Ræddu falsfréttir og samfélagsmiðla á neyðarfundi Jón Ísak Ragnarsson skrifar 5. ágúst 2024 12:27 Yvette Cooper er innanríkisráðherra Bretlands. Hún hefur kallað eftir því að samfélagsmiðlafyrirtæki axli ábyrgð á fölskum upplýsingum sem ná þar flugi. AP Á annað hundrað hafa verið handteknir og fjöldi lögreglumanna slasast, í mótmælum hægri öfgamanna sem beinast gegn komu hælisleitenda til Bretlands. Keir Starmer, forsætisráðherra Bretlands, hélt neyðarfund í morgun með svokallaðri Cobra-nefnd, vegna óeirðanna, en boðað er til Cobra-fundar þegar neyðarástand af einhverju tagi ríkir í Bretlandi. Upplýsingaóreiða á samfélagsmiðlum er meðal þess sem verður rætt á fundinum. Fyrir viku síðan gekk tæplega átján ára gamall karlmaður berserksgang á dansskemmtun fyrir börn í bænum Southport á Englandi. Þrjár stelpur á aldrinum sex til níu ára létu lífið. Í kjölfarið brutust út óeirðir í Southport, þar sem mótmælendur söfnuðust saman fyrir utan mosku, og kveiktu meðal annars í lögreglubíl. Fljótlega voru mótmæli um allt land. Rangar upplýsingar fóru á flug Á samfélagsmiðlum hafa rangar upplýsingar um árásarmanninn náð miklu flugi. Falskar fréttir um að maðurinn hefði komið til landsins sem hælisleitandi í fyrra fóru eins og eldur um sinu. Til að stemma stigu við þessu nafngreindu dómstólar í Bretlandi árásarmanninn, þrátt fyrir að hann hafi verið undir lögaldri. Pilturinn heitir Axel Rudakubuna, og er fæddur í Cardiff í Wales, sonur innflytjenda frá Rúanda. Upplýsingaóreiða á samfélagsmiðlum er meðal þess sem rætt var á Cobra-fundinum í morgun. Innanríkisráðherra Bretlands, Yvette Cooper, hefur kallað eftir því að fyrirtæki axli ábyrgð á fölskum upplýsingum í dreifingu á netinu. Þá sagði hún einnig að það væri engin afsökun fyrir ofbeldið sem átti sér stað um helgina, og boðaði harðar aðgerðir gegn þeim sem tóku þátt. John Healy, varnarmálaráðherra, segir að lögreglan hafi staðið sig vel í Yorkshire-héraði um helgina, og muni áfram að gæta öryggis fólks. „Það er ábyrgð lögreglunnar að vera fyrsti viðbragðsaðili, og eins og er hafa þau alla burði til þess að sinna hlutverki sínu, og lögreglan mun sjá til þess að fólk á svæðinu verði öruggt,“ segir John. Neitar tvískinnungi Keir Starmer, forsætisráðherra, svaraði því ekki hvort til stæði að kalla þing saman vegna óeirðanna. Hann sagði að forgangsatriði væri að sjá til þess að göturnar yrðu öruggar fyrir alla. Þá neitaði hann því að verið væri að bregðast harðar við en ef um óeirðir vinstri öfgamanna væri að ræða. „Þetta eru ekki mótmæli, þetta er ofbeldi. Við erum ekki að einblína á hvatana,“ sagði Starmer. Bretland Hnífaárás í Southport England Tengdar fréttir Sautján ára ákærður fyrir morðið á stúlkunum í Southport Sautján ára ungmenni hefur verið ákært fyrir morðið á þremur stúlkum í danstíma í bænum Southport í norðvesturhluta Englands. 1. ágúst 2024 08:30 Mest lesið „Við hjá ZoloIceland leggjum áherslu á spilavíti“ Innlent Öllum í Brussel drullusama um hefndaraðgerðir Íslands Innlent Árekstur við Laugarbakka: „Glerhálka og svartaþoka“ Innlent Hefur látið sérsveitarmenn FBI vernda kærustu sína Erlent Þriggja fólksbíla árekstur nálægt Blönduósi Innlent Fá bandarísku sérgreinarnar ekki viðurkenndar Innlent „Manni líður bara eins og maður sé í James Bond mynd“ Innlent Vill ekki að kjötkaupmaður tali fyrir hverfið allt Innlent Andstaða eykst í Noregi gegn aðild Erlent Þingmenn segja eitt en Rubio annað: Margsaga um uppruna og tilgang friðartillagnanna Erlent Fleiri fréttir „Útvötnuð“ loftslagsályktun