Matareitrun á EM: Fimm veikar í íslenska hópnum og ein fór á sjúkrahús Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 13. júlí 2024 15:21 Íslensku stelpurnar hafa náð sögulegum árangri á mótinu en því miður hafa margar þeirra veikst á lokakaflanum. FIBA.basketball Búið er að aflýsa einum leik í b-deild Evrópukeppni tuttugu ára landsliða kvenna í körfubolta í Búlgaríu en margir leikmenn og starfsmenn liðanna á mótinu hafa veikst á síðustu dögum. Íslenski hópurinn slapp því miður ekki. FIBA Europe sendi frá sér fréttatilkynningu um málið í dag þar sem að kemur fram að líklegast sé um matareitrun á ræða þó að það sé ekki endanlega staðfest. Leiknum milli Búlgaríu og Slóvakíu um níunda til fimmtánda sætið var aflýst þar sem slóvakíska liðið hefur farið mjög illa út úr veikindunum. Besti árangur Íslands Íslenska liðið hefur á mótinu náð sínum besta árangri frá upphafi og spilar í kvöld undanúrslitaleik við Belgíu. Með sigri kemst liðið í úrslitaleikinn og tryggir sér sæti í A-deildinni. Allir í kringum liðið og íslenskan körfubolta eru í skýjunum með árangur stelpnanna en þessi veikindi eru því miður að spilla gleðinni. Undanúrslitaleikurinn á móti Belgíu fer fram þrátt fyrir að leikmenn í íslenska liðinu séu í hópi þeirra sem hafa veikst. Allar líkur að þetta sé matareitrun „Það er búið að vera mikið um veikindi hjá mörgum liðum og það eru allar líkur á því að þetta sé matareitrun. Leikirnir fara samt fram í dag,“ sagði Hannes S. Jónsson, framkvæmdastjóri KKÍ, í samtali við Vísi í dag. Hannes er búinn að vera í stöðugu sambandi við íslenska hópinn. „Við erum búin að vera í miklum samskiptum undanfarin sólarhring. Það eru nokkrir leikmenn hjá okkur veikir. Ein fór á spítala í gær. Það eru fjórir leikmenn veikir og einn úr fararstjórateyminu,“ sagði Hannes. „Okkar fólk úti er að tala við hin liðin og læknar tala um matareitrun. Það eru mjög margir búnir að vera veikir,“ sagði Hannes. Erfitt fyrir íslenska hópinn „Þetta er hundleiðinlegt og erfitt fyrir hópinn. Sérstaklega í ljósi þess að við erum að ná besta árangri okkar í sögunni að fá þá þennan skell. Þau úti eru að reyna að vinna eins vel út úr þessu eins og hægt er. Maður verður að reyna að senda þeim góða strauma,“ sagði Hannes. Leikurinn á móti Belgíu í dag gæti reynst liðinu erfiður því samkvæmt upplýsingum að utan þá er Belgía eitt af fáum liðum á mótinu þar sem enginn leikmaður hefur veikst. Landslið kvenna í körfubolta Mest lesið Allt annað en sáttur með Frey Fótbolti Óvænt lausn á erfiðleikum Martins? „Væri á sama tíma alveg galið“ Körfubolti Lögreglumaður var fótboltabulla í felum Enski boltinn „Fyrr skal ég dauður liggja“ Enski boltinn „Geitin“ í kvennakörfunni hætt Körfubolti Ronaldo sýndi óvænta óeigingirni Fótbolti Bíður í startholunum í Washington: „Ég elska Ísland og Selfoss“ Körfubolti Doncic með þrennu á móti Dallas og Lakers fólkið söng „Takk fyrir Nico“ Körfubolti Kemur meiddur til Víkings en þó á miklu betri stað Íslenski boltinn „Ómetanlegar“ minningar Nelson feðga Sport Fleiri fréttir Bíður í startholunum í Washington: „Ég elska Ísland og Selfoss“ „Geitin“ í kvennakörfunni hætt Óvænt lausn á erfiðleikum Martins? „Væri á sama tíma alveg galið“ Doncic með þrennu á móti Dallas og Lakers fólkið söng „Takk fyrir Nico“ Aþena vann loksins leik „Eins gott að þeir fari að fokking semja“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 77-64 | Slökktu á gestunum í seinni hálfleik „Hún er búin að vera algjör klettur í þessu öllu“ Utan vallar: Pedersen ætti að vera þjóðhetja Martin: „Fór rosalega fyrir brjóstið á mér að heyra það“ „Þetta er eins og að vera dömpað“ Aðrir í VIP-sætum þeirra sem skráðu söguna Berjast um að fá Ísland til sín á EM: „Viljum fá eitthvað á móti“ Sex fara fyrir Ísland á sitt fyrsta stórmót Elvar og Martin: Hvernig þetta byrjaði, hvernig þetta gengur Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Sigur Ungverja á Ítalíu dugði skammt Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Martin komst í hóp þeirra gömlu og mjög góðu Popovich kemur ekki til baka á þessu tímabili Loksins fékk Lakers að sjá Luka eins og við þekkjum hann Kári kemur inn í hópinn gegn Tyrkjum Uppselt á körfuboltalandsleikinn á morgun Ruglaðist á Tramadol og Toradol og féll á lyfjaprófi Slagur um stól formanns KKÍ LeBron með fjörutíu stig í fjarveru Doncic: „Hann storkar lögmálunum“ Fær ekki að spila á Íslandi vegna gamals dóms: „Ekki ógn við þjóðina“ Bætti skólamet pabba síns Undrið Wembanyama frá það sem eftir lifir leiktíðar Sjá meira
