Grunlaus Ægir Jarl biðst afsökunar Aron Guðmundsson skrifar 23. júlí 2024 09:30 Ægir Jarl var leikmaður KR áður en hann skipti yfir til danska félagsins AB á dögunum Vísir/Anton Brink Óhætt er að segja að dvöl knattspyrnumannsins Ægis Jarls Jónassonar, hjá nýja félagi hans AB, fari brösuglega af stað. Saklaus vera hans sem áhorfandi á leik Lyngby og FC Kaupmannahafnar í dönsku úrvalsdeildinni í gær, þar sem að hann var að styðja við bakið á vinum sínum, féll í grýttan jarðveg hjá stuðningsmönnum AB. Ægir Jarl skipti á dögunum yfir til C-deildar liðsins AB í Danmörku frá Bestu deildar liði KR en þar mun Ægir Jarl leika undir stjórn Íslendingsins Jóhannesar Karls Guðjónssonar. Í viðtali við íþróttadeild Stöðvar 2 á dögunum sagði Ægir Jarl frá langþráðum draumi sínum að leika knattspyrnu erlendis og því var það erfitt fyrir hann að hafna tækifærinu að leika fyrir AB. Nýr í Danaveldi og ekki hægt að kenna Ægi Jarli um það að hann viti lítið um nágrannaslagi eða hatrömm sambönd liða þar í landi. Því fór hann, myndi maður ætla, ansi rólegur á leik Lyngby og FC Kaupmannahafnar í dönsku úrvalsdeildinni í gær á heimavelli Lyngby að styðja við bakið á kunningjum sínum. Sannkallaðan Íslendingaslag þar sem fjölmargir Íslendingar eru á mála hjá þessum tveimur liðum. Sögulega séð er mikill rígur á milli AB, núverandi félags Ægis Jarls, og Lyngby. Íslendingurinn birti færslu á samfélagsmiðlum þar sem mátti sjá að hann var mættur á leik gærkvöldsins en skyndilega var sú færsla dregin til baka. Færsla Ægis Jarls, afsökunarbeiðni til stuðningsmanna AB, birtist á samfélagsmiðlum í gær.Vísir/Skjáskot Í kjölfarið birtir Ægir Jarl afsökunarbeiðni og ljóst að eitthvað mikið hafði gengið á, stuðningsmenn AB látið heyra í sér. „Varðandi fyrri færslu mína. Þetta er til allra stuðningsmanna AB. Ég biðst afsökunar, ég biðst afsökunar!“ sagði í færslu Ægis Jarls þar sem að hann útskýrir svo hvernig hann hafi ekki áttað sig á þeim stóra sögulega ríg sem ríkir á milli AB og Lyngby. „Ég er ekki fullkominn. Ég var mættur á leikinn til þess að styðja við íslenska leikmenn sem spila fyrir félagið og buðu mér á leikinn. Ég lofa af fullu hjarta að ég mun leggja líf og sál í verkefnið hjá AB svo við getum náð sameiginlegum markmiðum okkar.“ Danski boltinn Tengdar fréttir Jói Kalli hættir hjá landsliðinu og fer til Danmerkur Jóhannes Karl Guðjónsson hefur óskað eftir því að láta störfum sem aðstoðarþjálfari A-landsliðs karla. Hann mun taka við þjálfun Akademisk Boldklub (AB), sem spilar í þriðju efstu deild Danmerkur. 15. maí 2024 12:13 Mest lesið Varð að þegja yfir samningnum við Barcelona í margar vikur Handbolti Þeir bestu (40.-31. sæti): Gullfundur í Góða hirðinum, galdurinn í Garðabænum og költhetjan Íslenski boltinn Félagið neitar að borga svo Amorim opnar veskið Enski boltinn Birtir gamla mynd af sér í Barcelona-treyju: „Stór draumur að rætast“ Handbolti Sonur Ronaldo spilaði fyrsta landsleikinn fyrir Portúgal Fótbolti Awoniyi sofandi á gjörgæslu og gengst undir aðra aðgerð í dag Enski boltinn Dæmdur fyrir að keyra yfir eiginkonu sína eftir rifrildi um eldhúsinnréttingu Sport Sunderland sló áhorfendamet á leiðinni í úrslitaleikinn Enski boltinn Slógu toppliðið út og komust í austur úrslitin annað árið í röð Körfubolti Aftur í Síkið: „Held að menn séu búnir að grafa þetta“ Körfubolti Fleiri fréttir Sampdoria fallið í C-deildina í fyrsta sinn Þeir bestu (40.