Þjóðhátíð í Eyjum fagnar 150 ára afmæli Lilja Dögg Alfreðsdóttir skrifar 2. ágúst 2024 07:31 Þjóðhátíð í Eyjum hefur verið fastur liður í menningarlífi Vestmannaeyinga síðan árið 1874. Þessi árlega hátíð, sem á rætur sínar að rekja til 1000 ára afmæli Íslands, er nú einn af helstu menningarviðburðum landsins og þúsundir Íslendingar sækja ár hvert. Þjóðhátíð í Vestmannaeyjum hefur verið haldin í ágústmánuði síðan árið 1916, að undanskildu 2020 og 2021 vegna heimsfaraldursins. Í bók Brynleifs Tobíassonar, Þjóðhátíð 1874, má finna fallega lýsingu á hátíðarhöldunum. Fram kemur að Þjóðhátíð eyjaskeggia væri haldin í Herjólfsdal, þar sem Herjólfur, fyrsti landnámsmaður Vestmannaeyja, reisti sér bæ. Dalurinn, sem er á þrjá vegu luktur hamrafjöllum, 600-700 feta háum, er eins og náttúrulegt leiksvið fyrir hátíðina. Höfundur segir m.a.: ,,Hinn 2. ágúst 1874 voru saman komin í dalnum um 400 manns. Tjöld voru reist þar yfir vistum, fólk kom til að snæða og drekka kaffi, sumir tóku að dansa, en aðrir hófu söng, og sátu menn þar við góða skemmtun fram undir miðnætti. Veður var bjart og logn í dalnum, og fór hátíðin fram með góðri gleði og bestu reglu.” Frá þessum fyrstu hátíðarhöldum hefur Þjóðhátíð í Eyjum vaxið og dafnað og stendur hátíðin í þrjá daga og inniheldur fjölbreytta dagskrá sem samanstendur af tónleikum, leiksýningum, íþróttaviðburðum og fjölskylduskemmtun. Brekkusöngurinn er einn af hápunktum hátíðarinnar en þá safnast Eyjamenn og gestir saman í söng og kveikja í bálkesti sem lýsir upp dalinn. Þjóðhátíðarlag er samið fyrir hverja hátíð og telja margir að það sé einn af lykilþáttunum í að skapa þjóðhátíðarstemmninguna. Hefðin skapaðist árið 1933 en þá orti Árni Guðmundsson úr Eyjum kvæðið Setjumst hér að sumbli og Oddgeir Kristjánsson samdi lag við textann. Oddgeir hélt svo áfram að semja þjóðhátíðarlögin nánast óslitið þar til að hann féll frá árið 1966 en þeir Árni í Eyjum, Ási í Bæ og Loftur Guðmundsson skiptust á að semja textana. Frá árinu 1969 hafa tæplega 50 manns komið að lagasmíðum og textaskrifum þjóðhátíðarlaganna. Þjóðhátíðarlagið fyrir árið 2024 heitir Töfrar og er samið af Halldóri Gunnari Pálssyni og Klöru Elíasdóttur, sungið af tónlistarkonunni Jóhönnu Guðrúnu Jónsdóttur. Íþróttafélögin í Vestmannaeyjum hafa haft veg og vanda af hátíðinni. Árið 1916 fór fram fyrsta Þórsþjóðhátíðin og seinna meir fóru Íþróttafélagið Þór og Knattspyrnufélagið Týr að halda hátíðina til skiptis. Týr á oddatölu og Þór á sléttri tölu. Eins og gefur að skilja, þá lögðu félögin mikinn metnað í að gera Þjóðhátíðina sem veglegasta og mikil samkeppni á milli þeirra. Í árslok 1996 voru Þór og Týr sameinuð í ÍBV og frá árinu 1997 hefur ÍBV staðið fyrir Þjóðhátíð í Herjólfsdal. Þúsundir sjálfboðaliða bera þjóðhátíðina uppi og eiga þeir allir miklar þakkir skildar. Þjóðhátíð í Eyjum er því ekki aðeins hátíð fyrir Eyjamenn, heldur fyrir allt Ísland. Hún er tákn um samstöðu og gleði, og minnir okkur á mikilvægi þess að halda í hefðirnar okkar og njóta þeirra saman. Með hverju ári styrkist þessi einstaka hátíð og heldur áfram að vera ljósið í menningarlífi Vestmannaeyja. Eins og fram kemur í Þjóðhátíðarlagi ársins: ,, Það eru töfrar inni í Herjólfsdal, ég skil hjartað alltaf eftir þar”. Þá efast ég ekki um að margir munu upplifa mikla töfra í Vestmannaeyjum núna um helgina. Höfundur er menningar- og viðskiptaráðherra og varaformaður Framsóknar Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Lilja Dögg Alfreðsdóttir Þjóðhátíð í Eyjum Vestmannaeyjar Mest lesið Siðlaust en fullkomlega löglegt Jónas Yngvi Ásgrímsson Skoðun Krúnuleikar