Þúsundir gagn-mótmælenda kæfðu boðaðar óeirðir Hólmfríður Gísladóttir skrifar 8. ágúst 2024 06:40 Þúsundir söfnuðust saman til að mótmæla hatri gegn flóttafólki og innflytjendum. AP/PA Þúsundir Breta söfnuðust saman í borgum víða um Bretland í gær og tóku höndum saman til að vernda miðstöðvar fyrir flóttamenn og aðra staði þar sem óttast var að óeirðarseggir myndu koma saman. Um það bil 6.000 lögreglumenn þjálfaðir í að taka á óeirðum voru í viðbragðsstöðu vegna boðaðra mótmæla gegn flóttafólki og öðrum innflytjendum en búið var að bera kennsl á um það bil 40 staði sem voru taldir í sérstakri hættu eftir bollaleggingar óeirðarseggja á samfélagsmiðlum. Lítið varð hins vegar úr mótmælum þeirra sem hugðust ganga gegn flóttafólki og innflytjendum, þar sem gríðarlegur fjöldi gagn-mótmælenda safnaðist saman við umrædda staði og lýsti yfir stuðningi við fyrrnefnda hópa. „Flóttafólk velkomið“, „Rasistana burt“ og „Ömmur gegn Nasistum“ stóð meðal annars á baráttuspjöldum gagn-mótmælenda í Lundúnum, Liverpool, Birmingham, Brighton og Bristol. Í Liverpool mynduðu gagn-mótmælendur vegg fyrir utan kirkju sem var meðal fyrirhugaðra skotmarka, þar sem flóttafólk getur sótt ráðgjöf. Til stympinga kom í Aldershot í Hampshire og í Blackpool en lögregla greip inn í. Þá voru fimmtán handteknir í höfuðborginni en samkvæmt lögreglu var um að ræða einstaklinga sem virtust ekki hafa nein skilaboð að færa heldur voru aðeins að nýta tækifærið til að sýna and-félagslega hegðun. Stjórnvöld hafa gripið til afdráttarlausra aðgerða til að mæta mótmælaöldunni sem reis á dögunum eftir árás á danstíma fyrir börn í Southport í síðustu viku. Þrjár stúlkur á aldrinum 6 til 9 ára létu lífið og fleiri eru enn á sjúkrahúsi. Yfirvöld gera ráð fyrir fleiri mótmælum um helgina, sem mögulega gætu orðið að óeirðum. Bretland Flóttamenn Hnífaárás í Southport England Mest lesið Björk styður æskuvinkonu sína sem sætir svívirðingum Innlent Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Innlent Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka Innlent Óheppileg „læk“ Reykjavíkurborgar: „Okkur þykir þetta miður“ Innlent Dularfull brotlending nærri Area 51 Erlent Átján sagt upp í Seljahlíð Innlent Keyrt á vegfaranda í Skeifunni Innlent Takmörk á því hversu langt Ísraelar geti farið til að verja hafnbann Innlent „Minnir á saltveðrið mikla“ Innlent Hefur áhyggjur af unga fólkinu Innlent Fleiri fréttir Fá Nóbelsverðlaun fyrir þróun málmlífrænna grinda Tengdasonur Trumps mætir til Egyptalands Dularfull brotlending nærri Area 51 Trump og „maðurinn með ljáinn“ hóta að greiða ekki laun Engan óraði fyrir framhaldinu Súdanskur uppreisnarleiðtogi sakfelldur fyrir stríðsglæpi Nýkjörinn bæjarstjóri alvarlega særður eftir stunguárás Fá Nóbelinn fyrir rannsóknir sínar á sviði skammtafræði Tvö ár liðin frá árásum Hamas á Ísrael Vill vita hvað Úkraínumenn vilja gera við bandarískar stýriflaugar Hæstiréttur hafnar Maxwell Stofna rannsóknarnefnd um Afganistan sem Íslendingar kölluðu eftir Gretu Thunberg og félögum vísað úr landi Gisèle Pelicot aftur í réttarsal Fá Nóbelinn fyrir ónæmisrannsóknir sínar Bein útsending: Hver fær Nóbelsverðlaunin í læknisfræði? Forsætisráðherra Frakklands segir af sér Viðræður um frið á Gasa hefjast í dag Nýskipaðri ríkisstjórn þegar hótað vantrausti Stórtap Air Greenland vegna aflýstra flugferða til Nuuk Tæplega þúsund manns innlyksa á Everest Látinn eftir skotárás í Kaupmannahöfn Sögð vafin í ísraelska fánann og veifað um eins og verðlaunagrip Fjögurra manna fjölskylda meðal látinna Sendir þjóðvarðliðið til Chicago Segja stutt í samkomulag en sprengjum rignir enn Skoðanabróðir Orbans og Fico vinnur kosningar í Tékklandi Þrjátíu særðust í drónaárás á farþegalest Fjöldi án rafmagns vegna vonskuveðurs í Noregi Þrettán ára grunaður um aðild að skotárás Sjá meira
