Þrír drepnir í árás Ísraela í Jemen Ólafur Björn Sverrisson skrifar 21. júlí 2024 07:50 Mikill eldur kviknaði við höfnina í gær. epa Þrír voru drepnir og um 80 manns særðust í loftárásum Ísraela á hafnarborgina Hodeida í Jemen í gær. Árásin er viðbragð við loftárás Húta á Tel Aviv í Ísrael þar sem einn lét lífið og tíu særðust. Ísraelar höfðu heitið hefndum frá því að Hútum tókst að vinna bug á öflugu loftvarnarkerfi Ísraela fyrir helgi. Um er að ræða fyrstu árás Ísraela í Jemen frá því að Hútar hófu loft- og drónaárásir í Ísrael á síðasta ári. Samkvæmt upplýsingum Húta á samfélagsmiðlum var sprengjum Ísraelshers varpað á eldsneytisbirgðastöð og orkuver. Yahya Saree, talsmaður Húta, segir að Hútar munu svara árás Ísraela. Ísraelskri herinn greindi sömuleiðis frá því í gær að herþotur þeirra hefðu hæft hernaðarskotmörk í Hodeidah í Jemen sem andsvar við „hundruðum árása sem gerðar hafa verið gegn Ísraelsríki á síðastliðnum mánuðum“. Netanjahú segir bryggju, sem skotið var á, hafa verið notaða í „hernaðartilgangi“. Mikill eldsvoði kviknaði á höfninni í gærkvöldi eftir loftárásirnar. Einn lét lífið í árásum Húta í Tel Aviv fyrir helgi. Fram að því hafði öflugt loftvarnarkerfi Ísraela komið í veg fyrir mannfall en í þetta sinn hæfðu eldflaugar íbúðablokk í Tel Aviv „vegna mannlegra mistaka“ eins og það var orðað í færslu ísraelska hersins á samfélagsmiðlum. Hútar eru hliðhollir Hamas-samtökunum á Gaza og hafa gert fjölda árása á flutningaskip á Rauðahafi frá því í nóvember. Þeir segjast beina árásum sínum að skipum tengdum Ísrael í því skyni að styðja Palestínumenn vegna árása Ísraels á Gasaströndinni. Ísrael Jemen Hernaður Átök í Ísrael og Palestínu Tengdar fréttir Hútar hóta hefndum Hútar hóta hefndaraðgerðum vegna sprengjuárásum sem gerðar voru af Bretlandi og Bandaríkjunum í gærnótt. Tugþúsundir komu saman í Sana höfuðborg landsins til að mótmæla og krefjast aðgerða. 13. janúar 2024 00:10 Ráðast enn og aftur á Húta Bandaríkin og Bretland gerðu loftárásir á Húta í Jemen í dag í nýjustu bylgju aðgerða til að fella vígahópa sem eru studdir af Írönum. 3. febrúar 2024 23:58 Skutu niður eldflaug sem skotið var að herskipinu USS Laboon Bandaríkjaher hefur skotið niður eldflaug sem var á leið í átt að hersskipinu USS Laboon á Rauðahafi. 15. janúar 2024 06:51 Mest lesið Bátar brenna í Bolungarvík Innlent Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Innlent Meðvitundarlaus maður sóttur í Silfru Innlent Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Innlent „Fór algjörlega fram úr björtustu vonum“ Innlent Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Segir Guðlaug fara með rangt mál: „Hvimleið þessi valkvæða hlustun stjórnarandstöðunnar“ Innlent Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Innlent Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent Fleiri fréttir Ísraelsher stöðvaði aðra skútu með vistum Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Forsætisráðherra segir að átökin gætu færst nær stríði Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ „Tími til kominn að ljúka stríðinu á Gasa“ Lýsa yfir herlögum í Taílandi Ísraelsþing ályktar um innlimun Vesturbakkans Jeremy Corbyn leiðir nýja stjórnmálahreyfingu Þrýstingur eykst á Starmer að hann fari sömu leið og Frakkar Samninganefndir ræða fund leiðtoganna Karlmaður á fertugsaldri handtekinn fyrir sprengjuhótunina Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Frakkland viðurkennir Palestínu sem sjálfstætt ríki Hjálparstarf og fréttaflutningur í uppnámi vegna hungursneyðar Alls 81 barn látist úr hungri Maxwell boðuð á fund með fulltrúum Trump-stjórnarinnar Columbia greiðir tvö hundruð milljóna dala sáttagreiðslu Selenskí dregur í land Danskri sjónvarpsstöð barst sprengjuhótun Heitir bótum en stendur við lögin umdeildu Rússnesk farþegaflugvél hrapaði og á fimmta tug talinn af Níu látnir er landamæradeilur blossa upp Höfða mál vegna fullyrðinga um að forsetafrúin sé karlmaður Trump látinn vita að nafn hans væri í Epstein-skjölunum Málinu lokið og Kohberger sleppur við dauðarefsingu Hvalavinurinn ekki lengur eftirlýstur Ríki mega kæra hvert annað fyrir loftslagsbreytingar Epstein mætti í brúðkaup Trumps Sjá meira
Ísraelar höfðu heitið hefndum frá því að Hútum tókst að vinna bug á öflugu loftvarnarkerfi Ísraela fyrir helgi. Um er að ræða fyrstu árás Ísraela í Jemen frá því að Hútar hófu loft- og drónaárásir í Ísrael á síðasta ári. Samkvæmt upplýsingum Húta á samfélagsmiðlum var sprengjum Ísraelshers varpað á eldsneytisbirgðastöð og orkuver. Yahya Saree, talsmaður Húta, segir að Hútar munu svara árás Ísraela. Ísraelskri herinn greindi sömuleiðis frá því í gær að herþotur þeirra hefðu hæft hernaðarskotmörk í Hodeidah í Jemen sem andsvar við „hundruðum árása sem gerðar hafa verið gegn Ísraelsríki á síðastliðnum mánuðum“. Netanjahú segir bryggju, sem skotið var á, hafa verið notaða í „hernaðartilgangi“. Mikill eldsvoði kviknaði á höfninni í gærkvöldi eftir loftárásirnar. Einn lét lífið í árásum Húta í Tel Aviv fyrir helgi. Fram að því hafði öflugt loftvarnarkerfi Ísraela komið í veg fyrir mannfall en í þetta sinn hæfðu eldflaugar íbúðablokk í Tel Aviv „vegna mannlegra mistaka“ eins og það var orðað í færslu ísraelska hersins á samfélagsmiðlum. Hútar eru hliðhollir Hamas-samtökunum á Gaza og hafa gert fjölda árása á flutningaskip á Rauðahafi frá því í nóvember. Þeir segjast beina árásum sínum að skipum tengdum Ísrael í því skyni að styðja Palestínumenn vegna árása Ísraels á Gasaströndinni.
