Sæmdur fálkaorðu fyrir endurreisn safns Samúels Jónssonar Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 18. júlí 2024 07:51 Gerhard er frá Þýskalandi og hefur í yfir aldarfjórðung unnið að endurreisn Listasafns Samúels Jónssonar í Selárdal í Arnarfirði. Una Sighvatsdóttir Forseti Íslands sæmdi í gær þýska myndlistarmanninn Gerhard König riddarakrossi hinnar íslensku fálkaorðu fyrir störf hans í þágu varðveislu íslenskrar menningarsögu. Gerhard er frá Þýskalandi og hefur í yfir aldarfjórðung unnið að endurreisn listasafns Samúels Jónssonar í Selárdal í Arnarfirði. Gerhard kom fyrst í Selárdal sem ferðamaður árið 1997 og varð þegar hugfanginn af staðnum. Í kjölfarið gerðist hann stofnfélagi í Félagi Listasafns Samúels Jónssonar ásamt hópi Íslendinga. Sama ár hóf hann viðgeðrðir á listaverkum Samúels og húsum sem hann hefur síðan unnið ötullega að í yfir sjötíu ferðum vestur. Verkefnið stendur enn yfir. Gerhard König og samverkamenn hans í Selárdal, þeir Ólafur Jóhann Engilbertsson, Kári Schram, Ríkharður Kristjánsson og Sigurgeir Þorbjörnsson.Una Sighvatsdóttir Árið 2018 var Gerhard til viðtals á Vísi. Þar sagðist hann hafa farið um sjötíu ferðir í Selárdal og búið fyrstu tvö árin í hjólhúsi og svo í inni í listahúsinu hans Samúels sem er lítið óeinangrað hús á tveimur hæðum. Gerhard segir verkefnið hafa verið sér ástríða en hann hefur varið hundruðum klukkustunda í endurbætur á listaverkum og byggingum Samúels Jónssonar. „Ég sé fyrir mér að í framtíðinni getið verið þarna menningarmiðstöð og vil vinna þeirri hugmynd brautargengi. Er mjög spenntur fyrir því. Það krefst margra fúsra vinnuhanda! Svo það verður að vera hópur á bak við slíkt og auðvitað þarf fjármagn. Þannig er þetta bara,“ er haft eftir honum í viðtalinu. Altaristöflunni var hafnað af sóknarnefnd Selárdalskirkju, Samúel til mikilla vonbrigða.Listasafn Samúels Jónssonar Þegar byggð var sem blómlegust í Selárdal voru þar yfir 30 bæir og um 200 íbúar. Síðasti ábúandinn lést 2010 en ýmsir sem eiga rætur í dalnum leita þangað yfir sumarið. Samúel Jónsson í Selárdal er einn frægasti alþýðulistamaður Íslands. Hann var bóndi í Brautarholti í Selárdal til æviloka árið 1969. „Samúel málaði fjölmörg olíumálverk og landslagsmyndir sem hann rammaði inn sjálfur. Hann gerði sér högglistagarð, skar út í tré og gerði einnig líkön, m.a. af Péturskirkjunni í Róm og af indversku musteri. Þessi líkön voru listavel gerð úr hundruðum ef ekki þúsundum smáhluta og duldist engum að bak við þessi líkön voru margar vinnustundir, þolinmæði og djúpstæð sköpunargleði. Samúel gerði hinsvegar ekki víðreist um dagana. Til annara landa hafði hann aldrei komið en studdist við myndir úr bókum og póstkort við listsköpun sína,“ segir um Samúel á heimasíðu safnsins. Kirkjuna í Brautarholti reisti Samúel til að hýsa altaristöfluna sína.Listasafn Samúels Jónssonar Þegar kirkjan í Selárdal fagnaði hundrað ára afmæli ákvað Samúel að mála altaristöflu sem hann hugðist gefa kirkjunni. Gjöf hans var þó hafnað af sóknarnefndinni sem var Samúel mikil vonbrigði. „Hann lét þó ekki hugfallast og reisti af eigin rammleik kirkju sem hýsa skyldi altaristöfluna. Kirkjan var steypt upp af mikilli útsjónarsemi og í þrepum því Samúel hafði aðeins eitt sett af mótatimbri og gat því aðeins steypt upp sem svaraði einni fjöl í einu. Mölina í steypuna sótti hann niður í fjöru og bar á bakinu (lyft á eins manns herðum) og sementið sótti hann á Bíldudal,“ segir á heimasíðunni. Fálkaorðan Myndlist Menning Söfn Ísafjarðarbær Forseti Íslands Guðni Th. Jóhannesson Tengdar fréttir Á um sjötíu ferðir í Selárdal Unnið hefur verið að endurreisn Listasafns Samúels í Selárdal í 20 ár. Margir hafa komið að því verki en enginn á þar viðlíka mörg handtök og myndhöggvarinn Gerhard König sem hefur lagt sál sína í listagarð á hjara veraldar. 