Færeyjaferð endaði á Hotel Cabin: „Búnar að hlæja viðstöðulaust síðan við fórum upp á völl“ Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar 17. júlí 2024 20:35 Helga Lind og Júlíanna eftir langan ferðadag sem skilaði þeim í Borgartúnið. Aðsend Ferðalag vinkvennanna Helgu Lindar Mar og Júlíönnu Hafberg til Vága í Færeyjum hefur ekki gengið áfallalaust fyrir sig en þær mættu á Keflavíkurflugvöll klukkan korter yfir sex í morgun og eru enn ekki komnar til Færeyja. Raunar eru þær staddar á Hótel Cabin í Borgartúni, þar sem þær munu dvelja í nótt. „Við erum vansvefta síðan í gærmorgun,“ segir Helga Lind í samtali við fréttastofu. Fréttamaður náði tali af þeim þegar þær voru á leið inn í rútu sem átti að skutla þeim á Hotel Cabin. „Það eru rúmlega þrettán tímar síðan við mættum upp á flugvöll og við erum á leið aftur til Reykjavíkur.“ Hringsóluðu yfir Færeyjum Hún útskýrir að í gær hafi þær vinkonur tekið þá skyndiákvörðun að fara til Færeyja á G! tónlistarhátíðina. Þær hafi bókað flug áætlað klukkan hálf níu í morgun og mætt með rútunni á Keflavíkurflugvöll klukkan korter yfir sex í morgun. „Við erum að keyra inn í stæðið þegar við fáum sms um að fluginu hafi verið seinkað um tvo tíma,“ segir Helga Lind. Loksins hafi þær fengið upplýsingar um brottfararhlið og þá hafi hlutirnir gerst hratt. Þær hafi verið kallaðar upp og þurft að flýta sér að hliðinu. Þegar í flugvélina var komið hafi þær haldið að næsti áfangastaður væru Vágar en allt kom fyrir ekki. „Við fengum að fara í rússíbanaferð yfir Færeyjar,“ segir Helga. Í Instagram sögu sinni sýnir hún myndband af ferð flugvélarinnar yfir Færeyjar, og það má með sanni segja að ferðin hafi svipað til rússíbanareiðar. Til í grínið Vinkonunum og hinum farþegum flugferðarinnar var snúið við til Keflavíkur vegna mikillar þoku, að sögn Helgu. Hún og Júlíanna fengu þær fréttir að þeim yrði komið fyrir á hóteli og önnur tilraun til þess að komast til Færeyja gerð á morgun. „Við eigum flug klukkan ellefu í fyrramálið. Þá ætlum við að gera aðra tilraun,“ segir Helga Lind. Og eruð þið vongóðar? „Við erum bara til í grínið. Þannig að ef okkur verður snúið við aftur verður þetta enn betri saga,“ segir hún og hlær. Þær séu búnar að hlæja viðstöðulaust síðan þær lögðu af stað upp á Keflavíkurflugvöll. Helga Lind segist sjá eftir að fá ekki að gista á Hótel Keflavík, eins og lagt var upp með áður en þær komust að því að öll hótelherbergin væru uppbókuð. „Við sáum fyrir okkur að við gætum verið þar á hótelbarnum að víkka sjóndeildarhringinn og kynnast nýrri menningu. Ég hef aldrei verið á miðvikudegi í júlí í Keflavík,“ segir Helga Lind. Ferðalög Færeyjar Fréttir af flugi Tengdar fréttir Bandarískur ferðamaður sem ætlaði á Laugaveg í Reykjavík endaði á Laugarvegi á Siglufirði „Hann bankaði og spurði hvort hann væri á réttu heimilisfang og ég náttúrlega horfði á miðann, horfði svo á hann og hélt að þetta væri djók.“ 1. febrúar 2016 21:43 Mættu á Seyðisfjörð í brúðkaup á Siglufirði Brynjar Barkarson, helmingurinn af tvíeykinu Club Dub, mun seint gleyma brúðkaupi Nadine Guðrúnar Yaghi og Snorra Mássonar á Siglufirði á laugardaginn. Og síst bílferðinni þangað. 