Innlent

Einn slasaður eftir aftanákeyrslu í Mos­fells­bæ

Jón Þór Stefánsson skrifar
Slysið varð í Mosfellsbæ. Myndin er úr safni.
Slysið varð í Mosfellsbæ. Myndin er úr safni. Vísir/Vilhelm

Slys varð á fólki við aftanákeyrslu sem varð í Mosfellsbæ í dag. Þetta staðfestir Árni Friðleifsson aðalvarðstjóri hjá umferðardeild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu.

Slysið varð um hálftvöleytið í dag í Þverholti í Mosfellsbæ. Að minnsta kosti einn slasaðist.

Fyrr í dag var greint frá því að tafir hefðu orðið vegna smávægilegs áreksturs sem varð á Kringlumýrarbraut. Það varð til þess að tafir urðu á umferð þar og á Hafnarfjarðarvegi.


Tengdar fréttir

Umferðartafir vegna áreksturs

Smávægilegur árekstur varð á Kringlumýrarbraut til norðurs, með þeim afleiðingum að tafir hafa orðið á umferð þar og á Hafnarfjarðarvegi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×