Streitulaus heimferð Egils frá Grikklandi breyttist í martröð Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 22. júlí 2024 16:00 Egill skrifaði grein í hið víðlesna gríska blað The Athens Voice. Meiriháttar kerfisbilun hjá Microsoft er enn að draga dilk á eftir sér. Fjölmiðlamaður var sólarhring lengur heim frá Grikklandi til Íslands en lagt var upp með. Kerfisbilunin kom upp fyrir helgi og olli hruni í tölvukerfum um allan heim, meðal annars á Íslandi, og skapaði sérstaklega öngþveiti á flugvöllum. Netöryggissérfræðingur tjáði fréttastofu að um væri að ræða eina umfangsmestu kerfisbilun síðari ára. Egill Helgason sjónvarpsmaður er meðal þeirra sem varð fyrir barðinu á biluninni. Egill er mikill unnandi Grikklands þar sem hann hefur verið reglulegur gestur. Hann hefur deilt myndum og frásögnum frá dvöl sinni í Grikklandi á Facebook undanfarnar vikur. Hann kann vel að meta gríska geitamjólk, sólarlagið, bláan sjóinn og notalegheit á ströndinni þar í landi. Egill og fjölskylda virðast hafa notið dvalarinnar til hins ítrasta og þegar kerfisbilunin kom upp tjáði Egill sig stuttlega á Facebook. „Jæja - þá kemst maður kannski ekki heim. En maður getur svosem lifað með þessu,“ sagði Egill og birti mynd af fallegu grísku landslagi við bláan sjóinn. Gríska draumnum lauk svo með heimferð þar sem allt virðist hafa gengið á afturfótunum. „Vegna kerfisbilunarinnar þá tók heimferðin sem hefði átt að taka fjórtán afar streitulausar klukkustundir yfir 36 streitumiklar klukkustundir,“ sagði Egill. Auka sólarhringur bættist sumsé við ferðalagið til Íslands þar sem enn einn heldur dapur sumardagurinn á suðvesturhorninu tók á móti fjölskyldunni eftir blíðviðrið á Grikklandi. Og til að bæta gráu ofan á svart týndist farangur fjölskyldunnar. Ferðalög Grikkland Íslendingar erlendis Mest lesið Af og frá að fimmti þáttur hafi verið klipptur extra mikið Lífið Bubba svarað og „barnaleg vitleysa“ í Borgó Menning Glæsihús augnlæknis til sölu Lífið Ólöf Skafta og Kristín dannaðar í miðborginni Lífið Tíu stellingar sem örva G-blettinn Lífið Fleiri lög berjast um farseðilinn þrátt fyrir óvissuna Lífið Lögðu til að Gunnar og Halldór deildu Nóbelsverðlaununum Menning Áföll og samskiptamynstur erfast milli kynslóða Lífið Æstur aðdáandi óð í Grande Bíó og sjónvarp Lögmálið um lítil typpi Lífið Fleiri fréttir Tíu stellingar sem örva G-blettinn Einstök íslensk verk sem hlutu hönnunarverðlaunin Fleiri lög berjast um farseðilinn þrátt fyrir óvissuna Glæsihús augnlæknis til sölu Ólöf Skafta og Kristín dannaðar í miðborginni Af og frá að fimmti þáttur hafi verið klipptur extra mikið Áföll og samskiptamynstur erfast milli kynslóða Tíu töff pelsar fyrir veturinn „Mjög pirruð út í hvort annað eftir frumsýninguna“ Ölgerðin lítur Orkutal „öfgahægrisins“ alvarlegum augum Spennandi fiski-takkó fyrir alla fjölskylduna Kastaði sér niður fimmtán stiga: „Marinn, þjáður og aumkunarverður“ „Get ekki hætt að hlusta og gráta“ Lögmálið um lítil typpi Dansandi bræður slá í gegn á stóra sviðinu Safaríkur kjúklingaréttur sem slær alltaf í gegn Smart og stílíseruð í Sigvaldablokk Stórstjörnur í snjóbrettasenunni fögnuðu Fann engin önnur ráð en „að ganga í söfnuð Votta Jehóva“ Einbýlishús í Garðabænum eftir miklar framkvæmdir Sérstök og sjaldgæf íslensk nöfn: „Vitanlega var mér strítt“ „Konan hans hlýtur að taka á honum þegar hún heyrir þetta“ Slær á sögusagnirnar með lúmskum skilaboðum Eins og sebrahestur umkringdur ljónum Sjáðu nýtt og stærðarinnar veitingasvæði í Smáralind Löggunni ekki boðið en mætti tvisvar til Jenner Binni ætlaði að sjóða kartöflur í hraðsuðukatli Ein besta knattspyrnukona landsins frátekin Leikkonan Sally Kirkland er látin Jana Steingríms og Lilja Ketils héldu bleikt partý Sjá meira
