Allt að 43 prósent lægra matvöruverð án tolla Jón Ísak Ragnarsson skrifar 8. ágúst 2024 07:00 Björn Brynjúlfur er framkvæmdastjóri Viðskiptaráðs. Viðskiptaráð hvetur stjórnvöld til að fella brott tolla sem lagðir eru á innflutt matvæli. Vísir/Vilhelm/Getty Afnám tolla á innflutt matvæli myndi lækka verð á matvöru umtalsvert, eða allt að 43 prósent. Þetta kemur fram í nýrri úttekt Viðskiptaráðs á áhrifum tolla á verð nokkurra vinsælla vörutegunda. „Á Íslandi eru háir tollar lagðir á innflutt matvæli. Viðskiptaráð hefur tekið saman áhrif þessara tolla á verð nokkurra vara sem eru vinsælar í innkaupakörfum íslenskra heimila. Ef tollar væru afnumdir myndi verð þeirra lækka umtalsvert,“ segir í tilkynningu Viðskiptaráðs. Tekin eru eftirfarandi dæmi: Häagen-Dazs rjómaís myndi lækka um 19% McCain franskar kartöflur myndu lækka um 32% Írskar nautalundir myndu lækka um 37% Mozzarella ostur myndi lækka um 38% Philadelphia rjómostur myndi lækka um 38% Danskar kjúklingabringur myndu lækka um 43% Afnám tolla væri kjarabót fyrir íslensk heimili Viðskiptaráð hvetur stjórnvöld til að afnema tolla á innfluttar matvörur, en reynslan sýni að það væri meiriháttar kjarabót fyrir íslensk heimili í formi lægra vöruverðs, aukins vöruúrvals og bættra gæða. „Tollar eru ofurskattar á mat og stærsta orsök hás matvælaverðs á Íslandi. Heildarskattlagning á framangreindar matvörur nemur frá 38 prósentum upp í 105 prósent ofan á innflutningsverð. Tollar, í formi magntolls og verðtolls, vega þar þyngst,“ segir í tilkynningunni. Verð á dönskum kjúklingabringum myndi lækka um 43 prósent.Getty Tollar dragi einnig úr úrvali og gæðum Viðskiptaráð segir skaðsemi tolla ekki einungis birtast í hærra matvælaverði, heldur dragi þeir einnig úr vöruúrvali og gæðum. Það stafi af því að minna sé flutt inn af mat sem beri tolla. Fyrir vikið verði vöruúrval fátæklegra, valkostir neytenda færri og gæðin minni. Þá valdi tollar einnig óhagkvæmi þar sem þeir hamla samkeppni í viðkomandi atvinnugreinum. Einnig er bent á það að árin 2015 til 2016 hafi vörugjöld og allir tollar verið afnumdir á allar vörur nema matvörur. Hér má sjá þá skatta sem lagðir eru á innfluttar matvörur.Viðskiptaráð „Sú breyting leiddi til verulegra verðlækkana og hefur reynst ein stærsta kjarabót íslenskra heimila undanfarna áratugi. Úttekt Hagfræðistofnunar á áhrifum afnámsins sýndi að það skilaði sér til neytenda og verð allra vara sem undir voru lækkaði,“ segir Viðskiptaráð. Sagt er að engin ein aðgerð stjórnvalda myndi bæta kjör íslenskra heimila jafn mikið og afnám tolla á matvörur. „Viðskiptaráð hvetur stjórnvöld til að afnema að fullu tolla á matvörur. Auk lægra matvælaverðs, aukins vöruúrvals og meiri gæða felst í þeirri aðgerð samfélagslegur ávinningur í formi aukinnar samkeppni, hagkvæmni og verðmætasköpunar.