Carnivore: Kransæðastífla og skínandi fínir kviðvöðvar? Guðrún Nanna Egilsdóttir og Dögg Guðmundsdóttir skrifa 26. júlí 2024 09:01 Carnivore mataræði hefur verið áberandi undanfarið og vinsældir þess aukist vegna áhrifaríkrar samfélagsmiðla herferðar og áhrifavalda. Mataræðið samanstendur eingöngu af kjöti og dýraafurðum líkt og hráum mjólkurvörum en einnig töluvert miklu salti og smjöri. Engin matvæli úr plönturíki eru leyfð svo þú mátt ekki neyta ávaxta, grænmetis, korns, hneta eða belgjurta og ekki einu sinni kryddjurta. Mataræðið er því eins og sést, verulega takmarkandi. Stæðilegir karlmenn sjást gjarnan berir að ofan á samfélagsmiðlum að reyna sannfæra aðra um heilsueflingu mataræðisins með sýnilega kviðvöðva að vopni þar sem þeir hrópa sannfærandi gríðarlega flóknar staðhæfingar sem eiga oft ekki við nein rök að styðjast. Oftar en ekki með óáreiðanlegar, úreltar og/eða ‘cherry pick-aðar’ rannsóknir á dýrum sér til stuðnings. Mikilvægt er að hafa í huga að þó að carnivore mataræðið geti mögulega gefið þér orkuefnin í þeim hlutföllum að þú komist í það líkamlega útlitslega form sem þú vilt þá er svo margt að gerast innra með sem þú sérð ekki. Þeir lífsstílssjúkdómar sem að carnivore mataræðið eykur líkurnar á eru aldurstengdir og taka tíma að þróast og eru þetta aðallega ristilkrabbamein og hjarta- og æðasjúkdómar. Það er því ekki þannig að eftir 6 mánuði vaknirðu allt í einu með krabbamein og kransæðastíflu en alveg skínandi fína kviðvöðva. Einnig eru þessir þættir allir ósýnilegir sem að þú finnur ekki fyrir á meðan að þeir gerast. Þú finnur ekki fyrir æðunum þínum stíflast hægt og rólega né krabbameini að myndast í ristli. Mikið magn af rauðu kjöti, unnu kjöti, salti og mettaðri fitu eykur líkurnar töluvert á hjarta- og æðasjúkdómum. Mikil neysla á rauðu kjöti ein og sér eykur líkur á ristilkrabbameini og þegar að kemur að unnu kjöti aukast líkur á ristilkrabbameini og magakrabbameini. Það er því góð ástæða fyrir því að næringarráðleggingar mæla ekki með neyslu á rauðu kjöti yfir 500 g á viku en það finnast ekki tengsl við verri heilsufarsútkomur við neyslu upp að því magni. Svo eykst hættan á meltingarfærakrabbameinum og hjarta- og æðsjúkdómum þegar magnið er komið yfir 500 g á viku. Í carnivore mataræðinu eru svo einnig matvæli tekin út sem hafa verndandi áhrif gegn þessum sjúkdómum, eins og trefjaríkt korn, ávextir og grænmeti. Gallar mataræðisins einskorðast þó ekki aðeins við auknar líkur á ákveðnum krabbameinum og hjarta- og æðasjúkdómum heldur er einnig hætta á næringarefnaskorti. C vítamín finnst ekki í nægilegu magni í dýraafurðum og er því hætta á skyrbjúg. Að útiloka öll matvæli úr jurtaríki útilokar svo líka trefjar og önnur æskileg plöntunæringarefni sem eru mikilvæg heilsunni. Skortur á trefjum getur leitt til hægðatregðu og annarra meltingarvandamála auk þess sem við þurfum trefjar fyrir heilbrigða þarmaflóru sem spilar gríðarlega stóran þátt í heilsu okkar. Hinir háværu áhrifavaldar carnivore mataræðisins eru einnig gríðarlega öflugir talsmenn gegn næringarfræðingum, tala um næringarfræði sem ‘kaótíska’ og segja ráðleggingar næringarfræðinga og Embætti Landlæknis úreltar. Það er því mikilvægt að nefna að umrædd óreiða kemur ekki frá næringarfræðingum heldur frá hinum ómenntuðu ‘sérfræðingum’ sem skipta reglulega um skoðanir og fara úr einum öfgum