Tók myndband af óveðrinu og þá féll grein beint fyrir framan hana Jón Þór Stefánsson skrifar 13. júlí 2024 11:38 Tré á Þingeyri lentu mörg hver illa í óveðrinu. Marsibil Gríðarlegt rok var á Þingeyri í gær. Mörg tré brotnuðu og nokkur féllu til jarðar með rótum. Íbúi sem ætlaði að festa óveðrið á filmu þurfti að koma sér inn eftir að stór grein féll beint fyrir framan hana. Marsibil G. Kristjánsdóttir, listamaður og leikhússstjóri, á heima í elsta steinhúsinu á Þingeyri, Grásteini, og er með átta hundruð fermetra garð sem hefur að geyma mörg tré. Hún tók umrætt myndband og birti það á Facebook í kjölfarið. Það má sjá hér fyrir neðan. „Í gær var alveg svaka veður. Ég var að horfa á hengirúmið, og það voru svo mikil læti að ég varð hrædd um að það myndi rifna eða eitthvað,“ segir Marsibil í samtali við fréttastofu. Þannig ég hugsaði með mér að ég myndi ná í það. En ég ákvað að taka myndband því veðrið var svo svakalegt. Ég var í skjóli við húsið og tók upp myndavélina og tók upp myndband og þá féll þessi grein bara beint fyrir framan mig.“ Í kjölfarið ákvað hún að líklega best að fara aftur inn, sem hún gerði. „Ég settist inn í stofu og þá heyri ég rosa dynk. Þá kom önnur grein ofan á þakið beint fyrir ofan mig,“ segir hún. Þessi grein féll á húsið þegar Marsibil fór aftur inn.Marsibil „Það er bara logn núna,“ segir Marsibil. Hún hefur ekki náð að kíkja almennilega á þakið, en henni sýnist að það hafi sloppið við skemmdir fyrir utan mögulega smá beyglur. Leikhúsgestir fuku Marsibil rekur Kómedíuleikhúsið í Haukadal í Dýrafirði og í gærkvöldi voru þau með sýningu. Gestir sem komu og gistu á Þingeyri lentu illa í óveðrinu. „Maðurinn minn horfði á tvo af þessum gestum fjúka í gær. Þannig þeir komu lemstraðir með plástra í leikhúsið,“ segir hún, en bætir við að þeir hafi sloppið vel þrátt fyrir nokkra plástra og mar. Líkt og áður segir voru tré víða um Þingeyri sem lentu illa í því. Hér fyrir neðan má sjá nokkrar myndir sem Marsibil tók af bænum. Marsibil Marsibil Marsibil Marsibil Veður Ísafjarðarbær Tré Mest lesið „Ég get horft í augun á ykkur“ Innlent Foreldrar sextíu barna vilji leikskólastjórann burt Innlent Hrikalega spenntur að spreyta sig á nýjum vettvangi Innlent Ellert B. Schram er fallinn frá Innlent Grjóthörð sparnaðarráð til Kristrúnar með ástarkveðju frá FA Innlent „Það á auðvitað að fara að lögum“ Innlent Fimm ára leyfi frá borginni til að fara á þing Innlent Maðurinn hafi talið sig vera að fara að hitta stúlku á fermingaraldri Innlent Fjórir fluttir með þyrlu eftir árekstur Innlent Sautján ára máli Amöndu Knox lýkur með sakfellingu Erlent Fleiri fréttir Svarar gagnrýni á að Listaháskólinn útiloki ákveðna hópa Íhugar formannsframboð Lögðu fram tilboð sem var ekki svarað Fjórir fluttir með þyrlu eftir árekstur Guðrún íhugar framboð og Guinness-æði skekur íslenska djammið Lýsa yfir miklum vonbrigðum með stöðu viðræðna „Ég get horft í augun á ykkur“ Eldur í bíl í Strýtuseli Valt inn á byggingarsvæði eftir árekstur við strætó Anna, Anna og Sveinbjörn aðstoða ríkisstjórnina Hrikalega spenntur að spreyta sig á nýjum vettvangi Ellert B. Schram er fallinn frá „Það á auðvitað að fara að lögum“ Segir borgina hafa unnið að lausn mála hjá Maríuborg um nokkurt skeið Maðurinn hafi talið sig vera að fara að hitta stúlku á fermingaraldri Boða til allsherjarfundar samninganefnda Kennarasambandsins Lögregla rannsakar tálbeituaðgerð ungmenna Grjóthörð sparnaðarráð til Kristrúnar með ástarkveðju frá FA Lenti í kófi og ók í veg fyrir tvo vörubíla Óttast að íbúar utan Reykjavíkur festist í gistiskýlunum Fimm ára leyfi frá borginni til að fara á þing Foreldrar sextíu barna vilji leikskólastjórann burt Farinn af vettvangi en fannst með áverka stuttu síðar Hús varð fyrir tjóni vegna eldingar Viss um sigurinn en óviss um að komast inn á landsfundinn „Við erum algjörlega komin á endastöð“ „Enn einn áfellisdómurinn yfir stjórnsýslu borgarinnar“ Staðfestir niðurfellingu rannsóknar á blaðamönnunum Áfellisdómur á stjórnsýslu borgarinnar og meintur fjárdráttur Að minnsta kosti þrettán milljónir og „einbeittur brotavilji“ Sjá meira
