Frestun á afgreiðslu Samgönguáætlunar er fagnaðarefni Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar 22. júlí 2024 15:31 Ástand vega í Dalabyggð er bágborið í öllum samanburði við aðra landshluta og er þar efstur á blaði þessa dagana þjóðvegur 60, Vestfjarðarvegur í gegnum Dali. Nú er komin 22. júlí og ekki er enn farið að leggja slitlag á þá vegbúta sem slitlag var heflað ofan af í vor og þar með var „endurheimtur“ malarvegur á þeim köflum þjóðvegarins sem um ræðir. Viðkomandi kaflar hafa orðið verri og verri á liðnum dögum og vikum og átti ég t.a.m. samtal við reyndan flutningabílstjóra á dögunum, sem keyrir veginn oft í viku, sem sagði mér að hann hefði sjaldan á sínum ferli og á þeirri löngu leið sem hann ferðast um upplifað jafn vondan veg og hér um ræðir og já, árið er 2024 gott fólk. Við í Dölum upplifum sinnuleysi þeirra sem stjórna málum og virðingarleysi gagnvart vegfarendum, hvort sem um er að ræða heimafólk í Dölum, atvinnubílstjóra eða ferðamenn og því vil ég segja, og rétt að árétta að það er mín persónulega skoðun, að ég fagna því að fyrirliggjandi tillaga að Samgönguáætlun fyrir komandi ár hafi ekki fengið afgreiðslu á vorþingi og frestast til haustsins. Þar með gefst tækifæri til að leiðrétta þann halla sem við á Vesturlandi höfum margítrekað „flaggað“ að sé í þeirri tillögu sem nú liggur fyrir. Í stuttu máli má segja að við á Vesturlandi förum ansi halloka í þeirri tillögu sem nú liggur fyrir og hafa Alþingismenn kjördæmisins sem og aðrir aðilar máls fengið skýr skilaboð um það sem við á Vesturlandi leggjum áherslu á því það eru ekki bara vegir í Dölum sem þarfnast aðhlynningar heldur einnig t.a.m. vegur 54, Snæfellsnesvegur. Á Vesturlandi er 14% alls vegakerfisins á landinu eða 1.845 kílómetrar af 12.901 kílómetrum ef stuðst er við tölur frá því árið 2020 en í landshlutanum búa 5% landsmanna. Ef rýnt er í samanburð á fjárframlögum til stofnvega utan höfuðborgarsvæðisins og Reykjaness, auk einstakra tengivega, kemur í ljós að í fyrirliggjandi drögum að Samgönguáætlun er á árunum 2024 til 2028 áætlaðar einungis 700 milljónir króna til framkvæmda á fyrrgreindum vegum á Vesturlandi af 44,4 milljörðum sem áætlað er að verja í stofnvegi á landsbyggðinni, já, segi og skrifa, 700 milljónir af 44,4 milljörðum eða um 1,6% af heildinni. Það er heldur betur ójafnt gefið og mætti halda að hér væri um prentvillu að ræða en svo er ekki. Það er og verður aldeilis verk að vinna hjá Alþingismönnum kjördæmisins á haustmánuðum við að fá fram leiðréttingu hvað Vesturland varðar í tillögu að Samgönguáætlun og mikilvægt að sveitarfélög og landshlutasamtökin okkar góðu standi þétt að baki þeim í þeirri mikilvægu vinnu. Treysti ég því einnig að nýr innviðaráðherra leggi sitt af mörkum og sýni okkar stöðu og þeim aðstöðumun sem við í Dölum og á Vesturlandi búum við. Við í Dalabyggð höfum kynnt okkar tillögur að forgangsröðun vegaframkvæmda og viðhaldsverkefna því ástand vega í Dalabyggð verður að bæta eins fljótt og auðið er. Bæði hvað varðar stofnvegi líkt og við á um Skógarstrandarveg sem síaukin umferð er um enda leiðin og landslag við hana ægifagurt. Einnig höfum við kynnt tillögur okkar að forgangsröðun framkvæmda hvað tengivegina okkar varðar sem eru að miklu leiti enn malarvegir sem skólabörn og fólk á leið til vinnu hristist um með tilheyrandi óþægindum og óheyrilegu sliti á ökutækjum og dekkjum. Sjá hér slóð á skýrsluna. Góðir vegir bæta lífsskilyrði þeirra íbúa sem við