Býður sig fram til Íþróttamannanefndar IOC fyrstur Íslendinga Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 19. júlí 2024 14:29 Anton Sveinn McKee er á leiðinni á sína fjórðu Ólympíuleika því hann var einnig með í London 2012, Ríó 2016 og í Tókýó 2021. @isiiceland) Sundamaðurinn Anton Sveinn McKee verður fyrsti íslenski afreksíþróttamaðurinn sem býður sig fram til Íþróttamannanefndar Alþjóðaólympíunefndarinnar. Anton Sveinn er á leið á sína fjórðu Ólympíuleika og er einn af 29 frambjóðendum. Hann býður sig fram með fullum stuðningi Íþrótta- og Ólympíusambands Íslands. Frambjóðendur koma úr fimmtán íþróttagreinum og frá 29 Ólympíunefndum. Þetta kemur fram á heimasíðu ÍSÍ. Á Ólympíuleikunum í París munu fjórir frambjóðendur úr fjórum íþróttagreinum, hljóta kosningu í íþróttamannanefndina. Þeir sem hafa kosningarétt eru allir keppendur á Ólympíuleikunum í París 2024. Anton Sveinn hefur verið ötull við að taka þátt í vinnu og umræðum um ýmis málefni er snúa að íþróttafólki á Íslandi og þá sér í lagi baráttu afreksíþróttafólks fyrir bættum lýðréttindum. Hann hefur setið mörg málþing og ráðstefnur er tengjast afreksíþróttum á Íslandi og hefur átt sæti í Íþróttamannanefnd ÍSÍ síðan 2021. Anton Sveinn McKee hefur líka verið einn fremsti afreksíþróttamaður Íslands um árabil. Hann var meðal keppenda á fyrstu Ólympíuleikum ungmenna sem fóru fram í Singapore árið 2010 og fór á sína fyrstu Ólympíuleika í London árið 2012, þá 19 ára gamall. Hann er nú á leið á sína fjórðu leika í París í sumar en hann tryggði sér þátttökurétt á leikana í júlí á síðasta ári. Hann hefur sett sextán Íslandsmet á sínum ferli auk þess sem hans stærstu afrek eru að ná 2. sæti á EM í 25 m laug í desember 2023 og 6. sæti á HM í 50 m laug árið 2022. Hér má finna lista yfir alla frambjóðendurna og æviágrip þeirra. Atkvæðagreiðslan verður undir eftirliti og staðfest af kjörnefnd, sem skipuð er af forseta Alþjóðaólympíunefndarinnar, Thomas Bach, en meðlimir nefndarinnar eru: Nicole Hoevertsz (formaður), fulltrúi laganefndar Alþjóðaólympíunefndarinnar; Pâquerette Girard Zappelli, yfirmaður siðareglna og regluvörður; og Emma Terho, fulltrúi íþróttamannanefndar Alþjóðaólympíunefndarinnar. Ólympíuleikar Ólympíuleikar 2024 í París ÍSÍ Mest lesið Markalaust í Skírisskógi en Everton heldur áfram að safna stigum Enski boltinn Allt annað en sáttur með Frey Fótbolti Labbar inn í stjórn UEFA án kosningar og fær fyrir 23 milljónir á ári Fótbolti Leik lokið: Fram - Afturelding 36-33 | Fram í bikarúrslit eftir framlengingu Handbolti Fimm mörk, rautt spjald og kærkominn sigur United Enski boltinn Komnir með þrettán stiga forskot Enski boltinn Ronaldo sýndi óvænta óeigingirni Fótbolti Óvænt lausn á erfiðleikum Martins? „Væri á sama tíma alveg galið“ Körfubolti Lögreglumaður var fótboltabulla í felum Enski boltinn Uppgjörið: Stjarnan - ÍBV 34-29 | Stjarnan flaug í úrslit Handbolti Fleiri fréttir Elísabet byrjar á tveimur töpum Orri og félagar þurfa að koma til baka á Santiago Bernabéu Orri með fjögur gegn strákunum hans Guðmundar Leik lokið: Fram - Afturelding 36-33 | Fram í bikarúrslit eftir framlengingu Komnir með þrettán stiga forskot „Færð mig ekki í einhverja umræðu um Íslandsmeistaratitilinn núna“ Uppgjörið: Njarðvík - Þór Ak. 93-80 | Sjötti sigur grænna í röð Markalaust í Skírisskógi en Everton heldur áfram að safna stigum Fimm mörk, rautt spjald og kærkominn sigur United Haaland sneri aftur og var hetjan Valskonur unnu meistarana „Veit ekki hvar on-takkinn er“ „Þetta bara svíngekk“ Lárus hættir sem forseti ÍSÍ Sjötta tap Hauks og félaga í röð Atli Sigurjóns framlengir við KR Uppgjörið: Stjarnan - ÍBV 34-29 | Stjarnan flaug í úrslit Hatar samfélagsmiðla Darwin Núnez langt frá efstu mönnum í klúðruðum dauðafærum Labbar inn í stjórn UEFA án kosningar og fær fyrir 23 milljónir á ári Tannvesen á Mbappé sem spilar ekki í kvöld Hafa ekki tapað undanúrslitaleik í nítján ár Ætla ekki að bíða aftur í 24 ár Sveinn spilar í fimmta landinu Ronaldo sýndi óvænta óeigingirni Ótrúlegir taktar á æfingu hjá Pablo Punyed Yngri bróðir Benoný Breka yfirgefur líka KR „Fyrr skal ég dauður liggja“ Slot í bann og stýrir Liverpool ekki í kvöld Bíður í startholunum í Washington: „Ég elska Ísland og Selfoss“ Sjá meira
