Misstu af syninum vinna Ólympíuverðlaun af því að þau keyptu ranga miða Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 30. júlí 2024 12:32 Victor Lindgren fagnar Ólympíusilfri sínu en foreldrar hans misstu því miður af keppninni. Getty/Charles McQuillan Sænski skotíþróttamaðurinn Victor Lindgren vann silfurverðlaun á Ólympíuleikunum í París í gær en hrakfarir foreldra hans vöktu líka athygli. Lindgren varð í öðru sæti í keppni með riffli af tíu metra færi. Gullverðlaunin fóru til Kínverjans Sheng Lihao og bronsið til Króatans Miran Maricic. Sá kínverski er aðeins nítján ára gamall en Króatinn var reynsluboltinn á verðlaunapallinum enda orðinn 27 ára. Lindgren er nefnilega aðeins 21 árs gamall og að keppa á sínum fyrstu Ólympíuleikum. Hann varð aðeins sjötti í undankeppninni en nýtti skotin sín vel þegar allt var undir í úrslitunum. Lindgren brosti líka út að eyrum þegar sænskir fjölmiðlar ræddu við hann eftir keppnina. Hann hrósaði foreldrum sínum fyrir stuðninginn en þá kom í ljós að þeir voru vissulega í París en misstu af keppninni hans. Móðir hans sagði síðan hálf vandræðaleg frá ástæðunni fyrir því. Foreldrarnir keyptu vissulega fjóra miða og héldu að þau væri að kaupa miða á keppni sonarins. Svo kom í ljós að þetta voru miðar á allt aðra keppni. „Við vorum svo glöð í gær af því að við náðum fjórum miðum. Vandamálið var bara að það var fyrir keppni í leirdúfuskotfmi,“ sagði Ulrika, móðir hans, og hló. Strákurinn notar riffill í sinni keppni en ekki haglabyssu. Miðarnir voru því í keppni í Leirdúfuskotfimi á föstudaginn en í þeirri keppni keppir einmitt Íslendingurinn Hákon Þór Svavarsson. View this post on Instagram A post shared by Sportbladet (@sportbladet) Skotíþróttir Ólympíuleikar 2024 í París Mest lesið „Eitt fallegasta mark sem Ísland hefur skorað“ Fótbolti Langlaunahæsti leikmaður liðsins í frystinum Fótbolti Albert ekki með gegn Frakklandi Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Aserbaísjan 5-0 | Algjör einstefna í seinni hálfleik Fótbolti Sjáðu markasúpuna á Laugardalsvelli í kvöld Sport Þjarmað að Santos á blaðamannafundi eftir leik Fótbolti Suárez dæmdur í sex leikja bann fyrir hrákann Fótbolti „Fagnið var fyrir mömmu og pabba“ Fótbolti Myndasyrpa: Frábært kvöld í Laugardalnum Fótbolti „Fallegt að koma inn á fyrir bróður“ Fótbolti Fleiri fréttir Albert ekki með gegn Frakklandi Luis Enrique þarf að fara í aðgerð eftir hjólaslys „Eitt fallegasta mark sem Ísland hefur skorað“ Suárez dæmdur í sex leikja bann fyrir hrákann Stærsti sigur Íslands ekki gegn smáþjóð Myndasyrpa: Frábært kvöld í Laugardalnum Dagskráin í dag: Landsleikir og fleira Langlaunahæsti leikmaður liðsins í frystinum „Fallegt að koma inn á fyrir bróður“ Sjáðu markasúpuna á Laugardalsvelli í kvöld Þjarmað að Santos á blaðamannafundi eftir leik „Fyrri hálfleikurinn lagði grunninn“ „Fagnið var fyrir mömmu og pabba“ „Héldum áfram og drápum leikinn“ Svíar sóttu jafntefli og Ítalir möluðu Eista Ísak Bergmann: Stoltur af þjóðinni í kvöld Einkunnagjöf íslenska landsliðsins: Albert maður leiksins Nýliðarnir byrja á góðum sigri Tuchel hefur ekkert rætt við Greenwood 54 ára markvörður rífur hanskana af hillunni Byrjunarlið Íslands gegn Aserbaísjan: Elías ver markið, Skagamenn stýra miðjunni og Logi á bekkinn Uppgjörið: Ísland - Aserbaísjan 5-0 | Algjör einstefna í seinni hálfleik Gyökeres vitni í réttarhöldum Segir að Liverpool-menn muni sennilega aldrei jafna sig á fráfalli Jota Valsmenn búnir að finna Kana Gaf báðum stelpunum sem hann datt á áritaða treyju „Gríðarleg pressa og það er bara gaman“ Orðin dýrust í sögu kvennaboltans Húðflúraði Diogo Jota á kálfann sinn Stjörnurnar skrifuðu allar á hausinn á smábarni Sjá meira