“ Skattar og tollar Efnahagsmál Matvöruverslun Mest lesið Sagði eldri menn vísvitandi borna röngum sökum en situr uppi með Svarta-Pétur Neytendur Átök auðkýfinganna: „Ekki farið fram hjá neinum að á milli okkar hefur andað köldu“ Viðskipti innlent Að sofna yfir sjónvarpinu á kvöldin telst ekki með Atvinnulíf Himinlifandi og ekki hugsi yfir litlum hlut fagfjárfesta Viðskipti innlent Reka forstjóra danska lyfjarisans sem malar gull á Ozempic Viðskipti erlent Gömlu höfuðstöðvar Icelandair verða hjúkrunarheimili Viðskipti innlent Tilefni fyrir ríkið að íhuga sölu Landsbankans Viðskipti innlent Síðasti dropinn á sögulegri stöð Viðskipti innlent Varar við framtíðarreikningum í nafni barnsins Neytendur Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Tilefni fyrir ríkið að íhuga sölu Landsbankans Strætó hættir að taka á móti reiðufé í vögnum 1. júní Himinlifandi og ekki hugsi yfir litlum hlut fagfjárfesta Heinemann svarar Sameyki: „Þetta er rangt“ Gömlu höfuðstöðvar Icelandair verða hjúkrunarheimili Ríflega þrjátíu þúsund einstaklingar kaupa hlut ríkisins „Þetta er framar okkar björtustu vonum“ Heildarvirði tæpur 91 milljarður og líkur á að nær allir hlutir fari til almennings Líklega stærsta eignasala ríkissjóðs frá upphafi Selja allan eignarhlut ríkisins í Íslandsbanka Sjóvá tapar hálfum milljarði Málaferli vegna innkaupa ÁTVR halda enn áfram Jón Ólafur nýr formaður SA Hefja flug til Edinborgar og Malaga Árni hættir sem forstjóri Húsasmiðjunnar Landsbankinn við Austurstræti falur Spá sömuleiðis óbreyttum stýrivöxtum Margföld umframáskrift en útboðið ekki stækkað í bili Átök auðkýfinganna: „Ekki farið fram hjá neinum að á milli okkar hefur andað köldu“ Bein útsending: Lokadagur Nýsköpunarviku Bjarni nýr framkvæmdastjóri RVK Bruggfélags Borgunarmálinu lokið og bankinn fær ekki krónu Bein útsending: Kynningarfundur um hlutafjárútboð í Íslandsbanka Skor aftur synjað um lengri opnunartíma vegna hávaða Segja Heinemann brjóta gegn stjórnarskrárvörðum rétti Íslendinga Spá óbreyttum stýrivöxtum Útboðið fari vel af stað og allar líkur á að magnið aukist Jákvætt að almenningur njóti forgangs við söluna Áskriftir borist í 20 prósenta hlut í Íslandsbanka Verslun Nettó í Glæsibæ opnar líklega á morgun Sjá meira
„Á Íslandi eru háir tollar lagðir á innflutt matvæli. Viðskiptaráð hefur tekið saman áhrif þessara tolla á verð nokkurra vara sem eru vinsælar í innkaupakörfum íslenskra heimila. Ef tollar væru afnumdir myndi verð þeirra lækka umtalsvert,“ segir í tilkynningu Viðskiptaráðs. Tekin eru eftirfarandi dæmi: Häagen-Dazs rjómaís myndi lækka um 19% McCain franskar kartöflur myndu lækka um 32% Írskar nautalundir myndu lækka um 37% Mozzarella ostur myndi lækka um 38% Philadelphia rjómostur myndi lækka um 38% Danskar kjúklingabringur myndu lækka um 43% Afnám tolla væri kjarabót fyrir íslensk heimili Viðskiptaráð hvetur stjórnvöld til að afnema tolla á innfluttar matvörur, en reynslan sýni að það væri meiriháttar kjarabót fyrir íslensk heimili í formi lægra vöruverðs, aukins vöruúrvals og bættra gæða. „Tollar eru ofurskattar á mat og stærsta orsök hás matvælaverðs á Íslandi. Heildarskattlagning á framangreindar matvörur nemur frá 38 prósentum upp í 105 prósent ofan á innflutningsverð. Tollar, í formi magntolls og verðtolls, vega þar þyngst,“ segir í tilkynningunni. Verð á dönskum kjúklingabringum myndi lækka um 43 prósent.Getty Tollar dragi einnig úr úrvali og gæðum Viðskiptaráð segir skaðsemi tolla ekki einungis birtast í hærra matvælaverði, heldur dragi þeir einnig úr vöruúrvali og gæðum. Það stafi af því að minna sé flutt inn af mat sem beri tolla. Fyrir vikið verði vöruúrval fátæklegra, valkostir neytenda færri og gæðin minni. Þá valdi tollar einnig óhagkvæmi þar sem þeir hamla samkeppni í