Fjallar um móður sína sem er fyrsti Íslendingurinn ættleiddur frá Asíu Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar 22. júlí 2024 11:16 Móðir Friðriks Agna Árnasonar var ættleidd til Íslands árið frá Indlandi 1969, þá tveggja og hálfs árs gömul. Vísir Móðir þjálfarans og kvikmyndagerðarmannsins Friðriks Agna Árnasonar er fyrsta ættleidda barnið sem kom frá Asíu til Íslands. Friðrik hyggst gera heimildamynd um móður sína þar sem hann freistar þess að komast á snoðir um uppruna hennar. Friðrik ræddi sögu móður sinnar í Bítinu. Hún fæddist á Indlandi, fannst úti á götu í Bombay fyrir framan munaðarleysingjahæli og var tekin þangað inn. „Svo var hún ættleidd hingað til Íslands af þýskri konu sem bjó þá hér á landi árið 1969. Það eru engar upplýsingar um mömmu þar sem hún náttúrlega fannst úti á götu,“ segir Friðrik. En saga hennar og móður hennar sé áhugaverð. „Það var ekkert mikið af erlendu fólki sem bjó hérna á Íslandi á þessum tíma,“ segir Friðrik. Hann segir frá því að amma hans hafi horfið frá Íslandi í nokkra mánuði og komið til baka með litla indverska stelpu. „Þetta var sem sagt í fyrsta skipti sem það var einhvert opinbert ættleiðingarferli í gangi.“ Friðrik segir Kristján Eldjárn þáverandi forseta hafi þurft að skrifa undir leyfisbréf fyrir ættleiðingunni. Móðir hans eigi það bréf enn. Heimilið enn opið Aðspurður segir hann móður sína ekki hafa reynt að komast á snoðir um uppruna sinn. „Það er svo erfitt. Það eina sem við vitum er að ættleiðingarheimilið er ennþá til, þar sem hún fannst, og það eru ennþá börn sem búa þar. Þannig að það er eins langt og við komumst í rauninni,“ segir Friðrik. „Við komumst þangað og við getum spurt spurninga þar og við vitum ekki hvert það mun leiða okkur. Kannski eru til gögn sem voru varðveitt frá þessum árum. Þetta eru náttúrlega alveg fimmtíu plús árum síðan. Þannig að það er eitthvað sem við munum komast að í þessu ferðalagi núna í desember.“ Friðrik segir verkefnið hafa byrjað þegar hann gerði tveggja þátta útvarpsseríu um móður sína fyrir tveimur árum. „Það spratt út frá þessum hugsunum sem maður hefur um sjálfan sig sem flestir hafa, en kannski ég meira en aðrir. Því þarna er náttúrlega alveg fimmtíu prósent af minni sögu sem ég veit ekkert um,“ segir Friðrik. Erfitt þegar amman skildi móðurina eftir Hann segist oft hafa staðið sig að því að reyna að bæla frá indverskan uppruna sinn. „Af því að ég náttúrlega fæddist hér og þekki ekkert annað en ég er náttúrlega dökkur þannig að það er augljóslega eitthvað annað þarna á bak við. Og í fyrsta skipti núna í gegnum sögu mömmu er ég að fanga þennan hluta af sjálfum mér.“ Hann segir erfiðasta hluta þeirrar sögu að amma hans hafi snúið aftur til Þýskalands þegar móðir hans var tíu ára og skilið hana eftir hjá pabba sínum. Hann hafi uppgötvað í gegn um útvarpsþáttagerðina að það hafi verið móður hans mjög sárt. „Þær eiga gott samband í dag en það tók rosalega langan tíma fyrir þær að finna sinn kjarna, finna sitt samband.“ Friðrik segist ætla að leggja land undir fót í desember og ferðast í fyrsta skipti til Indlands í leit að uppruna móður sinnar og taka upp heimildamynd um ferðalagið. Þau stefni á að fara beint á ættleiðingarheimilið og þau hafi þegar haft samband við það. Hvaða væntingar hafið þið fyrir þessu? „Það er best að vera ekki með of miklar væntingar. Ég hugsa að handritið skrifi sig svolítið sjálft þegar við erum komin út.