Tveir handteknir fyrir að dreifa röngum upplýsingum á netinu Hólmfríður Gísladóttir skrifar 9. ágúst 2024 07:49 Lögregla er í viðbragðsstöðu vegna mögulegra mótmæla og óeirða um helgina. AP/PA Lögregluyfirvöld á Bretlandseyjum hafa handtekið 55 ára konu fyrir að birta færslu á samfélagsmiðlum með röngum upplýsingum um árásarmanninn sem varð þremur stúlkum að bana í Southport í síðustu viku. Konan, sem er sögð eiga heima nálægt Chester, er grunuð um að hafa birt færsluna til að villa um fyrir fólki og hvetja til haturs gegn innflytjendum. Efnt hefur verið til mótmæla og óeirðir brotist út í kjölfar árásarinnar en þær hafa aðallega beinst gegn flóttafólki og innflytjendum. Lögregla segir ofbeldið drifið áfram af hatursorðræðu og röngum upplýsingum á samfélagsmiðlum. Rekja má upphafið til þess að röngum upplýsingum var dreift um árásarmanninn og bakgrunn hans en lögregla sá sig í framhaldinu tilneydda til að birta nafn hans, jafnvel þótt hann væri undir lögaldri. „Þetta er þörf áminning um hættur þess að birta upplýsingar á samfélagsmiðlum án þess að kanna áreiðanleika þeirra,“ segir yfirlögregluþjónninn Alison Ross. „Þetta er einnig viðvörun um það að við erum öll ábyrg gjörða okkar, hvort sem er á netinu eða í raunheimum.“ Þekktir einstaklingar, til að mynda leikarinn Laurence Fox og hinn umdeildi Andrew Tate, hafa verið sakaðir um að taka þátt í að dreifa áróðursefni í tengslum við árásirnar. Sérfræðingar segja falsupplýsingarnar síðan hafa verið notaðar af háværum minnihluta til að stuðla að sundrung og ofbeldi. Lögregla handtók einnig 39 ára mann í Lancashire í gær en sá er grunaður um að hafa notað samfélagsmiðla til að hvetja til ofbeldis og um að hafa tekið þátt í því sjálfur. Lögregluyfirvöld segja handtökuna til marks um að það verði ekki aðeins gripið til aðgerða gegn þeim sem taka þátt í óeirðum og ofbeldi, heldur einnig gegn hvatamönnum þess á internetinu. Bretland Hnífaárás í Southport Mest lesið Kominn tími til að rapparar og áhrifavaldar axli ábyrgð Innlent Segist afhjúpa sannleikann í „tengdamömmumálinu“ Innlent Björguðu dreng úr gjótu Innlent Friðrik Ólafsson er látinn Innlent Sagði Sólveigu Önnu tala eins og Trump: „Horfðu í spegil!“ Innlent Órói mældist við Torfajökul Innlent Bændur fá bætur fyrir hörmungasumarið í fyrra Innlent Grunur um hópnauðgun í Reykjavík Innlent Íslenskir höfundar meðal fórnarlamba í stórfelldum þjófnaði Meta Innlent Tvær unglingsstúlkur í haldi: „Þetta er fólkið sem verið er að hagnýta“ Innlent Fleiri fréttir Eini eftirlifandinn lýsir pyntingum og barsmíðum ísraelskra hermanna Kanye stal Ku Klux Klan-myndinni úr Aftenposten Þrjú látin: Heyrðu öskur þegar hringt var í neyðarlínu Ísraelsher viðurkennir rangfærslur eftir birtingu myndefnis Þúsundir mótmæltu Trump á 1.200 mótmælum Vill tollalaus viðskipti við Evrópu „Þetta verður ekki auðvelt“ Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju „En það sem ég var aldrei, var nauðgari“ Tollahækkanir Trump taka gildi TikTok hólpið í bili Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Sendi Dönum tóninn Saka Pútín um að draga lappirnar Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Forseti Suður-Kóreu leystur frá embætti Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Grunaður um að verða mæðgum að bana Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Sjá meira
Konan, sem er sögð eiga heima nálægt Chester, er grunuð um að hafa birt færsluna til að villa um fyrir fólki og hvetja til haturs gegn innflytjendum. Efnt hefur verið til mótmæla og óeirðir brotist út í kjölfar árásarinnar en þær hafa aðallega beinst gegn flóttafólki og innflytjendum. Lögregla segir ofbeldið drifið áfram af hatursorðræðu og röngum upplýsingum á samfélagsmiðlum. Rekja má upphafið til þess að röngum upplýsingum var dreift um árásarmanninn og bakgrunn hans en lögregla sá sig í framhaldinu tilneydda til að birta nafn hans, jafnvel þótt hann væri undir lögaldri. „Þetta er þörf áminning um hættur þess að birta upplýsingar á samfélagsmiðlum án þess að kanna áreiðanleika þeirra,“ segir yfirlögregluþjónninn Alison Ross. „Þetta er einnig viðvörun um það að við erum öll ábyrg gjörða okkar, hvort sem er á netinu eða í raunheimum.“ Þekktir einstaklingar, til að mynda leikarinn Laurence Fox og hinn umdeildi Andrew Tate, hafa verið sakaðir um að taka þátt í að dreifa áróðursefni í tengslum við árásirnar. Sérfræðingar segja falsupplýsingarnar síðan hafa verið notaðar af háværum minnihluta til að stuðla að sundrung og ofbeldi. Lögregla handtók einnig 39 ára mann í Lancashire í gær en sá er grunaður um að hafa notað samfélagsmiðla til að hvetja til ofbeldis og um að hafa tekið þátt í því sjálfur. Lögregluyfirvöld segja handtökuna til marks um að það verði ekki aðeins gripið til aðgerða gegn þeim sem taka þátt í óeirðum og ofbeldi, heldur einnig gegn hvatamönnum þess á internetinu.
Bretland Hnífaárás í Southport Mest lesið Kominn tími til að rapparar og áhrifavaldar axli ábyrgð Innlent Segist afhjúpa sannleikann í „tengdamömmumálinu“ Innlent Björguðu dreng úr gjótu Innlent Friðrik Ólafsson er látinn Innlent Sagði Sólveigu Önnu tala eins og Trump: „Horfðu í spegil!“ Innlent Órói mældist við Torfajökul Innlent Bændur fá bætur fyrir hörmungasumarið í fyrra Innlent Grunur um hópnauðgun í Reykjavík Innlent Íslenskir höfundar meðal fórnarlamba í stórfelldum þjófnaði Meta Innlent Tvær unglingsstúlkur í haldi: „Þetta er fólkið sem verið er að hagnýta“ Innlent Fleiri fréttir Eini eftirlifandinn lýsir pyntingum og barsmíðum ísraelskra hermanna Kanye stal Ku Klux Klan-myndinni úr Aftenposten Þrjú látin: Heyrðu öskur þegar hringt var í neyðarlínu Ísraelsher viðurkennir rangfærslur eftir birtingu myndefnis Þúsundir mótmæltu Trump á 1.200 mótmælum Vill tollalaus viðskipti við Evrópu „Þetta verður ekki auðvelt“ Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju „En það sem ég var aldrei, var nauðgari“ Tollahækkanir Trump taka gildi TikTok hólpið í bili Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Sendi Dönum tóninn Saka Pútín um að draga lappirnar Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Forseti Suður-Kóreu leystur frá embætti Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Grunaður um að verða mæðgum að bana Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Sjá meira