þá búa sem og atvinnubílstjóra og þeirra ferðamanna sem um vegina aka. Dalirnir og við íbúar á Vesturlandi allir eigum mikið inni hjá stjórnvöldum og vegayfirvöldum til að geta talist jafnokar annarra landshluta og ágæti lesandi, bilið breikkar dag frá degi og í raun er neyðarástand á þjóðvegi 60 í gegnum Dali eins og undirritaður hefur marg ítrekað nefnt í ræðu og riti. Það er sóknarhugur í okkur í Dalabyggð, mannlífið er kröftugt og frumkvæði einstaklinga mikið samanber verkefnið DalaAuð sem úthlutað hefur styrkjum til frumkvæðisverkefna sem mörg hver eru komin á gott skrið. Einnig erum við í innviðaverkefnum á vegum sveitarfélagsins sem styrkja munu Dalabyggð sem búsetuvalkosts til framtíðar, sbr. uppbyggingu íþróttamannvirkja í Búðardal sem framkvæmdir eru að hefjast við og stefnt er að taka í notkun í ársbyrjun 2026. Svo það sé enn ítrekað þá er verk að vinna í vegamálum, ekki síst hvað viðhald varðar á landsbyggðinni. Ég hef minni áhyggjur af ákveðnum „gæluverkefnum“ í og við höfuðborgarsvæðið og bið ég áhugafólk um þau verkefni hér fyrir fram afsökunar á þeirri skoðun minni. Ég hvet alla sem að málaflokknum koma, og þá sérstaklega þá sem útdeila fjármagni og stjórna forgangsröðun, til að bretta upp ermar, hagsmunum landsbyggðar til heilla sem og til að auka umferðaröryggi því við hljótum að vilja og ætla að stöðva þá óheillaþróun sem orðið hefur í tíðni alvarlegra umferðarslysa sem mörg hver má rekja til skelfilegs ástands í vegamálum – aðgerða er þörf, núna! Höfundur er sveitarstjóri í Dalabyggð. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Björn Bjarki Þorsteinsson Dalabyggð Vegagerð Samgöngur Mest lesið Virðing fyrir kennurum eykur árangur nemenda Íris E. Gísladóttir Skoðun Viljum við semja frið við náttúruna? Harpa Fönn Sigurjónsdóttir Skoðun Hvers virði er innbúið? Hrefna Kristín Jónsdóttir Skoðun Afleysing fyrir kennara í Hafnarfirði - tvítug með hreint sakavottorð Kristín Björnsdóttir Skoðun Kirkjusókn ungra drengja Ása Lind Finnbogadóttir Skoðun Að eitra Hvalfjörð Haraldur Eiríksson Skoðun Keyrt í gagnstæðar áttir við Vonarstræti Ólafur Stephensen Skoðun Elskar þú að taka til? Þóra Geirlaug Bjartmarsdóttir Skoðun Vigdís og Súðavík Ásta F. Flosadóttir Skoðun Ógnir við öryggi kvenna í sundi, fangelsi og íþróttum Auður Magndís Auðardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hvers virði er innbúið? Hrefna Kristín Jónsdóttir skrifar Skoðun Viljum við semja frið við náttúruna? Harpa Fönn Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Virðing fyrir kennurum eykur árangur nemenda Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Hinn dökki fíll í rými jafnréttis Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Í tilefni af kjaradeilu FÍL og LR vegna listamanna í Borgarleikhúsinu Hrafnhildur Theodórsdóttir skrifar Skoðun Keyrt í gagnstæðar áttir við Vonarstræti Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Rannsóknir í Hvalfirði skapa enga hættu Salome Hallfreðsdóttir skrifar Skoðun Hagsmunasamtök ESB gegn togveiðum: Hvað er í húfi fyrir Ísland? Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Litla flugan Rebekka Hlín Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Um jarðgöng, ráðherra og blaðamenn Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Elskar þú að taka til? Þóra Geirlaug Bjartmarsdóttir skrifar Skoðun Gervigreind, fordómar og siðferði – nýir tímar, ný viðmið Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Kirkjusókn ungra drengja Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Vigdís og Súðavík Ásta F. Flosadóttir skrifar Skoðun Heimskan í Hvíta húsinu – forðumst smit Halldór Reynisson skrifar Skoðun Ég á lítinn skrítinn skugga – langtímaáhrif krabbameina Hulda Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Traustur leiðtogi með fjölbreytta reynslu Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Sameiginleg markmið en ólíkar þarfir Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Hver verður flottust við þingsetningu? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Vítisfjörður Guðni Ársæll Indriðason skrifar Skoðun Haukur Arnþórsson og misskilningur hans um hæfi Sigurjóns Þórðarsonar Þórólfur Júlían Dagsson skrifar Skoðun Tíminn er núna Ugla Stefanía Kristjönudóttir Jónsdóttir skrifar Skoðun Slæmt hjónaband Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Hinir heimsku Ólympíuleikar Rajan Parrikar skrifar Skoðun Að eitra Hvalfjörð Haraldur Eiríksson skrifar Skoðun Á að leyfa starfsfólki að staðna? Jón Jósafat Björnsson skrifar Skoðun Fórnarlömb falsfrétta? Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Afleysing fyrir kennara í Hafnarfirði - tvítug með hreint sakavottorð Kristín Björnsdóttir skrifar Skoðun Ógnir við öryggi kvenna í sundi, fangelsi og íþróttum Auður Magndís Auðardóttir skrifar Skoðun Verkföll kennara 2.0 – Leið úr ógöngum? Ragnar Þór Pétursson skrifar Sjá meira
Ástand vega í Dalabyggð er bágborið í öllum samanburði við aðra landshluta og er þar efstur á blaði þessa dagana þjóðvegur 60, Vestfjarðarvegur í gegnum Dali. Nú er komin 22. júlí og ekki er enn farið að leggja slitlag á þá vegbúta sem slitlag var heflað ofan af í vor og þar með var „endurheimtur“ malarvegur á þeim köflum þjóðvegarins sem um ræðir. Viðkomandi kaflar hafa orðið verri og verri á liðnum dögum og vikum og átti ég t.a.m. samtal við reyndan flutningabílstjóra á dögunum, sem keyrir veginn oft í viku, sem sagði mér að hann hefði sjaldan á sínum ferli og á þeirri löngu leið sem hann ferðast um upplifað jafn vondan veg og hér um ræðir og já, árið er 2024 gott fólk. Við í Dölum upplifum sinnuleysi þeirra sem stjórna málum og virðingarleysi gagnvart vegfarendum, hvort sem um er að ræða heimafólk í Dölum, atvinnubílstjóra eða ferðamenn og því vil ég segja, og rétt að árétta að það er mín persónulega skoðun, að ég fagna því að fyrirliggjandi tillaga að Samgönguáætlun fyrir komandi ár hafi ekki fengið afgreiðslu á vorþingi og frestast til haustsins. Þar með gefst tækifæri til að leiðrétta þann halla sem við á Vesturlandi höfum margítrekað „flaggað“ að sé í þeirri tillögu sem nú liggur fyrir. Í stuttu máli má segja að við á Vesturlandi förum ansi halloka í þeirri tillögu sem nú liggur fyrir og hafa Alþingismenn kjördæmisins sem og aðrir aðilar máls fengið skýr skilaboð um það sem við á Vesturlandi leggjum áherslu á því það eru ekki bara vegir í Dölum sem þarfnast aðhlynningar heldur einnig t.a.m. vegur 54, Snæfellsnesvegur. Á Vesturlandi er 14% alls vegakerfisins á landinu eða 1.845 kílómetrar af 12.901 kílómetrum ef stuðst er við tölur frá því árið 2020 en í landshlutanum búa 5% landsmanna. Ef rýnt er í samanburð á fjárframlögum til stofnvega utan höfuðborgarsvæðisins og Reykjaness, auk einstakra tengivega, kemur í ljós að í fyrirliggjandi drögum að Samgönguáætlun er á árunum 2024 til 2028 áætlaðar einungis 700 milljónir króna til framkvæmda á fyrrgreindum vegum á Vesturlandi af 44,4 