Hafnar rannsókn og segist fyrst vilja sigra Hamas Hólmfríður Gísladóttir skrifar 18. júlí 2024 10:32 Það þarf varla að koma á óvart að Netanyahu vill fyrst hafa sigur í stríðinu við Hamas áður en ráðist verður í rannsókn á mistökum yfirvalda. AP/Ohad Zwigenberg Benjamin Netanyahu, forsætisráðherra Ísrael, hefur hafnað áköllum eftir sjálfstæðri rannsókn á því hvernig árásir Hamas 7. október síðastliðinn gátu átt sér stað. Forsætisráðherrann og ríkisstjórn hans hafa sætt harðri gagnrýni vegna þeirra öryggisbresta sem komu í ljós í árásinni, þar sem næstum 1.200 voru myrtir og um 250 teknir í gíslingu. „Fyrst vil ég sigra Hamas,“ sagði Netanyahu á ísraelska þinginu í gær. Talsmaður hans sagði forsætisráðherrann ekki freista þess að koma sér undan rannsókn heldur þyrftu stjórnvöld núna að einbeita sér að því að hafa sigur í yfirstandandi átökum. „Það sem fólk vill að við gerum núna er ekki að ráðast í dramatíska innri rannsókn á meðan gíslar eru enn í haldi og á meðan hermenn hafa kvatt daglegt líf til að verja landið sitt. Að sjálfsögðu verður málið rannsakað en núna erum við að einblína á að hafa sigur í þessu stríði,“ hefur Guardian eftir talsmanninum. Sundrung virðist meðal ráðamanna hvað þetta varðar en varnarmálaráðherrann Yoav Gallant kallaði eftir því í síðustu viku að sett yrði á fót nefnd til að rannsaka árásina 7. október. Allt þyrfti að vera undir; ráðamenn, herinn, öryggisyfirvöld. Myndskeið birtist í síðustu viku af fundi Netanyahu með fjölskyldum látnu þar sem forsætisráðherrann neitaði að biðjast afsökunar á þeim mistökum sem urðu til þess að árásarmönnunum tókst ætlunarverk sitt. Þá virtist hann hissa þegar fjölskyldurnar lýstu því að hermenn við eftirlit í Nahal Oz hefðu varað hefði verið við árásunum. Hershöfðinginn Aharon Haliva, yfirmaður leyniþjónustu hersins, sagði af sér vegna málsins í apríl og í síðustu viku sagði háttsettur embættismaður öryggiststofnunarinnar Shin Bet einnig af sér. Hann hefur ekki verið nefndur á nafn en aðeins nefndur „Aleph“, sem er fyrsti stafur hebreska stafrófsins. Kallað hefur verið eftir afsögn Netanyahu í fjölmennum mótmælum en ólíklegt verður að teljast að forsætisráðherrann svari kallinu. Átök í Ísrael og Palestínu Ísrael Mest lesið Nítján ára ferðamaður fannst látinn Erlent Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Innlent Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Innlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Innlent Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Innlent Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn Innlent Hegseth hafi logið því að gengið sé á vopnabirgðir Bandaríkjanna Erlent Hiti nær tuttugu stigum víða á morgun Veður Vill meira frá ríkinu, annars gætu nemar þurft að borga meira Innlent Fleiri fréttir Banamaður ráðherra fær að stíga fæti út fyrir fangelsið Um sjötíu látnir í flóðunum og stúlknanna enn leitað Hegseth hafi logið því að gengið sé á vopnabirgðir Bandaríkjanna Nítján ára ferðamaður fannst látinn Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Tuttugu og fimm stúlkna saknað úr sumarbúðum vegna flóða Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Rússar sagðir nota efnavopn í Úkraínu í auknum mæli Tveir ferðamenn létust í fílaárás í Sambíu Stunguárás í Tampere hvorki talin hryðjuverk né rasísk árás Sænskur glæpaforingi tekinn fastur í Tyrklandi Leiðtogar Hamas sagðir þokast nær því að samþykkja vopnahlé Vilja nýta formennskuna til að láta sverfa til stáls gegn Ungverjum Tugir slasaðir eftir sprengingu á bensínstöð í Róm Hæstiréttur opnar á brottflutning til þriðja ríkis Engin árangur af símtalinu og fjórtán látnir eftir árás á Kænugarð Stóra og fallega frumvarpið verður að lögum Voru á há-áhættu lista BBC fyrir Glastonbury Fjöldi flugferða felldur niður vegna verkfalls franskra flugumferðarstjóra Danskur covid-samsærissinni bendlaður við rússneskan upplýsingahernað Trúarhópar mótmæla Zúmba-kennslu á Indlandi Stjórnlaus gróðureldur ógnar heimilum á Krít „Stóra og fallega frumvarpið“ enn í limbó á þinginu Combs áfram í gæsluvarðhaldi Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Jimmy Swaggart allur Evrópuríkjum leyft að nota kolefnisjöfnun erlendis í fyrsta skipti Sjá meira
