Viðvörun gefin út í Kerala á Indlandi vegna Nipah-veirunnar Hólmfríður Gísladóttir skrifar 22. júlí 2024 08:55 Þessi mynd var tekin fyrir utan sjúkrahús í Kochi í Kerala árið 2019, þegar námsmaður greindist með veiruna. epa/Prakash Elamakkara Heilbrigðisyfirvöld í Kerala á Indlandi hafa gefið út viðvörun eftir að 14 ára drengur lést af völdum Nipah-veirunnar. Um það bil 60 eru sagðir hafa orðið útsettir fyrir smiti. Að sögn Veen George, heilbrigðisráðherra Kerala, bjó drengurinn í bænum Pandikkad. Þeir sem komust í návígi við drenginn, sem lést skömmu eftir að hann greindist, eru í einangrun. Fólk á svæðinu hefur verið beðið um að grípa til varúðarráðstafana; bera grímur á almannafæri og forðast heimsóknir á sjúkrahús. Nipah-veiran berst aðallega í menn frá leðurblökum og svínum en smit getur einnig borist manna á milli og úr menguðum matvælum. Veiran er á gátlista Alþjóðaheilbrigðisstofnunarinnar vegna getu hans til að valda faraldri. Tugir eru taldir hafa látist í Kerala af völdum veirunnar frá því að hún greindist þar fyrst árið 2018. Ríkið þykir sérstaklega útsett fyrir útbreiðslu hennar, vegna skógareyðingar og útbreiðslu þéttbýlis. Þessir þættir valdi aukinni nálægð milli manna og dýra, sem auðveldar útbreiðslu veirunnar. Yfirvöld í Kerala tilkynntu nýlega að unnið væri að áætlun til að koma í veg fyrir faraldur en í fyrra var skólum og vinnustöðum lokað í kjölfar fimm dauðsfalla af völdum veirunnar. Indland Heilbrigðismál Mest lesið Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Innlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Útsending komin í lag Innlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Fleiri fréttir Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Skutu mótmælendur til bana við þinghúsið í Nepal Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Boðað til mótmæla vegna vopnasýningar í Lundúnum Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Líklega snúin staða sama hvernig fer í Noregi Sjá meira
Að sögn Veen George, heilbrigðisráðherra Kerala, bjó drengurinn í bænum Pandikkad. Þeir sem komust í návígi við drenginn, sem lést skömmu eftir að hann greindist, eru í einangrun. Fólk á svæðinu hefur verið beðið um að grípa til varúðarráðstafana; bera grímur á almannafæri og forðast heimsóknir á sjúkrahús. Nipah-veiran berst aðallega í menn frá leðurblökum og svínum en smit getur einnig borist manna á milli og úr menguðum matvælum. Veiran er á gátlista Alþjóðaheilbrigðisstofnunarinnar vegna getu hans til að valda faraldri. Tugir eru taldir hafa látist í Kerala af völdum veirunnar frá því að hún greindist þar fyrst árið 2018. Ríkið þykir sérstaklega útsett fyrir útbreiðslu hennar, vegna skógareyðingar og útbreiðslu þéttbýlis. Þessir þættir valdi aukinni nálægð milli manna og dýra, sem auðveldar útbreiðslu veirunnar. Yfirvöld í Kerala tilkynntu nýlega að unnið væri að áætlun til að koma í veg fyrir faraldur en í fyrra var skólum og vinnustöðum lokað í kjölfar fimm dauðsfalla af völdum veirunnar.
Indland Heilbrigðismál Mest lesið Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Innlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Útsending komin í lag Innlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Fleiri fréttir Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Skutu mótmælendur til bana við þinghúsið í Nepal Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Boðað til mótmæla vegna vopnasýningar í Lundúnum Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Líklega snúin staða sama hvernig fer í Noregi Sjá meira