í aðrar sem verður til þess að fólk heyrir stanslaust mismunandi hluti. Næringarfræðingar eru upp til hópa að reyna eftir fremsta megni að leiðrétta vitleysuna frá þeim sem valda ringulreiðinni og breytast ráðleggingar næringarfræðinga almennt lítið varðandi lýðheilsu. Hvað varðar ráðleggingar Embætti Landlæknis þá eru þær í reglulegri endurskoðun miðað við stöðu þekkingar og nýjar rannsóknir skoðaðar með tilliti til hvort einhverju mætti breyta. Breytingarnar eru sjaldnast stórtækar þar sem niðurstöður rannsókna eru hvorki jafn dramatískar né öfgafullar og næringarupplýsingar áhrifavalda. Næringarvísindin og ráðleggingar eru almennt ekki að breytast mikið og vitum við ansi margt af þó nokkuð mikilli vissu um hvaða mataræði er gott heilsunni. Hvernig við nærum okkur í dag getur haft mikið að segja um heilsu okkar seinna á lífsleiðinni. Fögur fyrirheit um betri heilsu, aukin afköst og lægri fituprósentu með mataræði sem gengur þvert gegn því sem vísindin gefa til kynna er að öllum líkindum ekki lausnin þó að það sé sett fram á mjög svo sannfærandi hátt. Þá er einnig hægt að öðlast alla þessa upptöldu kosti með næringarríku fjölbreyttu mataræði án öfga. Að lokum er gott að muna að næringarfræði er jú vísindi en ekki skoðun. Höfundar eru meistaranemar í næringarfræði. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Af hverju eru kennarar að fara í verkfall? Anton Már Gylfason Skoðun Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir Skoðun Val Vigdísar Skúli Ólafsson Skoðun Árið 1975 er að banka Rakel Linda Kristjánsdóttir Skoðun Eru tengsl milli Úkraínustríðsins og breyttrar stöðu Grænlands? Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Hefjum aðildarviðræður við Bandaríkin Einar Jóhannes Guðnason Skoðun Hlýnun jarðar mun ekki valda heimsendi Sæunn Kjartansdóttir Skoðun Friður á jörðu Þröstur Friðfinnsson Skoðun Kennarar segja: „Nóg komið!“ – Verkfall fyrir virðingu og verðskulduð réttindi Jónas Sen Skoðun Evrópusambandið eða nasismi Snorri Másson Skoðun Skoðun Skoðun Máttur kaffibollans Ásta Kristín Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Kennarar segja: „Nóg komið!“ – Verkfall fyrir virðingu og verðskulduð réttindi Jónas Sen skrifar Skoðun Hefjum aðildarviðræður við Bandaríkin Einar Jóhannes Guðnason skrifar Skoðun Eru tengsl milli Úkraínustríðsins og breyttrar stöðu Grænlands? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Árið 1975 er að banka Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir skrifar Skoðun Val Vigdísar Skúli Ólafsson skrifar Skoðun Friður á jörðu Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Af hverju eru kennarar að fara í verkfall? Anton Már Gylfason skrifar Skoðun Opið bréf til Íslandspósts ohf. Gróa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Gaza getur ekki beðið lengur Hjálmtýr Heiðdal,Magnús Magnússon skrifar Skoðun Ísland yrði betra með aðild að Evrópusambandinu Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun SVEIT – Kastið inn handklæðinu Aðalsteinn Árni Baldursson skrifar Skoðun Skjáfíkn - vísindi eða trú? Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Evrópusambandið eða nasismi Snorri Másson skrifar Skoðun Friður eða svikalogn? Hilmari Þór Hilmarssyni, prófessor, svarað Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun Hlýnun jarðar mun ekki valda heimsendi Sæunn Kjartansdóttir skrifar Skoðun Listin að styðja en ekki stýra Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Með vægi í samræmi við það Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hugvíkkandi efni: Forvitni umfram dómhörku Bergsveinn Ólafsson skrifar Skoðun Velferðartækni er það lykillinn að sjálfbærara heilbrigðiskerfi? Helga Dagný Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Hindrum fleiri græn gímöld með einföldun regluverks Ásta Logadóttir,Trausti Björgvinsson skrifar Skoðun Vegna FB færslu Kristins Hrafnssonar: Misskilningur um endurgreiðslukerfi kvikmynda Ólafur William Hand skrifar Skoðun Hvernig tölum við um mat í kringum börnin okkar? Berglind Lilja Guðlaugsdóttir skrifar Skoðun Fangelsismál - Sparnaður og endurhæfing Ólafur Ágúst Hraundal skrifar Skoðun Syndaaflausnin er svo að við ætlum að læra af þessu „á ykkar kostnað“ Davíð Bergmann skrifar Skoðun Tvær þjóðir í sama landi Einar Helgason skrifar Skoðun Henta vísindin bara þegar þau styðja skoðanir okkar? Haukur Logi Jóhannsson skrifar Skoðun Hlutverk markmiða er að umbreyta okkur Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Líknarslæving við lífslok er umdeild meðferð Ingrid Kuhlman skrifar Sjá meira
Carnivore mataræði hefur verið áberandi undanfarið og vinsældir þess aukist vegna áhrifaríkrar samfélagsmiðla herferðar og áhrifavalda. Mataræðið samanstendur eingöngu af kjöti og dýraafurðum líkt og hráum mjólkurvörum en einnig töluvert miklu salti og smjöri. Engin matvæli úr plönturíki eru leyfð svo þú mátt ekki neyta ávaxta, grænmetis, korns, hneta eða belgjurta og ekki einu sinni kryddjurta. Mataræðið er því eins og sést, verulega takmarkandi. Stæðilegir karlmenn sjást gjarnan berir að ofan á samfélagsmiðlum að reyna sannfæra aðra um heilsueflingu mataræðisins með sýnilega kviðvöðva að vopni þar sem þeir hrópa sannfærandi gríðarlega flóknar staðhæfingar sem eiga oft ekki við nein rök að styðjast. Oftar en ekki með óáreiðanlegar, úreltar og/eða ‘cherry pick-aðar’ rannsóknir á dýrum sér til stuðnings. Mikilvægt er að hafa í huga að þó að carnivore mataræðið geti mögulega gefið þér orkuefnin í þeim hlutföllum að þú komist í það líkamlega útlitslega form sem þú vilt þá er svo margt að gerast innra með sem þú sérð ekki. Þeir lífsstílssjúkdómar sem að carnivore mataræðið eykur líkurnar á eru aldurstengdir og taka tíma að þróast og eru þetta aðallega ristilkrabbamein og hjarta- og æðasjúkdómar. Það er því ekki þannig að eftir 6 mánuði vaknirðu allt í einu með krabbamein og kransæðastíflu en alveg skínandi fína kviðvöðva. Einnig eru þessir þættir allir ósýnilegir sem að þú finnur ekki fyrir á meðan að þeir gerast. Þú finnur ekki fyrir æðunum þínum stíflast hægt og rólega né krabbameini að myndast í ristli. Mikið magn af rauðu kjöti, unnu kjöti, salti og mettaðri fitu eykur líkurnar töluvert á hjarta- og æðasjúkdómum. Mikil neysla á rauðu kjöti ein og sér eykur líkur á ristilkrabbameini og þegar að kemur að unnu kjöti aukast líkur á ristilkrabbameini og magakrabbameini. Það er því góð ástæða fyrir því að næringarráðleggingar mæla ekki með neyslu á rauðu kjöti yfir 500 g á viku en það finnast ekki tengsl við verri heilsufarsútkomur við neyslu upp að því magni. Svo eykst hættan á meltingarfærakrabbameinum og hjarta- og æðsjúkdómum þegar magnið er komið yfir 500 g á viku. Í carnivore mataræðinu eru svo