19. júní 2024 13:58 Mest lesið Læknadóp og geðveikir menn, lesist aftur Áskorun Helgi snýr heim: „Laus við leiðindin sem bjuggu þetta til“ Menning Katrín Halldóra snýr aftur til Tenerife Lífið „Ég var búinn að syrgja þetta líf“ Lífið Þegar Dorrit var forsetafrú Lífið Krakkatían: Þakkargjörðarhátíð, Wicked og aðventukrans Lífið Vonlaust í víkinni Gagnrýni Nýsloppin við vinstra vókið þegar það hægra mætti Lífið Feginn að losna við kvíðann sem fylgdi drykkjunni Lífið Hrátt og sjarmerandi einbýlishús listapars í Höfnum Lífið Fleiri fréttir Þegar Dorrit var forsetafrú Krakkatían: Þakkargjörðarhátíð, Wicked og aðventukrans Katrín Halldóra snýr aftur til Tenerife „Ég var búinn að syrgja þetta líf“ Fréttatía vikunnar: Golfklúbbur, Fossvogsbrú og fasteignasali Eyddu sleikjufærslum spjallmennis: „Ég er feitur fæðingarhálfviti“ Bjóða til sögulegrar tölvuleikjaveislu Hrátt og sjarmerandi einbýlishús listapars í Höfnum Sjáðu nýtt klifurhús fyrir norðan: Frá Hjalteyri yfir til Akureyrar Feginn að losna við kvíðann sem fylgdi drykkjunni Allt um brjóstastækkun Simone Biles „Skref í rétta átt“ en ekki útséð um þátttöku Íslands Breyta reglum um atkvæðagreiðslu og kynningu laga í Eurovision Samfélagsmiðlastjörnur máluðu Akureyri rauða Þessi hús og lóðir hlutu fegrunarviðurkenningar Reykjavíkurborgar Var úthúðuð af skipuleggjanda en sigraði í Ungfrú alheimi Fyrsta súperstjarna Íslands stendur á tímamótum „Sjónvarpssonur“ John Travolta látinn Tilkynntu hver jólagjöf ársins væri Halla átti ánægjulegan fund með Karli Bretakonungi Edwald-feðgar kaupa hlið við hlið Grunaði alltaf að hann væri ekki sonur föður síns Óhuggulegt fall fegurðardrottningar Sonur tónlistarparsins fæddur og nefndur Óttaðist um líf sitt: „Það var erfiðasti dagur lífs míns“ Játaði sig sigraða: „Mér fannst það algjört tabú áður“ Mobb Deep kemur fram í KR-höllinni í mars Nýsloppin við vinstra vókið þegar það hægra mætti Ætluðu að taka þakið í gegn en urðu óvænt að byrja á kjallaranum Opnar sig um dulið fósturlát Sjá meira
„Við erum vansvefta síðan í gærmorgun,“ segir Helga Lind í samtali við fréttastofu. Fréttamaður náði tali af þeim þegar þær voru á leið inn í rútu sem átti að skutla þeim á Hotel Cabin. „Það eru rúmlega þrettán tímar síðan við mættum upp á flugvöll og við erum á leið aftur til Reykjavíkur.“ Hringsóluðu yfir Færeyjum Hún útskýrir að í gær hafi þær vinkonur tekið þá skyndiákvörðun að fara til Færeyja á G! tónlistarhátíðina. Þær hafi bókað flug áætlað klukkan hálf níu í morgun og mætt með rútunni á Keflavíkurflugvöll klukkan korter yfir sex í morgun. „Við erum að keyra inn í stæðið þegar við fáum sms um að fluginu hafi verið seinkað um tvo tíma,“ segir Helga Lind. Loksins hafi þær fengið upplýsingar um brottfararhlið og þá hafi hlutirnir gerst hratt. Þær hafi verið kallaðar upp og þurft að flýta sér að hliðinu. Þegar í flugvélina var komið hafi þær haldið að næsti áfangastaður væru Vágar en allt kom fyrir ekki. „Við fengum að fara í rússíbanaferð yfir Færeyjar,“ segir Helga. Í Instagram sögu sinni sýnir hún myndband af ferð flugvélarinnar yfir Færeyjar, og það má með sanni segja að ferðin hafi svipað til rússíbanareiðar. Til í grínið Vinkonunum og hinum farþegum flugferðarinnar var snúið við til Keflavíkur vegna mikillar þoku, að sögn Helgu. Hún og Júlíanna fengu þær fréttir að þeim yrði komið fyrir á hóteli og önnur tilraun til þess að komast til Færeyja gerð á morgun. „Við eigum flug klukkan ellefu í fyrramálið. Þá ætlum við að gera aðra tilraun,“ segir Helga Lind. Og eruð þið vongóðar? „Við erum bara til í grínið. Þannig að ef okkur verður snúið við aftur verður þetta enn betri saga,“ segir hún og hlær. Þær séu búnar að hlæja viðstöðulaust síðan þær lögðu af stað upp á Keflavíkurflugvöll. Helga Lind segist sjá eftir að fá ekki að gista á Hótel Keflavík, eins og lagt var upp með áður en þær komust að því að öll hótelherbergin væru uppbókuð. „Við sáum fyrir okkur að við gætum verið þar á hótelbarnum að víkka sjóndeildarhringinn og kynnast nýrri menningu. Ég hef aldrei verið á miðvikudegi í júlí í Keflavík,“ segir Helga Lind.
