Útkallið reyndist vera tóm vitleysa Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 25. júlí 2024 14:27 Frá vettvangi á gatnamótum Kringlumýrarbrautar og Miklubrautar í gærkvöldi. Vísir Lögregla lítur mjög alvarlegum augum útkall á höfuðborgarsvæðinu í gær þar sem átökum með eggvopni og eldsvoða var lýst. Lögreglubíll á leið í verkefnið lenti í harkalegum árekstri á fjölförnustu gatnamótum landsins. Það var á áttunda tímanum í gær sem lögreglan á höfuðborgarsvæðinu fékk útkall þar sem tilkynnt var um átök með eggvopni og eld í sama húsnæði. Lögreglubíll með tvo innanborðs var sendur í verkefnið en komst ekki lengra en gatnamót Kringlumýrarbrautar og Miklubrautar. Þar varð harkalegur árekstur við almennann borgara. Unnar Már Ástþórsson, aðalvarðstjóri hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, segir lögreglu hafa verið í forgangsakstri en ekki á mikilli ferð. Það sé ekki heimilt yfir gatnamót. „Það vildi svo óheppilega til að ökutæki hins almenna borgara lenti í hlið lögreglubílsins.“ Líðan eftir atvikum Hann segir viðbragð hafa verið mikið enda allt bent til þess að um mjög alvarlegt slys væri að ræða. Beita þurfti klippum til að ná öðrum lögreglumanninum út úr bílnum. Almenni borgarinn og annar lögregluþjónninn hlutu minniháttar áverka en hinn minniháttar beinbrot. Unnar Már segir líðan allra þokkalega miðað við aðstæður en þeir voru allir útskrifaðir í gærkvöldi af Landspítalanum. Fyrir það megi þakka og sem betur fer séu slys á borð við þetta mjög fátíð. „En stundum eru frávik, í þessu eins og lífinu almennt.“ Líta málið alvarlegum augum Annar lögreglubíll var sendur í útkallið þar sem átökum með hnífum og eldsvoða hafði verið lýst. Unnar segir að þegar komið var á svæðið reyndist enginn fótur fyrir slíku. „Við erum að taka það til rannsóknar og skoða mjög alvarlega,“ segir Unnar Már. Gagnaöflun sé hafin og hann telur ekki verða flókið að hafa upp á því hver hafi tilkynnt málið. En málið þurfi að vinna eftir réttum ferlum svo lögregla geti nálgast viðkomandi einstakling með lögmætum hætti. Hann segir göbb á borð við þetta ekki algeng en komi þó fyrir. Hann nefnir að forgangsakstur lögreglu sé eitt það hættulegasta sem lögregla geri. Fólk flýti sér hægt „Við gerum allt til að koma í veg fyrir svona slys og okkar þjálfun snýst mikið um það.“ Hann hvetur alla til að fara varlega í umferðinni nú þegar helgin sé handan við hornið. Fólk eigi að njóta ferðarinnar frekar en að keppast við að komast á áfangastað. „Það skiptir máli. Það hafa margir slasast í umferðinni í sumar og margir látið lífið líka. Það er ástæða til að staldra við og hugsa hvert við ætlum að fara með okkar daglega líf, og njóta.“ Lögreglumál Reykjavík Mest lesið Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Innlent Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Innlent Sósíalistum bolað úr Bolholti Innlent Hagsmunir barnanna hafi ekki áhrif á afstöðuna til veiðigjalda Innlent Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Innlent Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Innlent Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Innlent Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Innlent Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Innlent Samfylking tekur aftur fram úr Sjálfstæðisflokki Innlent Fleiri fréttir Miklar tafir vegna umferðarslyss í Hörgársveit Inga mundaði skófluna við Sóltún „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Sósíalistum bolað úr Bolholti Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Lokametrar, bútasaumur og Starbucks Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Lára snýr sér að kynningarstörfum fyrir HR Bætti þúsund tonnum í strandveiðipottinn Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Lögðu hald á mikið magn fíkniefna og fleiri milljónir Eiríkur, Eyvindur og Þorbjörg sækjast eftir dómaraskikkjunni Samfylking tekur aftur fram úr Sjálfstæðisflokki Skoða málið en hafa ekki tekið endanlega ákvörðun um aðgerðir Stór ferðahelgi framundan og bæjarhátíðir víða um land Skjálfti að stærð 3,6 í Bárðarbungu Þingmenn upplitsdjarfir Öðrum þeirra handteknu sleppt úr haldi Þokast í samkomulagsátt á þingi Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Tveir handteknir eftir húsleit í Laugardal og Kópavogi Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Vonast til að samkomulag náist innan skamms, vonandi í dag Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Engar fréttir af þinglokum en veiðigjöldin ekki á dagskrá í dag Hagsmunir barnanna hafi ekki áhrif á afstöðuna til veiðigjalda Fjöldi ökumanna stöðvaður í umferðinni Þingflokksformenn semja inn í nóttina Sjá meira