Lindgren varð í öðru sæti í keppni með riffli af tíu metra færi. Gullverðlaunin fóru til Kínverjans Sheng Lihao og bronsið til Króatans Miran Maricic. Sá kínverski er aðeins nítján ára gamall en Króatinn var reynsluboltinn á verðlaunapallinum enda orðinn 27 ára. Lindgren er nefnilega aðeins 21 árs gamall og að keppa á sínum fyrstu Ólympíuleikum. Hann varð aðeins sjötti í undankeppninni en nýtti skotin sín vel þegar allt var undir í úrslitunum. Lindgren brosti líka út að eyrum þegar sænskir fjölmiðlar ræddu við hann eftir keppnina. Hann hrósaði foreldrum sínum fyrir stuðninginn en þá kom í ljós að þeir voru vissulega í París en misstu af keppninni hans. Móðir hans sagði síðan hálf vandræðaleg frá ástæðunni fyrir því. Foreldrarnir keyptu vissulega fjóra miða og héldu að þau væri að kaupa miða á keppni sonarins. Svo kom í ljós að þetta voru miðar á allt aðra keppni. „Við vorum svo glöð í gær af því að við náðum fjórum miðum. Vandamálið var bara að það var fyrir keppni í leirdúfuskotfmi,“ sagði Ulrika, móðir hans, og hló. Strákurinn notar riffill í sinni keppni en ekki haglabyssu. Miðarnir voru því í keppni í Leirdúfuskotfimi á föstudaginn en í þeirri keppni keppir einmitt Íslendingurinn Hákon Þór Svavarsson. View this post on Instagram A post shared by Sportbladet (@sportbladet)
Skotíþróttir Ólympíuleikar 2024 í París Mest lesið „Eitt fallegasta mark sem Ísland hefur skorað“ Fótbolti Langlaunahæsti leikmaður liðsins í frystinum Fótbolti Albert ekki með gegn Frakklandi Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Aserbaísjan 5-0 | Algjör einstefna í seinni hálfleik Fótbolti Sjáðu markasúpuna á Laugardalsvelli í kvöld Sport Þjarmað að Santos á blaðamannafundi eftir leik Fótbolti Suárez dæmdur í sex leikja bann fyrir hrákann Fótbolti „Fagnið var fyrir mömmu og pabba“ Fótbolti Myndasyrpa: Frábært kvöld í Laugardalnum Fótbolti „Fallegt að koma inn á fyrir bróður“ Fótbolti Fleiri fréttir Albert ekki með gegn Frakklandi Luis Enrique þarf að fara í aðgerð eftir hjólaslys „Eitt fallegasta mark sem Ísland hefur skorað“ Suárez dæmdur í sex leikja bann fyrir hrákann Stærsti sigur Íslands ekki gegn smáþjóð Myndasyrpa: Frábært kvöld í Laugardalnum Dagskráin í dag: Landsleikir og fleira Langlaunahæsti leikmaður liðsins í frystinum „Fallegt að koma inn á fyrir bróður“ Sjáðu markasúpuna á Laugardalsvelli í kvöld Þjarmað að Santos á blaðamannafundi eftir leik „Fyrri hálfleikurinn lagði grunninn“ „Fagnið var fyrir mömmu og pabba“ „Héldum áfram og drápum leikinn“ Svíar sóttu jafntefli og Ítalir möluðu Eista Ísak Bergmann: Stoltur af þjóðinni í kvöld Einkunnagjöf íslenska landsliðsins: Albert maður leiksins Nýliðarnir byrja á góðum sigri Tuchel hefur ekkert rætt við Greenwood 54 ára markvörður rífur hanskana af hillunni Byrjunarlið Íslands gegn Aserbaísjan: Elías ver markið, Skagamenn stýra miðjunni og Logi á bekkinn Uppgjörið: Ísland - Aserbaísjan 5-0 | Algjör einstefna í seinni hálfleik Gyökeres vitni í réttarhöldum Segir að Liverpool-menn muni sennilega aldrei jafna sig á fráfalli Jota Valsmenn búnir að finna Kana Gaf báðum stelpunum sem hann datt á áritaða treyju „Gríðarleg pressa og það er bara gaman“ Orðin dýrust í sögu kvennaboltans Húðflúraði Diogo Jota á kálfann sinn Stjörnurnar skrifuðu allar á hausinn á smábarni Sjá meira
Byrjunarlið Íslands gegn Aserbaísjan: Elías ver markið, Skagamenn stýra miðjunni og Logi á bekkinn