Trumps konungs Kristinn Hrafnsson Skoðun Við erum að missa klefann Arnar Ingi Ingason Skoðun Hvar er unga jafnaðarfólkið í Ráðhúsinu? Kristín Soffía Jónsdóttir Skoðun Að standa með sjálfum sér Snorri Másson Skoðun Stóra sameiginlega sýnin um betra borgarsvæði – og Suðurlandsbraut Arnar Þór Ingólfsson Skoðun Flugvélar hinna fordæmdu Óskar Guðmundsson Skoðun Milljarðasóun í boði andvaraleysis – Illa farið með almannafé og fólk Davíð Bergmann Skoðun Loðnuveiðar og stærð þorskstofna Guðmundur J. Óskarsson,Jónas P. Jónasson Skoðun Áfengi eykur líkur á sjö tegundum krabbameina Sigurdís Haraldsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Að standa með sjálfum sér Snorri Másson skrifar Skoðun Hvar er unga jafnaðarfólkið í Ráðhúsinu? Kristín Soffía Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjárfestum í farsælli framtíð Líf Lárusdóttir skrifar Skoðun Krúnuleikar Trumps konungs Kristinn Hrafnsson skrifar Skoðun Stuðningur við lista- og menningarstarf í höfuðborginni Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Loðnuveiðar og stærð þorskstofna Guðmundur J. Óskarsson,Jónas P. Jónasson skrifar Skoðun Börn með fjölþættan vanda - hver ber ábyrgð og hvað er til ráða? Haraldur L. Haraldsson,Regína Ásvaldsdóttir,Þ:orbjörg Helga Vigfúsdóttir skrifar Skoðun Flugvélar hinna fordæmdu Óskar Guðmundsson skrifar Skoðun Siðlaust en fullkomlega löglegt Jónas Yngvi Ásgrímsson skrifar Skoðun Endurræsum fyrir börnin okkar og kennarana Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samfylking og Reykjavík til sigurs Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Hugmyndin fyrir brandara – hakakró! Maciej Szott skrifar Skoðun Markmið fyrir iðnað, innantóm orð fyrir náttúru Elvar Örn Friðriksson skrifar Skoðun Dóra Björt er ljúfur nagli Eydís Sara Óskarsdóttir skrifar Skoðun Milljarðasóun í boði andvaraleysis – Illa farið með almannafé og fólk Davíð Bergmann skrifar Skoðun Steinunn GG hefur það sem mestu skiptir Sverrir Þórisson skrifar Skoðun Við erum að missa klefann Arnar Ingi Ingason skrifar Skoðun Framtíð íslenskunnar í alþjóðlegan heimi Alaina Bush skrifar Skoðun Stóra sameiginlega sýnin um betra borgarsvæði – og Suðurlandsbraut Arnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun 4% – varúðarviðmið sem byggist á vísindum Lísa Anne Libungan skrifar Skoðun Tölum Breiðholtið upp Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Að leiðast er ekki alltaf leiðinlegt Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Loftslagsáhætta er öryggismál Jóhann Páll Jóhannsson,Johan Rockström skrifar Skoðun Borgin sem við byggjum er fjölbreytt borg Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Hversdagurinn er ævintýri Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Lærdómur frá Grænlandi um fæðuöryggi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Staðan á húsnæðismarkaði orsök fátæktar einstaklinga og fjölskyldna – Hugmynd að lausn við bráðavanda Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Ísland–Kanada Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Jákvæð þróun í leikskólamálum Skúli Helgason skrifar Skoðun Eru fjáröflunarherferðir KÍ, Mottumars og Bleika slaufan, siðferðilega réttlætanlegar? Einar Páll Svavarsson skrifar Sjá meira