einnig matvæli tekin út sem hafa verndandi áhrif gegn þessum sjúkdómum, eins og trefjaríkt korn, ávextir og grænmeti. Gallar mataræðisins einskorðast þó ekki aðeins við auknar líkur á ákveðnum krabbameinum og hjarta- og æðasjúkdómum heldur er einnig hætta á næringarefnaskorti. C vítamín finnst ekki í nægilegu magni í dýraafurðum og er því hætta á skyrbjúg. Að útiloka öll matvæli úr jurtaríki útilokar svo líka trefjar og önnur æskileg plöntunæringarefni sem eru mikilvæg heilsunni. Skortur á trefjum getur leitt til hægðatregðu og annarra meltingarvandamála auk þess sem við þurfum trefjar fyrir heilbrigða þarmaflóru sem spilar gríðarlega stóran þátt í heilsu okkar. Hinir háværu áhrifavaldar carnivore mataræðisins eru einnig gríðarlega öflugir talsmenn gegn næringarfræðingum, tala um næringarfræði sem ‘kaótíska’ og segja ráðleggingar næringarfræðinga og Embætti Landlæknis úreltar. Það er því mikilvægt að nefna að umrædd óreiða kemur ekki frá næringarfræðingum heldur frá hinum ómenntuðu ‘sérfræðingum’ sem skipta reglulega um skoðanir og fara úr einum öfgum í aðrar sem verður til þess að fólk heyrir stanslaust mismunandi hluti. Næringarfræðingar eru upp til hópa að reyna eftir fremsta megni að leiðrétta vitleysuna frá þeim sem valda ringulreiðinni og breytast ráðleggingar næringarfræðinga almennt lítið varðandi lýðheilsu. Hvað varðar ráðleggingar Embætti Landlæknis þá eru þær í reglulegri endurskoðun miðað við stöðu þekkingar og nýjar rannsóknir skoðaðar með tilliti til hvort einhverju mætti breyta. Breytingarnar eru sjaldnast stórtækar þar sem niðurstöður rannsókna eru hvorki jafn dramatískar né öfgafullar og næringarupplýsingar áhrifavalda. Næringarvísindin og ráðleggingar eru almennt ekki að breytast mikið og vitum við ansi margt af þó nokkuð mikilli vissu um hvaða mataræði er gott heilsunni. Hvernig við nærum okkur í dag getur haft mikið að segja um heilsu okkar seinna á lífsleiðinni. Fögur fyrirheit um betri heilsu, aukin afköst og lægri fituprósentu með mataræði sem gengur þvert gegn því sem vísindin gefa til kynna er að öllum líkindum ekki lausnin þó að það sé sett fram á mjög svo sannfærandi hátt. Þá er einnig hægt að öðlast alla þessa upptöldu kosti með næringarríku fjölbreyttu mataræði án öfga. Að lokum er gott að muna að næringarfræði er jú vísindi en ekki skoðun. Höfundar eru meistaranemar í næringarfræði.
Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir Skoðun
Skoðun Kennarar segja: „Nóg komið!“ – Verkfall fyrir virðingu og verðskulduð réttindi Jónas Sen skrifar
Skoðun Eru tengsl milli Úkraínustríðsins og breyttrar stöðu Grænlands? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar
Skoðun Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir skrifar
Skoðun Friður eða svikalogn? Hilmari Þór Hilmarssyni, prófessor, svarað Andri Þorvarðarson skrifar
Skoðun Velferðartækni er það lykillinn að sjálfbærara heilbrigðiskerfi? Helga Dagný Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Hindrum fleiri græn gímöld með einföldun regluverks Ásta Logadóttir,Trausti Björgvinsson skrifar
Skoðun Vegna FB færslu Kristins Hrafnssonar: Misskilningur um endurgreiðslukerfi kvikmynda Ólafur William Hand skrifar
Skoðun Syndaaflausnin er svo að við ætlum að læra af þessu „á ykkar kostnað“ Davíð Bergmann skrifar
Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir Skoðun