Tvö hundruð þúsund smokkar í ólympíuþorpinu: „Ekki deila öðru en sigrinum“ Aron Guðmundsson skrifar 2. ágúst 2024 14:31 Frá ólympíuþorpinu sem er að finna í París. Vísir/Getty „Ekki deila öðru en sigrinum, verðu þig fyrir kynsjúkdómum,“ stendur á umbúðum smokka sem keppendur í ólympíuþorpinu á Ólympíuleikunum í París geta nálgast sér að kostnaðarlausu. Alls hafa yfir tvö hundruð og tuttugu þúsund smokkar verið gerðir aðgengilegir fyrir íþróttafólk á Ólympíuleikunum í ólympíuþorpinu þetta árið. Um 14.500 keppendur halda til í þorpinu á meðan á leikunum stendur. Ef smokkunum yrði dreift jafnt yfir keppnisdaga leikana myndi það þýða að hver keppandi gæti nýtt sér tvo smokka á dag. Smokkarnir sem er að finna á víð og dreif í Ólympíuþorpinu í ParísVísir/Getty Fjöldi þeirra smokka sem standa keppendum til boða í Ólympíuþorpinu hefur þó dregist verulega saman frá því á Ólympíuleikunum í Río de Janeiro árið 2016. Þá voru þeir alls 450 þúsund talsins sem er met í sögu Ólympíuleikanna. Það að gera keppendum á Ólympíuleikunum kleift að nálgast smokka í ólympíuþorpinu á meðan á leikunum stendur þeim að kostnaðarlausu er ákvörðun sem tekin var og hefur verið við lýði síðan á Ólympíuleikunum í Barcelona árið 1992. „Það sem gerist í Ólympíuþorpinu, fer ekki út fyrir þorpið,“ hefur fyrrverandi sundkonan og ólympíufarinn Summer Sanders látið hafa eftir sér. Hún skilur vel áhuga fólks á því hvernig lífið sé í Ólympíuþorpinu. „Þetta er rómantísk hugmynd. Að þetta kynþokkafulla íþróttafólk, á sínu besta skeiði, sé að stinga saman nefjum. Ég get skilið af hverju það sprettur upp umræða um þetta.“ Papparúmin áhugaverðu sem er að finna í ólympíuþorpinuVísir/Getty Líkt og frægt er orðið eru rúmin í Ólympíuþorpinu úr pappa og hefur það heyrst úr ranni keppenda að þau myndu þar af leiðandi ekki geta staðið af sér þá "krafta" sem kynlíf felur í sér. Írski fimleikakappinn Rhys McClenaghan ákvað hins vegar að hrekja þær kenningar sumra keppenda og birti myndskeið af sér frá Ólympíuþorpinu þar sem að hann lætur reyna á styrk papparúmsins með því að hoppa og skoppa á því. Rúmið féll ekki saman. View this post on Instagram A post shared by Rhys McClenaghan (@rhysmcc1) „Ég var maraþonhlaupari og þar af leiðandi veit ég hversu mikilvægt það er að ná góðum nætursvefni fyrir keppni,“ segir hinn japanski Motokuni Takaoka sem er hönnuðurinn á bak við papparúmin í Ólympíuþorpinu.“ „Þessi rúm geta vel þolað tvo til þrjá einstaklinga án þess að það þurfi að hafa nokkrar áhyggjur af því að það falli saman. Þau eru mjög sterk og þola allt það sem keppendur vilja gera einir með sjálfum sér eða vinum sínum.“ Ólympíuleikar 2024 í París Ólympíuleikar Mest lesið Enginn sá tölvupóstinn frá UEFA Sport Konate gæti farið frítt frá Liverpool Sport Dagskráin í dag: KA fer í Hafnarfjörðinn og golfið heldur áfram Sport Þorsteinn Roy fyrstur í mark annað árið í röð Sport Elías Már skrifar undir hjá kínversku liði Sport HM félagsliða „farsælasta keppni í heimi“ samkvæmt Infantino Sport Sigurvegarinn Þorsteinn: „Það má ekki á Íslandi“ Sport Hákon skoraði tvö í vináttuleik Sport „Síðasti leggurinn var helvíti þungur“ Sport Landslið Íslands í golfi gerði það gott á EM Sport Fleiri fréttir Það verða tónleikar í hálfleik á úrslitum HM félagsliða HM félagsliða „farsælasta keppni í heimi“ samkvæmt Infantino Dagskráin í dag: KA fer í Hafnarfjörðinn og golfið heldur áfram Enginn sá tölvupóstinn frá UEFA Konate gæti farið frítt frá Liverpool Elías Már skrifar undir hjá kínversku liði Hákon skoraði tvö í vináttuleik Louis Van Gaal hefur sigrast á krabbameini Landslið Íslands í golfi gerði það gott á EM Leik lokið: Pólland 3 - 2 Danmörk | Bæði lið í leit að fyrstu stigunum Leik lokið: Svíþjóð 4 - 1 Þýskaland | Úrslitaleikur um efsta sætið Þór fer upp í umspilssæti Arnór Sigurðsson hafði betur í Íslendingaslagnum Rústaði úrslitunum á Wimbledon „Síðasti leggurinn var helvíti þungur“ Njarðvík slapp með stig frá Húsavík Sigurvegarinn Þorsteinn: „Það má ekki á Íslandi“ Onana frá næstu vikurnar Stjarna Cavs trúlofuð Grammy verðlaunahafa Doncic fékk að vita af sölunni en ekki LeBron Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Ánægður með Arnar og er klár í haustið Skellur í fyrsta leik hjá guttunum okkar „Þorsteinn er allt of lengi að bregðast við“ Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Diljá Ýr búin að semja við Brann Þorsteinn Roy fyrstur í mark annað árið í röð Ísköld Clark stýrði sókninni eins og hershöfðingi Hvaðan koma peningarnir sem Tottenham er að eyða? „Nýtti reynsluna úr vindinum heima til að halda þolinmæði“ Sjá meira