Þjóðhátíð í Eyjum hefur verið fastur liður í menningarlífi Vestmannaeyinga síðan árið 1874. Þessi árlega hátíð, sem á rætur sínar að rekja til 1000 ára afmæli Íslands, er nú einn af helstu menningarviðburðum landsins og þúsundir Íslendingar sækja ár hvert. Þjóðhátíð í Vestmannaeyjum hefur verið haldin í ágústmánuði síðan árið 1916, að undanskildu 2020 og 2021 vegna heimsfaraldursins. Í bók Brynleifs Tobíassonar, Þjóðhátíð 1874, má finna fallega lýsingu á hátíðarhöldunum. Fram kemur að Þjóðhátíð eyjaskeggia væri haldin í Herjólfsdal, þar sem Herjólfur, fyrsti landnámsmaður Vestmannaeyja, reisti sér bæ. Dalurinn, sem er á þrjá vegu luktur hamrafjöllum, 600-700 feta háum, er eins og náttúrulegt leiksvið fyrir hátíðina. Höfundur segir m.a.: ,,Hinn 2. ágúst 1874 voru saman komin í dalnum um 400 manns. Tjöld voru reist þar yfir vistum, fólk kom til að snæða og drekka kaffi, sumir tóku að dansa, en aðrir hófu söng, og sátu menn þar við góða skemmtun fram undir miðnætti. Veður var bjart og logn í dalnum, og fór hátíðin fram með góðri gleði og bestu reglu.” Frá þessum fyrstu hátíðarhöldum hefur Þjóðhátíð í Eyjum vaxið og dafnað og stendur hátíðin í þrjá daga og inniheldur fjölbreytta dagskrá sem samanstendur af tónleikum, leiksýningum, íþróttaviðburðum og fjölskylduskemmtun. Brekkusöngurinn er einn af hápunktum hátíðarinnar en þá safnast Eyjamenn og gestir saman í söng og kveikja í bálkesti sem lýsir upp dalinn. Þjóðhátíðarlag er samið fyrir hverja hátíð og telja margir að það sé einn af lykilþáttunum í að skapa þjóðhátíðarstemmninguna. Hefðin skapaðist árið 1933 en þá orti Árni Guðmundsson úr Eyjum kvæðið Setjumst hér að sumbli og Oddgeir Kristjánsson samdi lag við textann. Oddgeir hélt svo áfram að semja þjóðhátíðarlögin nánast óslitið þar til að hann féll frá árið 1966 en þeir Árni í Eyjum, Ási í Bæ og Loftur Guðmundsson skiptust á að semja textana. Frá árinu 1969 hafa tæplega 50 manns komið að lagasmíðum og textaskrifum þjóðhátíðarlaganna. Þjóðhátíðarlagið fyrir árið 2024 heitir Töfrar og er samið af Halldóri Gunnari Pálssyni og Klöru Elíasdóttur, sungið af tónlistarkonunni Jóhönnu Guðrúnu Jónsdóttur. Íþróttafélögin í Vestmannaeyjum hafa haft veg og vanda af hátíðinni. Árið 1916 fór fram fyrsta Þórsþjóðhátíðin og seinna meir fóru Íþróttafélagið Þór og Knattspyrnufélagið Týr að halda hátíðina til skiptis. Týr á oddatölu og Þór á sléttri tölu. Eins og gefur að skilja, þá lögðu félögin mikinn metnað í að gera Þjóðhátíðina sem veglegasta og mikil samkeppni á milli þeirra. Í árslok 1996 voru Þór og Týr sameinuð í ÍBV og frá árinu 1997 hefur ÍBV staðið fyrir Þjóðhátíð í Herjólfsdal. Þúsundir sjálfboðaliða bera þjóðhátíðina uppi og eiga þeir allir miklar þakkir skildar. Þjóðhátíð í Eyjum er því ekki aðeins hátíð fyrir Eyjamenn, heldur fyrir allt Ísland. Hún er tákn um samstöðu og gleði, og minnir okkur á mikilvægi þess að halda í hefðirnar okkar og njóta þeirra saman. Með hverju ári styrkist þessi einstaka hátíð og heldur áfram að vera ljósið í menningarlífi Vestmannaeyja. Eins og fram kemur í Þjóðhátíðarlagi ársins: ,, Það eru töfrar inni í Herjólfsdal, ég skil hjartað alltaf eftir þar”. Þá efast ég ekki um að margir munu upplifa mikla töfra í Vestmannaeyjum núna um helgina. Höfundur er menningar- og viðskiptaráðherra og varaformaður Framsóknar
Skoðun Börn með fjölþættan vanda - hver ber ábyrgð og hvað er til ráða? Haraldur L. Haraldsson,Regína Ásvaldsdóttir,Þ:orbjörg Helga Vigfúsdóttir skrifar
Skoðun Milljarðasóun í boði andvaraleysis – Illa farið með almannafé og fólk Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Stóra sameiginlega sýnin um betra borgarsvæði – og Suðurlandsbraut Arnar Þór Ingólfsson skrifar
Skoðun Staðan á húsnæðismarkaði orsök fátæktar einstaklinga og fjölskyldna – Hugmynd að lausn við bráðavanda Magnea Marinósdóttir skrifar
Skoðun Eru fjáröflunarherferðir KÍ, Mottumars og Bleika slaufan, siðferðilega réttlætanlegar? Einar Páll Svavarsson skrifar