Kerfisbilunin kom upp fyrir helgi og olli hruni í tölvukerfum um allan heim, meðal annars á Íslandi, og skapaði sérstaklega öngþveiti á flugvöllum. Netöryggissérfræðingur tjáði fréttastofu að um væri að ræða eina umfangsmestu kerfisbilun síðari ára. Egill Helgason sjónvarpsmaður er meðal þeirra sem varð fyrir barðinu á biluninni. Egill er mikill unnandi Grikklands þar sem hann hefur verið reglulegur gestur. Hann hefur deilt myndum og frásögnum frá dvöl sinni í Grikklandi á Facebook undanfarnar vikur. Hann kann vel að meta gríska geitamjólk, sólarlagið, bláan sjóinn og notalegheit á ströndinni þar í landi. Egill og fjölskylda virðast hafa notið dvalarinnar til hins ítrasta og þegar kerfisbilunin kom upp tjáði Egill sig stuttlega á Facebook. „Jæja - þá kemst maður kannski ekki heim. En maður getur svosem lifað með þessu,“ sagði Egill og birti mynd af fallegu grísku landslagi við bláan sjóinn. Gríska draumnum lauk svo með heimferð þar sem allt virðist hafa gengið á afturfótunum. „Vegna kerfisbilunarinnar þá tók heimferðin sem hefði átt að taka fjórtán afar streitulausar klukkustundir yfir 36 streitumiklar klukkustundir,“ sagði Egill. Auka sólarhringur bættist sumsé við ferðalagið til Íslands þar sem enn einn heldur dapur sumardagurinn á suðvesturhorninu tók á móti fjölskyldunni eftir blíðviðrið á Grikklandi. Og til að bæta gráu ofan á svart týndist farangur fjölskyldunnar.
Ferðalög Grikkland Íslendingar erlendis Mest lesið Af og frá að fimmti þáttur hafi verið klipptur extra mikið Lífið Bubba svarað og „barnaleg vitleysa“ í Borgó Menning Glæsihús augnlæknis til sölu Lífið Ólöf Skafta og Kristín dannaðar í miðborginni Lífið Tíu stellingar sem örva G-blettinn Lífið Fleiri lög berjast um farseðilinn þrátt fyrir óvissuna Lífið Lögðu til að Gunnar og Halldór deildu Nóbelsverðlaununum Menning Áföll og samskiptamynstur erfast milli kynslóða Lífið Æstur aðdáandi óð í Grande Bíó og sjónvarp Lögmálið um lítil typpi Lífið Fleiri fréttir Tíu stellingar sem örva G-blettinn Einstök íslensk verk sem hlutu hönnunarverðlaunin Fleiri lög berjast um farseðilinn þrátt fyrir óvissuna Glæsihús augnlæknis til sölu Ólöf Skafta og Kristín dannaðar í miðborginni Af og frá að fimmti þáttur hafi verið klipptur extra mikið Áföll og samskiptamynstur erfast milli kynslóða Tíu töff pelsar fyrir veturinn „Mjög pirruð út í hvort annað eftir frumsýninguna“ Ölgerðin lítur Orkutal „öfgahægrisins“ alvarlegum augum Spennandi fiski-takkó fyrir alla fjölskylduna Kastaði sér niður fimmtán stiga: „Marinn, þjáður og aumkunarverður“ „Get ekki hætt að hlusta og gráta“ Lögmálið um lítil typpi Dansandi bræður slá í gegn á stóra sviðinu Safaríkur kjúklingaréttur sem slær alltaf í gegn Smart og stílíseruð í Sigvaldablokk Stórstjörnur í snjóbrettasenunni fögnuðu Fann engin önnur ráð en „að ganga í söfnuð Votta Jehóva“ Einbýlishús í Garðabænum eftir miklar framkvæmdir Sérstök og sjaldgæf íslensk nöfn: „Vitanlega var mér strítt“ „Konan hans hlýtur að taka á honum þegar hún heyrir þetta“ Slær á sögusagnirnar með lúmskum skilaboðum Eins og sebrahestur umkringdur ljónum Sjáðu nýtt og stærðarinnar veitingasvæði í Smáralind Löggunni ekki boðið en mætti tvisvar til Jenner Binni ætlaði að sjóða kartöflur í hraðsuðukatli Ein besta knattspyrnukona landsins frátekin Leikkonan Sally Kirkland er látin Jana Steingríms og Lilja Ketils héldu bleikt partý Sjá meira