Fundu óvænt merki um mögulegt örverulíf á Mars Kjartan Kjartansson skrifar 26. júlí 2024 14:37 Ljósir flekkir í Cheyava-fossa steininum frá Mars eru lífræn efnasambönd en óvíst er hvort að uppruni þeirra er líffræðilegur eða ekki. NASA/JPL-Caltech/MSSS Lífræn efnasambönd fundust óvænt í steini sem bandaríski könnunarjeppinn Perseverence tók sýni úr á Mars. Á jörðinni gætu þau verið merki um líffræðilega ferla en frekari rannsókna er þörf til að skera úr um uppruna efnasambandanna. Perseverance fann steininn í fornum árdal sem myndaðist þegar vatn flæddi inn í Jezero-gíginn fyrir milljörðum ára. Í rauðleitum steininum, sem vísindamennirnir kalla Cheyava-fossinn eftir fossi í Miklagljúfri, fundust hvítir flekkir sem mælitæki könnunarjeppans segja að innihaldi lífræn efnasambönd. Þrátt fyrir að kolefnissambönd af þessu tagi séu á meðal frumeininga lífs á jörðinni geta þau einnig orðið til við ólíffræðileg efnahvörf. Því reyna vísindamenn Perseverance-leiðangursins að tempra væntingar sínar um að fundurinn gæti verið vísbending um að örverur hafi þrifist á Mars áður en reikistjarnan missti þykkan lofthjúp sinn og fljótandi vatn í fyrndinni. „Við getum ekki sagt til á þessari stundu um hvort við höfum uppgötvað líf á Mars en það sem við erum að segja er að við höfum möguleg lífsmerki sem eru eiginleikar sem gætu átt sér líffræðilegan uppruna en þarfnast frekari rannsókna og gagna,“ segir Katie Stack Morgan, aðstoðarvísindamaður leiðangursins, við Washington Post. Verksummerki sem þessu yrðu líklega talin vera eftir lífverur ef þau fyndust á jörðinni, að sögn Stack Morgan. Lífverur þurfa þó ekki nauðsynlega að koma nærri efnahvörfunum. Ekki á leið til jarðar í bráð Litlar líkur eru á því að endanlegt svar um uppruna efnasambandanna fáist á næstunni. Perseverance skortir þau tæki og tól sem eru nauðsynleg til þess að skera úr um það. Ætlunin var enda að annað geimfar sækti sýnin sem könnunarjeppinn safnar og kæmi þeim til jarðar til ítarlegri rannsókna. Horfur Mars Return Sample-verkefnisins eru svartar þessa stundina. Bandaríska geimvísindastofnunin NASA skar fjárveitingar til þess við nögl eftir að ljóst varð að kostnaður við það færi langt fram úr áætlunum og að sýni yrðu ekki komin til jarðar fyrr en í fyrsta lagi árið 2040. „Þess að skilja að fullu það sem gerðist í þessum marsneska árdal við Jezero-gíg fyrir milljörðum ára myndum við vilja flytja Cheyava-fossa sýnið aftur til jarðar þannig að hægt sé að rannsaka það með öflugum mælitækjum á rannsóknarstofum,“ segir Ken Farley, vísindamaður við leiðangurinn hjá Tækniháskóla Kaliforníu (Caltech), í tilkynningu á vef NASA. Mars Vísindi Geimurinn Tengdar fréttir Leggja mikið kapp á að koma jarðsýnum frá Mars til jarðarinnar Geimvísindastofnanir Evrópu (ESA) og Bandaríkjanna (NASA) opinberuðu nýverið áætlun sem snýr að því að sækja jarðsýni til Mars og flytja til jarðarinnar. Vélmennið Perseverance, sem lenti á Mars í fyrra, er þegar byrjað að bora eftir jarðsýnum. 23. nóvember 2022 14:25 Kunna að hafa grandað sjálfum sér með loftslagsbreytingum á Mars Hugsanlegt er að örverur kunni að hafa valdið eigin útrýmingu á Mars með því að breyta loftslagi reikistjörnunnar. Hópur vísindamanna hefur greint þrjá staði þar sem þeir telja mestar líkur á að finna merki um örverurnar, ef þær þrifust þá einhvern tímann þar. 12. október 2022 21:00 Boraði fyrstu holuna á Mars Vélmennið Perseverance boraði í morgun sína fyrstu holu á Mars. Úr holunni tók vélmennið sýni sem vísindamenn vonast til að bera ummerki fornra lífvera. 6. ágúst 2021 15:00 Mest lesið Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Erlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Innlent Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Erlent Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Erlent Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Innlent Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Innlent Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Innlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Innlent Fleiri fréttir Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Allsherjarþingið ályktar um palestínskt ríki NATO eflir varnir í austri Erna Solberg hættir Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Stjórnvöld höfða mál á hendur Uber vegna mismununar gegn fötluðum Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Breskur sendiherra rekinn vegna tengsla við Epstein Hver var Charlie Kirk? Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Neyðarfundur verði boðaður í Öryggisráði SÞ Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Boða hertar aðgerðir gegn afbrotaunglingum Pólland ekki verið nær stríði frá því í seinni heimsstyrjöldinni Herinn skakkar leikinn í Katmandú Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Hyggjast bólusetja kóalabirni gegn klamydíu Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Sjá meira
