Fækkun ferðamanna gæti komið íbúðum á markað Jón Þór Stefánsson skrifar 22. júlí 2024 20:30 Jón Bjarki Bentsson er aðalhagfræðingur Íslandsbanka. Vísir/Vilhelm Jón Bjarki Bentsson, aðalhagfræðingur Íslandsbanka, segir að fækkun ferðamanna hafi ekki bara neikvæð áhrif. Fækkunin geti til dæmis fjölgað íbúðum á leigumarkaði og jafnvel á sölumarkaði. Þá gæti hún jafnvel losað um spennu á vinnumarkaði. Brottfarir erlendra farþega frá Íslandi í gegnum Keflavíkurflugvöll voru um það bil 212 þúsund í nýliðnum júnímánuði, en það er um 21 þúsund færri brottfariar en mældust í fyrra, eða lækkun um níu prósentustig. Í kvöldfréttum Stöðvar 2 nefndi Jón Bjarki fjórar ástæður fyrir þessari þróun. „Í fyrsta lagi hafði gosórói og jarðhræringar á Reykjanesi ekki góð áhrif út á við og fréttaflutningur af því. Í öðru lagi er landið orðið dýrt heim að sækja. Við höfum svo sem löngum verið dýr, en við erum í samkeppnisumhverfi og það hefur áhrif. Í þriðja lagi þá virðist sem nýjabrumið sé svolítið að fara af Íslandi sem áfangastað,“ sagði Jón. „Ég hef heyrt að aðrar norðurlandaþjóðir, ekki síst Noregur, sé svolítið að njóta góðs af einhverjum tískustraumi sem liggi þangað til norðurslóðaferða. Í fjórða lagi þá er einfaldlega að hægjast á vexti ferðaþjónustu í okkar heimshluta eftir að allir voru að hlaupa af sér hornin eftir Covid.“ Málið sé þó ekki einsýnt. Þessari þróun fylgi kostir. „Vissulega er það ekki gott ef útflutningstekjur þjóðarbúsins verða minni heldur en við væntum í litlu útflutningsdrifnu hagkerfi. En á móti vegur að hagkerfið okkar er býsna heitt, og það hafa ýmsir bent á að það þyrfti að kæla það.“ Að sögn Jóns Bjarka gæti þróunin haft áhrif á íbúamarkað og vinnumarkað. „Á íbúamarkaði gætum við bæði séð hægari fólksfjölgun vegna þess hve margir innflytjenda tengjast þessari grein og vöxtur þeirra hefur haldist í hendur við vöxt hennar. Við gætum séð minni eftirspurn frá því fólki eftir íbúðum og á sama tíma gæti Airbnb orðið minna vinsælt hjá ferðamönnum og þær íbúðir gætu þá komið inn á leigumarkað og hugsanlega sölumarkað,“ sagði Jón. „Áhrifin á vinnumarkað gætu einnig verið töluverð. Þar höfum við verið að sjá umtalsverða spennu, sem gæti þá minnkað allhratt og minnkað hættu á launaskriði og þar fram eftir götunum.“ Jón sagði að með kólnun á hagkerfinu fælust að minnsta kosti góðar fréttir fyrir Seðlabankann. „Hann hefur áhyggjur af ofhitnun og vill sjá meira jafnvægi í hagkerfinu áður en hann hefur vaxtalækkunarferli.“ Þá er ekki útilokað að vextir lækki hraðar, en það muni skýrast á næstu mánuðum. Ferðamennska á Íslandi Ferðalög Seðlabankinn Húsnæðismál Vinnumarkaður Mest lesið Töldu hættu stafa af einkaþotufyrirtækinu sem var svipt starfsleyfi Viðskipti innlent Sjálfbærni og fjárhagslegur árangur haldast í hendur Framúrskarandi fyrirtæki Sterk heild og skýr gildi gera Afltak að fyrirmynd í byggingariðnaði Framúrskarandi kynning Greiðir sér út allt að fimmtíu milljónir Viðskipti innlent Of snemmt að segja hvort vaxtadómurinn geri lán dýrari eða ódýrari Viðskipti innlent Færir sig í Borgartúnið eftir stutta dvöl hjá ÍSÍ Viðskipti innlent Gervigreindarknúið snjallsiglingarkerfi hlaut Nýsköpunarverðlaunin Viðskipti innlent Sverrir Einar söðlar um og selur Þrastalund Viðskipti innlent Hátíðin í heild sinni: Listi Framúrskarandi fyrirtækja birtur Framúrskarandi fyrirtæki Tilkynna breytingar á lánaframboði Viðskipti innlent Fleiri fréttir Of snemmt að segja hvort vaxtadómurinn geri lán dýrari eða ódýrari Töldu hættu stafa af einkaþotufyrirtækinu