Ástbjörn og Gyrðir búnir að semja við KR Valur Páll Eiríksson skrifar 29. júlí 2024 10:35 Ástbjörn Þórðarson í baráttunni gegn Fylki í sumar. Hann er á leið heim til KR en ekki er víst hvort það verði í haust eða strax í sumar. Vísir/Diego Fótboltamennirnir Ástbjörn Þórðarson og Gyrðir Hrafn Guðbrandsson hafa náð samkomulagi um að leika með KR á næstu leiktíð. Samningur þeirra við FH rennur út að yfirstandandi leiktíð lokinni. Þeir Ástbjörn og Gyrðir eru báðir uppaldir í Vesturbænum en hafa stundað iðju sína í svarthvítum búningi FH-inga síðustu ár. Þeir hafa verið orðaðir við heimkomu vestur í bæ en samkvæmt heimildum Vísis hefur KR náð samkomulagi við tvímenningana um að ganga í raðir félagsins þegar samningur þeirra við FH rennur út í haust. Sömu heimildir herma að KR vinni að lausn með FH þess efnis að fá leikmennina tvo strax til félagsins en félagsskiptaglugginn er opinn fram í miðjan ágúst. KR þarf á liðsstyrk að halda. Liðið er með 14 stig í níunda sæti, þremur stigum frá botni deildarinnar. KR hefur spilað sjö leiki án þess að vinna, en síðasti sigur var gegn FH þann 20. maí síðastliðinn. Gyrðir Hrafn Guðbrandsson er einnig á leið heim í Vesturbæ.Vísir/Hulda Margrét Gyrðir Hrafn er 25 ára gamall fjölhæfur miðjumaður sem fór frá KR til Leiknis árið 2019 og fór þaðan til FH fyrir síðustu leiktíð. Hann skoraði sex mörk fyrir Hafnfirðinga í fyrra en hefur í ár skorað eitt mark í 16 leikjum. Ástbjörn er jafnaldri Gyrðis og leikur sem hægri bakvörður. Hann hefur leikið fyrir Víking Ólafsvík, Gróttu og Keflavík en verið á mála hjá FH frá 2022. Hann er meiddur sem stendur og var ekki í leikmannahópi FH í sigri liðsins á Vestra á Ísafirði í gær. Í samtali við íþróttadeild gat Pálmi Rafn Pálmason, þjálfari KR, ekki staðfest tíðindin. „Ég sinni ekki samningaviðræðunum og veit ekki stöðuna á því. Það myndi vissulega gleðja mig að fá tvo uppalda KR-inga og hörkuflotta stráka hingað,“ sagði Pálmi í samtali við Vísi. KR á mikilvægan leik fyrir höndum í kvöld þegar KA heimsækir Vesturbæinn. Leikurinn hefst klukkan 18:00 og verður í beinni á Stöð 2 Sport. Að honum loknum gerir Stúkan alla umferðina í Bestu deildinni upp, klukkan 20:15. KR FH Besta deild karla Íslenski boltinn Fótbolti Tengdar fréttir Ferli Theódórs Elmars ekki lokið: „Gríðarlegur léttir“ Knattspyrnumaðurinn Theódór Elmar Bjarnason fékk heldur betur góðar fréttir í dag þegar hann komst að því að hann væri ekki með slitið krossband eins og óttast hafði verið. 27. júlí 2024 15:03 KR með versta árangurinn í Bestu deildinni frá 16. apríl KR er það lið sem hefur fengið fæst stig í Bestu deild karla í fótbolta í síðustu þrettán umferðum. KR tapaði 4-2 á móti Breiðabliki í gærkvöldi. 22. júlí 2024 11:31 Mest lesið Var með skýrar reglur um eiginkonur bræðranna Sport Ellefu Íslendingar hluti af hinu eftirsótta eina prósenti í CrossFit heiminum Sport Ærandi þögn þegar Elías Ingi lenti í lyftu með Skagamönnum Íslenski boltinn Tiger hringdi í Trump til að segja honum frá sambandinu Golf Faðir Arnars og Bjarka fékk nóg og hótaði að berja George Kirby Íslenski boltinn Stuðningsmenn Chelsea og Man. City þurfa að afhenda lögreglu vegabréf sín Enski boltinn Hefur áhyggjur af Glódísi fyrir EM: „Búinn að vita lengi hvað væri rétt að gera“ Fótbolti Skoraði fyrir látinn litla bróður sinn Enski boltinn Arne Slot: Við vorum ekki heppnir, reglan er