Piltar undir sakhæfisaldri á bak við skemmdarverkin Jón Ísak Ragnarsson skrifar 7. ágúst 2024 11:01 Tuttugu og sjö rúður voru brotnar í skólanum. Aðsend Tveir ungir piltar reyndust á bak við umfangsmikil skemmdarverk sem unnin voru á Húnaskóla á Blönduósi í gærnótt. Vilhjálmur Stefánsson, lögreglufulltrúi á Norðurlandi vestra segir að piltarnir séu ljúfir, og þeir hafi ekki endilega ætlað sér að vinna skemmdarverk. Þeir séu mjög ungir. Umfangsmikil eignaspjöll voru unnin á skólanum í gærnótt, rúður brotnar í eldhúsi og smíðastöfu auk annarra skemmdarverka. Mötuneytið, þar sem eldað er bæði fyrir leikskólann og grunnskólann, er í rúst. Ljúfir drengir „Þetta eru ekki skemmdaverkamenn eða neitt, þetta eru bara fínir krakkar, ekki ólátabelgir. Þeir eru ljúfir drengir, þetta bara getur gerst,“ segir Vilhjálmur. Hann telur að krakkarnir hafi bara verið að leika sér, og það hafi ekki verið markmiðið að eyðileggja. „Þetta eru bara börn. Það er ekki verið að sækjast eftir refsingu fyrir barn á þessum aldri, heldur bara fá þau til að hætta þessari hegðun,“ segir Vilhjálmur. Hann segir að búið sé að taka viðtal við krakkana um málið, og það verið sent til lögreglustjóra. Lögum samkvæmt verði málið svo fellt niður. Tuttugu og sjö rúður brotnar Vilhjálmur segir að um heilmikið tjón sé að ræða, um tuttugu og sjö rúður hafi verið brotnar. „Svo voru rúður brotnar í ofnum og ef þeir eru ónýtir er það dýrt,“ segir hann. Mötuneytið í grunnskólanum, þar sem eldað er bæði fyrir leikskólann og grunnskólann, er mikið skemmt. Leikskólastarf á að hefjast á morgun, en aðstoðarskólastjóri Húnaskóla, Anna Margrét Sigurðardóttir, segir að verið sé að skoða málin hvernig það verður leyst. „Þetta verður bara að hafa sinn gang, það er hreinsunarstarf og viðgerðir framundan hjá okkur. Það er bara gott að það sé búið að leysa málið, það gerir okkur rólegri með allt saman,“ segir Anna. Lögreglumál Skóla- og menntamál Grunnskólar Húnabyggð Tengdar fréttir Skólastjóri Rimaskóla í áfalli Skólastjóri Rimaskóla segist í áfalli eftir að skólinn var lagður í rúst í nótt. Hún hvetur foreldra til að velta fyrir sér hvort barn þeirra sé á góðum stað. Sumarið sé viðkvæmur tími og mikil lausung á börnum. 31. júlí 2024 11:18 Rúður brotnar í Rimaskóla Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu barst í gærkvöldi tilkynning um brothljóð frá Rimaskóla í Grafarvogi í Reykjavík. Þegar lögreglu bar að garði kom í ljós að fjöldi rúða í skólanum hafði verið brotinn og einhverju tjónið valdið inni í skólanum. 31. júlí 2024 06:42 „Ekki skemmtilegt að koma svona til baka fyrsta vinnudag eftir sumarfrí“ Umfangsmikil eignaspjöll voru unnin á Húnaskóla á Blönduósi í nótt. Allar rúður voru brotnar í eldhúsi og smíðastofu grunnskólans og þar framin töluverð skemmdarverk. Lögregla rannsakar nú málið. 