sem var svipt starfsleyfi Gervigreindarknúið snjallsiglingarkerfi hlaut Nýsköpunarverðlaunin Högnuðust um tæpa sjö milljarða Tilkynna breytingar á lánaframboði Sverrir Einar söðlar um og selur Þrastalund Leigjendum muni fjölga um fimm þúsund fram til 2030 Bein útsending: Nýsköpunarþing 2025 - Ísland í stóru myndinni Bjarni Geir Alfreðsson matreiðslumaður látinn Færir sig í Borgartúnið eftir stutta dvöl hjá ÍSÍ Verðbólguþróunin áhyggjuefni Greiðir sér út allt að fimmtíu milljónir Verðbólga ekki meiri síðan í janúar Hagnaður bankans 8,2 milljarðar á þriðja ársfjórðungi Ístak bauð best í frágang á nýja Landspítalanum Eyða óvissunni um verðtrygginguna með vaxtaviðmiði Segja þingmann draga upp skakka mynd af stöðu nýsköpunar Eigandi skrifstofu í Kringlunni þarf að borga fyrir auglýsingar Stjórnendur Íslandsbanka enn undir feldi Fyrrverandi starfsmenn endurvekja Lagningu Reikna með 1,5 milljarði króna í sjóböðin í Önundarfirði Enn meiri veikleikar í samkeppnishæfni Íslands en ESB Sérlausn fyrir fluglosun virðist ekki hafa verið auglýst Segir mikla vinnu í gangi vegna lánamála Sér ljós við enda ganganna: „Kannski þurfti svona stóra truflun til“ Mun leiða svið markaðsmála og þjónustuupplifunar hjá Advania Finna meira gull á Grænlandi Jónas Már til Réttar „Ekki bara smá eyða, þetta er risastórt gat“ Hætt við að vextir hækki Sjá meira
Brottfarir erlendra farþega frá Íslandi í gegnum Keflavíkurflugvöll voru um það bil 212 þúsund í nýliðnum júnímánuði, en það er um 21 þúsund færri brottfariar en mældust í fyrra, eða lækkun um níu prósentustig. Í kvöldfréttum Stöðvar 2 nefndi Jón Bjarki fjórar ástæður fyrir þessari þróun. „Í fyrsta lagi hafði gosórói og jarðhræringar á Reykjanesi ekki góð áhrif út á við og fréttaflutningur af því. Í öðru lagi er landið orðið dýrt heim að sækja. Við höfum svo sem löngum verið dýr, en við erum í samkeppnisumhverfi og það hefur áhrif. Í þriðja lagi þá virðist sem nýjabrumið sé svolítið að fara af Íslandi sem áfangastað,“ sagði Jón. „Ég hef heyrt að aðrar norðurlandaþjóðir, ekki síst Noregur, sé svolítið að njóta góðs af einhverjum tískustraumi sem liggi þangað til norðurslóðaferða. Í fjórða lagi þá er einfaldlega að hægjast á vexti ferðaþjónustu í okkar heimshluta eftir að allir voru að hlaupa af sér hornin eftir Covid.“ Málið sé þó ekki einsýnt. Þessari þróun fylgi kostir. „Vissulega er það ekki gott ef útflutningstekjur þjóðarbúsins verða minni heldur en við væntum í litlu útflutningsdrifnu hagkerfi. En á móti vegur að hagkerfið okkar er býsna heitt, og það hafa ýmsir bent á að það þyrfti að kæla það.“ Að sögn Jóns Bjarka gæti þróunin haft áhrif á íbúamarkað og vinnumarkað. „Á íbúamarkaði gætum við bæði séð hægari fólksfjölgun vegna þess hve margir innflytjenda tengjast þessari grein og vöxtur þeirra hefur haldist í hendur við vöxt hennar. Við gætum séð minni eftirspurn frá því fólki eftir íbúðum og á sama tíma gæti Airbnb orðið minna vinsælt hjá ferðamönnum og þær íbúðir gætu þá komið inn á leigumarkað og hugsanlega sölumarkað,“ sagði Jón. „Áhrifin á vinnumarkað gætu einnig verið töluverð. Þar höfum við verið að sjá umtalsverða spennu, sem gæti þá minnkað allhratt og minnkað hættu á launaskriði og þar fram eftir götunum.“ Jón sagði að með kólnun á hagkerfinu fælust að minnsta kosti góðar fréttir fyrir Seðlabankann. „Hann hefur áhyggjur af ofhitnun og vill sjá meira jafnvægi í hagkerfinu áður en hann hefur vaxtalækkunarferli.“ Þá er ekki útilokað að vextir lækki hraðar, en það muni skýrast á næstu mánuðum.
Ferðamennska á Íslandi Ferðalög Seðlabankinn Húsnæðismál Vinnumarkaður Mest lesið Töldu hættu stafa af einkaþotufyrirtækinu sem var svipt starfsleyfi Viðskipti innlent Sjálfbærni og fjárhagslegur árangur haldast í hendur Framúrskarandi fyrirtæki Sterk heild og skýr gildi gera Afltak að fyrirmynd í byggingariðnaði Framúrskarandi kynning Greiðir sér út allt að fimmtíu milljónir Viðskipti innlent Of snemmt að segja hvort vaxtadómurinn geri lán dýrari eða ódýrari Viðskipti innlent Færir sig í Borgartúnið eftir stutta dvöl hjá ÍSÍ Viðskipti innlent Gervigreindarknúið snjallsiglingarkerfi hlaut Nýsköpunarverðlaunin Viðskipti innlent Sverrir Einar söðlar um og selur Þrastalund Viðskipti innlent Hátíðin í heild sinni: Listi Framúrskarandi fyrirtækja birtur Framúrskarandi fyrirtæki Tilkynna breytingar á lánaframboði Viðskipti innlent Fleiri fréttir Of snemmt að segja hvort vaxtadómurinn geri lán dýrari eða ódýrari Töldu hættu stafa af einkaþotufyrirtækinu sem var svipt starfsleyfi Gervigreindarknúið snjallsiglingarkerfi hlaut Nýsköpunarverðlaunin Högnuðust um tæpa sjö milljarða Tilkynna breytingar á lánaframboði Sverrir Einar söðlar um og selur Þrastalund Leigjendum muni fjölga um fimm þúsund fram til 2030 Bein útsending: Nýsköpunarþing 2025 - Ísland í stóru myndinni Bjarni Geir Alfreðsson matreiðslumaður látinn Færir sig í Borgartúnið eftir stutta dvöl hjá ÍSÍ Verðbólguþróunin áhyggjuefni Greiðir sér út allt að fimmtíu milljónir Verðbólga ekki meiri síðan í janúar Hagnaður bankans 8,2 milljarðar á þriðja ársfjórðungi Ístak bauð best í frágang á nýja Landspítalanum Eyða óvissunni um verðtrygginguna með vaxtaviðmiði Segja þingmann draga upp skakka mynd af stöðu nýsköpunar Eigandi skrifstofu í Kringlunni þarf að borga fyrir auglýsingar Stjórnendur Íslandsbanka enn undir feldi Fyrrverandi starfsmenn endurvekja Lagningu Reikna með 1,5 milljarði króna í sjóböðin í Önundarfirði Enn meiri veikleikar í samkeppnishæfni Íslands en ESB Sérlausn fyrir fluglosun virðist ekki hafa verið auglýst Segir mikla vinnu í gangi vegna lánamála Sér ljós við enda ganganna: „Kannski þurfti svona stóra truflun til“ Mun leiða svið markaðsmála og þjónustuupplifunar hjá Advania Finna meira gull á Grænlandi Jónas Már til Réttar „Ekki bara smá eyða, þetta er risastórt gat“ Hætt við að vextir hækki Sjá meira