svona Enski boltinn Versta staða Íslands síðan Lars og Heimir hófu ævintýrið Fótbolti Fleiri fréttir Vilja að líkamlegi þátturinn dansi í takt við þann taktíska og tæknilega Ærandi þögn þegar Elías Ingi lenti í lyftu með Skagamönnum „Allir í Vesturbænum eru spenntir en maður hefur séð meiri gæði í einum hópi“ Besta-spáin 2025: Máttur fjöldans Faðir Arnars og Bjarka fékk nóg og hótaði að berja George Kirby „Hefur aldrei verið vandamál fyrir mig“ Jón Guðni Fjóluson leggur skóna á hilluna Eyjamenn sækja Pólverja í rammann Gylfa aftur spáð titlinum en spáin röng síðan 2020 Vilja VAR á Íslandi og finnst Gylfi langbestur Félögin spá Víkingum titlinum Svona var kynningarfundur Bestu deildar karla „Hann virðist bara ekkert vera þannig þjálfari“ Besta-spáin 2025: Litað út fyrir Var kóngurinn 1995 en „algjörlega á botninum“ 1997 „Meðvituð um að þetta er samfélagslegt vandamál“ Stúkan fær liðsstyrk í þremur kanónum Besta auglýsing Fram: Rúnar kann öll vafasömu trixin „Var meira fyrir að borða nutella úr krukkunni og spila tölvuleiki“ „Stærsta í þessu er ef Rúnar Már nær að spila meira“ Besta-spáin 2025: Vindur í Skagaseglin Heimsóttu Hásteinsvöll: „Það eru ekkert allir sáttir við þetta“ Vel vopnaðir tökumenn: „Djöfull er þetta góður klútur“ „Maður er pínu hræddur fyrir þeirra hönd“ Besta-spáin 2025: Að finna sér nýjan samastað í tilverunni „Gerðum gott úr þessu“ Uppgjörið: Breiðablik - KA 3-1 | Breiðablik er meistari meistaranna Herra Víkingur kvaddur: „Rosalega gott tækifæri til að hætta“ Skelfileg meiðsli Stefáns Árna: „Fóturinn var í mjög ljótri stöðu“ Frumraun Gylfa í beinni í kvöld Sjá meira
Þeir Ástbjörn og Gyrðir eru báðir uppaldir í Vesturbænum en hafa stundað iðju sína í svarthvítum búningi FH-inga síðustu ár. Þeir hafa verið orðaðir við heimkomu vestur í bæ en samkvæmt heimildum Vísis hefur KR náð samkomulagi við tvímenningana um að ganga í raðir félagsins þegar samningur þeirra við FH rennur út í haust. Sömu heimildir herma að KR vinni að lausn með FH þess efnis að fá leikmennina tvo strax til félagsins en félagsskiptaglugginn er opinn fram í miðjan ágúst. KR þarf á liðsstyrk að halda. Liðið er með 14 stig í níunda sæti, þremur stigum frá botni deildarinnar. KR hefur spilað sjö leiki án þess að vinna, en síðasti sigur var gegn FH þann 20. maí síðastliðinn. Gyrðir Hrafn Guðbrandsson er einnig á leið heim í Vesturbæ.Vísir/Hulda Margrét Gyrðir Hrafn er 25 ára gamall fjölhæfur miðjumaður sem fór frá KR til Leiknis árið 2019 og fór þaðan til FH fyrir síðustu leiktíð. Hann skoraði sex mörk fyrir Hafnfirðinga í fyrra en hefur í ár skorað eitt mark í 16 leikjum. Ástbjörn er jafnaldri Gyrðis og leikur sem hægri bakvörður. Hann hefur leikið fyrir Víking Ólafsvík, Gróttu og Keflavík en verið á mála hjá FH frá 2022. Hann er meiddur sem stendur og var ekki í leikmannahópi FH í sigri liðsins á Vestra á Ísafirði í gær. Í samtali við íþróttadeild gat Pálmi Rafn Pálmason, þjálfari KR, ekki staðfest tíðindin. „Ég sinni ekki samningaviðræðunum og veit ekki stöðuna á því. Það myndi vissulega gleðja mig að fá tvo uppalda KR-inga og hörkuflotta stráka hingað,“ sagði Pálmi í samtali við Vísi. KR á mikilvægan leik fyrir höndum í kvöld þegar KA heimsækir Vesturbæinn. Leikurinn hefst klukkan 18:00 og verður í beinni á Stöð 2 Sport. Að honum loknum gerir Stúkan alla umferðina í Bestu deildinni upp, klukkan 20:15.
