Vinaleg beiðni sögð kveikjan að árásinni á Krít Jón Þór Stefánsson skrifar 18. júlí 2024 12:08 Árásin átti sér stað á Heraklíon á Krít í Grikklandi á þriðjudag. Getty Lögreglan í Grikklandi hefur borið kennsl á tvo af fjórum mönnum sem réðust á fjölskyldu íslenskrar konu á bar á aðalgötu Heraklíon á Krít í Grikklandi á þriðjudag. Samkvæmt CNN í Grikklandi eru þessir tveir árásarmenn á fertugsaldri. Minna er vitað um hina tvo. Í grískum fjölmiðlum er þeim lýst sem „blóðheitum“. Íslenska konan er 41 árs gömul, maðurinn sem er af kanadísk-grískum uppruna er enn á sjúkrahúsi og er 49 ára gamall. Tveir synir þeirra eru 21 og 18 ára. Veistu meira um málið? Sendu okkur upplýsingar á ritstjorn@visir.is. Málið virðist hafa vakið athygli í Grikklandi, en Olgas Kefalogiannis, ráðherra ferðamála í Grikklandi, er sagður hafa spurt út sjúkrahúsið út í líðan mannsins. Samkvæmt gríska miðlinum Cretelive er maðurinn sagður með áverka á höfði, einkum á kjálka. Talið er að hann muni fara í aðgerð á kjálka á morgun. Fjölskyldan, sem elski Krít og heimsæki eyjuna að minnsta kosti tvisvar á ári, er sögð í áfalli vegna árásarinnar. Cretelive hefur eftir fjölskyldunni að þau hafi verið saman á umræddum bar á aðalgötu Heraklíon. Fjölskyldufaðirinn og einn sonurinn eru sagðir hafa verið eftir á barnum til að borga reikninginn og maður úr stærri hópi hafi óvart brennt hann með sígarettu. Faðirinn hafi brýnt vinalega fyrir honum að það væri ekki í lagi. En þá hafi árásin hafist. Árásarmennirnir hafi ráðist á föðurinn og soninn, síðan móðurina og einnig fjórtán ára stúlku sem reyndi grípa inn í og stöðva árásina. Skelfing braut um sig og lögreglan var kölluð til en árásarmönnunum tókst að hlaupa undan. Grikkland Íslendingar erlendis Erlend sakamál Mest lesið Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn Innlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Erlent Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Erlent Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Erlent Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Innlent „Býsna margt orðið grænmerkt“ Innlent Konan er fundin Innlent Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Innlent Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Innlent Fleiri fréttir Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Tuttugu og fimm stúlkna saknað úr sumarbúðum vegna flóða Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Rússar sagðir nota efnavopn í Úkraínu í auknum mæli Tveir ferðamenn létust í fílaárás í Sambíu Stunguárás í Tampere hvorki talin hryðjuverk né rasísk árás Sænskur glæpaforingi tekinn fastur í Tyrklandi Leiðtogar Hamas sagðir þokast nær því að samþykkja vopnahlé Vilja nýta formennskuna til að láta sverfa til stáls gegn Ungverjum Tugir slasaðir eftir sprengingu á bensínstöð í Róm Hæstiréttur opnar á brottflutning til þriðja ríkis Engin árangur af símtalinu og fjórtán látnir eftir árás á Kænugarð Stóra og fallega frumvarpið verður að lögum Voru á há-áhættu lista BBC fyrir Glastonbury Fjöldi flugferða felldur niður vegna verkfalls franskra flugumferðarstjóra Danskur covid-samsærissinni bendlaður við rússneskan upplýsingahernað Trúarhópar mótmæla Zúmba-kennslu á Indlandi Stjórnlaus gróðureldur ógnar heimilum á Krít „Stóra og fallega frumvarpið“ enn í limbó á þinginu Combs áfram í gæsluvarðhaldi Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Jimmy Swaggart allur Evrópuríkjum leyft að nota kolefnisjöfnun erlendis í fyrsta skipti Diddy sakfelldur í tveimur af fimm ákæruliðum Boðar arftaka Dalai Lama Paramount lúffar fyrir Trump og greiðir bætur vegna Kamölu Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Sjá meira
