Stórstjörnur í kvikmynd um fundinn í Höfða Ólafur Björn Sverrisson skrifar 5. ágúst 2024 20:42 J.K. Simmons og Jeff Daniels verða hér á landi í október við tökur á myndinni getty Leikarar á borð við Jeff Daniels, Jared Harris og J.K. Simmons eru væntanlegir hingað til lands í byrjun október til að leika í kvikmynd um fund Ronald Reagans fyrrverandi Bandaríkjaforseta og Mikhail Gorbatsjov fyrrverandi leiðtoga Sovétríkjanna í Höfða í Reykjavík. Frá þessu greinir miðillinn Deadline. Þar segir að myndin muni einfaldlega bera heitið Reykjavik og fjalla um fundinn mikilvæga sem átti sér stað eina spennuþrungna helgi 11. og 12. október árið 1986 þegar kalda stríðið stóð sem hæst. Jeff Daniels mun fara með hlutverk Reagan en Jared Harris leikur Gorbatsjov. Þá mun J.K. Simmons fara með hlutverk utanríkisráðherrans George Shultz. Michael Russel Gunn leikstýrir myndinni eftir eigin handriti. Tökur fara fram hér á landi í október, að miklu leyti í Höfða. Í umfjöllun Deadline segir að Gunn hafi staðið að miklum rannsóknum við skrif myndarinnar. Hugmyndin hafi kviknað þegar hann hafi farið á fund Shultz í Stanford í Bandaríkjunum, þar sem hann hafi fengið afhent leynileg gögn af fundinum. Gögn sem nú hafa verið opinberuð. Í ljósi stríðsátaka í Evrópu sé ætlunin að varpa ljósi á það hvernig megi ná sáttum á tímum stríðsátaka. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem áform eru uppi um gerð kvikmyndar eða sjónvarpsþáttaraðar um Höfðafundinn. Fyrir um áratug hófust þreifingar á þáttaröð um fundinn þar sem Michael Douglas átti að fara með hlutverk Reagan og Christoph Waltz með hlutverk Gorbatsjov. Bíó og sjónvarp Hollywood Kvikmyndagerð á Íslandi Tengdar fréttir Michael Douglas leikur Reagan í nýjum þáttum um „sögulegan leiðtogafund“ í Reykjavík 1986 Stórleikararnir Michael Douglas og Christoph Waltz munu fara með hlutverk Ronalds Reagan og Mikhail Gorbatsjov nýrri þáttarröð í leikstjórn James Foley sem fjalla mun um þessa fyrrum leiðtoga Bandaríkjanna og Sovétríkjanna. Fyrst og fremst munu þættirnir fjalla um leiðtogafundinn í Höfða 1986. 12. desember 2020 11:15 Míkhaíl Gorbatsjov er látinn Míkhaíl Gorbatsjov, síðasti leiðtogi Sovétríkjanna, er látinn 91 árs að aldri. Gorbatsjov hafði verið að glíma við veikindi í langan tíma og lést á spítala í Moskvuborg í dag. 30. ágúst 2022 20:46 Mest lesið Kemur út úr skápnum tveimur árum eftir andlát sitt Lífið Enginn þreyir þorrann eins og Áslaug Arna Lífið Bellingham kominn með bandaríska kærustu Lífið Allt í einu orðin mamman sem missti barnið sitt Lífið Guinness-æðið sem gert hefur íslenska djammara að þjófum Lífið Sjónvarpsbarn komið í heiminn Lífið Ómerkilegir þættir um merkilega konu Gagnrýni Fann ástina og setur íbúðina á sölu Lífið Stærsta þorrablót landsins Lífið Ætla að halda Lífskviðuna þrátt fyrir andlát Ásgeirs í nótt Menning Fleiri fréttir Þau eru tilnefnd fyrir verstu kvikmyndagerðina Sjón og Eggers leiða hesta sína saman í nýjum varúlfahryllingi Deila um gervigreind skekur Hollywood í aðdraganda Óskarsins Sigurjón minnist David Lynch: „Jonni, við verðum að gera eitthvað fyrir Ísland“ Kvikmyndirnar sem beðið er eftir 2025 Embla og Timothée Chalamet glæsileg á dreglinum Krefur Disney um tíu milljarða dala Þakkar fleiru en Demi Moore fyrir langþráð metár Vestfirski hryllingstryllirinn frumsýndur vestanhafs Snerting skaut Deadpool ref fyrir rass 2024 Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Frumsýning á Vísi: Fyrsta stiklan úr hryllingstrylli af Vestfjörðum Paul Mescal leiki nafna sinn McCartney „Þannig það yrði bara til Leynilögga 1 og 3“ Emilia Pérez og The Bear með flestar tilnefningar til Golden Globe „Hversu góð tök hefur þú á Rúrik?“ Sjá meira
Frá þessu greinir miðillinn Deadline. Þar segir að myndin muni einfaldlega bera heitið Reykjavik og fjalla um fundinn mikilvæga sem átti sér stað eina spennuþrungna helgi 11. og 12. október árið 1986 þegar kalda stríðið stóð sem hæst. Jeff Daniels mun fara með hlutverk Reagan en Jared Harris leikur Gorbatsjov. Þá mun J.K. Simmons fara með hlutverk utanríkisráðherrans George Shultz. Michael Russel Gunn leikstýrir myndinni eftir eigin handriti. Tökur fara fram hér á landi í október, að miklu leyti í Höfða. Í umfjöllun Deadline segir að Gunn hafi staðið að miklum rannsóknum við skrif myndarinnar. Hugmyndin hafi kviknað þegar hann hafi farið á fund Shultz í Stanford í Bandaríkjunum, þar sem hann hafi fengið afhent leynileg gögn af fundinum. Gögn sem nú hafa verið opinberuð. Í ljósi stríðsátaka í Evrópu sé ætlunin að varpa ljósi á það hvernig megi ná sáttum á tímum stríðsátaka. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem áform eru uppi um gerð kvikmyndar eða sjónvarpsþáttaraðar um Höfðafundinn. Fyrir um áratug hófust þreifingar á þáttaröð um fundinn þar sem Michael Douglas átti að fara með hlutverk Reagan og Christoph Waltz með hlutverk Gorbatsjov.