Forsætisráðherrann og ríkisstjórn hans hafa sætt harðri gagnrýni vegna þeirra öryggisbresta sem komu í ljós í árásinni, þar sem næstum 1.200 voru myrtir og um 250 teknir í gíslingu. „Fyrst vil ég sigra Hamas,“ sagði Netanyahu á ísraelska þinginu í gær. Talsmaður hans sagði forsætisráðherrann ekki freista þess að koma sér undan rannsókn heldur þyrftu stjórnvöld núna að einbeita sér að því að hafa sigur í yfirstandandi átökum. „Það sem fólk vill að við gerum núna er ekki að ráðast í dramatíska innri rannsókn á meðan gíslar eru enn í haldi og á meðan hermenn hafa kvatt daglegt líf til að verja landið sitt. Að sjálfsögðu verður málið rannsakað en núna erum við að einblína á að hafa sigur í þessu stríði,“ hefur Guardian eftir talsmanninum. Sundrung virðist meðal ráðamanna hvað þetta varðar en varnarmálaráðherrann Yoav Gallant kallaði eftir því í síðustu viku að sett yrði á fót nefnd til að rannsaka árásina 7. október. Allt þyrfti að vera undir; ráðamenn, herinn, öryggisyfirvöld. Myndskeið birtist í síðustu viku af fundi Netanyahu með fjölskyldum látnu þar sem forsætisráðherrann neitaði að biðjast afsökunar á þeim mistökum sem urðu til þess að árásarmönnunum tókst ætlunarverk sitt. Þá virtist hann hissa þegar fjölskyldurnar lýstu því að hermenn við eftirlit í Nahal Oz hefðu varað hefði verið við árásunum. Hershöfðinginn Aharon Haliva, yfirmaður leyniþjónustu hersins, sagði af sér vegna málsins í apríl og í síðustu viku sagði háttsettur embættismaður öryggiststofnunarinnar Shin Bet einnig af sér. Hann hefur ekki verið nefndur á nafn en aðeins nefndur „Aleph“, sem er fyrsti stafur hebreska stafrófsins. Kallað hefur verið eftir afsögn Netanyahu í fjölmennum mótmælum en ólíklegt verður að teljast að forsætisráðherrann svari kallinu.
Átök í Ísrael og Palestínu Ísrael Mest lesið Nítján ára ferðamaður fannst látinn Erlent Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Innlent Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Innlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Innlent Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Innlent Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn Innlent Hegseth hafi logið því að gengið sé á vopnabirgðir Bandaríkjanna Erlent Hiti nær tuttugu stigum víða á morgun Veður Vill meira frá ríkinu, annars gætu nemar þurft að borga meira Innlent Fleiri fréttir Banamaður ráðherra fær að stíga fæti út fyrir fangelsið Um sjötíu látnir í flóðunum og stúlknanna enn leitað Hegseth hafi logið því að gengið sé á vopnabirgðir Bandaríkjanna Nítján ára ferðamaður fannst látinn Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Tuttugu og fimm stúlkna saknað úr sumarbúðum vegna flóða Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Rússar sagðir nota efnavopn í Úkraínu í auknum mæli Tveir ferðamenn létust í fílaárás í Sambíu Stunguárás í Tampere hvorki talin hryðjuverk né rasísk árás Sænskur glæpaforingi tekinn fastur í Tyrklandi Leiðtogar Hamas sagðir þokast nær því að samþykkja vopnahlé Vilja nýta formennskuna til að láta sverfa til stáls gegn Ungverjum Tugir slasaðir eftir sprengingu á bensínstöð í Róm Hæstiréttur opnar á brottflutning til þriðja ríkis Engin árangur af símtalinu og fjórtán látnir eftir árás á Kænugarð Stóra og fallega frumvarpið verður að lögum Voru á há-áhættu lista BBC fyrir Glastonbury Fjöldi flugferða felldur niður vegna verkfalls franskra flugumferðarstjóra Danskur covid-samsærissinni bendlaður við rússneskan upplýsingahernað Trúarhópar mótmæla Zúmba-kennslu á Indlandi Stjórnlaus gróðureldur ógnar heimilum á Krít „Stóra og fallega frumvarpið“ enn í limbó á þinginu Combs áfram í gæsluvarðhaldi Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Jimmy Swaggart allur Evrópuríkjum leyft að nota kolefnisjöfnun erlendis í fyrsta skipti Sjá meira