Lárus skuli fyrst taka til í „eigin veðmálastarfsemi“ Ólafur Björn Sverrisson skrifar 15. júlí 2024 10:39 Lögmennirnir Sigurður G. Guðjónsson og Lárus Blöndal eru ekki á sama máli um starfsemi erlendra veðmálafyrirtækja. vísir Sigurður G. Guðjónsson lögmaður veðmálafyrirtækisins Betsson skýtur föstum skotum á Íþrótta og Ólympíusamband Íslands og Lárus Blöndal formann sambandsins, í aðsendri grein á Vísi í dag. Hann segir Lárus þurfa að taka til í eigin veðmálastarfsemi áður en hann fari að tala fyrir því að banna erendar veðmálasíður. Greinin er innlegg í umræðu síðustu vikna um aukin umsvif erlendra veðmálasíðna hér á landi, ásamt aukinni þáttöku landsmanna í þess konar fjárhættuspilum. Lárus hafði áður lýst þeirri skoðun sinni að brýnt væri að stjórnvöld bregðist við þessum auknu umsvifum erlendra veðmálasíðna. Ólíðandi sé að þær fái að „troða sér inn í íslenskt samfélag“. Einungis megi reka starfsemina í þeim tilgangi að afla fjár til almannaheilla hér á landi. Háar fjárhæðir til að höfða til barna Sigurður tekur undir með Lárusi að ótækt sé að veðmálafyrirtæki stýri markaðssetningu sinni sérstaklega að ungmennum, líkt og fordæmi virðast vera fyrir. „Það væri hins vegar tilvalið fyrir Lárus að byrja á að taka til í eigin rekstri í þeim efnum ef hann vill eyða öllum veðmálaauglýsingum úr umhverfi þar sem unglingar koma við sögu. Íþrótta- og Ólympíusambands Íslands er aðaleigandi umfangsmesta veðmálafyrirtækis landsins, Íslenskra getrauna, sem borgar háa upphæð fyrir að láta næstefstu deild karla í fótbolta heita í höfuðið á veðmálastarfsemi sinni,“ segir Sigurður G. „Í Lengjudeildinni spilar ár hvert fjöldi leikmanna sem hefur ekki náð átján ára aldri og áhorfendapallar liða í deildinni eru þar að auki fullar af börnum.“ Lengjan taki þannig virkan þátt í starfi leikmanna á barnsaldri og beini efni sínu að fjölbreyttum stuðningshópum liðanna, þar á meðal börnum. Sigurður kallar auk þess eftir upplýsingum um það hversu miklum fjáhæðum sé eytt í auglýsingar Íslenskra getrauna, auk upplýsingum um laun- og hlunnindi stjórnenda og stjórnarfólks. Ekki öll fyrirtæki tekið skref Sigurður vill meina að veðmálafyrirtækið sem hann starfar fyrir, Betsson.com, hafi vandað mjög til verka. Lúti ströngum reglum ESB um varnir gegn peningaþvætti og sjái til þess að einstaklingar undir átján ára aldri geti ekki veðjað á þeirra síðu. Sigurður vill því beina því til fjölmiðla og fólks að gera greinarmun á þeim fyrirtækjum „sem gera hlutina illa og þeim fyrirtækjum sem gera þá vel“. „Betsson hefur fyrir löngu tekið þess skref af eigin hvötum, en eins og fréttir undanfarinna vikna bera með sér, á það því miður ekki við um ýmis önnur fyrirtæki. Bæði erlend en líka innlend eins og bent er á hér að ofan.“ Fjárhættuspil Fíkn Börn og uppeldi Íslenski boltinn Mest lesið Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Erlent Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Erlent „Þar erum við eftirbátar nágrannaþjóðanna“ Innlent Loftslagskvíði geti ýtt undir fíkniefnaneyslu Erlent Hækka viðbúnaðarstigið í Bretlandi Erlent Segir forsetann tala fyrir einangrun Innlent Minntust þeirra sem hafa látist í umferðinni Innlent Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Innlent Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Innlent 70 ára afmæli Tónlistarskóla Árnesinga fagnað Innlent Fleiri fréttir „Þar erum við eftirbátar nágrannaþjóðanna“ Börn sækist í bækur á ensku Minntust þeirra sem hafa látist í umferðinni 70 ára afmæli Tónlistarskóla Árnesinga fagnað Bílbelti bjarga mannslífum og stafrænt kynferðisofbeldi færist í aukana Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu „Unga fólkið okkar er umkringt efni á ensku“ Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Keldnakirkja á Keldum er 150 ára Telur bílbeltið hafa bjargað lífi sínu Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Telja íslenskuna geta horfið með einni kynslóð Evrópumál, lánakjör og baráttan fyrir íslenskri tungu í stafrænum heimi Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Flugvél lenti í Keflavík vegna bilunar Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Vara við mögulegri glerhálku í kvöld „Kerfinu kollvarpað“, jólabókaflóð og forystusauðir Höfðu eftirlit með fangageymslu lögreglu Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Sjá meira