Marsibil G. Kristjánsdóttir, listamaður og leikhússstjóri, á heima í elsta steinhúsinu á Þingeyri, Grásteini, og er með átta hundruð fermetra garð sem hefur að geyma mörg tré. Hún tók umrætt myndband og birti það á Facebook í kjölfarið. Það má sjá hér fyrir neðan. „Í gær var alveg svaka veður. Ég var að horfa á hengirúmið, og það voru svo mikil læti að ég varð hrædd um að það myndi rifna eða eitthvað,“ segir Marsibil í samtali við fréttastofu. Þannig ég hugsaði með mér að ég myndi ná í það. En ég ákvað að taka myndband því veðrið var svo svakalegt. Ég var í skjóli við húsið og tók upp myndavélina og tók upp myndband og þá féll þessi grein bara beint fyrir framan mig.“ Í kjölfarið ákvað hún að líklega best að fara aftur inn, sem hún gerði. „Ég settist inn í stofu og þá heyri ég rosa dynk. Þá kom önnur grein ofan á þakið beint fyrir ofan mig,“ segir hún. Þessi grein féll á húsið þegar Marsibil fór aftur inn.Marsibil „Það er bara logn núna,“ segir Marsibil. Hún hefur ekki náð að kíkja almennilega á þakið, en henni sýnist að það hafi sloppið við skemmdir fyrir utan mögulega smá beyglur. Leikhúsgestir fuku Marsibil rekur Kómedíuleikhúsið í Haukadal í Dýrafirði og í gærkvöldi voru þau með sýningu. Gestir sem komu og gistu á Þingeyri lentu illa í óveðrinu. „Maðurinn minn horfði á tvo af þessum gestum fjúka í gær. Þannig þeir komu lemstraðir með plástra í leikhúsið,“ segir hún, en bætir við að þeir hafi sloppið vel þrátt fyrir nokkra plástra og mar. Líkt og áður segir voru tré víða um Þingeyri sem lentu illa í því. Hér fyrir neðan má sjá nokkrar myndir sem Marsibil tók af bænum. Marsibil Marsibil Marsibil Marsibil
Veður Ísafjarðarbær Tré Mest lesið „Ég get horft í augun á ykkur“ Innlent Foreldrar sextíu barna vilji leikskólastjórann burt Innlent Hrikalega spenntur að spreyta sig á nýjum vettvangi Innlent Ellert B. Schram er fallinn frá Innlent Grjóthörð sparnaðarráð til Kristrúnar með ástarkveðju frá FA Innlent „Það á auðvitað að fara að lögum“ Innlent Fimm ára leyfi frá borginni til að fara á þing Innlent Maðurinn hafi talið sig vera að fara að hitta stúlku á fermingaraldri Innlent Fjórir fluttir með þyrlu eftir árekstur Innlent Sautján ára máli Amöndu Knox lýkur með sakfellingu Erlent Fleiri fréttir Svarar gagnrýni á að Listaháskólinn útiloki ákveðna hópa Íhugar formannsframboð Lögðu fram tilboð sem var ekki svarað Fjórir fluttir með þyrlu eftir árekstur Guðrún íhugar framboð og Guinness-æði skekur íslenska djammið Lýsa yfir miklum vonbrigðum með stöðu viðræðna „Ég get horft í augun á ykkur“ Eldur í bíl í Strýtuseli Valt inn á byggingarsvæði eftir árekstur við strætó Anna, Anna og Sveinbjörn aðstoða ríkisstjórnina Hrikalega spenntur að spreyta sig á nýjum vettvangi Ellert B. Schram er fallinn frá „Það á auðvitað að fara að lögum“ Segir borgina hafa unnið að lausn mála hjá Maríuborg um nokkurt skeið Maðurinn hafi talið sig vera að fara að hitta stúlku á fermingaraldri Boða til allsherjarfundar samninganefnda Kennarasambandsins Lögregla rannsakar tálbeituaðgerð ungmenna Grjóthörð sparnaðarráð til Kristrúnar með ástarkveðju frá FA Lenti í kófi og ók í veg fyrir tvo vörubíla Óttast að íbúar utan Reykjavíkur festist í gistiskýlunum Fimm ára leyfi frá borginni til að fara á þing Foreldrar sextíu barna vilji leikskólastjórann burt Farinn af vettvangi en fannst með áverka stuttu síðar Hús varð fyrir tjóni vegna eldingar Viss um sigurinn en óviss um að komast inn á landsfundinn „Við erum algjörlega komin á endastöð“ „Enn einn áfellisdómurinn yfir stjórnsýslu borgarinnar“ Staðfestir niðurfellingu rannsóknar á blaðamönnunum Áfellisdómur á stjórnsýslu borgarinnar og meintur fjárdráttur Að minnsta kosti þrettán milljónir og „einbeittur brotavilji“ Sjá meira