„Við erum bara að segja þeim að vinna vinnuna sína“ Jakob Bjarnar skrifar 16. júlí 2024 10:50 María Lilja og Sema Erla. Þær stofnuðu til fjársöfnunar undir merkjum Solaris, fóru til Palestínu og hjálpuðu fjölmörgum af svæðinu. Og var fagnað sem hetjum, en ekki eru allir ánægðir með framtak þeirra. vísir/vilhelm Embætti ríkissaksóknara hefur skipað Lögreglustjóranum á höfuðborgarsvæðinu að ljúka rannsókn á fjársöfnun Semu Erlu Serdoglu, stofnanda Solaris, og Maríu Lilju Ingveldar Þrastardóttur Kemp, sjálfboðaliða samtakanna. Mbl.is greindi fyrst frá þessu en málið snýst um kæru sem Einar S. Hálfdánarson, hæstaréttarlögmaður lagði fram. Hann sakar þær um að brjóta lög um opinberar fjársafnanir, mútugreiðslur til erlendra opinerra starfsmanna og fjármögnun hryðjuverka. Það skortir rökstuðning fyrir niðurfellingu Helgi Magnús Gunnarsson, vararíkissaksóknari segir þetta ekki hafa neitt með það hver niðurstaðan í málinu kann að verða. „Við erum bara að segja þeim að vinna vinnuna sína,“ segir Helgi Magnús í samtali við Vísi. Helgi Magnús segir hafa skort rökstuðning til að fella þetta niður. „Það felst enginn rökstuðningur í því að fullyrða að þetta sé opinber söfnun ef því fylgir enginn rökstuðningur. Það er bara einhver fullyrðing út í loftið eftir eina eða tvær yfirheyrslur.“ Að sögn vararíkissaksóknari felst þetta í því að Lögreglustjórinn á höfuðborgarsvæðinu ljúki meðferð málsins og að ákvörðunin, hver svo sem hún kann að verða, byggi á fullnægjandi rannsókn. „Ef um opinbera fjársöfnun er að ræða þarf að tilkynna það og fá leyfi til þessa. Það virðist stokkið á það sem verjandi þeirra segir.“ Góður málstaður dugar ekki einn og sér Svo virðist sem tilhneigingar gæti hjá Lögreglustjóranum á höfuðborgarsvæðinu að rugla saman því að ef um góðan málstað sé að ræða og ekki megi trufla slíkt með einhverju lagakjaftæði. Helgi Magnús vararíkissaksóknari segir að góður málstaður dugi ekki einn og sér sem röksemd fyrir því að eitthvað sé í lagi. „Okkar vinna er að byggja þetta á lögum og röksemdum og því sem rannsókn leiðir í ljós.“vísir/vilhelm „En þau verða að geta þau fært rök fyrir þessu og það komu engin rök. Okkar vinna er að byggja þetta á lögum og röksemdum og því sem rannsókn leiðir í ljós. Allt þetta venjulega, þetta verður ekki afgreitt öðruvísi en að kryfja þetta.“ Hvorki náðist í Semu Erlu né Maríu Lilju í morgun en lögmenn þeirra, Helga Vala Helgadóttir og Gunnar Ingi Jóhannsson hafa alfarið hafnað ásökunum Einars. Dómsmál Lögreglan Átök í Ísrael og Palestínu Ísrael Palestína Mál Helga Magnúsar Gunnarssonar Tengdar fréttir Kæran felld niður Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur fellt niður mál forystukvenna söfnunar fyrir brottflutning Palestínumanna af Gasa. Hæstaréttarlögmaður hafði kært þær fyrir að brjóta lög um opinberar fjársafnanir, mútugreiðslur til erlendra opinerra starfsmanna og fjármögnun hryðjuverka. 6. apríl 2024 10:54 Mest lesið Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Innlent „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Erlent Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Innlent Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Innlent Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Erlent Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Innlent Fleiri fréttir Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Eigi að setja allan kraft í að hræða íslensku þjóðina í Evrópusambandið Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Tár féllu, veðurguðir léku sér og stórmenni kvöddu sviðið Slökktu eld í djúpgámi í Kópavogi Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Hvatt til að hvíla einkabílinn vegna mengunar Sjá meira