milljörðum sem áætlað er að verja í stofnvegi á landsbyggðinni, já, segi og skrifa, 700 milljónir af 44,4 milljörðum eða um 1,6% af heildinni. Það er heldur betur ójafnt gefið og mætti halda að hér væri um prentvillu að ræða en svo er ekki. Það er og verður aldeilis verk að vinna hjá Alþingismönnum kjördæmisins á haustmánuðum við að fá fram leiðréttingu hvað Vesturland varðar í tillögu að Samgönguáætlun og mikilvægt að sveitarfélög og landshlutasamtökin okkar góðu standi þétt að baki þeim í þeirri mikilvægu vinnu. Treysti ég því einnig að nýr innviðaráðherra leggi sitt af mörkum og sýni okkar stöðu og þeim aðstöðumun sem við í Dölum og á Vesturlandi búum við. Við í Dalabyggð höfum kynnt okkar tillögur að forgangsröðun vegaframkvæmda og viðhaldsverkefna því ástand vega í Dalabyggð verður að bæta eins fljótt og auðið er. Bæði hvað varðar stofnvegi líkt og við á um Skógarstrandarveg sem síaukin umferð er um enda leiðin og landslag við hana ægifagurt. Einnig höfum við kynnt tillögur okkar að forgangsröðun framkvæmda hvað tengivegina okkar varðar sem eru að miklu leiti enn malarvegir sem skólabörn og fólk á leið til vinnu hristist um með tilheyrandi óþægindum og óheyrilegu sliti á ökutækjum og dekkjum. Sjá hér slóð á skýrsluna. Góðir vegir bæta lífsskilyrði þeirra íbúa sem við þá búa sem og atvinnubílstjóra og þeirra ferðamanna sem um vegina aka. Dalirnir og við íbúar á Vesturlandi allir eigum mikið inni hjá stjórnvöldum og vegayfirvöldum til að geta talist jafnokar annarra landshluta og ágæti lesandi, bilið breikkar dag frá degi og í raun er neyðarástand á þjóðvegi 60 í gegnum Dali eins og undirritaður hefur marg ítrekað nefnt í ræðu og riti. Það er sóknarhugur í okkur í Dalabyggð, mannlífið er kröftugt og frumkvæði einstaklinga mikið samanber verkefnið DalaAuð sem úthlutað hefur styrkjum til frumkvæðisverkefna sem mörg hver eru komin á gott skrið. Einnig erum við í innviðaverkefnum á vegum sveitarfélagsins sem styrkja munu Dalabyggð sem búsetuvalkosts til framtíðar, sbr. uppbyggingu íþróttamannvirkja í Búðardal sem framkvæmdir eru að hefjast við og stefnt er að taka í notkun í ársbyrjun 2026. Svo það sé enn ítrekað þá er verk að vinna í vegamálum, ekki síst hvað viðhald varðar á landsbyggðinni. Ég hef minni áhyggjur af ákveðnum „gæluverkefnum“ í og við höfuðborgarsvæðið og bið ég áhugafólk um þau verkefni hér fyrir fram afsökunar á þeirri skoðun minni. Ég hvet alla sem að málaflokknum koma, og þá sérstaklega þá sem útdeila fjármagni og stjórna forgangsröðun, til að bretta upp ermar, hagsmunum landsbyggðar til heilla sem og til að auka umferðaröryggi því við hljótum að vilja og ætla að stöðva þá óheillaþróun sem orðið hefur í tíðni alvarlegra umferðarslysa sem mörg hver má rekja til skelfilegs ástands í vegamálum – aðgerða er þörf, núna! Höfundur er sveitarstjóri í Dalabyggð.
Afleysing fyrir kennara í Hafnarfirði - tvítug með hreint sakavottorð Kristín Björnsdóttir Skoðun
Skoðun Í tilefni af kjaradeilu FÍL og LR vegna listamanna í Borgarleikhúsinu Hrafnhildur Theodórsdóttir skrifar
Skoðun Hagsmunasamtök ESB gegn togveiðum: Hvað er í húfi fyrir Ísland? Svanur Guðmundsson skrifar
Skoðun Haukur Arnþórsson og misskilningur hans um hæfi Sigurjóns Þórðarsonar Þórólfur Júlían Dagsson skrifar
Skoðun Afleysing fyrir kennara í Hafnarfirði - tvítug með hreint sakavottorð Kristín Björnsdóttir skrifar
Afleysing fyrir kennara í Hafnarfirði - tvítug með hreint sakavottorð Kristín Björnsdóttir Skoðun