„Finnst við vera búnir að taka nokkur stór skref í sumar“ Stefán Marteinn Ólafsson skrifar 6. ágúst 2024 21:51 Guðmundur Magnússon er fyrirliði Fram. Vísir/Hulda Margrét Fram tók á móti Stjörnunni í kvöld þegar sautjánda umferð Bestu deildarinnar hélt áfram göngu sinni. Eftir mikla baráttu voru það heimamenn í Fram sem höfðu betur með tveimur mörkum gegn einu. „Leikurinn var þéttur og erfiður í fyrri hálfleik. Þeir voru að stjórna leiknum kannski en við fengum hættulegri færi og ákváðum í hálfleik að hækka aðeins tempóið hjá okkur og við náðum að gera það og vinnum á endanum,“ sagði Guðmundur Magnússon fyrirliði Fram eftir leikinn í kvöld. Fram mætti af krafti í þennan leik og sýndu strax að þeir ætluðu ekkert að gefa eftir í baráttunni. „Ef þú leyfir Stjörnunni að fá eitthvað smá pláss með boltann að þá refsa þeir þannig þú þarft að mæta strax í leik og vera klár og halda ákefðinni uppi því þeir eru gríðarlega orkumikið lið.“ Fram náði forystunni í leiknum með marki frá Denairo Daniels og sagði Guðmundur að það hafi verið mikilvægt að ná forystunni í kvöld. „Það var mjög mikilvægt að við myndum komast yfir því maður veit ekkert hvernig þeir kæmu, þeir eru að koma úr mjög erfiðu prógrammi og maður veit ekkert hvernig þeir hefðu brugðist við og hvort þeir hefðu haldið áfram að spila sinn bolta eða lagst niður eða hvað.“ „Við erum erfiðir þegar við komumst yfir og þeir skoruðu reyndar helvíti gott mark en sem betur fer þá endaði þetta okkar meginn.“ Fram átti flottan júlímánuð og byrja ágústamánuðinn vel. „Liðið er bara að halda áfram að þroskast eins og ég hef oft sagt áður að þá kemur Rúnar inn og er að koma með sína áherslupunkta og við þurfum að læra inn á þá og mér finnst við vera búnir að taka nokkur stór skref í sumar og við ætlum okkur að halda áfram að gera það.“ Besta deild karla Fram Stjarnan Tengdar fréttir Leik lokið: Fram - Stjarnan 2-1 | Framarar stálu sigrinum í uppbótartíma Fram vann mikilvægan 2-1 sigur er liðið tók á móti Stjörnunni í Bestu-deild karla í knattspyrnu í kvöld. Magnús Þórðarson skoraði sigurmark heimamanna þegar komið var fram yfir venjulegan leiktíma. 6. ágúst 2024 18:31 Mest lesið Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Handbolti Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn Íslenski boltinn Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Íslenski boltinn Bruno til bjargar Enski boltinn Damir á leið til Asíu Íslenski boltinn Angulo látinn aðeins tuttugu og tveggja ára að aldri Fótbolti Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Enski boltinn „Viðurkennt að svona gerum við ekki“ Körfubolti Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Enski boltinn Ísak hættur með ÍR Körfubolti Fleiri fréttir Markvörðurinn Mary fyrst á Madame Tussauds Guðný á leið í aðgerð og missir af næsta verkefni landsliðsins Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Fyrirliðinn Glódís Perla og Bayern enn með fullt hús stiga „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Bruno til bjargar Arsenal í bílstjórasætið eftir stórsigur á Juventus Kristófer áfram í Kópavogi Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Ten Hag gæti farið strax til Ítalíu Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Ödegaard strax aftur heim Lampard sótti um starfið hjá Coventry Damir á leið til Asíu Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Angulo látinn aðeins tuttugu og tveggja ára að aldri Liverpool langlíklegast til að verða meistari samkvæmt ofurtölvunni „Eitthvað sem maður mun muna eftir alla ævi“ Hlín fór á kostum og finnur fyrir áhuga: „Hef ekki tekið ákvörðun“ Hareide segir Ødegaard milli steins og sleggju Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn Lineker hættir með Match of the Day eftir tímabilið Elanga ekki í landsliðshóp Svía og neitar að svara þjálfaranum Nkunku til sölu þrátt fyrir að vera markahæstur Pogba við það að rifta samningi sínum við Juventus Nistelrooy yfirgefur Man United með tilkomu Amorim Fékk símtal frá Arteta en bætti Ödegaard í hópinn Í þriggja og hálfs árs fangelsi fyrir að kýla dómara Myndband sýnir dómara urða yfir Liverpool og kalla Klopp kuntu Sjá meira