6. ágúst 2024 11:19 Mest lesið Guðmundur Ingi á sjúkrahúsi Innlent Símtalið við Ingu skráð í skjalakerfi skólans Innlent Íslendingar í öðrum bílnum og erlendir ferðamenn í hinum Innlent Óttast að framtíð gamla Vesturbæjarins sé í húfi Innlent Tjáir sig um símtalið margfræga: „Hún var ekki í neinu jafnvægi“ Innlent Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Erlent Koma Ársæli til varnar og telja ráðherra refsa honum fyrir skoðanir sínar Innlent Íslenskur maður á níræðisaldri lést á Fjarðarheiði Innlent Ungliðar undirrita drengskaparheit Innlent Ekki á leið í framboð í borginni og hugsi yfir „óskalista“ ríkisstjórnarinnar Innlent Fleiri fréttir Karlaklefunum lokað í Sundhöllinni vegna rakaskemmda Samþykktu friðlýsingu Grafarvogs en tillaga um stækkun verndarsvæðis felld Manna þurfi átta stöðugildi til að halda óbreyttri starfsemi Fleiri en Seyðfirðingar óánægðir með samgönguáætlun Íslenskur maður á níræðisaldri lést á Fjarðarheiði Þungt yfir Austfirðingum í dag Símtalið við Ingu skráð í skjalakerfi skólans Skólameistari ósáttur og hörð átök á þingi Ungliðar undirrita drengskaparheit Enn skorað á Willum Íslendingar í öðrum bílnum og erlendir ferðamenn í hinum Grætur Fjarðarheiðargöng og vísar til banaslyssins Karlar telja hlutverkaskiptin jafnari Guðmundur Ingi á sjúkrahúsi Koma Ársæli til varnar og telja ráðherra refsa honum fyrir skoðanir sínar Ekki á leið í framboð í borginni og hugsi yfir „óskalista“ ríkisstjórnarinnar Ekki brotið á matráði sem var sagt upp störfum í fæðingarorlofi Stefna á að opna Gunnarsholt um áramót og styttist í svör um Garðabæ Tjáir sig um símtalið margfræga: „Hún var ekki í neinu jafnvægi“ Óttast að framtíð gamla Vesturbæjarins sé í húfi Veltir upp afleiðingunum hefði móðirin farið í hjartastopp í bænum Segir göng undir Fjarðarheiði ekki fjárhagslega forsvaranleg Tólf ára börn í áfengis- og vímefnavanda Földu stórfellt magn fíkniefna í alls konar leynihólfum Banaslys á Fjarðarheiði Hættir sem ritstjóri Kastljóss Yngri börn með vímuefnavanda og „þöggun“ skólameistara Maðurinn er fundinn Sneypuför í Teslubrunamáli kostar ríkið ellefu milljónir Ekkert verður af áttafréttum Sjá meira
Umfangsmikil eignaspjöll voru unnin á skólanum í gærnótt, rúður brotnar í eldhúsi og smíðastöfu auk annarra skemmdarverka. Mötuneytið, þar sem eldað er bæði fyrir leikskólann og grunnskólann, er í rúst. Ljúfir drengir „Þetta eru ekki skemmdaverkamenn eða neitt, þetta eru bara fínir krakkar, ekki ólátabelgir. Þeir eru ljúfir drengir, þetta bara getur gerst,“ segir Vilhjálmur. Hann telur að krakkarnir hafi bara verið að leika sér, og það hafi ekki verið markmiðið að eyðileggja. „Þetta eru bara börn. Það er ekki verið að sækjast eftir refsingu fyrir barn á þessum aldri, heldur bara fá þau til að hætta þessari hegðun,“ segir Vilhjálmur. Hann segir að búið sé að taka viðtal við krakkana um málið, og það verið sent til lögreglustjóra. Lögum samkvæmt verði málið svo fellt niður. Tuttugu og sjö rúður brotnar Vilhjálmur segir að um heilmikið tjón sé að ræða, um tuttugu og sjö rúður hafi verið brotnar. „Svo voru rúður brotnar í ofnum og ef þeir eru ónýtir er það dýrt,“ segir hann. Mötuneytið í grunnskólanum, þar sem eldað er bæði fyrir leikskólann og grunnskólann, er mikið skemmt. Leikskólastarf á að hefjast á morgun, en aðstoðarskólastjóri Húnaskóla, Anna Margrét Sigurðardóttir, segir að verið sé að skoða málin hvernig það verður leyst. „Þetta verður bara að hafa sinn gang, það er hreinsunarstarf og viðgerðir framundan hjá okkur. Það er bara gott að það sé búið að leysa málið, það gerir okkur rólegri með allt saman,“ segir Anna.
