Fjöldi barna stunginn á Norðvestur-Englandi Kjartan Kjartansson skrifar 29. júlí 2024 13:45 Lögreglumenn við vettvang árásarinnar í Southport við ána Mersey á norðvestanverðu Englandi. AP/James Speakman/PA Að minnsta kosti átta manns voru stungnir þegar karlmaður gekk berserksgang í bænum Southport á Norðvestur-Englandi í dag. Fórnarlömbin eru sögð börn en árásarmaðurinn er í haldi lögreglu sem lagði einnig hald á hníf. Árásin átti sér stað um klukkan 11:50 að staðartíma, eða 10:50 að íslenskum. Breska ríkisútvarpið BBC segir að sjúkraliðið á staðnum hafi sinnt að minnsta kosti átta manns með stungusár. Stórslysavakt var lýst yfir á Alder Hey-barnaspítalanum vegna þess. Staðarblaðið Liverpool Echo hefur eftir heimildum sínum að einn sé látinn og að talið sé að það sé barn. Allt að tíu manns, börn og fullorðnir, hafi verið fluttir á sjúkrahús með meiriháttar áverka. Lögreglan segir að frekari ógn steðji ekki að almenningi eftir að vopnaðir lögreglumenn höfðu hendur í hári árásarmannsins. BBC hefur jafnframt eftir Tim Johnson, blaðamanni frá staðarmiðlinum Eye of Southport, sem kom á vettvang um tuttugu mínútum eftir að lögregla var kölluð til að árásin hafi verið gerð í félagsmiðstöð fyrir börn í gömlu vöruhúsi. Fórnarlömbin séu börn. Hann hafi meðal annars séð stúlku alblóðuga á sjúkrabörum. „Foreldrar hennar hlupu á eftir henni. Þetta var hræðilegt. Ég hef aldrei séð annað eins,“ segir Johnson. „Ég sá sjúkraliða, karla og konur, grátandi. Fólk grét á götum úti.“ One man, who has been helping to direct traffic next to the scene, told the Echo: “I saw a man from the ARV come out the cordon and he was white as a sheet. He just shook his head and I thought he was going to cry.” pic.twitter.com/Usj0rPh6h0— Ben Roberts-Haslam (@benhaslm) July 29, 2024 Forsætisráðherrann sleginn yfir tíðindunum Southport er strandbær á norðvesturströnd Englands, tæpa þrjátíu kílómetra norður af Liverpool. Colin Parry, eigandi verkstæðis nærri vettvangi árásarinnar, segir AP-fréttastofunni að hann telji að fjöldi barna hafi verið stunginn. „Þetta er eins og eitthvað frá Bandaríkjunum, ekki sólríka Southport,“ sagði hann. BBC segir að Parry hafi gert lögreglu viðvart um árásina. Keir Starmer, forsætisráðherra, sagði fréttirnar frá Southport, hryllilegar og sláandi í færslu á samfélagsmiðlinum X. Hann fái reglulegar upplýsingar um framvindu mála þar. Sagði hann hug sinn hjá þeim sem ættu um sárt að binda. Horrendous and deeply shocking news emerging from Southport. My thoughts are with all those affected.I would like to thank the police and emergency services for their swift response.I am being kept updated as the situation develops.— Keir Starmer (@Keir_Starmer) July 29, 2024 Yvette Cooper, innanríkisráðherra Bretlands, lýsti yfir áhyggjum af árásinni á X. I am deeply concerned at the very serious incident in Southport. All my thoughts are with the families & loved ones of those affected.I have spoken to the Merseyside Police & Crime Commissioner to convey full support to the police & thanks to the emergency services responding.