samþykkt eftir harðar deilur Hefur látið sérsveitarmenn FBI vernda kærustu sína Hafna kröfu Rússa um undanhald frá Dónetsk Þingmenn segja eitt en Rubio annað: Margsaga um uppruna og tilgang friðartillagnanna Andstaða eykst í Noregi gegn aðild Tuttugu og fjórir létust í árásum Ísraels þrátt fyrir vopnahlé Jafngildi uppgjöf fyrir Úkraínumenn Útskýrði næstu skref fyrir Kristrúnu og kollegum Forsetinn fyrrverandi í gæsluvarðhald af ótta við flótta Ósætti um frysta sjóði Rússa: „Witkoff þarf á geðlækni að halda“ Hættir á þingi vegna deilna við Trump Pútín tekur vel í „friðaráætlun Trumps“ „Fasistinn“ og „kommúnistinn“ grófu stríðsöxina „Annaðhvort þessir 28 liðir eða gífurlega erfiður vetur“ Skaut fimmtán skotum 25 sekúndum eftir að hann mætti Hóta að skera á flæði vopna og upplýsinga skrifi Selenskí ekki fljótt undir Drógu í land með að afnema bann við hakakrossum eftir fjölmiðlafár Svona lítur friðaráætlun Bandaríkjamanna og Rússa út Segja friðarverðlaunahafann á flótta undan „réttvísinni“ sæki hann verðlaunin Ísland sagt meðal ríkja sem mótmæla útvatnaðri ályktun COP30 Tugir látnir í flóðum í Víetnam Pras úr Fugees dæmdur í fjórtán ára fangelsi Aðgerðir í þágu jafnréttis munu jafngilda mannréttindabrotum Mynd eftir Fridu Kahlo sló met í New York Selenskí heldur ró sinni og hyggst ræða við Trump Kallar Demókrata landráðamenn og ýjar að hengingu Vilja fá Selenskí til að samþykkja „óskalista“ Pútíns Birta nærmyndir af halastjörnu úr öðru sólkerfi Breski raðnauðgarinn fær enn einn lífstíðardóminn Viðurkenndu að kviðdómendur sáu ekki ákæruskjalið Sjá meira
Fyrir viku síðan gekk tæplega átján ára gamall karlmaður berserksgang á dansskemmtun fyrir börn í bænum Southport á Englandi. Þrjár stelpur á aldrinum sex til níu ára létu lífið. Í kjölfarið brutust út óeirðir í Southport, þar sem mótmælendur söfnuðust saman fyrir utan mosku, og kveiktu meðal annars í lögreglubíl. Fljótlega voru mótmæli um allt land. Rangar upplýsingar fóru á flug Á samfélagsmiðlum hafa rangar upplýsingar um árásarmanninn náð miklu flugi. Falskar fréttir um að maðurinn hefði komið til landsins sem hælisleitandi í fyrra fóru eins og eldur um sinu. Til að stemma stigu við þessu nafngreindu dómstólar í Bretlandi árásarmanninn, þrátt fyrir að hann hafi verið undir lögaldri. Pilturinn heitir Axel Rudakubuna, og er fæddur í Cardiff í Wales, sonur innflytjenda frá Rúanda. Upplýsingaóreiða á samfélagsmiðlum er meðal þess sem rætt var á Cobra-fundinum í morgun. Innanríkisráðherra Bretlands, Yvette Cooper, hefur kallað eftir því að fyrirtæki axli ábyrgð á fölskum upplýsingum í dreifingu á netinu. Þá sagði hún einnig að það væri engin afsökun fyrir ofbeldið sem átti sér stað um helgina, og boðaði harðar aðgerðir gegn þeim sem tóku þátt. John Healy, varnarmálaráðherra, segir að lögreglan hafi staðið sig vel í Yorkshire-héraði um helgina, og muni áfram að gæta öryggis fólks. „Það er ábyrgð lögreglunnar að vera fyrsti viðbragðsaðili, og eins og er hafa þau alla burði til þess að sinna hlutverki sínu, og lögreglan mun sjá til þess að fólk á svæðinu verði öruggt,“ segir John. Neitar tvískinnungi Keir Starmer, forsætisráðherra, svaraði því ekki hvort til stæði að kalla þing saman vegna óeirðanna. Hann sagði að forgangsatriði væri að sjá til þess að göturnar yrðu öruggar fyrir alla. Þá neitaði hann því að verið væri að bregðast harðar við en ef um óeirðir vinstri öfgamanna væri að ræða. „Þetta eru ekki mótmæli, þetta er ofbeldi. Við erum ekki að einblína á hvatana,“ sagði Starmer.
