Þetta var meðal verkefna lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu í nótt.
Þá var mikið um ölvaða og vímaða ökumenn, einnig eitthvða um heimilisofbeldismál og líkamsárásir.
Lagði bílnum sofandi á Miklubraut
Meðal þeirra sem voru gripnir við ölvunarakstur var maður sem fannst í kyrrstæðri bifreið án hættuljósa á Miklubraut. Maðurinn var steinsofandi og lögregla þurfti að hrista bílinn til að vekja hann.
Maðurinn reyndist verulega ölvaður og var handtekinn og vistaður í fangaklefa.
Stunginn í háls með blýanti
Þá var starfsmaður úrræðis fyrir börn með margþættar þarfir var stunginn í hálsinn af skjólstæðing með blýanti. Betur fór en á horfðist.