Ísrael Jemen Hernaður Átök í Ísrael og Palestínu Tengdar fréttir Hútar hóta hefndum Hútar hóta hefndaraðgerðum vegna sprengjuárásum sem gerðar voru af Bretlandi og Bandaríkjunum í gærnótt. Tugþúsundir komu saman í Sana höfuðborg landsins til að mótmæla og krefjast aðgerða. 13. janúar 2024 00:10 Ráðast enn og aftur á Húta Bandaríkin og Bretland gerðu loftárásir á Húta í Jemen í dag í nýjustu bylgju aðgerða til að fella vígahópa sem eru studdir af Írönum. 3. febrúar 2024 23:58 Skutu niður eldflaug sem skotið var að herskipinu USS Laboon Bandaríkjaher hefur skotið niður eldflaug sem var á leið í átt að hersskipinu USS Laboon á Rauðahafi. 15. janúar 2024 06:51 Mest lesið Bátar brenna í Bolungarvík Innlent Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Innlent Meðvitundarlaus maður sóttur í Silfru Innlent Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Innlent „Fór algjörlega fram úr björtustu vonum“ Innlent Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Segir Guðlaug fara með rangt mál: „Hvimleið þessi valkvæða hlustun stjórnarandstöðunnar“ Innlent Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Innlent Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent Fleiri fréttir Ísraelsher stöðvaði aðra skútu með vistum Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Forsætisráðherra segir að átökin gætu færst nær stríði Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ „Tími til kominn að ljúka stríðinu á Gasa“ Lýsa yfir herlögum í Taílandi Ísraelsþing ályktar um innlimun Vesturbakkans Jeremy Corbyn leiðir nýja stjórnmálahreyfingu Þrýstingur eykst á Starmer að hann fari sömu leið og Frakkar Samninganefndir ræða fund leiðtoganna Karlmaður á fertugsaldri handtekinn fyrir sprengjuhótunina Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Frakkland viðurkennir Palestínu sem sjálfstætt ríki Hjálparstarf og fréttaflutningur í uppnámi vegna hungursneyðar Alls 81 barn látist úr hungri Maxwell boðuð á fund með fulltrúum Trump-stjórnarinnar Columbia greiðir tvö hundruð milljóna dala sáttagreiðslu Selenskí dregur í land Danskri sjónvarpsstöð barst sprengjuhótun Heitir bótum en stendur við lögin umdeildu Rússnesk farþegaflugvél hrapaði og á fimmta tug talinn af Níu látnir er landamæradeilur blossa upp Höfða mál vegna fullyrðinga um að forsetafrúin sé karlmaður Trump látinn vita að nafn hans væri í Epstein-skjölunum Málinu lokið og Kohberger sleppur við dauðarefsingu Hvalavinurinn ekki lengur eftirlýstur Ríki mega kæra hvert annað fyrir loftslagsbreytingar Epstein mætti í brúðkaup Trumps Sjá meira
Hútar hóta hefndum Hútar hóta hefndaraðgerðum vegna sprengjuárásum sem gerðar voru af Bretlandi og Bandaríkjunum í gærnótt. Tugþúsundir komu saman í Sana höfuðborg landsins til að mótmæla og krefjast aðgerða. 13. janúar 2024 00:10
Ráðast enn og aftur á Húta Bandaríkin og Bretland gerðu loftárásir á Húta í Jemen í dag í nýjustu bylgju aðgerða til að fella vígahópa sem eru studdir af Írönum. 3. febrúar 2024 23:58
Skutu niður eldflaug sem skotið var að herskipinu USS Laboon Bandaríkjaher hefur skotið niður eldflaug sem var á leið í átt að hersskipinu USS Laboon á Rauðahafi. 15. janúar 2024 06:51