viðkomandi atvinnugreinum. Einnig er bent á það að árin 2015 til 2016 hafi vörugjöld og allir tollar verið afnumdir á allar vörur nema matvörur. Hér má sjá þá skatta sem lagðir eru á innfluttar matvörur.Viðskiptaráð „Sú breyting leiddi til verulegra verðlækkana og hefur reynst ein stærsta kjarabót íslenskra heimila undanfarna áratugi. Úttekt Hagfræðistofnunar á áhrifum afnámsins sýndi að það skilaði sér til neytenda og verð allra vara sem undir voru lækkaði,“ segir Viðskiptaráð. Sagt er að engin ein aðgerð stjórnvalda myndi bæta kjör íslenskra heimila jafn mikið og afnám tolla á matvörur. „Viðskiptaráð hvetur stjórnvöld til að afnema að fullu tolla á matvörur. Auk lægra matvælaverðs, aukins vöruúrvals og meiri gæða felst í þeirri aðgerð samfélagslegur ávinningur í formi aukinnar samkeppni, hagkvæmni og verðmætasköpunar.“
Skattar og tollar Efnahagsmál Matvöruverslun Mest lesið Sagði eldri menn vísvitandi borna röngum sökum en situr uppi með Svarta-Pétur Neytendur Átök auðkýfinganna: „Ekki farið fram hjá neinum að á milli okkar hefur andað köldu“ Viðskipti innlent Að sofna yfir sjónvarpinu á kvöldin telst ekki með Atvinnulíf Himinlifandi og ekki hugsi yfir litlum hlut fagfjárfesta Viðskipti innlent Reka forstjóra danska lyfjarisans sem malar gull á Ozempic Viðskipti erlent Gömlu höfuðstöðvar Icelandair verða hjúkrunarheimili Viðskipti innlent Tilefni fyrir ríkið að íhuga sölu Landsbankans Viðskipti innlent Síðasti dropinn á sögulegri stöð Viðskipti innlent Varar við framtíðarreikningum í nafni barnsins Neytendur Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Tilefni fyrir ríkið að íhuga sölu Landsbankans Strætó hættir að taka á móti reiðufé í vögnum 1. júní Himinlifandi og ekki hugsi yfir litlum hlut fagfjárfesta Heinemann svarar Sameyki: „Þetta er rangt“ Gömlu höfuðstöðvar Icelandair verða hjúkrunarheimili Ríflega þrjátíu þúsund einstaklingar kaupa hlut ríkisins „Þetta er framar okkar björtustu vonum“ Heildarvirði tæpur 91 milljarður og líkur á að nær allir hlutir fari til almennings Líklega stærsta eignasala ríkissjóðs frá upphafi Selja allan eignarhlut ríkisins í Íslandsbanka Sjóvá tapar hálfum milljarði Málaferli vegna innkaupa ÁTVR halda enn áfram Jón Ólafur nýr formaður SA Hefja flug til Edinborgar og Malaga Árni hættir sem forstjóri Húsasmiðjunnar Landsbankinn við Austurstræti falur Spá sömuleiðis óbreyttum stýrivöxtum Margföld umframáskrift en útboðið ekki stækkað í bili Átök auðkýfinganna: „Ekki farið fram hjá neinum að á milli okkar hefur andað köldu“ Bein útsending: Lokadagur Nýsköpunarviku Bjarni nýr framkvæmdastjóri RVK Bruggfélags Borgunarmálinu lokið og bankinn fær ekki krónu Bein útsending: Kynningarfundur um hlutafjárútboð í Íslandsbanka Skor aftur synjað um lengri opnunartíma vegna hávaða Segja Heinemann brjóta gegn stjórnarskrárvörðum rétti Íslendinga Spá óbreyttum stýrivöxtum Útboðið fari vel af stað og allar líkur á að magnið aukist Jákvætt að almenningur njóti forgangs við söluna Áskriftir borist í 20 prósenta hlut í Íslandsbanka Verslun Nettó í Glæsibæ opnar líklega á morgun Sjá meira
Átök auðkýfinganna: „Ekki farið fram hjá neinum að á milli okkar hefur andað köldu“ Viðskipti innlent
Átök auðkýfinganna: „Ekki farið fram hjá neinum að á milli okkar hefur andað köldu“ Viðskipti innlent