Anton Sveinn er á leið á sína fjórðu Ólympíuleika og er einn af 29 frambjóðendum. Hann býður sig fram með fullum stuðningi Íþrótta- og Ólympíusambands Íslands. Frambjóðendur koma úr fimmtán íþróttagreinum og frá 29 Ólympíunefndum. Þetta kemur fram á heimasíðu ÍSÍ. Á Ólympíuleikunum í París munu fjórir frambjóðendur úr fjórum íþróttagreinum, hljóta kosningu í íþróttamannanefndina. Þeir sem hafa kosningarétt eru allir keppendur á Ólympíuleikunum í París 2024. Anton Sveinn hefur verið ötull við að taka þátt í vinnu og umræðum um ýmis málefni er snúa að íþróttafólki á Íslandi og þá sér í lagi baráttu afreksíþróttafólks fyrir bættum lýðréttindum. Hann hefur setið mörg málþing og ráðstefnur er tengjast afreksíþróttum á Íslandi og hefur átt sæti í Íþróttamannanefnd ÍSÍ síðan 2021. Anton Sveinn McKee hefur líka verið einn fremsti afreksíþróttamaður Íslands um árabil. Hann var meðal keppenda á fyrstu Ólympíuleikum ungmenna sem fóru fram í Singapore árið 2010 og fór á sína fyrstu Ólympíuleika í London árið 2012, þá 19 ára gamall. Hann er nú á leið á sína fjórðu leika í París í sumar en hann tryggði sér þátttökurétt á leikana í júlí á síðasta ári. Hann hefur sett sextán Íslandsmet á sínum ferli auk þess sem hans stærstu afrek eru að ná 2. sæti á EM í 25 m laug í desember 2023 og 6. sæti á HM í 50 m laug árið 2022. Hér má finna lista yfir alla frambjóðendurna og æviágrip þeirra. Atkvæðagreiðslan verður undir eftirliti og staðfest af kjörnefnd, sem skipuð er af forseta Alþjóðaólympíunefndarinnar, Thomas Bach, en meðlimir nefndarinnar eru: Nicole Hoevertsz (formaður), fulltrúi laganefndar Alþjóðaólympíunefndarinnar; Pâquerette Girard Zappelli, yfirmaður siðareglna og regluvörður; og Emma Terho, fulltrúi íþróttamannanefndar Alþjóðaólympíunefndarinnar.
Ólympíuleikar Ólympíuleikar 2024 í París ÍSÍ Mest lesið Markalaust í Skírisskógi en Everton heldur áfram að safna stigum Enski boltinn Allt annað en sáttur með Frey Fótbolti Labbar inn í stjórn UEFA án kosningar og fær fyrir 23 milljónir á ári Fótbolti Leik lokið: Fram - Afturelding 36-33 | Fram í bikarúrslit eftir framlengingu Handbolti Fimm mörk, rautt spjald og kærkominn sigur United Enski boltinn Komnir með þrettán stiga forskot Enski boltinn Ronaldo sýndi óvænta óeigingirni Fótbolti Óvænt lausn á erfiðleikum Martins? „Væri á sama tíma alveg galið“ Körfubolti Lögreglumaður var fótboltabulla í felum Enski boltinn Uppgjörið: Stjarnan - ÍBV 34-29 | Stjarnan flaug í úrslit Handbolti Fleiri fréttir Elísabet byrjar á tveimur töpum Orri og félagar þurfa að koma til baka á Santiago Bernabéu Orri með fjögur gegn strákunum hans Guðmundar Leik lokið: Fram - Afturelding 36-33 | Fram í bikarúrslit eftir framlengingu Komnir með þrettán stiga forskot „Færð mig ekki í einhverja umræðu um Íslandsmeistaratitilinn núna“ Uppgjörið: Njarðvík - Þór Ak. 93-80 | Sjötti sigur grænna í röð Markalaust í Skírisskógi en Everton heldur áfram að safna stigum Fimm mörk, rautt spjald og kærkominn sigur United Haaland sneri aftur og var hetjan Valskonur unnu meistarana „Veit ekki hvar on-takkinn er“ „Þetta bara svíngekk“ Lárus hættir sem forseti ÍSÍ Sjötta tap Hauks og félaga í röð Atli Sigurjóns framlengir við KR Uppgjörið: Stjarnan - ÍBV 34-29 | Stjarnan flaug í úrslit Hatar samfélagsmiðla Darwin Núnez langt frá efstu mönnum í klúðruðum dauðafærum Labbar inn í stjórn UEFA án kosningar og fær fyrir 23 milljónir á ári Tannvesen á Mbappé sem spilar ekki í kvöld Hafa ekki tapað undanúrslitaleik í nítján ár Ætla ekki að bíða aftur í 24 ár Sveinn spilar í fimmta landinu Ronaldo sýndi óvænta óeigingirni Ótrúlegir taktar á æfingu hjá Pablo Punyed Yngri bróðir Benoný Breka yfirgefur líka KR „Fyrr skal ég dauður liggja“ Slot í bann og stýrir Liverpool ekki í kvöld Bíður í startholunum í Washington: „Ég elska Ísland og Selfoss“ Sjá meira