Grunlaus Ægir Jarl biðst afsökunar Aron Guðmundsson skrifar 23. júlí 2024 09:30 Ægir Jarl var leikmaður KR áður en hann skipti yfir til danska félagsins AB á dögunum Vísir/Anton Brink Óhætt er að segja að dvöl knattspyrnumannsins Ægis Jarls Jónassonar, hjá nýja félagi hans AB, fari brösuglega af stað. Saklaus vera hans sem áhorfandi á leik Lyngby og FC Kaupmannahafnar í dönsku úrvalsdeildinni í gær, þar sem að hann var að styðja við bakið á vinum sínum, féll í grýttan jarðveg hjá stuðningsmönnum AB. Ægir Jarl skipti á dögunum yfir til C-deildar liðsins AB í Danmörku frá Bestu deildar liði KR en þar mun Ægir Jarl leika undir stjórn Íslendingsins Jóhannesar Karls Guðjónssonar. Í viðtali við íþróttadeild Stöðvar 2 á dögunum sagði Ægir Jarl frá langþráðum draumi sínum að leika knattspyrnu erlendis og því var það erfitt fyrir hann að hafna tækifærinu að leika fyrir AB. Nýr í Danaveldi og ekki hægt að kenna Ægi Jarli um það að hann viti lítið um nágrannaslagi eða hatrömm sambönd liða þar í landi. Því fór hann, myndi maður ætla, ansi rólegur á leik Lyngby og FC Kaupmannahafnar í dönsku úrvalsdeildinni í gær á heimavelli Lyngby að styðja við bakið á kunningjum sínum. Sannkallaðan Íslendingaslag þar sem fjölmargir Íslendingar eru á mála hjá þessum tveimur liðum. Sögulega séð er mikill rígur á milli AB, núverandi félags Ægis Jarls, og Lyngby. Íslendingurinn birti færslu á samfélagsmiðlum þar sem mátti sjá að hann var mættur á leik gærkvöldsins en skyndilega var sú færsla dregin til baka. Færsla Ægis Jarls, afsökunarbeiðni til stuðningsmanna AB, birtist á samfélagsmiðlum í gær.Vísir/Skjáskot Í kjölfarið birtir Ægir Jarl afsökunarbeiðni og ljóst að eitthvað mikið hafði gengið á, stuðningsmenn AB látið heyra í sér. „Varðandi fyrri færslu mína. Þetta er til allra stuðningsmanna AB. Ég biðst afsökunar, ég biðst afsökunar!“ sagði í færslu Ægis Jarls þar sem að hann útskýrir svo hvernig hann hafi ekki áttað sig á þeim stóra sögulega ríg sem ríkir á milli AB og Lyngby. „Ég er ekki fullkominn. Ég var mættur á leikinn til þess að styðja við íslenska leikmenn sem spila fyrir félagið og buðu mér á leikinn. Ég lofa af fullu hjarta að ég mun leggja líf og sál í verkefnið hjá AB svo við getum náð sameiginlegum markmiðum okkar.“ Danski boltinn Tengdar fréttir Jói Kalli hættir hjá landsliðinu og fer til Danmerkur Jóhannes Karl Guðjónsson hefur óskað eftir því að láta störfum sem aðstoðarþjálfari A-landsliðs karla. Hann mun taka við þjálfun Akademisk Boldklub (AB), sem spilar í þriðju efstu deild Danmerkur. 15. maí 2024 12:13 Mest lesið Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Íslenski boltinn Snævar setti heimsmet Sport Færðu auglýsingaskiltin til að trufla löng innköst Arsenal Enski boltinn Sjáðu Messi skjóta Inter Miami áfram í fyrsta sinn Fótbolti Maddie Sutton í sögubækurnar í fámennum hóp Körfubolti Hvetur Napólí til að sækja óánægðan Mainoo Fótbolti Dagskráin í dag: Stórleikur í enska og NFL á fullt Sport Sjáðu alla dramatíkina og mörkin í enska í gær Enski boltinn „Er ekki alveg viss um hvar hann hefur lært körfubolta“ Körfubolti „Hallærislegasta smjaður sem íþróttaheimurinn hefur nokkurn tíma séð“ Fótbolti Fleiri fréttir Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Færðu auglýsingaskiltin til að trufla löng innköst Arsenal Sjáðu alla dramatíkina og mörkin í enska í gær Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Sjáðu Messi skjóta Inter Miami áfram í fyrsta sinn Hvetur Napólí til að sækja óánægðan Mainoo Parma nældi í stig gegn toppliði AC Milan Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Sanngjarn heimasigur Algjör markaþurrð í Seríu A Tveir í röð hjá West Ham og þægilegt hjá Everton Dramatík í uppbótartíma Union Berlin stöðvaði ótrúlega sigurgöngu Bayern Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Emelía og stöllur með átta stiga forskot Amorim fannst vanta hugrekki til að klára leikinn Stefán Teitur og félagar upp í þriðja sætið Tvö mörk í uppbótartíma í ótrúlegum leik Inter missti niður tveggja marka forskot Boro bannar Edwards að stýra liðinu í dag Ósammála Wenger að Wirtz hafi skemmt miðju Liverpool „Allt sem er satt í dag gæti verið lygi eftir þrjár vikur“ Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Fjölmargir borguðu sig inn á langþráða æfingu Þakklátur Klopp fyrir ríginn: „Ég sakna hans“ Dæmdur sekur vegna sex viðbjóðslegra færslna Kristian fiskaði rautt og fékk svo rautt Glódís leiðir Bayern áfram í hárrétta átt Sædís og Arna fengu silfrið en Diljá meiddist Brynjar Björn í Breiðholtið Sjá meira