Lögreglumál Skóla- og menntamál Grunnskólar Húnabyggð Tengdar fréttir Skólastjóri Rimaskóla í áfalli Skólastjóri Rimaskóla segist í áfalli eftir að skólinn var lagður í rúst í nótt. Hún hvetur foreldra til að velta fyrir sér hvort barn þeirra sé á góðum stað. Sumarið sé viðkvæmur tími og mikil lausung á börnum. 31. júlí 2024 11:18 Rúður brotnar í Rimaskóla Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu barst í gærkvöldi tilkynning um brothljóð frá Rimaskóla í Grafarvogi í Reykjavík. Þegar lögreglu bar að garði kom í ljós að fjöldi rúða í skólanum hafði verið brotinn og einhverju tjónið valdið inni í skólanum. 31. júlí 2024 06:42 „Ekki skemmtilegt að koma svona til baka fyrsta vinnudag eftir sumarfrí“ Umfangsmikil eignaspjöll voru unnin á Húnaskóla á Blönduósi í nótt. Allar rúður voru brotnar í eldhúsi og smíðastofu grunnskólans og þar framin töluverð skemmdarverk. Lögregla rannsakar nú málið. 6. ágúst 2024 11:19 Mest lesið Guðmundur Ingi á sjúkrahúsi Innlent Símtalið við Ingu skráð í skjalakerfi skólans Innlent Íslendingar í öðrum bílnum og erlendir ferðamenn í hinum Innlent Óttast að framtíð gamla Vesturbæjarins sé í húfi Innlent Tjáir sig um símtalið margfræga: „Hún var ekki í neinu jafnvægi“ Innlent Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Erlent Koma Ársæli til varnar og telja ráðherra refsa honum fyrir skoðanir sínar Innlent Íslenskur maður á níræðisaldri lést á Fjarðarheiði Innlent Ungliðar undirrita drengskaparheit Innlent Ekki á leið í framboð í borginni og hugsi yfir „óskalista“ ríkisstjórnarinnar Innlent Fleiri fréttir Karlaklefunum lokað í Sundhöllinni vegna rakaskemmda Samþykktu friðlýsingu Grafarvogs en tillaga um stækkun verndarsvæðis felld Manna þurfi átta stöðugildi til að halda óbreyttri starfsemi Fleiri en Seyðfirðingar óánægðir með samgönguáætlun Íslenskur maður á níræðisaldri lést á Fjarðarheiði Þungt yfir Austfirðingum í dag Símtalið við Ingu skráð í skjalakerfi skólans Skólameistari ósáttur og hörð átök á þingi Ungliðar undirrita drengskaparheit Enn skorað á Willum Íslendingar í öðrum bílnum og erlendir ferðamenn í hinum Grætur Fjarðarheiðargöng og vísar til banaslyssins Karlar telja hlutverkaskiptin jafnari Guðmundur Ingi á sjúkrahúsi Koma Ársæli til varnar og telja ráðherra refsa honum fyrir skoðanir sínar Ekki á leið í framboð í borginni og hugsi yfir „óskalista“ ríkisstjórnarinnar Ekki brotið á matráði sem var sagt upp störfum í fæðingarorlofi Stefna á að opna Gunnarsholt um áramót og styttist í svör um Garðabæ Tjáir sig um símtalið margfræga: „Hún var ekki í neinu jafnvægi“ Óttast að framtíð gamla Vesturbæjarins sé í húfi Veltir upp afleiðingunum hefði móðirin farið í hjartastopp í bænum Segir göng undir Fjarðarheiði ekki fjárhagslega forsvaranleg Tólf ára börn í áfengis- og vímefnavanda Földu stórfellt magn fíkniefna í alls konar leynihólfum Banaslys á Fjarðarheiði Hættir sem ritstjóri Kastljóss Yngri börn með vímuefnavanda og „þöggun“ skólameistara Maðurinn er fundinn Sneypuför í Teslubrunamáli kostar ríkið ellefu milljónir Ekkert verður af áttafréttum Sjá meira
Skólastjóri Rimaskóla í áfalli Skólastjóri Rimaskóla segist í áfalli eftir að skólinn var lagður í rúst í nótt. Hún hvetur foreldra til að velta fyrir sér hvort barn þeirra sé á góðum stað. Sumarið sé viðkvæmur tími og mikil lausung á börnum. 31. júlí 2024 11:18
Rúður brotnar í Rimaskóla Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu barst í gærkvöldi tilkynning um brothljóð frá Rimaskóla í Grafarvogi í Reykjavík. Þegar lögreglu bar að garði kom í ljós að fjöldi rúða í skólanum hafði verið brotinn og einhverju tjónið valdið inni í skólanum. 31. júlí 2024 06:42
„Ekki skemmtilegt að koma svona til baka fyrsta vinnudag eftir sumarfrí“ Umfangsmikil eignaspjöll voru unnin á Húnaskóla á Blönduósi í nótt. Allar rúður voru brotnar í eldhúsi og smíðastofu grunnskólans og þar framin töluverð skemmdarverk. Lögregla rannsakar nú málið. 6. ágúst 2024 11:19