Perseverance fann steininn í fornum árdal sem myndaðist þegar vatn flæddi inn í Jezero-gíginn fyrir milljörðum ára. Í rauðleitum steininum, sem vísindamennirnir kalla Cheyava-fossinn eftir fossi í Miklagljúfri, fundust hvítir flekkir sem mælitæki könnunarjeppans segja að innihaldi lífræn efnasambönd. Þrátt fyrir að kolefnissambönd af þessu tagi séu á meðal frumeininga lífs á jörðinni geta þau einnig orðið til við ólíffræðileg efnahvörf. Því reyna vísindamenn Perseverance-leiðangursins að tempra væntingar sínar um að fundurinn gæti verið vísbending um að örverur hafi þrifist á Mars áður en reikistjarnan missti þykkan lofthjúp sinn og fljótandi vatn í fyrndinni. „Við getum ekki sagt til á þessari stundu um hvort við höfum uppgötvað líf á Mars en það sem við erum að segja er að við höfum möguleg lífsmerki sem eru eiginleikar sem gætu átt sér líffræðilegan uppruna en þarfnast frekari rannsókna og gagna,“ segir Katie Stack Morgan, aðstoðarvísindamaður leiðangursins, við Washington Post. Verksummerki sem þessu yrðu líklega talin vera eftir lífverur ef þau fyndust á jörðinni, að sögn Stack Morgan. Lífverur þurfa þó ekki nauðsynlega að koma nærri efnahvörfunum. Ekki á leið til jarðar í bráð Litlar líkur eru á því að endanlegt svar um uppruna efnasambandanna fáist á næstunni. Perseverance skortir þau tæki og tól sem eru nauðsynleg til þess að skera úr um það. Ætlunin var enda að annað geimfar sækti sýnin sem könnunarjeppinn safnar og kæmi þeim til jarðar til ítarlegri rannsókna. Horfur Mars Return Sample-verkefnisins eru svartar þessa stundina. Bandaríska geimvísindastofnunin NASA skar fjárveitingar til þess við nögl eftir að ljóst varð að kostnaður við það færi langt fram úr áætlunum og að sýni yrðu ekki komin til jarðar fyrr en í fyrsta lagi árið 2040. „Þess að skilja að fullu það sem gerðist í þessum marsneska árdal við Jezero-gíg fyrir milljörðum ára myndum við vilja flytja Cheyava-fossa sýnið aftur til jarðar þannig að hægt sé að rannsaka það með öflugum mælitækjum á rannsóknarstofum,“ segir Ken Farley, vísindamaður við leiðangurinn hjá Tækniháskóla Kaliforníu (Caltech), í tilkynningu á vef NASA.
Mars Vísindi Geimurinn Tengdar fréttir Leggja mikið kapp á að koma jarðsýnum frá Mars til jarðarinnar Geimvísindastofnanir Evrópu (ESA) og Bandaríkjanna (NASA) opinberuðu nýverið áætlun sem snýr að því að sækja jarðsýni til Mars og flytja til jarðarinnar. Vélmennið Perseverance, sem lenti á Mars í fyrra, er þegar byrjað að bora eftir jarðsýnum. 23. nóvember 2022 14:25 Kunna að hafa grandað sjálfum sér með loftslagsbreytingum á Mars Hugsanlegt er að örverur kunni að hafa valdið eigin útrýmingu á Mars með því að breyta loftslagi reikistjörnunnar. Hópur vísindamanna hefur greint þrjá staði þar sem þeir telja mestar líkur á að finna merki um örverurnar, ef þær þrifust þá einhvern tímann þar. 12. október 2022 21:00 Boraði fyrstu holuna á Mars Vélmennið Perseverance boraði í morgun sína fyrstu holu á Mars. Úr holunni tók vélmennið sýni sem vísindamenn vonast til að bera ummerki fornra lífvera. 6. ágúst 2021 15:00 Mest lesið Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Erlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Innlent Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Erlent Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Erlent Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Innlent Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Innlent Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Innlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Innlent Fleiri fréttir Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Allsherjarþingið ályktar um palestínskt ríki NATO eflir varnir í austri Erna Solberg hættir Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Stjórnvöld höfða mál á hendur Uber vegna mismununar gegn fötluðum Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Breskur sendiherra rekinn vegna tengsla við Epstein Hver var Charlie Kirk? Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Neyðarfundur verði boðaður í Öryggisráði SÞ Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Boða hertar aðgerðir gegn afbrotaunglingum Pólland ekki verið nær stríði frá því í seinni heimsstyrjöldinni Herinn skakkar leikinn í Katmandú Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Hyggjast bólusetja kóalabirni gegn klamydíu Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Sjá meira
Leggja mikið kapp á að koma jarðsýnum frá Mars til jarðarinnar Geimvísindastofnanir Evrópu (ESA) og Bandaríkjanna (NASA) opinberuðu nýverið áætlun sem snýr að því að sækja jarðsýni til Mars og flytja til jarðarinnar. Vélmennið Perseverance, sem lenti á Mars í fyrra, er þegar byrjað að bora eftir jarðsýnum. 23. nóvember 2022 14:25
Kunna að hafa grandað sjálfum sér með loftslagsbreytingum á Mars Hugsanlegt er að örverur kunni að hafa valdið eigin útrýmingu á Mars með því að breyta loftslagi reikistjörnunnar. Hópur vísindamanna hefur greint þrjá staði þar sem þeir telja mestar líkur á að finna merki um örverurnar, ef þær þrifust þá einhvern tímann þar. 12. október 2022 21:00
Boraði fyrstu holuna á Mars Vélmennið Perseverance boraði í morgun sína fyrstu holu á Mars. Úr holunni tók vélmennið sýni sem vísindamenn vonast til að bera ummerki fornra lífvera. 6. ágúst 2021 15:00