Harris þaggaði niður í stuðningsfólki Palestínumanna Kjartan Kjartansson skrifar 8. ágúst 2024 15:35 Kamala Harris ávarpar stuðningsmenn sína í Michigan í gærkvöldi. AP/Carlos Osorio Mótmælendur sem kyrjuðu slagorð um stríðsátökin á Gasa trufluðu endurtekið kosningafund Kamölu Harris, forsetaefnis Demókrataflokksins, í Michigan í Bandaríkjunum í gær. Harris hvatti fólkið til þess að segja það hreint út ef það vildi fá Donald Trump sem forseta. Kosningafundur Harris í Detroit í gærkvöldi var sá fjölmennasti frá því að hún tók við Joe Biden sem frambjóðandi demókrata. Mótmælendurnir stöðvuðu ræðu hennar í tvígang, meðal annars með því að kyrja: „Kamala, Kamala, þú getur ekki falið þig. Við kjósum ekki með þjóðarmorði“ og vísuðu til hernaðaraðgerða Ísraela á Gasa. Í fyrra skiptið brást Harris við með því að segja að hún tryði á lýðræðið og að rödd allra skipti máli. Nú hefði hún hins vegar orðið. Þegar mótmælin brutust út aftur þegar hún reyndi að tala um hvað það þýddi fyrir Bandaríkin ef Trump næði endurkjöri hvessti Harris sig meira. „Vitiði hvað? Ef þið viljið að Donald Trump vinni, segið það þá. Að öðru leyti þá hef ég orðið,“ sagði Harris við mikinn fögnuð stuðningsmanna sinna. Ástandið skapar sundrung á meðal demókrata Stríðið fyrir botni Miðjarðarhafs hefur valdið óeiningu innan Demókrataflokksins, sérstaklega í Michigan þar sem er stórt samfélag innflytjenda sem eiga rætur að rekja til Palestínu og múslima. Hópur þeirra skipulagði mótmæli gegn Joe Biden sem fólust í því að greiða honum ekki atkvæði í forvali demókrata til þess að andæfa stuðningi hans við Ísrael. Tveir fulltrúar þeirrar hreyfingar sögðust hafa rædd stuttlega við Harris og Tim Walz, varaforsetaefni hennar, fyrir kosningafundinn í gær og óskað eftir formlegum fundi til að ræða kröfur þeirra, þar á meðal vopnasölubann á Ísrael og varanlegt vopnahlé á Gasa. Harris hafi verið opin fyrir því, að því er kemur fram í frétt USA Today. Talsmaður Harris segir stefnu hennar skýra í málefnum Ísraels og Palestínu. Hún muni alltaf tryggja að Ísrael geti varist árásum íranskra stjórnvalda og hryðjuverkahópa sem þau styðja. Hún einbeiti sér einnig að því að tryggja vopnahlé sem tryggi öryggi Ísraels, frelsi gísla sem Hamas-samtökin tóku og að þjáningum Palestínumanna ljúki. Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Palestína Átök í Ísrael og Palestínu Mest lesið Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Erlent Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Stórir pollar leika bílstjóra grátt Innlent „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Innlent Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Erlent Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Bæjarskrifstofur og heimili rýmd Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent Læknir ákærður fyrir að ávísa þungunarrofslyfi Erlent Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Innlent Fleiri fréttir Hamas lætur þrjá gísla lausa Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Læknir ákærður fyrir að ávísa þungunarrofslyfi Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Morð á kóranbrennumanni gæti tengst erlendu ríki Líkfundur í ánni þar sem síðast sást til tvíburasystra Segja að flytja þurfi 2.500 börn frá Gasa til að bjarga lífi þeirra Nærri helmingur segir Danmörku standa ógn af Bandaríkjunum Búið að ná upp gögnum úr flugstjórnarklefa farþegavélarinnar Kenndi Biden, flugmönnum, flugumferðarstjórum og „DEI“ um slysið Þyrlan í hefðbundnu æfingarflugi Merkel setur ofan í við arftaka sinn vegna stuðnings öfgahægrimanna Taka norsku stjórnina úr sambandi vegna orkumála Búið að ná 28 líkum upp úr ísilögðu vatninu Íhaldsmenn taka höndum saman við öfgamenn í aðdraganda kosninga Rússneskir heimsmeistarar meðal farþega vélarinnar Norska stjórnin gæti sprungið í dag Fjórðungur barna enn í bleyju í aðlögun fyrir grunnskóla Kóranbrennumaður skotinn til bana í beinni í Svíþjóð UNRWA hættir líklega allri starfsemi á Gasa og Vesturbakkanum í dag Nítján lík sögð hafa fundist eftir flugslys í Washington Gruna að DeepSeek byggi á gögnum ChatGPT Tekur formlega völd í Sýrlandi en heitir kosningum Fjórir Norðmenn látnir eftir snjóflóð í Ölpunum Vill senda þrjátíu þúsund innflytjendur til Guantánamo Draga minnisblað til baka eftir mikla óreiðu Fjöldi rúmenskra málaliða gafst upp í Rúanda Tengja hrinu sprenginga í Svíþjóð við glæpasamtök Líf norsku stjórnarinnar hangir á bláþræði vegna fjórða orkupakkans Segir Selenskí ólögmætan og ófæran um að skrifa undir eitt né neitt Sjá meira