Ægir Jarl skipti á dögunum yfir til C-deildar liðsins AB í Danmörku frá Bestu deildar liði KR en þar mun Ægir Jarl leika undir stjórn Íslendingsins Jóhannesar Karls Guðjónssonar. Í viðtali við íþróttadeild Stöðvar 2 á dögunum sagði Ægir Jarl frá langþráðum draumi sínum að leika knattspyrnu erlendis og því var það erfitt fyrir hann að hafna tækifærinu að leika fyrir AB. Nýr í Danaveldi og ekki hægt að kenna Ægi Jarli um það að hann viti lítið um nágrannaslagi eða hatrömm sambönd liða þar í landi. Því fór hann, myndi maður ætla, ansi rólegur á leik Lyngby og FC Kaupmannahafnar í dönsku úrvalsdeildinni í gær á heimavelli Lyngby að styðja við bakið á kunningjum sínum. Sannkallaðan Íslendingaslag þar sem fjölmargir Íslendingar eru á mála hjá þessum tveimur liðum. Sögulega séð er mikill rígur á milli AB, núverandi félags Ægis Jarls, og Lyngby. Íslendingurinn birti færslu á samfélagsmiðlum þar sem mátti sjá að hann var mættur á leik gærkvöldsins en skyndilega var sú færsla dregin til baka. Færsla Ægis Jarls, afsökunarbeiðni til stuðningsmanna AB, birtist á samfélagsmiðlum í gær.Vísir/Skjáskot Í kjölfarið birtir Ægir Jarl afsökunarbeiðni og ljóst að eitthvað mikið hafði gengið á, stuðningsmenn AB látið heyra í sér. „Varðandi fyrri færslu mína. Þetta er til allra stuðningsmanna AB. Ég biðst afsökunar, ég biðst afsökunar!“ sagði í færslu Ægis Jarls þar sem að hann útskýrir svo hvernig hann hafi ekki áttað sig á þeim stóra sögulega ríg sem ríkir á milli AB og Lyngby. „Ég er ekki fullkominn. Ég var mættur á leikinn til þess að styðja við íslenska leikmenn sem spila fyrir félagið og buðu mér á leikinn. Ég lofa af fullu hjarta að ég mun leggja líf og sál í verkefnið hjá AB svo við getum náð sameiginlegum markmiðum okkar.“
Danski boltinn Tengdar fréttir Jói Kalli hættir hjá landsliðinu og fer til Danmerkur Jóhannes Karl Guðjónsson hefur óskað eftir því að láta störfum sem aðstoðarþjálfari A-landsliðs karla. Hann mun taka við þjálfun Akademisk Boldklub (AB), sem spilar í þriðju efstu deild Danmerkur. 15. maí 2024 12:13 Mest lesið Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Íslenski boltinn Snævar setti heimsmet Sport Færðu auglýsingaskiltin til að trufla löng innköst Arsenal Enski boltinn Sjáðu Messi skjóta Inter Miami áfram í fyrsta sinn Fótbolti Maddie Sutton í sögubækurnar í fámennum hóp Körfubolti Hvetur Napólí til að sækja óánægðan Mainoo Fótbolti Dagskráin í dag: Stórleikur í enska og NFL á fullt Sport Sjáðu alla dramatíkina og mörkin í enska í gær Enski boltinn „Er ekki alveg viss um hvar hann hefur lært körfubolta“ Körfubolti „Hallærislegasta smjaður sem íþróttaheimurinn hefur nokkurn tíma séð“ Fótbolti Fleiri fréttir Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Færðu auglýsingaskiltin til að trufla löng innköst Arsenal Sjáðu alla dramatíkina og mörkin í enska í gær Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Sjáðu Messi skjóta Inter Miami áfram í fyrsta sinn Hvetur Napólí til að sækja óánægðan Mainoo Parma nældi í stig gegn toppliði AC Milan Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Sanngjarn heimasigur Algjör markaþurrð í Seríu A Tveir í röð hjá West Ham og þægilegt hjá Everton Dramatík í uppbótartíma Union Berlin stöðvaði ótrúlega sigurgöngu Bayern Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Emelía og stöllur með átta stiga forskot Amorim fannst vanta hugrekki til að klára leikinn Stefán Teitur og félagar upp í þriðja sætið Tvö mörk í uppbótartíma í ótrúlegum leik Inter missti niður tveggja marka forskot Boro bannar Edwards að stýra liðinu í dag Ósammála Wenger að Wirtz hafi skemmt miðju Liverpool „Allt sem er satt í dag gæti verið lygi eftir þrjár vikur“ Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Fjölmargir borguðu sig inn á langþráða æfingu Þakklátur Klopp fyrir ríginn: „Ég sakna hans“ Dæmdur sekur vegna sex viðbjóðslegra færslna Kristian fiskaði rautt og fékk svo rautt Glódís leiðir Bayern áfram í hárrétta átt Sædís og Arna fengu silfrið en Diljá meiddist Brynjar Björn í Breiðholtið Sjá meira
Jói Kalli hættir hjá landsliðinu og fer til Danmerkur Jóhannes Karl Guðjónsson hefur óskað eftir því að láta störfum sem aðstoðarþjálfari A-landsliðs karla. Hann mun taka við þjálfun Akademisk Boldklub (AB), sem spilar í þriðju efstu deild Danmerkur. 15. maí 2024 12:13