— Yvette Cooper (@YvetteCooperMP) July 29, 2024 Steve Rotherham, borgarstjóri Liverpool-stórborgarsvæðisins, hvatti fólk til þess að bíða eftir upplýsingum frá opinberum aðilum og forðast að dreifa óstaðfestum orðrómum eða röngum upplýsingum. Fréttin verður uppfærð. Bretland Erlend sakamál Mest lesið Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Innlent Kona í fjölbýlishúsinu talin brennuvargur en gengur laus Innlent Grunuð um íkveikju í Nettó, Nytjamarkaðnum og eigin húsi Innlent „Afar ólíklegt“ að Nadine taki slaginn í borginni fyrir Miðflokkinn Innlent Næstum öllum sagt upp hjá dótturfélagi Play Innlent Segir sorglega illa hafa verið haldið á hagsmunum flugsins Innlent Skýrt ákall um heilsdagsverkfall á kvennafrídegi í ár Innlent „Það getur einhver verið að tæla barnið þitt fyrir framan þig“ Innlent Rannsaka jákvæð áhrif covid-bóluefnis á krabbameinssjúklinga Erlent „Ég skoðanakúgaði sjálfa mig í þágu friðar og þæginda félagslega“ Innlent Fleiri fréttir Hafa drepið 34 í árásum á meinta smyglara Myndavélar sneru í ranga átt er gripunum var stolið Rannsaka jákvæð áhrif covid-bóluefnis á krabbameinssjúklinga Gerðu árás á leikskóla í Karkív Hegseth bannar nú samskipti við þingið Trump gæti veitt sjálfum sér tugi milljarða í bætur frá eigin stjórn Vísindamenn segja mikilvægt að vanda valið á þunglyndislyfjum Sextíu og þrír látnir eftir umferðarslys í Úganda Gerðu árás á rússneska efnaverksmiðju í Bryansk Óttast að senda hermenn til Gasa Rífa hluta Hvíta hússins fyrir veislusal Trumps Ólíklegt að Trump og Pútín muni funda í bráð Serbneskur stríðsglæpamaður farinn yfir móðuna miklu 21 árs fangelsi fyrir banatilræðið gegn Fico Gagnrýndur fyrir ummæli um ógn af hálfu innflytjenda Refsidómi Diddy verði áfrýjað Fyrsta konan til að verða forsætisráðherra Japans Selja neyðargetnaðarvörn sem lausasölulyf í fyrsta skipti Opnar á að útvista loftslagsmarkmiðum Evrópu enn frekar Neitar enn að hleypa nýrri þingkonu að Enginn arftaki í augsýn hjá Xi Hafna aftur tillögu Trumps Frekari uppljóstranir vekja reiði og áköll um viðbrögð Fá heimild til að skjóta niður dróna yfir herstöðvum Tuttugu ára stjórn sósíalista í Bólivíu á enda Trump sagður hafa þrýst á Selenskí að gefa eftir land Segir vopnahlé enn í gildi á Gasa Komust á brott með átta ómetanlega skartgripi Trump birti gervigreindarmyndband: Með krúnu á höfði að henda hægðum á mótmælendur Tveggja barna foreldrar verða undanþegnir tekjuskatti Sjá meira
Árásin átti sér stað um klukkan 11:50 að staðartíma, eða 10:50 að íslenskum. Breska ríkisútvarpið BBC segir að sjúkraliðið á staðnum hafi sinnt að minnsta kosti átta manns með stungusár. Stórslysavakt var lýst yfir á Alder Hey-barnaspítalanum vegna þess. Staðarblaðið Liverpool Echo hefur eftir heimildum sínum að einn sé látinn og að talið sé að það sé barn. Allt að tíu manns, börn og fullorðnir, hafi verið fluttir á sjúkrahús með meiriháttar áverka. Lögreglan segir að frekari ógn steðji ekki að almenningi eftir að vopnaðir lögreglumenn höfðu hendur í hári árásarmannsins. BBC hefur jafnframt eftir Tim Johnson, blaðamanni frá staðarmiðlinum Eye of Southport, sem kom á vettvang um tuttugu mínútum eftir að lögregla var kölluð til að árásin hafi verið gerð í félagsmiðstöð fyrir börn í gömlu vöruhúsi. Fórnarlömbin séu börn. Hann hafi meðal annars séð stúlku alblóðuga á sjúkrabörum. „Foreldrar hennar hlupu á eftir henni. Þetta var hræðilegt. Ég hef aldrei séð annað eins,“ segir Johnson. „Ég sá sjúkraliða, karla og konur, grátandi. Fólk grét á götum úti.