“ Indland Börn og uppeldi Ástin og lífið Mest lesið Sérsveitin skarst í leikinn vegna Kourani á Kleppi Innlent Sýrlendingar samþykkja að taka við Kourani Innlent Minnst ellefu hundar drepist við Geirsnef: „Áfall að sjá dýrið sitt hlaupa í dauðann“ Innlent Lést samstundis þegar ekið var á hana á 143 kílómetra hraða Innlent Refsing Kristjáns Markúsar milduð Innlent Gummi Emil sver af sér ásakanir um dýraníð: „Ég bað hestinn afsökunar“ Innlent Heimilar banatilræði í Venesúela og íhugar árás Erlent Bara „random“ að rassskella stjúpdóttur sína og vinkonu hennar Innlent Greip inn í þegar aldraður faðir hans keypti bíl handa vinkonu sinni Innlent Þingmenn misvel klæddir þegar þeir voru reknir út Innlent Fleiri fréttir Vill breytingar á úreltum reglum, sama í hvora áttina Höggvið á hnút svo börnin í Nuuk fái loks nýja skólann Gagnrýna drög að frumvarpi um brottfararstöð: Ætlað að líkjast fangelsi Sex vilja fyrrum embætti Úlfars Enginn matur í ísskápum dæmi um vanrækslu Skoða hvort þurfi að tilkynna samningana til ESA Hverfið gert að umferðareyju raungerist hugmyndir Strætó Skoðar að tilkynna bensínstöðvamálið til ESA og nýtt líf með fjórhjóli Sýrlendingar samþykkja að taka við Kourani Ók á brott eftir að hafa keyrt á hjólandi dreng Átta daga seinkun kostar ríkið nítján milljónir Kærastan áfram í farbanni Viðgerð lokið á stofnstreng Mílu Ný heimildarmynd afhjúpi veikindi vegna flúormengunar og fyrirslátt MAST Annar fundur boðaður í kjaraviðræðum flugumferðarstjóra Vilja úrbætur eftir úttekt á samningum um lokun bensínstöðva Refsing Kristjáns Markúsar milduð Ekkert óeðlilegt að Halla bjóði Xi í heimsókn Segja eins og áður aðeins samið til skamms tíma og leiðrétta ráðherra Bara „random“ að rassskella stjúpdóttur sína og vinkonu hennar Ásýndin að fjölmiðlum hefnist fyrir að gagnrýna ríkisstjórnina Bein útsending: Öryggis- og varnarmál á ráðstefnu almannavarna Ræddi Gasa við Hegseth og bauð honum til Íslands Óttast um geðheilsu foreldra nái breytingarnar fram að ganga Óttast um geðheilsu foreldra og meint aðför stjórnvalda gegn fjölmiðlum Tveir sjúklingar í nánast hverju plássi á bráðamóttökunni Sérsveitin skarst í leikinn vegna Kourani á Kleppi Umboðsmaður snuprar stjórnvöld Einn vistaður vegna slagsmála ungmenna í Breiðholti Leggjast gegn hlutfallslækkun stuðnings við einkarekna fjölmiðla Sjá meira
Friðrik ræddi sögu móður sinnar í Bítinu. Hún fæddist á Indlandi, fannst úti á götu í Bombay fyrir framan munaðarleysingjahæli og var tekin þangað inn. „Svo var hún ættleidd hingað til Íslands af þýskri konu sem bjó þá hér á landi árið 1969. Það eru engar upplýsingar um mömmu þar sem hún náttúrlega fannst úti á götu,“ segir Friðrik. En saga hennar og móður hennar sé áhugaverð. „Það var ekkert mikið af erlendu fólki sem bjó hérna á Íslandi á þessum tíma,“ segir Friðrik. Hann segir frá því að amma hans hafi horfið frá Íslandi í nokkra mánuði og komið til baka með litla indverska stelpu. „Þetta var sem sagt í fyrsta skipti sem það var einhvert opinbert ættleiðingarferli í gangi.“ Friðrik segir Kristján Eldjárn þáverandi forseta hafi þurft að skrifa undir leyfisbréf fyrir ættleiðingunni. Móðir hans eigi það bréf enn. Heimilið enn opið Aðspurður segir hann móður sína ekki hafa reynt að komast á snoðir um uppruna sinn. „Það er svo erfitt. Það eina sem við vitum er að ættleiðingarheimilið er ennþá til, þar sem hún fannst, og það eru ennþá börn sem búa þar. Þannig að það er eins langt og við komumst í rauninni,“ segir Friðrik. „Við komumst þangað og við getum spurt spurninga þar og við vitum ekki hvert það mun leiða okkur. Kannski eru til gögn sem voru varðveitt frá þessum árum. Þetta eru náttúrlega alveg fimmtíu plús árum síðan. Þannig að það er eitthvað sem við munum komast að í þessu ferðalagi núna í desember.