25. febrúar 2018 20:30 Mest lesið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Innlent Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Erlent Björg býður ungliðum til fundar Innlent Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Innlent Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Innlent Staðin að því að stinga inn á sig snyrtivörum Innlent Takmarka fjölda nemenda utan EES Innlent Fleiri fréttir Áttu að taka tillit til þess að talsmaðurinn klikkaði Guðrún vinsælli en Agnes og traust til kirkjunnar á uppleið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Björg býður ungliðum til fundar Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Staðin að því að stinga inn á sig snyrtivörum Takmarka fjölda nemenda utan EES Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Mikill meirihluti ánægður með að Ísland taki ekki þátt Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Pollróleg þó starfsáætlun þingsins hafi verið felld úr gildi Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Ragnhildur nýr framkvæmdastjóri Píeta samtakanna Norðurþing og Heidelberg undirrita viljayfirlýsingu vegna uppbyggingar á Bakka Skoða málsókn vegna látinna sona og hagstæðustu jólainnkaupin Vestmannaeyjastrengir 4 og 5 teknir í rekstur Grunaður um manndráp á Kársnesi Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Stofnunum fækkar um tuttugu Ísland tekur höndum saman með Norðurlöndum og Eystrasaltsríkjum Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Skilaboð Vestfirðings til stjórnvalda ekki útvarpshæf eftir 50 milljóna króna tjón Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Óska eftir myndefni frá Kársnesi vegna mannslátsins „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni „Grafalvarlegt“ að Ísland fari gegn vísindalegri ráðgjöf Laxar struku úr landeldi í Eyjum Starfsáætlun þingsins kippt úr sambandi Faldi töflurnar í nammipoka Sjá meira
Gerhard kom fyrst í Selárdal sem ferðamaður árið 1997 og varð þegar hugfanginn af staðnum. Í kjölfarið gerðist hann stofnfélagi í Félagi Listasafns Samúels Jónssonar ásamt hópi Íslendinga. Sama ár hóf hann viðgeðrðir á listaverkum Samúels og húsum sem hann hefur síðan unnið ötullega að í yfir sjötíu ferðum vestur. Verkefnið stendur enn yfir. Gerhard König og samverkamenn hans í Selárdal, þeir Ólafur Jóhann Engilbertsson, Kári Schram, Ríkharður Kristjánsson og Sigurgeir Þorbjörnsson.Una Sighvatsdóttir Árið 2018 var Gerhard til viðtals á Vísi. Þar sagðist hann hafa farið um sjötíu ferðir í Selárdal og búið fyrstu tvö árin í hjólhúsi og svo í inni í listahúsinu hans Samúels sem er lítið óeinangrað hús á tveimur hæðum. Gerhard segir verkefnið hafa verið sér ástríða en hann hefur varið hundruðum klukkustunda í endurbætur á listaverkum og byggingum Samúels Jónssonar. „Ég sé fyrir mér að í framtíðinni getið verið þarna menningarmiðstöð og vil vinna þeirri hugmynd brautargengi. Er mjög spenntur fyrir því. Það krefst margra fúsra vinnuhanda! Svo það verður að vera hópur á bak við slíkt og auðvitað þarf fjármagn. Þannig er þetta bara,“ er haft eftir honum í viðtalinu. Altaristöflunni var hafnað af sóknarnefnd Selárdalskirkju, Samúel til mikilla vonbrigða.Listasafn Samúels Jónssonar Þegar byggð var sem blómlegust í Selárdal voru þar yfir 30 bæir og um 200 íbúar. Síðasti ábúandinn lést 2010 en ýmsir sem eiga rætur í dalnum leita þangað yfir sumarið. Samúel Jónsson í Selárdal er einn frægasti alþýðulistamaður Íslands. Hann var bóndi í Brautarholti í Selárdal til æviloka árið 1969. „Samúel málaði fjölmörg olíumálverk og landslagsmyndir sem hann rammaði inn sjálfur. Hann gerði sér