“ One man, who has been helping to direct traffic next to the scene, told the Echo: “I saw a man from the ARV come out the cordon and he was white as a sheet. He just shook his head and I thought he was going to cry.” pic.twitter.com/Usj0rPh6h0— Ben Roberts-Haslam (@benhaslm) July 29, 2024 Forsætisráðherrann sleginn yfir tíðindunum Southport er strandbær á norðvesturströnd Englands, tæpa þrjátíu kílómetra norður af Liverpool. Colin Parry, eigandi verkstæðis nærri vettvangi árásarinnar, segir AP-fréttastofunni að hann telji að fjöldi barna hafi verið stunginn. „Þetta er eins og eitthvað frá Bandaríkjunum, ekki sólríka Southport,“ sagði hann. BBC segir að Parry hafi gert lögreglu viðvart um árásina. Keir Starmer, forsætisráðherra, sagði fréttirnar frá Southport, hryllilegar og sláandi í færslu á samfélagsmiðlinum X. Hann fái reglulegar upplýsingar um framvindu mála þar. Sagði hann hug sinn hjá þeim sem ættu um sárt að binda. Horrendous and deeply shocking news emerging from Southport. My thoughts are with all those affected.I would like to thank the police and emergency services for their swift response.I am being kept updated as the situation develops.— Keir Starmer (@Keir_Starmer) July 29, 2024 Yvette Cooper, innanríkisráðherra Bretlands, lýsti yfir áhyggjum af árásinni á X. I am deeply concerned at the very serious incident in Southport. All my thoughts are with the families & loved ones of those affected.I have spoken to the Merseyside Police & Crime Commissioner to convey full support to the police & thanks to the emergency services responding.— Yvette Cooper (@YvetteCooperMP) July 29, 2024 Steve Rotherham, borgarstjóri Liverpool-stórborgarsvæðisins, hvatti fólk til þess að bíða eftir upplýsingum frá opinberum aðilum og forðast að dreifa óstaðfestum orðrómum eða röngum upplýsingum. Fréttin verður uppfærð.
Bretland Erlend sakamál Mest lesið Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Innlent Kona í fjölbýlishúsinu talin brennuvargur en gengur laus Innlent Grunuð um íkveikju í Nettó, Nytjamarkaðnum og eigin húsi Innlent „Afar ólíklegt“ að Nadine taki slaginn í borginni fyrir Miðflokkinn Innlent Næstum öllum sagt upp hjá dótturfélagi Play Innlent Segir sorglega illa hafa verið haldið á hagsmunum flugsins Innlent Skýrt ákall um heilsdagsverkfall á kvennafrídegi í ár Innlent „Það getur einhver verið að tæla barnið þitt fyrir framan þig“ Innlent Rannsaka jákvæð áhrif covid-bóluefnis á krabbameinssjúklinga Erlent „Ég skoðanakúgaði sjálfa mig í þágu friðar og þæginda félagslega“ Innlent Fleiri fréttir Hafa drepið 34 í árásum á meinta smyglara Myndavélar sneru í ranga átt er gripunum var stolið Rannsaka jákvæð áhrif covid-bóluefnis á krabbameinssjúklinga Gerðu árás á leikskóla í Karkív Hegseth bannar nú samskipti við þingið Trump gæti veitt sjálfum sér tugi milljarða í bætur frá eigin stjórn Vísindamenn segja mikilvægt að vanda valið á þunglyndislyfjum Sextíu og þrír látnir eftir umferðarslys í Úganda Gerðu árás á rússneska efnaverksmiðju í Bryansk Óttast að senda hermenn til Gasa Rífa hluta Hvíta hússins fyrir veislusal Trumps Ólíklegt að Trump og Pútín muni funda í bráð Serbneskur stríðsglæpamaður farinn yfir móðuna miklu 21 árs fangelsi fyrir banatilræðið gegn Fico Gagnrýndur fyrir ummæli um ógn af hálfu innflytjenda Refsidómi Diddy verði áfrýjað Fyrsta konan til að verða forsætisráðherra Japans Selja neyðargetnaðarvörn sem lausasölulyf í fyrsta skipti Opnar á að útvista loftslagsmarkmiðum Evrópu enn frekar Neitar enn að hleypa nýrri þingkonu að Enginn arftaki í augsýn hjá Xi Hafna aftur tillögu Trumps Frekari uppljóstranir vekja reiði og áköll um viðbrögð Fá heimild til að skjóta niður dróna yfir herstöðvum Tuttugu ára stjórn sósíalista í Bólivíu á enda Trump sagður hafa þrýst á Selenskí að gefa eftir land Segir vopnahlé enn í gildi á Gasa Komust á brott með átta ómetanlega skartgripi Trump birti gervigreindarmyndband: Með krúnu á höfði að henda hægðum á mótmælendur Tveggja barna foreldrar verða undanþegnir tekjuskatti Sjá meira