KR FH Besta deild karla Íslenski boltinn Fótbolti Tengdar fréttir Ferli Theódórs Elmars ekki lokið: „Gríðarlegur léttir“ Knattspyrnumaðurinn Theódór Elmar Bjarnason fékk heldur betur góðar fréttir í dag þegar hann komst að því að hann væri ekki með slitið krossband eins og óttast hafði verið. 27. júlí 2024 15:03 KR með versta árangurinn í Bestu deildinni frá 16. apríl KR er það lið sem hefur fengið fæst stig í Bestu deild karla í fótbolta í síðustu þrettán umferðum. KR tapaði 4-2 á móti Breiðabliki í gærkvöldi. 22. júlí 2024 11:31 Mest lesið Var með skýrar reglur um eiginkonur bræðranna Sport Ellefu Íslendingar hluti af hinu eftirsótta eina prósenti í CrossFit heiminum Sport Ærandi þögn þegar Elías Ingi lenti í lyftu með Skagamönnum Íslenski boltinn Tiger hringdi í Trump til að segja honum frá sambandinu Golf Faðir Arnars og Bjarka fékk nóg og hótaði að berja George Kirby Íslenski boltinn Stuðningsmenn Chelsea og Man. City þurfa að afhenda lögreglu vegabréf sín Enski boltinn Hefur áhyggjur af Glódísi fyrir EM: „Búinn að vita lengi hvað væri rétt að gera“ Fótbolti Skoraði fyrir látinn litla bróður sinn Enski boltinn Arne Slot: Við vorum ekki heppnir, reglan er svona Enski boltinn Versta staða Íslands síðan Lars og Heimir hófu ævintýrið Fótbolti Fleiri fréttir Vilja að líkamlegi þátturinn dansi í takt við þann taktíska og tæknilega Ærandi þögn þegar Elías Ingi lenti í lyftu með Skagamönnum „Allir í Vesturbænum eru spenntir en maður hefur séð meiri gæði í einum hópi“ Besta-spáin 2025: Máttur fjöldans Faðir Arnars og Bjarka fékk nóg og hótaði að berja George Kirby „Hefur aldrei verið vandamál fyrir mig“ Jón Guðni Fjóluson leggur skóna á hilluna Eyjamenn sækja Pólverja í rammann Gylfa aftur spáð titlinum en spáin röng síðan 2020 Vilja VAR á Íslandi og finnst Gylfi langbestur Félögin spá Víkingum titlinum Svona var kynningarfundur Bestu deildar karla „Hann virðist bara ekkert vera þannig þjálfari“ Besta-spáin 2025: Litað út fyrir Var kóngurinn 1995 en „algjörlega á botninum“ 1997 „Meðvituð um að þetta er samfélagslegt vandamál“ Stúkan fær liðsstyrk í þremur kanónum Besta auglýsing Fram: Rúnar kann öll vafasömu trixin „Var meira fyrir að borða nutella úr krukkunni og spila tölvuleiki“ „Stærsta í þessu er ef Rúnar Már nær að spila meira“ Besta-spáin 2025: Vindur í Skagaseglin Heimsóttu Hásteinsvöll: „Það eru ekkert allir sáttir við þetta“ Vel vopnaðir tökumenn: „Djöfull er þetta góður klútur“ „Maður er pínu hræddur fyrir þeirra hönd“ Besta-spáin 2025: Að finna sér nýjan samastað í tilverunni „Gerðum gott úr þessu“ Uppgjörið: Breiðablik - KA 3-1 | Breiðablik er meistari meistaranna Herra Víkingur kvaddur: „Rosalega gott tækifæri til að hætta“ Skelfileg meiðsli Stefáns Árna: „Fóturinn var í mjög ljótri stöðu“ Frumraun Gylfa í beinni í kvöld Sjá meira
Ferli Theódórs Elmars ekki lokið: „Gríðarlegur léttir“ Knattspyrnumaðurinn Theódór Elmar Bjarnason fékk heldur betur góðar fréttir í dag þegar hann komst að því að hann væri ekki með slitið krossband eins og óttast hafði verið. 27. júlí 2024 15:03
KR með versta árangurinn í Bestu deildinni frá 16. apríl KR er það lið sem hefur fengið fæst stig í Bestu deild karla í fótbolta í síðustu þrettán umferðum. KR tapaði 4-2 á móti Breiðabliki í gærkvöldi. 22. júlí 2024 11:31