Um 14.500 keppendur halda til í þorpinu á meðan á leikunum stendur. Ef smokkunum yrði dreift jafnt yfir keppnisdaga leikana myndi það þýða að hver keppandi gæti nýtt sér tvo smokka á dag. Smokkarnir sem er að finna á víð og dreif í Ólympíuþorpinu í ParísVísir/Getty Fjöldi þeirra smokka sem standa keppendum til boða í Ólympíuþorpinu hefur þó dregist verulega saman frá því á Ólympíuleikunum í Río de Janeiro árið 2016. Þá voru þeir alls 450 þúsund talsins sem er met í sögu Ólympíuleikanna. Það að gera keppendum á Ólympíuleikunum kleift að nálgast smokka í ólympíuþorpinu á meðan á leikunum stendur þeim að kostnaðarlausu er ákvörðun sem tekin var og hefur verið við lýði síðan á Ólympíuleikunum í Barcelona árið 1992. „Það sem gerist í Ólympíuþorpinu, fer ekki út fyrir þorpið,“ hefur fyrrverandi sundkonan og ólympíufarinn Summer Sanders látið hafa eftir sér. Hún skilur vel áhuga fólks á því hvernig lífið sé í Ólympíuþorpinu. „Þetta er rómantísk hugmynd. Að þetta kynþokkafulla íþróttafólk, á sínu besta skeiði, sé að stinga saman nefjum. Ég get skilið af hverju það sprettur upp umræða um þetta.“ Papparúmin áhugaverðu sem er að finna í ólympíuþorpinuVísir/Getty Líkt og frægt er orðið eru rúmin í Ólympíuþorpinu úr pappa og hefur það heyrst úr ranni keppenda að þau myndu þar af leiðandi ekki geta staðið af sér þá "krafta" sem kynlíf felur í sér. Írski fimleikakappinn Rhys McClenaghan ákvað hins vegar að hrekja þær kenningar sumra keppenda og birti myndskeið af sér frá Ólympíuþorpinu þar sem að hann lætur reyna á styrk papparúmsins með því að hoppa og skoppa á því. Rúmið féll ekki saman. View this post on Instagram A post shared by Rhys McClenaghan (@rhysmcc1) „Ég var maraþonhlaupari og þar af leiðandi veit ég hversu mikilvægt það er að ná góðum nætursvefni fyrir keppni,“ segir hinn japanski Motokuni Takaoka sem er hönnuðurinn á bak við papparúmin í Ólympíuþorpinu.“ „Þessi rúm geta vel þolað tvo til þrjá einstaklinga án þess að það þurfi að hafa nokkrar áhyggjur af því að það falli saman. Þau eru mjög sterk og þola allt það sem keppendur vilja gera einir með sjálfum sér eða vinum sínum.“
Ólympíuleikar 2024 í París Ólympíuleikar Mest lesið Enginn sá tölvupóstinn frá UEFA Sport Konate gæti farið frítt frá Liverpool Sport Dagskráin í dag: KA fer í Hafnarfjörðinn og golfið heldur áfram Sport Þorsteinn Roy fyrstur í mark annað árið í röð Sport Elías Már skrifar undir hjá kínversku liði Sport HM félagsliða „farsælasta keppni í heimi“ samkvæmt Infantino Sport Sigurvegarinn Þorsteinn: „Það má ekki á Íslandi“ Sport Hákon skoraði tvö í vináttuleik Sport „Síðasti leggurinn var helvíti þungur“ Sport Landslið Íslands í golfi gerði það gott á EM Sport Fleiri fréttir Það verða tónleikar í hálfleik á úrslitum HM félagsliða HM félagsliða „farsælasta keppni í heimi“ samkvæmt Infantino Dagskráin í dag: KA fer í Hafnarfjörðinn og golfið heldur áfram Enginn sá tölvupóstinn frá UEFA Konate gæti farið frítt frá Liverpool Elías Már skrifar undir hjá kínversku liði Hákon skoraði tvö í vináttuleik Louis Van Gaal hefur sigrast á krabbameini Landslið Íslands í golfi gerði það gott á EM Leik lokið: Pólland 3 - 2 Danmörk | Bæði lið í leit að fyrstu stigunum Leik lokið: Svíþjóð 4 - 1 Þýskaland | Úrslitaleikur um efsta sætið Þór fer upp í umspilssæti Arnór Sigurðsson hafði betur í Íslendingaslagnum Rústaði úrslitunum á Wimbledon „Síðasti leggurinn var helvíti þungur“ Njarðvík slapp með stig frá Húsavík Sigurvegarinn Þorsteinn: „Það má ekki á Íslandi“ Onana frá næstu vikurnar Stjarna Cavs trúlofuð Grammy verðlaunahafa Doncic fékk að vita af sölunni en ekki LeBron Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Ánægður með Arnar og er klár í haustið Skellur í fyrsta leik hjá guttunum okkar „Þorsteinn er allt of lengi að bregðast við“ Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Diljá Ýr búin að semja við Brann Þorsteinn Roy fyrstur í mark annað árið í röð Ísköld Clark stýrði sókninni eins og hershöfðingi Hvaðan koma peningarnir sem Tottenham er að eyða? „Nýtti reynsluna úr vindinum heima til að halda þolinmæði“ Sjá meira