FIBA Europe sendi frá sér fréttatilkynningu um málið í dag þar sem að kemur fram að líklegast sé um matareitrun á ræða þó að það sé ekki endanlega staðfest. Leiknum milli Búlgaríu og Slóvakíu um níunda til fimmtánda sætið var aflýst þar sem slóvakíska liðið hefur farið mjög illa út úr veikindunum. Besti árangur Íslands Íslenska liðið hefur á mótinu náð sínum besta árangri frá upphafi og spilar í kvöld undanúrslitaleik við Belgíu. Með sigri kemst liðið í úrslitaleikinn og tryggir sér sæti í A-deildinni. Allir í kringum liðið og íslenskan körfubolta eru í skýjunum með árangur stelpnanna en þessi veikindi eru því miður að spilla gleðinni. Undanúrslitaleikurinn á móti Belgíu fer fram þrátt fyrir að leikmenn í íslenska liðinu séu í hópi þeirra sem hafa veikst. Allar líkur að þetta sé matareitrun „Það er búið að vera mikið um veikindi hjá mörgum liðum og það eru allar líkur á því að þetta sé matareitrun. Leikirnir fara samt fram í dag,“ sagði Hannes S. Jónsson, framkvæmdastjóri KKÍ, í samtali við Vísi í dag. Hannes er búinn að vera í stöðugu sambandi við íslenska hópinn. „Við erum búin að vera í miklum samskiptum undanfarin sólarhring. Það eru nokkrir leikmenn hjá okkur veikir. Ein fór á spítala í gær. Það eru fjórir leikmenn veikir og einn úr fararstjórateyminu,“ sagði Hannes. „Okkar fólk úti er að tala við hin liðin og læknar tala um matareitrun. Það eru mjög margir búnir að vera veikir,“ sagði Hannes. Erfitt fyrir íslenska hópinn „Þetta er hundleiðinlegt og erfitt fyrir hópinn. Sérstaklega í ljósi þess að við erum að ná besta árangri okkar í sögunni að fá þá þennan skell. Þau úti eru að reyna að vinna eins vel út úr þessu eins og hægt er. Maður verður að reyna að senda þeim góða strauma,“ sagði Hannes. Leikurinn á móti Belgíu í dag gæti reynst liðinu erfiður því samkvæmt upplýsingum að utan þá er Belgía eitt af fáum liðum á mótinu þar sem enginn leikmaður hefur veikst.
Landslið kvenna í körfubolta Mest lesið Allt annað en sáttur með Frey Fótbolti Óvænt lausn á erfiðleikum Martins? „Væri á sama tíma alveg galið“ Körfubolti Lögreglumaður var fótboltabulla í felum Enski boltinn „Fyrr skal ég dauður liggja“ Enski boltinn „Geitin“ í kvennakörfunni hætt Körfubolti Ronaldo sýndi óvænta óeigingirni Fótbolti Bíður í startholunum í Washington: „Ég elska Ísland og Selfoss“ Körfubolti Doncic með þrennu á móti Dallas og Lakers fólkið söng „Takk fyrir Nico“ Körfubolti Kemur meiddur til Víkings en þó á miklu betri stað Íslenski boltinn „Ómetanlegar“ minningar Nelson feðga Sport Fleiri fréttir Bíður í startholunum í Washington: „Ég elska Ísland og Selfoss“ „Geitin“ í kvennakörfunni hætt Óvænt lausn á erfiðleikum Martins? „Væri á sama tíma alveg galið“ Doncic með þrennu á móti Dallas og Lakers fólkið söng „Takk fyrir Nico“ Aþena vann loksins leik „Eins gott að þeir fari að fokking semja“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 77-64 | Slökktu á gestunum í seinni hálfleik „Hún er búin að vera algjör klettur í þessu öllu“ Utan vallar: Pedersen ætti að vera þjóðhetja Martin: „Fór rosalega fyrir brjóstið á mér að heyra það“ „Þetta er eins og að vera dömpað“ Aðrir í VIP-sætum þeirra sem skráðu söguna Berjast um að fá Ísland til sín á EM: „Viljum fá eitthvað á móti“ Sex fara fyrir Ísland á sitt fyrsta stórmót Elvar og Martin: Hvernig þetta byrjaði, hvernig þetta gengur Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Sigur Ungverja á Ítalíu dugði skammt Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Martin komst í hóp þeirra gömlu og mjög góðu Popovich kemur ekki til baka á þessu tímabili Loksins fékk Lakers að sjá Luka eins og við þekkjum hann Kári kemur inn í hópinn gegn Tyrkjum Uppselt á körfuboltalandsleikinn á morgun Ruglaðist á Tramadol og Toradol og féll á lyfjaprófi Slagur um stól formanns KKÍ LeBron með fjörutíu stig í fjarveru Doncic: „Hann storkar lögmálunum“ Fær ekki að spila á Íslandi vegna gamals dóms: „Ekki ógn við þjóðina“ Bætti skólamet pabba síns Undrið Wembanyama frá það sem eftir lifir leiktíðar Sjá meira