Flest smit í fyrsta sinn utan Afríkuríkjanna sunnan Sahara Hólmfríður Gísladóttir skrifar 22. júlí 2024 12:09 Skimað fyrir HIV í Kampala í Úganda. Getty/Anadolu Agency/Nicholas Kajoba Það gerðist í fyrsta sinn árið 2023 að flest ný tilfelli HIV greindust utan ríkja sunnan Sahara í Afríku. Afríkuríkjunum hefur tekist mjög vel til í baráttunni gegn veirunni og hefur fjöldi nýrra tilfella dregist saman um 56 prósent frá 2010. Á heimsvísu hefur nýjum greiningum fækkað um 39 prósent. Samkvæmt nýrri skýrslu UNAids hefur tilfellum fjölgað í Austur-Evrópu, Mið-Asíu, Suður-Ameríku, Mið-Austurlöndum og Norður-Afríku. Framkvæmdastjórinn Winnie Byanyima segir bakslag gegn mannréttindum í mörgum ríkjum hafa gert jaðarhópum erfiðara fyrir með að leita sér aðstoðar og á sama tíma glími ríki við erfiða skuldastöðu og samdrátt í fjárhagsaðstoð. Hún segir einnig hættu á því að ný lyf sem hafa gjörbreytt baráttunni gegn sjúkdómnum verði aðeins aðgengileg í efnaðri ríkjum. Leiðtogar ríkja heims samþykktu fyrir áratug að útrýma Aids fyrir árið 2030. „Heimurinn er ekki á réttri leið til þess að ná markmiðinu,“ segir Byanyima. Hægt sé að ná því en til þess þurfi leiðtogar bæði ríkja og fyrirtækja að grípa til aðgerða. Samkvæmt skýrslu UNAids voru 39,9 milljónir manna með HIV árið 2023. 1,3 milljón greindist með HIV á árinu og 630 þúsund létust af völdum veirunnar, þar af 76 þúsund börn. Samkvæmt umfjöllun Guardian tilheyra flestir sem smitast jaðarsettum hópum en þar má nefna fíkla, kynlífsstarfsmenn, trans konur og samkynhneigða karla. Um sé að ræða samfélagslegan vanda. Þá segir Byanyima ungar konur í Afríkuríkjum sunnan Sahara einnig sérlega viðkvæman hóp. Mikilvægt sé að útrýma fordómum og afnema lög sem banna til að mynda samkynhneigð og gera fólki þannig erfitt fyrir að fá hjálp. Hér má finna ítarlega umfjöllun Guardian. Heilbrigðismál Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Erlent Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Erlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Fleiri fréttir Framkvæmdastjóri WHO staddur á flugvelli í Jemen þegar Ísraelar gerðu árás Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Tuttugu ár frá mannskæðustu náttúruhamförum aldarinnar Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Rússneskt olíuflutningaskip í nágrenni sæstrengsins þegar hann rofnaði Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Alls kyns jól um allan heim Um helmingur farþega komst lífs af Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Sjá meira
Á heimsvísu hefur nýjum greiningum fækkað um 39 prósent. Samkvæmt nýrri skýrslu UNAids hefur tilfellum fjölgað í Austur-Evrópu, Mið-Asíu, Suður-Ameríku, Mið-Austurlöndum og Norður-Afríku. Framkvæmdastjórinn Winnie Byanyima segir bakslag gegn mannréttindum í mörgum ríkjum hafa gert jaðarhópum erfiðara fyrir með að leita sér aðstoðar og á sama tíma glími ríki við erfiða skuldastöðu og samdrátt í fjárhagsaðstoð. Hún segir einnig hættu á því að ný lyf sem hafa gjörbreytt baráttunni gegn sjúkdómnum verði aðeins aðgengileg í efnaðri ríkjum. Leiðtogar ríkja heims samþykktu fyrir áratug að útrýma Aids fyrir árið 2030. „Heimurinn er ekki á réttri leið til þess að ná markmiðinu,“ segir Byanyima. Hægt sé að ná því en til þess þurfi leiðtogar bæði ríkja og fyrirtækja að grípa til aðgerða. Samkvæmt skýrslu UNAids voru 39,9 milljónir manna með HIV árið 2023. 1,3 milljón greindist með HIV á árinu og 630 þúsund létust af völdum veirunnar, þar af 76 þúsund börn. Samkvæmt umfjöllun Guardian tilheyra flestir sem smitast jaðarsettum hópum en þar má nefna fíkla, kynlífsstarfsmenn, trans konur og samkynhneigða karla. Um sé að ræða samfélagslegan vanda. Þá segir Byanyima ungar konur í Afríkuríkjum sunnan Sahara einnig sérlega viðkvæman hóp. Mikilvægt sé að útrýma fordómum og afnema lög sem banna til að mynda samkynhneigð og gera fólki þannig erfitt fyrir að fá hjálp. Hér má finna ítarlega umfjöllun Guardian.
Heilbrigðismál Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Erlent Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Erlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Fleiri fréttir Framkvæmdastjóri WHO staddur á flugvelli í Jemen þegar Ísraelar gerðu árás Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Tuttugu ár frá mannskæðustu náttúruhamförum aldarinnar Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Rússneskt olíuflutningaskip í nágrenni sæstrengsins þegar hann rofnaði Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Alls kyns jól um allan heim Um helmingur farþega komst lífs af Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Sjá meira