Kosningafundur Harris í Detroit í gærkvöldi var sá fjölmennasti frá því að hún tók við Joe Biden sem frambjóðandi demókrata. Mótmælendurnir stöðvuðu ræðu hennar í tvígang, meðal annars með því að kyrja: „Kamala, Kamala, þú getur ekki falið þig. Við kjósum ekki með þjóðarmorði“ og vísuðu til hernaðaraðgerða Ísraela á Gasa. Í fyrra skiptið brást Harris við með því að segja að hún tryði á lýðræðið og að rödd allra skipti máli. Nú hefði hún hins vegar orðið. Þegar mótmælin brutust út aftur þegar hún reyndi að tala um hvað það þýddi fyrir Bandaríkin ef Trump næði endurkjöri hvessti Harris sig meira. „Vitiði hvað? Ef þið viljið að Donald Trump vinni, segið það þá. Að öðru leyti þá hef ég orðið,“ sagði Harris við mikinn fögnuð stuðningsmanna sinna. Ástandið skapar sundrung á meðal demókrata Stríðið fyrir botni Miðjarðarhafs hefur valdið óeiningu innan Demókrataflokksins, sérstaklega í Michigan þar sem er stórt samfélag innflytjenda sem eiga rætur að rekja til Palestínu og múslima. Hópur þeirra skipulagði mótmæli gegn Joe Biden sem fólust í því að greiða honum ekki atkvæði í forvali demókrata til þess að andæfa stuðningi hans við Ísrael. Tveir fulltrúar þeirrar hreyfingar sögðust hafa rædd stuttlega við Harris og Tim Walz, varaforsetaefni hennar, fyrir kosningafundinn í gær og óskað eftir formlegum fundi til að ræða kröfur þeirra, þar á meðal vopnasölubann á Ísrael og varanlegt vopnahlé á Gasa. Harris hafi verið opin fyrir því, að því er kemur fram í frétt USA Today. Talsmaður Harris segir stefnu hennar skýra í málefnum Ísraels og Palestínu. Hún muni alltaf tryggja að Ísrael geti varist árásum íranskra stjórnvalda og hryðjuverkahópa sem þau styðja. Hún einbeiti sér einnig að því að tryggja vopnahlé sem tryggi öryggi Ísraels, frelsi gísla sem Hamas-samtökin tóku og að þjáningum Palestínumanna ljúki.
Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Palestína Átök í Ísrael og Palestínu Mest lesið Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Erlent Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Stórir pollar leika bílstjóra grátt Innlent „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Innlent Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Erlent Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Bæjarskrifstofur og heimili rýmd Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent Læknir ákærður fyrir að ávísa þungunarrofslyfi Erlent Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Innlent Fleiri fréttir Hamas lætur þrjá gísla lausa Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Læknir ákærður fyrir að ávísa þungunarrofslyfi Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Morð á kóranbrennumanni gæti tengst erlendu ríki Líkfundur í ánni þar sem síðast sást til tvíburasystra Segja að flytja þurfi 2.500 börn frá Gasa til að bjarga lífi þeirra Nærri helmingur segir Danmörku standa ógn af Bandaríkjunum Búið að ná upp gögnum úr flugstjórnarklefa farþegavélarinnar Kenndi Biden, flugmönnum, flugumferðarstjórum og „DEI“ um slysið Þyrlan í hefðbundnu æfingarflugi Merkel setur ofan í við arftaka sinn vegna stuðnings öfgahægrimanna Taka norsku stjórnina úr sambandi vegna orkumála Búið að ná 28 líkum upp úr ísilögðu vatninu Íhaldsmenn taka höndum saman við öfgamenn í aðdraganda kosninga Rússneskir heimsmeistarar meðal farþega vélarinnar Norska stjórnin gæti sprungið í dag Fjórðungur barna enn í bleyju í aðlögun fyrir grunnskóla Kóranbrennumaður skotinn til bana í beinni í Svíþjóð UNRWA hættir líklega allri starfsemi á Gasa og Vesturbakkanum í dag Nítján lík sögð hafa fundist eftir flugslys í Washington Gruna að DeepSeek byggi á gögnum ChatGPT Tekur formlega völd í Sýrlandi en heitir kosningum Fjórir Norðmenn látnir eftir snjóflóð í Ölpunum Vill senda þrjátíu þúsund innflytjendur til Guantánamo Draga minnisblað til baka eftir mikla óreiðu Fjöldi rúmenskra málaliða gafst upp í Rúanda Tengja hrinu sprenginga í Svíþjóð við glæpasamtök Líf norsku stjórnarinnar hangir á bláþræði vegna fjórða orkupakkans Segir Selenskí ólögmætan og ófæran um að skrifa undir eitt né neitt Sjá meira