innfluttum frönskum og írskum nautalundum og danskar kjúklingabringur yrðu 43 prósentum ódýrari. Framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda tekur undir með Viðskiptaráði og telur að afnám innflutningstolla á ákveðnum matvælum myndi skila sér í minni verðbólgu. „Tollverndin hér er sú langmesta í Evrópu, og einhver sú mesta í OECD. Þannig það er vel hægt að draga úr henni og vera engu að síður á efri kantinum hjá vestrænum ríkjum í tollvernd. Hún er ósköp einfaldlega allt of mikil, og í staðinn fyrir að gera innflutning dýrari koma þeir oft í veg fyrir innflutning á vörum sem neytendur myndu vilja sjá,“ segir Ólafur Stephensen, framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda. Margrét Gísladóttir, framkvæmdastjóri Samtaka fyrirtækja í landbúnaði, segir hins vegar afnám tolla leiða til þess að landbúnaður færist úr landinu. „Tollar eru gríðarlega mikilvægir fyrir landbúnað og matvælaframleiðslu á Íslandi. Þeir eru ekki einungis notaðir hérlendis heldur í öllum okkar helstu viðskipta- og nágrannalöndum til þess að vernda innanlandsframleiðslu sína,“ segir Margrét. „Ég tel mun vænlegra að líta til leiða til að lækka framleiðslukostnað á Íslandi og þannig gera íslenskan landbúnað samkeppnishæfari en hann er í dag.“
Skattar og tollar Landbúnaður Verðlag Matvælaframleiðsla Fjármál heimilisins Neytendur Mest lesið Fara í steininn ef þeir punga ekki út tveimur milljörðum innan mánaðar Viðskipti innlent Kjarninn farinn úr Heimildinni Viðskipti innlent Eyrir skuldlaus og með 62 milljarða hlut í JBT Marel Viðskipti innlent Tugmilljarða hagsmunir í húfi Viðskipti innlent Frá Sjálfstæðisflokknum til Viðskiptaráðs Viðskipti innlent Gísli Rafn til Rauða krossins Viðskipti innlent „Í eitt skipti hringdum við í fréttaskot DV því fyrir það fengum við pening!“ Atvinnulíf Anna nýr sjóðstjóri hjá SIV eignastýringu Viðskipti innlent Neytendastofa hjólar í hlaupara Neytendur Eiga von á um 10 þúsund gestum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Anna nýr sjóðstjóri hjá SIV eignastýringu Tugmilljarða hagsmunir í húfi Eyrir skuldlaus og með 62 milljarða hlut í JBT Marel Kjarninn farinn úr Heimildinni Frá Sjálfstæðisflokknum til Viðskiptaráðs Gísli Rafn til Rauða krossins Eiga von á um 10 þúsund gestum Fara í steininn ef þeir punga ekki út tveimur milljörðum innan mánaðar Jarðefnaeldsneytisbílar um fimmtungur nýskráðra fólksbíla Ráðin til fyrirtækjaráðgjafar Íslandsbanka Rafrettukóngur og Drekaeigandi sektaðir um 1,1 milljarð hvor 22 sagt upp í einu hópuppsögn janúarmánaðar Heimsfræg bangsaverksmiðja opnuð í Smáralind 40 prósent ódýrara að leigja af óhagnaðardrifnum félögum Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Leggja til lagabreytingu sem leysir af penna og pappír Kolefnisförgunarstöð geti skapað Ölfusi störf og tekjur Vænta 50 punkta lækkunar en telja 25 punkta líklega Birgir hættir hjá Skaga Valdimar Sveinsson hlaut Nýsköpunarverðlaun forseta Íslands 37,5 milljarðar í hagnað og nítján í arð Heildarfjöldi farþega 4,7 milljónir í fyrra Spá 50 punkta lækkun stýrivaxta Átján tilnefningar til UT-verðlauna Skýs Bein útsending: Fjármálaþjónusta framtíðarinnar Rannveig kjörin heiðursfélagi Icelandair hefur flug til Miami Verðbólga mjakast niður á við Ráðin fræðslustjóri Samkaupa Sjá meira