-31. sæti): Gullfundur í Góða hirðinum, galdurinn í Garðabænum og költhetjan Sunderland sló áhorfendamet á leiðinni í úrslitaleikinn Awoniyi sofandi á gjörgæslu og gengst undir aðra aðgerð í dag Sonur Ronaldo spilaði fyrsta landsleikinn fyrir Portúgal Félagið neitar að borga svo Amorim opnar veskið Kvennalið Everton mun spila á Goodison sem verður ekki rifinn Stendur ekki steinn yfir steini hjá Orra-lausu Sociedad Þór komið áfram eftir öruggan sigur á Suðurlandi Man City sagt hafa lagt fram „mega“ tilboð í Wirtz Einn besti leikmaður KR frá næsta mánuðinn hið minnsta Víðir og Reynir ekki í eina sæng Logi á leið í burtu en ekki til Freys Markverði Víðis boðið til Real Madrid „Agndofa við að sjá þetta allt“ Sonur Ancelottis orðaður við Rangers Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast Uppbótartíminn: „Ég hef miklar áhyggjur af þeim“ Dæmir úrslitaleik Evrópudeildar þrátt fyrir umdeilda fortíð Amorim gefur í skyn að hann fari frá Man Utd breytist kúltúrinn ekki Alonso tekur við Real fyrir HM félagsliða Þróttur skoraði sex og flaug áfram Valur marði Fram í framlengingu Íslendingaliðið sló óvænt stórlið Bodø/Glimt úr bikarnum Tindastóll, FH og HK áfram í bikarnum Leiður að heyra púað á vin sinn: „Getur ekki sagt fólki hvernig því á að líða“ Mikael Egill spilaði allan leikinn þegar Venezia komst upp úr fallsæti Hafa notað sama byrjunarliðið í öllum leikjunum Ancelotti tekur við Brasilíu Fjölskylda Glódísar sá hana taka við meistaraskildinum Neyddust til þess að sofa á æfingasvæðinu Sjá meira
Ægir Jarl skipti á dögunum yfir til C-deildar liðsins AB í Danmörku frá Bestu deildar liði KR en þar mun Ægir Jarl leika undir stjórn Íslendingsins Jóhannesar Karls Guðjónssonar. Í viðtali við íþróttadeild Stöðvar 2 á dögunum sagði Ægir Jarl frá langþráðum draumi sínum að leika knattspyrnu erlendis og því var það erfitt fyrir hann að hafna tækifærinu að leika fyrir AB. Nýr í Danaveldi og ekki hægt að kenna Ægi Jarli um það að hann viti lítið um nágrannaslagi eða hatrömm sambönd liða þar í landi. Því fór hann, myndi maður ætla, ansi rólegur á leik Lyngby og FC Kaupmannahafnar í dönsku úrvalsdeildinni í gær á heimavelli Lyngby að styðja við bakið á kunningjum sínum. Sannkallaðan Íslendingaslag þar sem fjölmargir Íslendingar eru á mála hjá þessum tveimur liðum. Sögulega séð er mikill rígur á milli AB, núverandi félags Ægis Jarls, og Lyngby. Íslendingurinn birti færslu á samfélagsmiðlum þar sem mátti sjá að hann var mættur á leik gærkvöldsins en skyndilega var sú færsla dregin til baka. Færsla Ægis Jarls, afsökunarbeiðni til stuðningsmanna AB, birtist á samfélagsmiðlum í gær.Vísir/Skjáskot Í kjölfarið birtir Ægir Jarl afsökunarbeiðni og ljóst að eitthvað mikið hafði gengið á, stuðningsmenn AB látið heyra í sér. „Varðandi fyrri færslu mína. Þetta er til allra stuðningsmanna AB. Ég biðst afsökunar, ég biðst afsökunar!“ sagði í færslu Ægis Jarls þar sem að hann útskýrir svo hvernig hann hafi ekki áttað sig á þeim stóra sögulega ríg sem ríkir á milli AB og Lyngby. „Ég er ekki fullkominn. Ég var mættur á leikinn til þess að styðja við íslenska leikmenn sem spila fyrir félagið og buðu mér á leikinn. Ég lofa af fullu hjarta að ég mun leggja líf og sál í verkefnið hjá AB svo við getum náð sameiginlegum markmiðum okkar.“