„Leikurinn var þéttur og erfiður í fyrri hálfleik. Þeir voru að stjórna leiknum kannski en við fengum hættulegri færi og ákváðum í hálfleik að hækka aðeins tempóið hjá okkur og við náðum að gera það og vinnum á endanum,“ sagði Guðmundur Magnússon fyrirliði Fram eftir leikinn í kvöld. Fram mætti af krafti í þennan leik og sýndu strax að þeir ætluðu ekkert að gefa eftir í baráttunni. „Ef þú leyfir Stjörnunni að fá eitthvað smá pláss með boltann að þá refsa þeir þannig þú þarft að mæta strax í leik og vera klár og halda ákefðinni uppi því þeir eru gríðarlega orkumikið lið.“ Fram náði forystunni í leiknum með marki frá Denairo Daniels og sagði Guðmundur að það hafi verið mikilvægt að ná forystunni í kvöld. „Það var mjög mikilvægt að við myndum komast yfir því maður veit ekkert hvernig þeir kæmu, þeir eru að koma úr mjög erfiðu prógrammi og maður veit ekkert hvernig þeir hefðu brugðist við og hvort þeir hefðu haldið áfram að spila sinn bolta eða lagst niður eða hvað.“ „Við erum erfiðir þegar við komumst yfir og þeir skoruðu reyndar helvíti gott mark en sem betur fer þá endaði þetta okkar meginn.“ Fram átti flottan júlímánuð og byrja ágústamánuðinn vel. „Liðið er bara að halda áfram að þroskast eins og ég hef oft sagt áður að þá kemur Rúnar inn og er að koma með sína áherslupunkta og við þurfum að læra inn á þá og mér finnst við vera búnir að taka nokkur stór skref í sumar og við ætlum okkur að halda áfram að gera það.“
Besta deild karla Fram Stjarnan Tengdar fréttir Leik lokið: Fram - Stjarnan 2-1 | Framarar stálu sigrinum í uppbótartíma Fram vann mikilvægan 2-1 sigur er liðið tók á móti Stjörnunni í Bestu-deild karla í knattspyrnu í kvöld. Magnús Þórðarson skoraði sigurmark heimamanna þegar komið var fram yfir venjulegan leiktíma. 6. ágúst 2024 18:31 Mest lesið Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Handbolti Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn Íslenski boltinn Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Íslenski boltinn Bruno til bjargar Enski boltinn Damir á leið til Asíu Íslenski boltinn Angulo látinn aðeins tuttugu og tveggja ára að aldri Fótbolti Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Enski boltinn „Viðurkennt að svona gerum við ekki“ Körfubolti Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Enski boltinn Ísak hættur með ÍR Körfubolti Fleiri fréttir Markvörðurinn Mary fyrst á Madame Tussauds Guðný á leið í aðgerð og missir af næsta verkefni landsliðsins Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Fyrirliðinn Glódís Perla og Bayern enn með fullt hús stiga „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Bruno til bjargar Arsenal í bílstjórasætið eftir stórsigur á Juventus Kristófer áfram í Kópavogi Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Ten Hag gæti farið strax til Ítalíu Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Ödegaard strax aftur heim Lampard sótti um starfið hjá Coventry Damir á leið til Asíu Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Angulo látinn aðeins tuttugu og tveggja ára að aldri Liverpool langlíklegast til að verða meistari samkvæmt ofurtölvunni „Eitthvað sem maður mun muna eftir alla ævi“ Hlín fór á kostum og finnur fyrir áhuga: „Hef ekki tekið ákvörðun“ Hareide segir Ødegaard milli steins og sleggju Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn Lineker hættir með Match of the Day eftir tímabilið Elanga ekki í landsliðshóp Svía og neitar að svara þjálfaranum Nkunku til sölu þrátt fyrir að vera markahæstur Pogba við það að rifta samningi sínum við Juventus Nistelrooy yfirgefur Man United með tilkomu Amorim Fékk símtal frá Arteta en bætti Ödegaard í hópinn Í þriggja og hálfs árs fangelsi fyrir að kýla dómara Myndband sýnir dómara urða yfir Liverpool og kalla Klopp kuntu Sjá meira
Leik lokið: Fram - Stjarnan 2-1 | Framarar stálu sigrinum í uppbótartíma Fram vann mikilvægan 2-1 sigur er liðið tók á móti Stjörnunni í Bestu-deild karla í knattspyrnu í kvöld. Magnús Þórðarson skoraði sigurmark heimamanna þegar komið var fram yfir venjulegan leiktíma. 6. ágúst 2024 18:31