Bretland Hnífaárás í Southport England Tengdar fréttir Sautján ára ákærður fyrir morðið á stúlkunum í Southport Sautján ára ungmenni hefur verið ákært fyrir morðið á þremur stúlkum í danstíma í bænum Southport í norðvesturhluta Englands. 1. ágúst 2024 08:30 Mest lesið „Við hjá ZoloIceland leggjum áherslu á spilavíti“ Innlent Öllum í Brussel drullusama um hefndaraðgerðir Íslands Innlent Árekstur við Laugarbakka: „Glerhálka og svartaþoka“ Innlent Hefur látið sérsveitarmenn FBI vernda kærustu sína Erlent Þriggja fólksbíla árekstur nálægt Blönduósi Innlent Fá bandarísku sérgreinarnar ekki viðurkenndar Innlent „Manni líður bara eins og maður sé í James Bond mynd“ Innlent Vill ekki að kjötkaupmaður tali fyrir hverfið allt Innlent Andstaða eykst í Noregi gegn aðild Erlent Þingmenn segja eitt en Rubio annað: Margsaga um uppruna og tilgang friðartillagnanna Erlent Fleiri fréttir „Útvötnuð“ loftslagsályktun samþykkt eftir harðar deilur Hefur látið sérsveitarmenn FBI vernda kærustu sína Hafna kröfu Rússa um undanhald frá Dónetsk Þingmenn segja eitt en Rubio annað: Margsaga um uppruna og tilgang friðartillagnanna Andstaða eykst í Noregi gegn aðild Tuttugu og fjórir létust í árásum Ísraels þrátt fyrir vopnahlé Jafngildi uppgjöf fyrir Úkraínumenn Útskýrði næstu skref fyrir Kristrúnu og kollegum Forsetinn fyrrverandi í gæsluvarðhald af ótta við flótta Ósætti um frysta sjóði Rússa: „Witkoff þarf á geðlækni að halda“ Hættir á þingi vegna deilna við Trump Pútín tekur vel í „friðaráætlun Trumps“ „Fasistinn“ og „kommúnistinn“ grófu stríðsöxina „Annaðhvort þessir 28 liðir eða gífurlega erfiður vetur“ Skaut fimmtán skotum 25 sekúndum eftir að hann mætti Hóta að skera á flæði vopna og upplýsinga skrifi Selenskí ekki fljótt undir Drógu í land með að afnema bann við hakakrossum eftir fjölmiðlafár Svona lítur friðaráætlun Bandaríkjamanna og Rússa út Segja friðarverðlaunahafann á flótta undan „réttvísinni“ sæki hann verðlaunin Ísland sagt meðal ríkja sem mótmæla útvatnaðri ályktun COP30 Tugir látnir í flóðum í Víetnam Pras úr Fugees dæmdur í fjórtán ára fangelsi Aðgerðir í þágu jafnréttis munu jafngilda mannréttindabrotum Mynd eftir Fridu Kahlo sló met í New York Selenskí heldur ró sinni og hyggst ræða við Trump Kallar Demókrata landráðamenn og ýjar að hengingu Vilja fá Selenskí til að samþykkja „óskalista“ Pútíns Birta nærmyndir af halastjörnu úr öðru sólkerfi Breski raðnauðgarinn fær enn einn lífstíðardóminn Viðurkenndu að kviðdómendur sáu ekki ákæruskjalið Sjá meira
Sautján ára ákærður fyrir morðið á stúlkunum í Southport Sautján ára ungmenni hefur verið ákært fyrir morðið á þremur stúlkum í danstíma í bænum Southport í norðvesturhluta Englands. 1. ágúst 2024 08:30