Danski boltinn Tengdar fréttir Jói Kalli hættir hjá landsliðinu og fer til Danmerkur Jóhannes Karl Guðjónsson hefur óskað eftir því að láta störfum sem aðstoðarþjálfari A-landsliðs karla. Hann mun taka við þjálfun Akademisk Boldklub (AB), sem spilar í þriðju efstu deild Danmerkur. 15. maí 2024 12:13 Mest lesið Varð að þegja yfir samningnum við Barcelona í margar vikur Handbolti Þeir bestu (40.-31. sæti): Gullfundur í Góða hirðinum, galdurinn í Garðabænum og költhetjan Íslenski boltinn Félagið neitar að borga svo Amorim opnar veskið Enski boltinn Birtir gamla mynd af sér í Barcelona-treyju: „Stór draumur að rætast“ Handbolti Sonur Ronaldo spilaði fyrsta landsleikinn fyrir Portúgal Fótbolti Awoniyi sofandi á gjörgæslu og gengst undir aðra aðgerð í dag Enski boltinn Dæmdur fyrir að keyra yfir eiginkonu sína eftir rifrildi um eldhúsinnréttingu Sport Sunderland sló áhorfendamet á leiðinni í úrslitaleikinn Enski boltinn Slógu toppliðið út og komust í austur úrslitin annað árið í röð Körfubolti Aftur í Síkið: „Held að menn séu búnir að grafa þetta“ Körfubolti Fleiri fréttir Sampdoria fallið í C-deildina í fyrsta sinn Þeir bestu (40.-31. sæti): Gullfundur í Góða hirðinum, galdurinn í Garðabænum og költhetjan Sunderland sló áhorfendamet á leiðinni í úrslitaleikinn Awoniyi sofandi á gjörgæslu og gengst undir aðra aðgerð í dag Sonur Ronaldo spilaði fyrsta landsleikinn fyrir Portúgal Félagið neitar að borga svo Amorim opnar veskið Kvennalið Everton mun spila á Goodison sem verður ekki rifinn Stendur ekki steinn yfir steini hjá Orra-lausu Sociedad Þór komið áfram eftir öruggan sigur á Suðurlandi Man City sagt hafa lagt fram „mega“ tilboð í Wirtz Einn besti leikmaður KR frá næsta mánuðinn hið minnsta Víðir og Reynir ekki í eina sæng Logi á leið í burtu en ekki til Freys Markverði Víðis boðið til Real Madrid „Agndofa við að sjá þetta allt“ Sonur Ancelottis orðaður við Rangers Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast Uppbótartíminn: „Ég hef miklar áhyggjur af þeim“ Dæmir úrslitaleik Evrópudeildar þrátt fyrir umdeilda fortíð Amorim gefur í skyn að hann fari frá Man Utd breytist kúltúrinn ekki Alonso tekur við Real fyrir HM félagsliða Þróttur skoraði sex og flaug áfram Valur marði Fram í framlengingu Íslendingaliðið sló óvænt stórlið Bodø/Glimt úr bikarnum Tindastóll, FH og HK áfram í bikarnum Leiður að heyra púað á vin sinn: „Getur ekki sagt fólki hvernig því á að líða“ Mikael Egill spilaði allan leikinn þegar Venezia komst upp úr fallsæti Hafa notað sama byrjunarliðið í öllum leikjunum Ancelotti tekur við Brasilíu Fjölskylda Glódísar sá hana taka við meistaraskildinum Neyddust til þess að sofa á æfingasvæðinu Sjá meira
Jói Kalli hættir hjá landsliðinu og fer til Danmerkur Jóhannes Karl Guðjónsson hefur óskað eftir því að láta störfum sem aðstoðarþjálfari A-landsliðs karla. Hann mun taka við þjálfun Akademisk Boldklub (AB), sem spilar í þriðju efstu deild Danmerkur. 15. maí 2024 12:13
Þeir bestu (40.-31. sæti): Gullfundur í Góða hirðinum, galdurinn í Garðabænum og költhetjan Íslenski boltinn
Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast
Þeir bestu (40.-31. sæti): Gullfundur í Góða hirðinum, galdurinn í Garðabænum og költhetjan Íslenski boltinn