Mbl.is greindi fyrst frá þessu en málið snýst um kæru sem Einar S. Hálfdánarson, hæstaréttarlögmaður lagði fram. Hann sakar þær um að brjóta lög um opinberar fjársafnanir, mútugreiðslur til erlendra opinerra starfsmanna og fjármögnun hryðjuverka. Það skortir rökstuðning fyrir niðurfellingu Helgi Magnús Gunnarsson, vararíkissaksóknari segir þetta ekki hafa neitt með það hver niðurstaðan í málinu kann að verða. „Við erum bara að segja þeim að vinna vinnuna sína,“ segir Helgi Magnús í samtali við Vísi. Helgi Magnús segir hafa skort rökstuðning til að fella þetta niður. „Það felst enginn rökstuðningur í því að fullyrða að þetta sé opinber söfnun ef því fylgir enginn rökstuðningur. Það er bara einhver fullyrðing út í loftið eftir eina eða tvær yfirheyrslur.“ Að sögn vararíkissaksóknari felst þetta í því að Lögreglustjórinn á höfuðborgarsvæðinu ljúki meðferð málsins og að ákvörðunin, hver svo sem hún kann að verða, byggi á fullnægjandi rannsókn. „Ef um opinbera fjársöfnun er að ræða þarf að tilkynna það og fá leyfi til þessa. Það virðist stokkið á það sem verjandi þeirra segir.“ Góður málstaður dugar ekki einn og sér Svo virðist sem tilhneigingar gæti hjá Lögreglustjóranum á höfuðborgarsvæðinu að rugla saman því að ef um góðan málstað sé að ræða og ekki megi trufla slíkt með einhverju lagakjaftæði. Helgi Magnús vararíkissaksóknari segir að góður málstaður dugi ekki einn og sér sem röksemd fyrir því að eitthvað sé í lagi. „Okkar vinna er að byggja þetta á lögum og röksemdum og því sem rannsókn leiðir í ljós.“vísir/vilhelm „En þau verða að geta þau fært rök fyrir þessu og það komu engin rök. Okkar vinna er að byggja þetta á lögum og röksemdum og því sem rannsókn leiðir í ljós. Allt þetta venjulega, þetta verður ekki afgreitt öðruvísi en að kryfja þetta.“ Hvorki náðist í Semu Erlu né Maríu Lilju í morgun en lögmenn þeirra, Helga Vala Helgadóttir og Gunnar Ingi Jóhannsson hafa alfarið hafnað ásökunum Einars.
Dómsmál Lögreglan Átök í Ísrael og Palestínu Ísrael Palestína Mál Helga Magnúsar Gunnarssonar Tengdar fréttir Kæran felld niður Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur fellt niður mál forystukvenna söfnunar fyrir brottflutning Palestínumanna af Gasa. Hæstaréttarlögmaður hafði kært þær fyrir að brjóta lög um opinberar fjársafnanir, mútugreiðslur til erlendra opinerra starfsmanna og fjármögnun hryðjuverka. 6. apríl 2024 10:54 Mest lesið Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Innlent „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Erlent Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Innlent Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Innlent Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Erlent Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Innlent Fleiri fréttir Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Eigi að setja allan kraft í að hræða íslensku þjóðina í Evrópusambandið Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Tár féllu, veðurguðir léku sér og stórmenni kvöddu sviðið Slökktu eld í djúpgámi í Kópavogi Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Hvatt til að hvíla einkabílinn vegna mengunar Sjá meira
Kæran felld niður Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur fellt niður mál forystukvenna söfnunar fyrir brottflutning Palestínumanna af Gasa. Hæstaréttarlögmaður hafði kært þær fyrir að brjóta lög um opinberar fjársafnanir, mútugreiðslur til erlendra opinerra starfsmanna og fjármögnun hryðjuverka. 6. apríl 2024 10:54