Um það bil 6.000 lögreglumenn þjálfaðir í að taka á óeirðum voru í viðbragðsstöðu vegna boðaðra mótmæla gegn flóttafólki og öðrum innflytjendum en búið var að bera kennsl á um það bil 40 staði sem voru taldir í sérstakri hættu eftir bollaleggingar óeirðarseggja á samfélagsmiðlum. Lítið varð hins vegar úr mótmælum þeirra sem hugðust ganga gegn flóttafólki og innflytjendum, þar sem gríðarlegur fjöldi gagn-mótmælenda safnaðist saman við umrædda staði og lýsti yfir stuðningi við fyrrnefnda hópa. „Flóttafólk velkomið“, „Rasistana burt“ og „Ömmur gegn Nasistum“ stóð meðal annars á baráttuspjöldum gagn-mótmælenda í Lundúnum, Liverpool, Birmingham, Brighton og Bristol. Í Liverpool mynduðu gagn-mótmælendur vegg fyrir utan kirkju sem var meðal fyrirhugaðra skotmarka, þar sem flóttafólk getur sótt ráðgjöf. Til stympinga kom í Aldershot í Hampshire og í Blackpool en lögregla greip inn í. Þá voru fimmtán handteknir í höfuðborginni en samkvæmt lögreglu var um að ræða einstaklinga sem virtust ekki hafa nein skilaboð að færa heldur voru aðeins að nýta tækifærið til að sýna and-félagslega hegðun. Stjórnvöld hafa gripið til afdráttarlausra aðgerða til að mæta mótmælaöldunni sem reis á dögunum eftir árás á danstíma fyrir börn í Southport í síðustu viku. Þrjár stúlkur á aldrinum 6 til 9 ára létu lífið og fleiri eru enn á sjúkrahúsi. Yfirvöld gera ráð fyrir fleiri mótmælum um helgina, sem mögulega gætu orðið að óeirðum.
Bretland Flóttamenn Hnífaárás í Southport England Mest lesið Björk styður æskuvinkonu sína sem sætir svívirðingum Innlent Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Innlent Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka Innlent Óheppileg „læk“ Reykjavíkurborgar: „Okkur þykir þetta miður“ Innlent Dularfull brotlending nærri Area 51 Erlent Átján sagt upp í Seljahlíð Innlent Keyrt á vegfaranda í Skeifunni Innlent Takmörk á því hversu langt Ísraelar geti farið til að verja hafnbann Innlent „Minnir á saltveðrið mikla“ Innlent Hefur áhyggjur af unga fólkinu Innlent Fleiri fréttir Fá Nóbelsverðlaun fyrir þróun málmlífrænna grinda Tengdasonur Trumps mætir til Egyptalands Dularfull brotlending nærri Area 51 Trump og „maðurinn með ljáinn“ hóta að greiða ekki laun Engan óraði fyrir framhaldinu Súdanskur uppreisnarleiðtogi sakfelldur fyrir stríðsglæpi Nýkjörinn bæjarstjóri alvarlega særður eftir stunguárás Fá Nóbelinn fyrir rannsóknir sínar á sviði skammtafræði Tvö ár liðin frá árásum Hamas á Ísrael Vill vita hvað Úkraínumenn vilja gera við bandarískar stýriflaugar Hæstiréttur hafnar Maxwell Stofna rannsóknarnefnd um Afganistan sem Íslendingar kölluðu eftir Gretu Thunberg og félögum vísað úr landi Gisèle Pelicot aftur í réttarsal Fá Nóbelinn fyrir ónæmisrannsóknir sínar Bein útsending: Hver fær Nóbelsverðlaunin í læknisfræði? Forsætisráðherra Frakklands segir af sér Viðræður um frið á Gasa hefjast í dag Nýskipaðri ríkisstjórn þegar hótað vantrausti Stórtap Air Greenland vegna aflýstra flugferða til Nuuk Tæplega þúsund manns innlyksa á Everest Látinn eftir skotárás í Kaupmannahöfn Sögð vafin í ísraelska fánann og veifað um eins og verðlaunagrip Fjögurra manna fjölskylda meðal látinna Sendir þjóðvarðliðið til Chicago Segja stutt í samkomulag en sprengjum rignir enn Skoðanabróðir Orbans og Fico vinnur kosningar í Tékklandi Þrjátíu særðust í drónaárás á farþegalest Fjöldi án rafmagns vegna vonskuveðurs í Noregi Þrettán ára grunaður um aðild að skotárás Sjá meira