Greinin er innlegg í umræðu síðustu vikna um aukin umsvif erlendra veðmálasíðna hér á landi, ásamt aukinni þáttöku landsmanna í þess konar fjárhættuspilum. Lárus hafði áður lýst þeirri skoðun sinni að brýnt væri að stjórnvöld bregðist við þessum auknu umsvifum erlendra veðmálasíðna. Ólíðandi sé að þær fái að „troða sér inn í íslenskt samfélag“. Einungis megi reka starfsemina í þeim tilgangi að afla fjár til almannaheilla hér á landi. Háar fjárhæðir til að höfða til barna Sigurður tekur undir með Lárusi að ótækt sé að veðmálafyrirtæki stýri markaðssetningu sinni sérstaklega að ungmennum, líkt og fordæmi virðast vera fyrir. „Það væri hins vegar tilvalið fyrir Lárus að byrja á að taka til í eigin rekstri í þeim efnum ef hann vill eyða öllum veðmálaauglýsingum úr umhverfi þar sem unglingar koma við sögu. Íþrótta- og Ólympíusambands Íslands er aðaleigandi umfangsmesta veðmálafyrirtækis landsins, Íslenskra getrauna, sem borgar háa upphæð fyrir að láta næstefstu deild karla í fótbolta heita í höfuðið á veðmálastarfsemi sinni,“ segir Sigurður G. „Í Lengjudeildinni spilar ár hvert fjöldi leikmanna sem hefur ekki náð átján ára aldri og áhorfendapallar liða í deildinni eru þar að auki fullar af börnum.“ Lengjan taki þannig virkan þátt í starfi leikmanna á barnsaldri og beini efni sínu að fjölbreyttum stuðningshópum liðanna, þar á meðal börnum. Sigurður kallar auk þess eftir upplýsingum um það hversu miklum fjáhæðum sé eytt í auglýsingar Íslenskra getrauna, auk upplýsingum um laun- og hlunnindi stjórnenda og stjórnarfólks. Ekki öll fyrirtæki tekið skref Sigurður vill meina að veðmálafyrirtækið sem hann starfar fyrir, Betsson.com, hafi vandað mjög til verka. Lúti ströngum reglum ESB um varnir gegn peningaþvætti og sjái til þess að einstaklingar undir átján ára aldri geti ekki veðjað á þeirra síðu. Sigurður vill því beina því til fjölmiðla og fólks að gera greinarmun á þeim fyrirtækjum „sem gera hlutina illa og þeim fyrirtækjum sem gera þá vel“. „Betsson hefur fyrir löngu tekið þess skref af eigin hvötum, en eins og fréttir undanfarinna vikna bera með sér, á það því miður ekki við um ýmis önnur fyrirtæki. Bæði erlend en líka innlend eins og bent er á hér að ofan.“
Fjárhættuspil Fíkn Börn og uppeldi Íslenski boltinn Mest lesið Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Erlent Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Erlent „Þar erum við eftirbátar nágrannaþjóðanna“ Innlent Loftslagskvíði geti ýtt undir fíkniefnaneyslu Erlent Hækka viðbúnaðarstigið í Bretlandi Erlent Segir forsetann tala fyrir einangrun Innlent Minntust þeirra sem hafa látist í umferðinni Innlent Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Innlent Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Innlent 70 ára afmæli Tónlistarskóla Árnesinga fagnað Innlent Fleiri fréttir „Þar erum við eftirbátar nágrannaþjóðanna“ Börn sækist í bækur á ensku Minntust þeirra sem hafa látist í umferðinni 70 ára afmæli Tónlistarskóla Árnesinga fagnað Bílbelti bjarga mannslífum og stafrænt kynferðisofbeldi færist í aukana Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu „Unga fólkið okkar er umkringt efni á ensku“ Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Keldnakirkja á Keldum er 150 ára Telur bílbeltið hafa bjargað lífi sínu Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Telja íslenskuna geta horfið með einni kynslóð Evrópumál, lánakjör og baráttan fyrir íslenskri tungu í stafrænum heimi Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Flugvél lenti í Keflavík vegna bilunar Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Vara við mögulegri glerhálku í kvöld „Kerfinu kollvarpað“, jólabókaflóð og forystusauðir Höfðu eftirlit með fangageymslu lögreglu Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Sjá meira