Báru eld að miðstöð fyrir hælisleitendur Ólafur Björn Sverrisson skrifar 4. ágúst 2024 23:01 Mótmælendur köstuðu meðal annars grjóti að lögreglu. getty Enn er allt á suðupunkti víða um Bretland vegna óeirða og mikilla mótmæla, leidd af hægri öfgamönnum. Mótmælin beinast að komu hælisleitenda til Bretlands. Í dag báru mótmælendur í Rotherham eld að hóteli sem hýsir hælisleitendur. Á annað hundrað hafa verið handteknir og lögreglumenn slasast í átökum milli ólíkra hópa mótmælenda og lögreglu. Morð á þremur ungum stúlkum á dansskemmtun í Southport í síðustu viku hefur æst upp hægriöfgamenn og útlendingahatara sem hafa staðið fyrir óeirðum í fjölda borga. Grunaður morðingi er tæplega átján ára piltur sem fæddist í Cardiff í Wales og er sonur innflytjenda. Honum hefur ranglega verið lýst sem hælisleitenda í straumi falsupplýsinga á samfélagsmiðlum, sem fylgdu í kjölfar árásarinnar. Dómstari í Southport úrskurðaði að birta mætti nafn piltsins, þvert á fordæmi, til að stemma stigu við upplýsingaóreiðu. Átök.getty Það hefur dugað skammt, líkt og óeirðirnar bera með sér. Um sjöhundruð manns hópuðust saman fyrir utan Holiday Inn hótel í Rotherham til þess að bera eld að miðstöð fyrir hælisleitendur. Flöskum og grjóti var grýtt í átt að hótelinu, sem og lögreglu. Fjöldi lögreglumanna hefur slasast í átökunum síðustu daga. Óeirðir brutust út í Hull, Liverpool, Bristol, Manchester, Stoke, Blackpool og Belfast á Norður-Írlandi í gær, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Minni mótmæli annars staðar enduðu ekki með uppþotum. „Komið þeim burt,“ var hrópað í mótmælunum í dag. „Það var mikið af reiðum, reiðum, reiðum hægriöfgamönnum,“ er haft eftir gagnmótmælenda í frétt Guardian. „Þetta er mjög óhugnanlegt“. Til átaka hefur komið milli þessara tveggja hópa sem eru á öndverðum meiði. Starmer á blaðamannafundi í dag.getty Keir Starmer forsætisráðherra Bretlands hefur heitið lögreglu stuðningi til að takast á við óeirðirnar í kjölfar árásarinnar. Hann kennir hægriöfgahatri um glundroða undanfarinnar viku. „Ég fordæmi algjörlega glæpsamlega hegðun hægriöfgahópa nú um helgina. Velkist ekki í vafa um að þeir sem tóku þátt í þessu ofbeldi munu þurfa að standa skil á gjörðum sínum gagnvart lögunum. Lögreglan mun taka menn höndum. Einstaklingar verða hnepptir í varðhald. Ákærur verða gefnar út og sakfellingar fylgja í kjölfarið,“ sagði Starmer. Frá mótmælum í dag.getty Lögreglumenn hafa staðið í ströngu.getty Bretland Hnífaárás í Southport Mest lesið Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Áslaug ætlar í formanninn Innlent Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Innlent Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Erlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir Segir alla íbúa Grænlands vilja undir Bandaríkin Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Sækist eftir sjöunda kjörtímabilinu Ísraelsmenn saka Hamas um brot á samkomulaginu Birta bráðabirgðaskýrslu vegna slyssins Sleppa fjórum gíslum gegn tvö hundruð föngum Tilnefning Hegseth staðfest með naumum meirihluta Einn látinn og nokkur hundruð þúsund heimili án rafmagns Marilyn Manson verður ekki ákærður Lýsir yfir neyðarástandi vegna átaka í Kólumbíu Sautján ára máli Amöndu Knox lýkur með sakfellingu Eldhaf við stóra olíuvinnslu í Rússlandi Af hverju er Trump reiður út í Panama? Greiddi konu sjö milljónir vegna ásakana Rauðar viðvaranir vegna Éowyn Merz boðar hertar aðgerðir í innflytjendamálum Írar undirbúa sig fyrir mesta óveður í manna minnum Lögbann sett á tilskipun Trumps Mikið reiðarslag fyrir réttindi bandarískra borgara 52 ár fyrir Southport-morðin Með áhyggjur af stöðu hagkerfisins Vara við hvirfilbyljum á Bretlandseyjum Ætla að senda tíu þúsund hermenn að landamærunum Fleiri Kimdátar væntanlegir í Kúrsk: „Það er bara áfram og áfram“ Sólarorka atkvæðameiri en kolabrennsla árið 2024 Trump ætlar að skattleggja Pútín svo hann hætti stríðsrekstri í Úkraínu Fulltrúi Ísraels í Eurovision lifði af hryðjuverkaárásirnar sjöunda október Enn einn gróðureldurinn ógnar Los Angeles Trump náðar eiturlyfjabarón huldunetsins Ný lög sögð leyfa giftingar allt að níu ára stúlkna Sjá meira
