Í fréttatilkynningu frá Öskju um ráðninguna segir að Víkingur sé með MBA-gráðu frá Háskóla Íslands sem og BA-gráðu í lögfræði frá sama skóla.
„Það er frábært að sjá unga starfsmenn vaxa innan félagsins, Víkingur hefur sannarlega gert það en hann byrjaði sem sölumaður Mercedes-Benz fyrir sjö árum síðan. Askja er með fjögur öflug vörumerki og alla þjónustu í kringum þau þannig að stýring markaðsmála er umfangsmikið og spennandi verkefni sem við erum heppin að fá Víking til að leysa með okkur,“ er haft eftir Jóni Trausta Ólafssyni, forstjóra Öskju.
:„Það er mikill heiður að fá að stýra markaðsmálum Öskju, og leiða þetta sterka markaðsteymi sem byggt hefur verið upp á síðustu misserum. Sjálfur hef ég alltaf verið mikið í kringum bíla og þekki bílabransann vel. Fram undan eru virkilega spennandi verkefni og ég hlakka til að halda áfram þeirri frábæru vegferð sem félagið hefur verið á undanfarið,“ er haft eftir Víkingi.