Bíó og sjónvarp Hollywood Kvikmyndagerð á Íslandi Tengdar fréttir Michael Douglas leikur Reagan í nýjum þáttum um „sögulegan leiðtogafund“ í Reykjavík 1986 Stórleikararnir Michael Douglas og Christoph Waltz munu fara með hlutverk Ronalds Reagan og Mikhail Gorbatsjov nýrri þáttarröð í leikstjórn James Foley sem fjalla mun um þessa fyrrum leiðtoga Bandaríkjanna og Sovétríkjanna. Fyrst og fremst munu þættirnir fjalla um leiðtogafundinn í Höfða 1986. 12. desember 2020 11:15 Míkhaíl Gorbatsjov er látinn Míkhaíl Gorbatsjov, síðasti leiðtogi Sovétríkjanna, er látinn 91 árs að aldri. Gorbatsjov hafði verið að glíma við veikindi í langan tíma og lést á spítala í Moskvuborg í dag. 30. ágúst 2022 20:46 Mest lesið Kemur út úr skápnum tveimur árum eftir andlát sitt Lífið Enginn þreyir þorrann eins og Áslaug Arna Lífið Bellingham kominn með bandaríska kærustu Lífið Allt í einu orðin mamman sem missti barnið sitt Lífið Guinness-æðið sem gert hefur íslenska djammara að þjófum Lífið Sjónvarpsbarn komið í heiminn Lífið Ómerkilegir þættir um merkilega konu Gagnrýni Fann ástina og setur íbúðina á sölu Lífið Stærsta þorrablót landsins Lífið Ætla að halda Lífskviðuna þrátt fyrir andlát Ásgeirs í nótt Menning Fleiri fréttir Þau eru tilnefnd fyrir verstu kvikmyndagerðina Sjón og Eggers leiða hesta sína saman í nýjum varúlfahryllingi Deila um gervigreind skekur Hollywood í aðdraganda Óskarsins Sigurjón minnist David Lynch: „Jonni, við verðum að gera eitthvað fyrir Ísland“ Kvikmyndirnar sem beðið er eftir 2025 Embla og Timothée Chalamet glæsileg á dreglinum Krefur Disney um tíu milljarða dala Þakkar fleiru en Demi Moore fyrir langþráð metár Vestfirski hryllingstryllirinn frumsýndur vestanhafs Snerting skaut Deadpool ref fyrir rass 2024 Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Frumsýning á Vísi: Fyrsta stiklan úr hryllingstrylli af Vestfjörðum Paul Mescal leiki nafna sinn McCartney „Þannig það yrði bara til Leynilögga 1 og 3“ Emilia Pérez og The Bear með flestar tilnefningar til Golden Globe „Hversu góð tök hefur þú á Rúrik?“ Sjá meira
Michael Douglas leikur Reagan í nýjum þáttum um „sögulegan leiðtogafund“ í Reykjavík 1986 Stórleikararnir Michael Douglas og Christoph Waltz munu fara með hlutverk Ronalds Reagan og Mikhail Gorbatsjov nýrri þáttarröð í leikstjórn James Foley sem fjalla mun um þessa fyrrum leiðtoga Bandaríkjanna og Sovétríkjanna. Fyrst og fremst munu þættirnir fjalla um leiðtogafundinn í Höfða 1986. 12. desember 2020 11:15
Míkhaíl Gorbatsjov er látinn Míkhaíl Gorbatsjov, síðasti leiðtogi Sovétríkjanna, er látinn 91 árs að aldri. Gorbatsjov hafði verið að glíma við veikindi í langan tíma og lést á spítala í Moskvuborg í dag. 30. ágúst 2022 20:46