Á annað hundrað hafa verið handteknir og lögreglumenn slasast í átökum milli ólíkra hópa mótmælenda og lögreglu. Morð á þremur ungum stúlkum á dansskemmtun í Southport í síðustu viku hefur æst upp hægriöfgamenn og útlendingahatara sem hafa staðið fyrir óeirðum í fjölda borga. Grunaður morðingi er tæplega átján ára piltur sem fæddist í Cardiff í Wales og er sonur innflytjenda. Honum hefur ranglega verið lýst sem hælisleitenda í straumi falsupplýsinga á samfélagsmiðlum, sem fylgdu í kjölfar árásarinnar. Dómstari í Southport úrskurðaði að birta mætti nafn piltsins, þvert á fordæmi, til að stemma stigu við upplýsingaóreiðu. Átök.getty Það hefur dugað skammt, líkt og óeirðirnar bera með sér. Um sjöhundruð manns hópuðust saman fyrir utan Holiday Inn hótel í Rotherham til þess að bera eld að miðstöð fyrir hælisleitendur. Flöskum og grjóti var grýtt í átt að hótelinu, sem og lögreglu. Fjöldi lögreglumanna hefur slasast í átökunum síðustu daga. Óeirðir brutust út í Hull, Liverpool, Bristol, Manchester, Stoke, Blackpool og Belfast á Norður-Írlandi í gær, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Minni mótmæli annars staðar enduðu ekki með uppþotum. „Komið þeim burt,“ var hrópað í mótmælunum í dag. „Það var mikið af reiðum, reiðum, reiðum hægriöfgamönnum,“ er haft eftir gagnmótmælenda í frétt Guardian. „Þetta er mjög óhugnanlegt“. Til átaka hefur komið milli þessara tveggja hópa sem eru á öndverðum meiði. Starmer á blaðamannafundi í dag.getty Keir Starmer forsætisráðherra Bretlands hefur heitið lögreglu stuðningi til að takast á við óeirðirnar í kjölfar árásarinnar. Hann kennir hægriöfgahatri um glundroða undanfarinnar viku. „Ég fordæmi algjörlega glæpsamlega hegðun hægriöfgahópa nú um helgina. Velkist ekki í vafa um að þeir sem tóku þátt í þessu ofbeldi munu þurfa að standa skil á gjörðum sínum gagnvart lögunum. Lögreglan mun taka menn höndum. Einstaklingar verða hnepptir í varðhald. Ákærur verða gefnar út og sakfellingar fylgja í kjölfarið,“ sagði Starmer. Frá mótmælum í dag.getty Lögreglumenn hafa staðið í ströngu.getty
Bretland Hnífaárás í Southport Mest lesið Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Áslaug ætlar í formanninn Innlent Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Innlent Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Erlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir Segir alla íbúa Grænlands vilja undir Bandaríkin Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Sækist eftir sjöunda kjörtímabilinu Ísraelsmenn saka Hamas um brot á samkomulaginu Birta bráðabirgðaskýrslu vegna slyssins Sleppa fjórum gíslum gegn tvö hundruð föngum Tilnefning Hegseth staðfest með naumum meirihluta Einn látinn og nokkur hundruð þúsund heimili án rafmagns Marilyn Manson verður ekki ákærður Lýsir yfir neyðarástandi vegna átaka í Kólumbíu Sautján ára máli Amöndu Knox lýkur með sakfellingu Eldhaf við stóra olíuvinnslu í Rússlandi Af hverju er Trump reiður út í Panama? Greiddi konu sjö milljónir vegna ásakana Rauðar viðvaranir vegna Éowyn Merz boðar hertar aðgerðir í innflytjendamálum Írar undirbúa sig fyrir mesta óveður í manna minnum Lögbann sett á tilskipun Trumps Mikið reiðarslag fyrir réttindi bandarískra borgara 52 ár fyrir Southport-morðin Með áhyggjur af stöðu hagkerfisins Vara við hvirfilbyljum á Bretlandseyjum Ætla að senda tíu þúsund hermenn að landamærunum Fleiri Kimdátar væntanlegir í Kúrsk: „Það er bara áfram og áfram“ Sólarorka atkvæðameiri en kolabrennsla árið 2024 Trump ætlar að skattleggja Pútín svo hann hætti stríðsrekstri í Úkraínu Fulltrúi Ísraels í Eurovision lifði af hryðjuverkaárásirnar sjöunda október Enn einn gróðureldurinn ógnar Los Angeles Trump náðar eiturlyfjabarón huldunetsins Ný lög sögð leyfa giftingar allt að níu ára stúlkna Sjá meira
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent