Þróunin sé merki um að afleiðingar Covid séu betur að koma í ljós Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 22. júlí 2024 20:01 Í tengslum við sóttvarnaraðgerðir var skólum lokað um tíma á tímum kórónuveirufaraldursins. Mynd úr safni. Vísir Nauðsynleg úrræði og bráðaþjónustu skortir fyrir börn sem sýna af sér áhættuhegðun og eiga við fíknivanda að mati framkvæmdastjóra Barnaheilla. Forystuleysi ríki í málaflokknum en samtökin merkja aukið ákall eftir hjálp, sem er í samræmi við fjölgun tilkynninga til barnaverndar. Þróunin kann að vera merki um að afleiðingar kórónuveirufaraldursins séu betur að koma í ljós. Á tímabilinu janúar til mars á þessu ári fjölgaði nær öllum tegundum tilkynninga til barnaverndar samanborið við sama tíma í fyrra og hittiðfyrra samkvæmt gögnum frá Barna- og fjölskyldustofu. Tilkynningum vegna áhættuhegðunar barna fjölgaði um 31,8 prósent á fyrsta ársfjórðungi samanborið við árið á undan. Munar þar mestu um aukinn fjölda tilkynninga vegna neyslu barna á vímuefnum. Marktækt fleiri tilkynningar vegna áhættuhegðunar vörðuðu drengi, eða rúmlega sextíu prósent. Framkvæmdastjóri Barnaheilla segir þessa þróun því miður ekki koma á óvart. „Þessi áhættuhegðun sem er verið að tala um, þetta er aukinn sjálfskaði, þetta er fíkniefnavandi, þetta er ofbeldi og annað slíkt og við höfum merkt aukningu og aukið ákall frá börnum og foreldrum að fá aðstoð,“ segir Tótla Sæmundsdóttir, framkvæmdastjóri Barnaheilla. Skýra forystu skorti í málaflokknum Þróunin kunni að vera merki um að afleiðingar kórónuveirufaraldursins séu betur að koma í ljós. „Þegar börn lokast inn á heimilum þar sem er vanræksla og fíknihegðun og annað slíkt að þá kemur okkur ekki á óvart að þegar þau eru ekki í skóla eða skipulögðu íþróttastarfi eða annars staðar þar sem er yfirleitt verið að grípa þennan hóp. Þannig ég held að við séum bara rétt að byrja að sjá afleiðingar þess sem gerðist þarna,“ segir Tótla og tekur þannig í svipaðan streng og forstjóri Barna- og fjölskyldustofu. Tótla Sæmundsdóttir, framkvæmdastjóri Barnaheilla.Vísir/Arnar Hún segir brýnt að bæta úrræði fyrir börn sem á þurfa að halda, en sem dæmi þurfi að draga úr biðlistum í greiningar. Oft sé um að ræða samþættan vanda sem þurfi að tækla. Þá er vímuefnaneysla barna sérstakt áhyggjuefni að mati Tótlu. „Ég hvet stjórnvöld sérstaklega til að skoða fíknivandann. Eins og við sáum í skýrslu Ríkisendurskoðunar fyrr á árinu þar sem var sérstaklega verið að fjalla um ópíóðafíkn og almennan fíkniefnavanda, þá skortir úrræði. Það skortir bráðaþjónustu. Það er enginn að taka þennan málaflokk í sínar hendur, við þurfum skýra forystu og við þurfum úrlausnir fyrir þennan hóp,“ segir Tótla. „Það eru allt of fá úrræði. Börn þurfa samþættari þjónustu. Börn þurfa aðgerðir ekki orð. Við erum alltaf að tala um þessa snemmtæku íhlutun, við þurfum að grípa þennan hóp fyrir fullorðinsárin.“ Barnavernd Fíkn Börn og uppeldi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Innlent Bílvelta í Kömbunum Innlent Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Innlent Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Innlent Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Lífið Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Innlent Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Innlent Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Innlent Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Innlent Fleiri fréttir Nýupptekið grænmeti á Flúðum í dag og opnar garðyrkjustöðvar Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Eygir vonarneista í fyrsta sinn og mótmæli um allt land Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Árborg girnist svæði Flóahrepps Sendu kæligáma til Úkraínu Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Bílvelta í Kömbunum „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Ætla að rannsaka meint undirboð á kísilmálmi „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Hélt eiginkonu og fimm börnum í heljargreipum Breyta Korpuskóla til að anna eftirspurn í Klettaskóla Vegabætur á Vestfjörðum opni tækifæri í vetrarferðamennsku Vilja aðgerðir strax Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Öllum börnum undir sex mánaða boðin forvörn gegn RS veiru Vildu fá að vita hvort ríkisstyrkir hefðu farið í málsóknir gegn orkuframkvæmdum Sjá meira
Forystuleysi ríki í málaflokknum en samtökin merkja aukið ákall eftir hjálp, sem er í samræmi við fjölgun tilkynninga til barnaverndar. Þróunin kann að vera merki um að afleiðingar kórónuveirufaraldursins séu betur að koma í ljós. Á tímabilinu janúar til mars á þessu ári fjölgaði nær öllum tegundum tilkynninga til barnaverndar samanborið við sama tíma í fyrra og hittiðfyrra samkvæmt gögnum frá Barna- og fjölskyldustofu. Tilkynningum vegna áhættuhegðunar barna fjölgaði um 31,8 prósent á fyrsta ársfjórðungi samanborið við árið á undan. Munar þar mestu um aukinn fjölda tilkynninga vegna neyslu barna á vímuefnum. Marktækt fleiri tilkynningar vegna áhættuhegðunar vörðuðu drengi, eða rúmlega sextíu prósent. Framkvæmdastjóri Barnaheilla segir þessa þróun því miður ekki koma á óvart. „Þessi áhættuhegðun sem er verið að tala um, þetta er aukinn sjálfskaði, þetta er fíkniefnavandi, þetta er ofbeldi og annað slíkt og við höfum merkt aukningu og aukið ákall frá börnum og foreldrum að fá aðstoð,“ segir Tótla Sæmundsdóttir, framkvæmdastjóri Barnaheilla. Skýra forystu skorti í málaflokknum Þróunin kunni að vera merki um að afleiðingar kórónuveirufaraldursins séu betur að koma í ljós. „Þegar börn lokast inn á heimilum þar sem er vanræksla og fíknihegðun og annað slíkt að þá kemur okkur ekki á óvart að þegar þau eru ekki í skóla eða skipulögðu íþróttastarfi eða annars staðar þar sem er yfirleitt verið að grípa þennan hóp. Þannig ég held að við séum bara rétt að byrja að sjá afleiðingar þess sem gerðist þarna,“ segir Tótla og tekur þannig í svipaðan streng og forstjóri Barna- og fjölskyldustofu. Tótla Sæmundsdóttir, framkvæmdastjóri Barnaheilla.Vísir/Arnar Hún segir brýnt að bæta úrræði fyrir börn sem á þurfa að halda, en sem dæmi þurfi að draga úr biðlistum í greiningar. Oft sé um að ræða samþættan vanda sem þurfi að tækla. Þá er vímuefnaneysla barna sérstakt áhyggjuefni að mati Tótlu. „Ég hvet stjórnvöld sérstaklega til að skoða fíknivandann. Eins og við sáum í skýrslu Ríkisendurskoðunar fyrr á árinu þar sem var sérstaklega verið að fjalla um ópíóðafíkn og almennan fíkniefnavanda, þá skortir úrræði. Það skortir bráðaþjónustu. Það er enginn að taka þennan málaflokk í sínar hendur, við þurfum skýra forystu og við þurfum úrlausnir fyrir þennan hóp,“ segir Tótla. „Það eru allt of fá úrræði. Börn þurfa samþættari þjónustu. Börn þurfa aðgerðir ekki orð. Við erum alltaf að tala um þessa snemmtæku íhlutun, við þurfum að grípa þennan hóp fyrir fullorðinsárin.“
Barnavernd Fíkn Börn og uppeldi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Innlent Bílvelta í Kömbunum Innlent Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Innlent Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Innlent Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Lífið Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Innlent Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Innlent Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Innlent Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Innlent Fleiri fréttir Nýupptekið grænmeti á Flúðum í dag og opnar garðyrkjustöðvar Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Eygir vonarneista í fyrsta sinn og mótmæli um allt land Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Árborg girnist svæði Flóahrepps Sendu kæligáma til Úkraínu Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Bílvelta í Kömbunum „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Ætla að rannsaka meint undirboð á kísilmálmi „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Hélt eiginkonu og fimm börnum í heljargreipum Breyta Korpuskóla til að anna eftirspurn í Klettaskóla Vegabætur á Vestfjörðum opni tækifæri í vetrarferðamennsku Vilja aðgerðir strax Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Öllum börnum undir sex mánaða boðin forvörn gegn RS veiru Vildu fá að vita hvort ríkisstyrkir hefðu farið í málsóknir gegn orkuframkvæmdum Sjá meira