Samkvæmt CNN í Grikklandi eru þessir tveir árásarmenn á fertugsaldri. Minna er vitað um hina tvo. Í grískum fjölmiðlum er þeim lýst sem „blóðheitum“. Íslenska konan er 41 árs gömul, maðurinn sem er af kanadísk-grískum uppruna er enn á sjúkrahúsi og er 49 ára gamall. Tveir synir þeirra eru 21 og 18 ára. Veistu meira um málið? Sendu okkur upplýsingar á ritstjorn@visir.is. Málið virðist hafa vakið athygli í Grikklandi, en Olgas Kefalogiannis, ráðherra ferðamála í Grikklandi, er sagður hafa spurt út sjúkrahúsið út í líðan mannsins. Samkvæmt gríska miðlinum Cretelive er maðurinn sagður með áverka á höfði, einkum á kjálka. Talið er að hann muni fara í aðgerð á kjálka á morgun. Fjölskyldan, sem elski Krít og heimsæki eyjuna að minnsta kosti tvisvar á ári, er sögð í áfalli vegna árásarinnar. Cretelive hefur eftir fjölskyldunni að þau hafi verið saman á umræddum bar á aðalgötu Heraklíon. Fjölskyldufaðirinn og einn sonurinn eru sagðir hafa verið eftir á barnum til að borga reikninginn og maður úr stærri hópi hafi óvart brennt hann með sígarettu. Faðirinn hafi brýnt vinalega fyrir honum að það væri ekki í lagi. En þá hafi árásin hafist. Árásarmennirnir hafi ráðist á föðurinn og soninn, síðan móðurina og einnig fjórtán ára stúlku sem reyndi grípa inn í og stöðva árásina. Skelfing braut um sig og lögreglan var kölluð til en árásarmönnunum tókst að hlaupa undan.
Grikkland Íslendingar erlendis Erlend sakamál Mest lesið Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn Innlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Erlent Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Erlent Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Erlent Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Innlent „Býsna margt orðið grænmerkt“ Innlent Konan er fundin Innlent Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Innlent Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Innlent Fleiri fréttir Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Tuttugu og fimm stúlkna saknað úr sumarbúðum vegna flóða Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Rússar sagðir nota efnavopn í Úkraínu í auknum mæli Tveir ferðamenn létust í fílaárás í Sambíu Stunguárás í Tampere hvorki talin hryðjuverk né rasísk árás Sænskur glæpaforingi tekinn fastur í Tyrklandi Leiðtogar Hamas sagðir þokast nær því að samþykkja vopnahlé Vilja nýta formennskuna til að láta sverfa til stáls gegn Ungverjum Tugir slasaðir eftir sprengingu á bensínstöð í Róm Hæstiréttur opnar á brottflutning til þriðja ríkis Engin árangur af símtalinu og fjórtán látnir eftir árás á Kænugarð Stóra og fallega frumvarpið verður að lögum Voru á há-áhættu lista BBC fyrir Glastonbury Fjöldi flugferða felldur niður vegna verkfalls franskra flugumferðarstjóra Danskur covid-samsærissinni bendlaður við rússneskan upplýsingahernað Trúarhópar mótmæla Zúmba-kennslu á Indlandi Stjórnlaus gróðureldur ógnar heimilum á Krít „Stóra og fallega frumvarpið“ enn í limbó á þinginu Combs áfram í gæsluvarðhaldi Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Jimmy Swaggart allur Evrópuríkjum leyft að nota kolefnisjöfnun erlendis í fyrsta skipti Diddy sakfelldur í tveimur af fimm ákæruliðum Boðar arftaka Dalai Lama Paramount lúffar fyrir Trump og greiðir bætur vegna Kamölu Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Sjá meira