Innlent

Hand­teknir við að stela dósum úr gám

Hólmfríður Gísladóttir skrifar
Lögregla sinnti hinum og þessum málum í gærkvöldi og nótt.
Lögregla sinnti hinum og þessum málum í gærkvöldi og nótt. Vísir/Vilhelm

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu sinnti margvíslegum verkefnum í gærkvöldi og nótt og gistu sjö fangageymslur nú í morgun. 

Var hún meðal annars kölluð til vegna nokkurra einstaklingar sem voru sagðir vera að stela dósum úr dósagám og voru þeir handteknir þar sem grunur leikur á um að um skipulagða brotastarfsemi hafi verið að ræða.

Lögreglu barst einnig tilkynning um konu sem var sögð ölvuð og búin að brjóta rúðu á stigagangi. Neitaði hún að yfirgefa vettvang þegar lögreglu bar að og var áfram til ama þannig að ákveðið var að vista hana í fangaklefa.

Þá var tikynnt um innbrot í geymslur í fjölbýli og er það mál í rannsókn.

Lögreglu barst einnig tilkynning um hnupl í verslun og var framburður tekinn af sakborningi á vettvangi.

Eitt umferðarslys barst inn á borð lögreglu en þar reyndist bifreið hafa oltið og var á hvolfi þegar lögreglu bar að. Ökumaðurinn hafði komið sér undan en fannst á göngu og reyndist ölvaður. Var hann handtekinn og vistaður í fangagklefa í þágu rannsóknar málsins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×