Ferðalög Færeyjar Fréttir af flugi Tengdar fréttir Bandarískur ferðamaður sem ætlaði á Laugaveg í Reykjavík endaði á Laugarvegi á Siglufirði „Hann bankaði og spurði hvort hann væri á réttu heimilisfang og ég náttúrlega horfði á miðann, horfði svo á hann og hélt að þetta væri djók.“ 1. febrúar 2016 21:43 Mættu á Seyðisfjörð í brúðkaup á Siglufirði Brynjar Barkarson, helmingurinn af tvíeykinu Club Dub, mun seint gleyma brúðkaupi Nadine Guðrúnar Yaghi og Snorra Mássonar á Siglufirði á laugardaginn. Og síst bílferðinni þangað. 19. júní 2024 13:58 Mest lesið Læknadóp og geðveikir menn, lesist aftur Áskorun Helgi snýr heim: „Laus við leiðindin sem bjuggu þetta til“ Menning Katrín Halldóra snýr aftur til Tenerife Lífið „Ég var búinn að syrgja þetta líf“ Lífið Þegar Dorrit var forsetafrú Lífið Krakkatían: Þakkargjörðarhátíð, Wicked og aðventukrans Lífið Vonlaust í víkinni Gagnrýni Nýsloppin við vinstra vókið þegar það hægra mætti Lífið Feginn að losna við kvíðann sem fylgdi drykkjunni Lífið Hrátt og sjarmerandi einbýlishús listapars í Höfnum Lífið Fleiri fréttir Þegar Dorrit var forsetafrú Krakkatían: Þakkargjörðarhátíð, Wicked og aðventukrans Katrín Halldóra snýr aftur til Tenerife „Ég var búinn að syrgja þetta líf“ Fréttatía vikunnar: Golfklúbbur, Fossvogsbrú og fasteignasali Eyddu sleikjufærslum spjallmennis: „Ég er feitur fæðingarhálfviti“ Bjóða til sögulegrar tölvuleikjaveislu Hrátt og sjarmerandi einbýlishús listapars í Höfnum Sjáðu nýtt klifurhús fyrir norðan: Frá Hjalteyri yfir til Akureyrar Feginn að losna við kvíðann sem fylgdi drykkjunni Allt um brjóstastækkun Simone Biles „Skref í rétta átt“ en ekki útséð um þátttöku Íslands Breyta reglum um atkvæðagreiðslu og kynningu laga í Eurovision Samfélagsmiðlastjörnur máluðu Akureyri rauða Þessi hús og lóðir hlutu fegrunarviðurkenningar Reykjavíkurborgar Var úthúðuð af skipuleggjanda en sigraði í Ungfrú alheimi Fyrsta súperstjarna Íslands stendur á tímamótum „Sjónvarpssonur“ John Travolta látinn Tilkynntu hver jólagjöf ársins væri Halla átti ánægjulegan fund með Karli Bretakonungi Edwald-feðgar kaupa hlið við hlið Grunaði alltaf að hann væri ekki sonur föður síns Óhuggulegt fall fegurðardrottningar Sonur tónlistarparsins fæddur og nefndur Óttaðist um líf sitt: „Það var erfiðasti dagur lífs míns“ Játaði sig sigraða: „Mér fannst það algjört tabú áður“ Mobb Deep kemur fram í KR-höllinni í mars Nýsloppin við vinstra vókið þegar það hægra mætti Ætluðu að taka þakið í gegn en urðu óvænt að byrja á kjallaranum Opnar sig um dulið fósturlát Sjá meira
Bandarískur ferðamaður sem ætlaði á Laugaveg í Reykjavík endaði á Laugarvegi á Siglufirði „Hann bankaði og spurði hvort hann væri á réttu heimilisfang og ég náttúrlega horfði á miðann, horfði svo á hann og hélt að þetta væri djók.“ 1. febrúar 2016 21:43
Mættu á Seyðisfjörð í brúðkaup á Siglufirði Brynjar Barkarson, helmingurinn af tvíeykinu Club Dub, mun seint gleyma brúðkaupi Nadine Guðrúnar Yaghi og Snorra Mássonar á Siglufirði á laugardaginn. Og síst bílferðinni þangað. 19. júní 2024 13:58