Það var á áttunda tímanum í gær sem lögreglan á höfuðborgarsvæðinu fékk útkall þar sem tilkynnt var um átök með eggvopni og eld í sama húsnæði. Lögreglubíll með tvo innanborðs var sendur í verkefnið en komst ekki lengra en gatnamót Kringlumýrarbrautar og Miklubrautar. Þar varð harkalegur árekstur við almennann borgara. Unnar Már Ástþórsson, aðalvarðstjóri hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, segir lögreglu hafa verið í forgangsakstri en ekki á mikilli ferð. Það sé ekki heimilt yfir gatnamót. „Það vildi svo óheppilega til að ökutæki hins almenna borgara lenti í hlið lögreglubílsins.“ Líðan eftir atvikum Hann segir viðbragð hafa verið mikið enda allt bent til þess að um mjög alvarlegt slys væri að ræða. Beita þurfti klippum til að ná öðrum lögreglumanninum út úr bílnum. Almenni borgarinn og annar lögregluþjónninn hlutu minniháttar áverka en hinn minniháttar beinbrot. Unnar Már segir líðan allra þokkalega miðað við aðstæður en þeir voru allir útskrifaðir í gærkvöldi af Landspítalanum. Fyrir það megi þakka og sem betur fer séu slys á borð við þetta mjög fátíð. „En stundum eru frávik, í þessu eins og lífinu almennt.“ Líta málið alvarlegum augum Annar lögreglubíll var sendur í útkallið þar sem átökum með hnífum og eldsvoða hafði verið lýst. Unnar segir að þegar komið var á svæðið reyndist enginn fótur fyrir slíku. „Við erum að taka það til rannsóknar og skoða mjög alvarlega,“ segir Unnar Már. Gagnaöflun sé hafin og hann telur ekki verða flókið að hafa upp á því hver hafi tilkynnt málið. En málið þurfi að vinna eftir réttum ferlum svo lögregla geti nálgast viðkomandi einstakling með lögmætum hætti. Hann segir göbb á borð við þetta ekki algeng en komi þó fyrir. Hann nefnir að forgangsakstur lögreglu sé eitt það hættulegasta sem lögregla geri. Fólk flýti sér hægt „Við gerum allt til að koma í veg fyrir svona slys og okkar þjálfun snýst mikið um það.“ Hann hvetur alla til að fara varlega í umferðinni nú þegar helgin sé handan við hornið. Fólk eigi að njóta ferðarinnar frekar en að keppast við að komast á áfangastað. „Það skiptir máli. Það hafa margir slasast í umferðinni í sumar og margir látið lífið líka. Það er ástæða til að staldra við og hugsa hvert við ætlum að fara með okkar daglega líf, og njóta.“
Lögreglumál Reykjavík Mest lesið Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Innlent Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Innlent Sósíalistum bolað úr Bolholti Innlent Hagsmunir barnanna hafi ekki áhrif á afstöðuna til veiðigjalda Innlent Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Innlent Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Innlent Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Innlent Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Innlent Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Innlent Samfylking tekur aftur fram úr Sjálfstæðisflokki Innlent Fleiri fréttir Miklar tafir vegna umferðarslyss í Hörgársveit Inga mundaði skófluna við Sóltún „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Sósíalistum bolað úr Bolholti Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Lokametrar, bútasaumur og Starbucks Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Lára snýr sér að kynningarstörfum fyrir HR Bætti þúsund tonnum í strandveiðipottinn Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Lögðu hald á mikið magn fíkniefna og fleiri milljónir Eiríkur, Eyvindur og Þorbjörg sækjast eftir dómaraskikkjunni Samfylking tekur aftur fram úr Sjálfstæðisflokki Skoða málið en hafa ekki tekið endanlega ákvörðun um aðgerðir Stór ferðahelgi framundan og bæjarhátíðir víða um land Skjálfti að stærð 3,6 í Bárðarbungu Þingmenn upplitsdjarfir Öðrum þeirra handteknu sleppt úr haldi Þokast í samkomulagsátt á þingi Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Tveir handteknir eftir húsleit í Laugardal og Kópavogi Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Vonast til að samkomulag náist innan skamms, vonandi í dag Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Engar fréttir af þinglokum en veiðigjöldin ekki á dagskrá í dag Hagsmunir barnanna hafi ekki áhrif á afstöðuna til veiðigjalda Fjöldi ökumanna stöðvaður í umferðinni Þingflokksformenn semja inn í nóttina Sjá meira