“ Friðrik segir verkefnið hafa byrjað þegar hann gerði tveggja þátta útvarpsseríu um móður sína fyrir tveimur árum. „Það spratt út frá þessum hugsunum sem maður hefur um sjálfan sig sem flestir hafa, en kannski ég meira en aðrir. Því þarna er náttúrlega alveg fimmtíu prósent af minni sögu sem ég veit ekkert um,“ segir Friðrik. Erfitt þegar amman skildi móðurina eftir Hann segist oft hafa staðið sig að því að reyna að bæla frá indverskan uppruna sinn. „Af því að ég náttúrlega fæddist hér og þekki ekkert annað en ég er náttúrlega dökkur þannig að það er augljóslega eitthvað annað þarna á bak við. Og í fyrsta skipti núna í gegnum sögu mömmu er ég að fanga þennan hluta af sjálfum mér.“ Hann segir erfiðasta hluta þeirrar sögu að amma hans hafi snúið aftur til Þýskalands þegar móðir hans var tíu ára og skilið hana eftir hjá pabba sínum. Hann hafi uppgötvað í gegn um útvarpsþáttagerðina að það hafi verið móður hans mjög sárt. „Þær eiga gott samband í dag en það tók rosalega langan tíma fyrir þær að finna sinn kjarna, finna sitt samband.“ Friðrik segist ætla að leggja land undir fót í desember og ferðast í fyrsta skipti til Indlands í leit að uppruna móður sinnar og taka upp heimildamynd um ferðalagið. Þau stefni á að fara beint á ættleiðingarheimilið og þau hafi þegar haft samband við það. Hvaða væntingar hafið þið fyrir þessu? „Það er best að vera ekki með of miklar væntingar. Ég hugsa að handritið skrifi sig svolítið sjálft þegar við erum komin út.“
Indland Börn og uppeldi Ástin og lífið Mest lesið Sérsveitin skarst í leikinn vegna Kourani á Kleppi Innlent Sýrlendingar samþykkja að taka við Kourani Innlent Minnst ellefu hundar drepist við Geirsnef: „Áfall að sjá dýrið sitt hlaupa í dauðann“ Innlent Lést samstundis þegar ekið var á hana á 143 kílómetra hraða Innlent Refsing Kristjáns Markúsar milduð Innlent Gummi Emil sver af sér ásakanir um dýraníð: „Ég bað hestinn afsökunar“ Innlent Heimilar banatilræði í Venesúela og íhugar árás Erlent Bara „random“ að rassskella stjúpdóttur sína og vinkonu hennar Innlent Greip inn í þegar aldraður faðir hans keypti bíl handa vinkonu sinni Innlent Þingmenn misvel klæddir þegar þeir voru reknir út Innlent Fleiri fréttir Vill breytingar á úreltum reglum, sama í hvora áttina Höggvið á hnút svo börnin í Nuuk fái loks nýja skólann Gagnrýna drög að frumvarpi um brottfararstöð: Ætlað að líkjast fangelsi Sex vilja fyrrum embætti Úlfars Enginn matur í ísskápum dæmi um vanrækslu Skoða hvort þurfi að tilkynna samningana til ESA Hverfið gert að umferðareyju raungerist hugmyndir Strætó Skoðar að tilkynna bensínstöðvamálið til ESA og nýtt líf með fjórhjóli Sýrlendingar samþykkja að taka við Kourani Ók á brott eftir að hafa keyrt á hjólandi dreng Átta daga seinkun kostar ríkið nítján milljónir Kærastan áfram í farbanni Viðgerð lokið á stofnstreng Mílu Ný heimildarmynd afhjúpi veikindi vegna flúormengunar og fyrirslátt MAST Annar fundur boðaður í kjaraviðræðum flugumferðarstjóra Vilja úrbætur eftir úttekt á samningum um lokun bensínstöðva Refsing Kristjáns Markúsar milduð Ekkert óeðlilegt að Halla bjóði Xi í heimsókn Segja eins og áður aðeins samið til skamms tíma og leiðrétta ráðherra Bara „random“ að rassskella stjúpdóttur sína og vinkonu hennar Ásýndin að fjölmiðlum hefnist fyrir að gagnrýna ríkisstjórnina Bein útsending: Öryggis- og varnarmál á ráðstefnu almannavarna Ræddi Gasa við Hegseth og bauð honum til Íslands Óttast um geðheilsu foreldra nái breytingarnar fram að ganga Óttast um geðheilsu foreldra og meint aðför stjórnvalda gegn fjölmiðlum Tveir sjúklingar í nánast hverju plássi á bráðamóttökunni Sérsveitin skarst í leikinn vegna Kourani á Kleppi Umboðsmaður snuprar stjórnvöld Einn vistaður vegna slagsmála ungmenna í Breiðholti Leggjast gegn hlutfallslækkun stuðnings við einkarekna fjölmiðla Sjá meira