högglistagarð, skar út í tré og gerði einnig líkön, m.a. af Péturskirkjunni í Róm og af indversku musteri. Þessi líkön voru listavel gerð úr hundruðum ef ekki þúsundum smáhluta og duldist engum að bak við þessi líkön voru margar vinnustundir, þolinmæði og djúpstæð sköpunargleði. Samúel gerði hinsvegar ekki víðreist um dagana. Til annara landa hafði hann aldrei komið en studdist við myndir úr bókum og póstkort við listsköpun sína,“ segir um Samúel á heimasíðu safnsins. Kirkjuna í Brautarholti reisti Samúel til að hýsa altaristöfluna sína.Listasafn Samúels Jónssonar Þegar kirkjan í Selárdal fagnaði hundrað ára afmæli ákvað Samúel að mála altaristöflu sem hann hugðist gefa kirkjunni. Gjöf hans var þó hafnað af sóknarnefndinni sem var Samúel mikil vonbrigði. „Hann lét þó ekki hugfallast og reisti af eigin rammleik kirkju sem hýsa skyldi altaristöfluna. Kirkjan var steypt upp af mikilli útsjónarsemi og í þrepum því Samúel hafði aðeins eitt sett af mótatimbri og gat því aðeins steypt upp sem svaraði einni fjöl í einu. Mölina í steypuna sótti hann niður í fjöru og bar á bakinu (lyft á eins manns herðum) og sementið sótti hann á Bíldudal,“ segir á heimasíðunni.
Fálkaorðan Myndlist Menning Söfn Ísafjarðarbær Forseti Íslands Guðni Th. Jóhannesson Tengdar fréttir Á um sjötíu ferðir í Selárdal Unnið hefur verið að endurreisn Listasafns Samúels í Selárdal í 20 ár. Margir hafa komið að því verki en enginn á þar viðlíka mörg handtök og myndhöggvarinn Gerhard König sem hefur lagt sál sína í listagarð á hjara veraldar. 25. febrúar 2018 20:30 Mest lesið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Innlent Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Erlent Björg býður ungliðum til fundar Innlent Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Innlent Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Innlent Staðin að því að stinga inn á sig snyrtivörum Innlent Takmarka fjölda nemenda utan EES Innlent Fleiri fréttir Áttu að taka tillit til þess að talsmaðurinn klikkaði Guðrún vinsælli en Agnes og traust til kirkjunnar á uppleið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Björg býður ungliðum til fundar Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Staðin að því að stinga inn á sig snyrtivörum Takmarka fjölda nemenda utan EES Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Mikill meirihluti ánægður með að Ísland taki ekki þátt Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Pollróleg þó starfsáætlun þingsins hafi verið felld úr gildi Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Ragnhildur nýr framkvæmdastjóri Píeta samtakanna Norðurþing og Heidelberg undirrita viljayfirlýsingu vegna uppbyggingar á Bakka Skoða málsókn vegna látinna sona og hagstæðustu jólainnkaupin Vestmannaeyjastrengir 4 og 5 teknir í rekstur Grunaður um manndráp á Kársnesi Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Stofnunum fækkar um tuttugu Ísland tekur höndum saman með Norðurlöndum og Eystrasaltsríkjum Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Skilaboð Vestfirðings til stjórnvalda ekki útvarpshæf eftir 50 milljóna króna tjón Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Óska eftir myndefni frá Kársnesi vegna mannslátsins „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni „Grafalvarlegt“ að Ísland fari gegn vísindalegri ráðgjöf Laxar struku úr landeldi í Eyjum Starfsáætlun þingsins kippt úr sambandi Faldi töflurnar í nammipoka Sjá meira
Á um sjötíu ferðir í Selárdal Unnið hefur verið að endurreisn Listasafns Samúels í Selárdal í 20 ár. Margir hafa komið að því verki en enginn á þar viðlíka mörg handtök og myndhöggvarinn Gerhard König sem hefur lagt sál sína í listagarð á hjara veraldar. 25. febrúar 2018 20:30