Tók myndband af óveðrinu og þá féll grein beint fyrir framan hana Jón Þór Stefánsson skrifar 13. júlí 2024 11:38 Tré á Þingeyri lentu mörg hver illa í óveðrinu. Marsibil Gríðarlegt rok var á Þingeyri í gær. Mörg tré brotnuðu og nokkur féllu til jarðar með rótum. Íbúi sem ætlaði að festa óveðrið á filmu þurfti að koma sér inn eftir að stór grein féll beint fyrir framan hana. Marsibil G. Kristjánsdóttir, listamaður og leikhússstjóri, á heima í elsta steinhúsinu á Þingeyri, Grásteini, og er með átta hundruð fermetra garð sem hefur að geyma mörg tré. Hún tók umrætt myndband og birti það á Facebook í kjölfarið. Það má sjá hér fyrir neðan. „Í gær var alveg svaka veður. Ég var að horfa á hengirúmið, og það voru svo mikil læti að ég varð hrædd um að það myndi rifna eða eitthvað,“ segir Marsibil í samtali við fréttastofu. Þannig ég hugsaði með mér að ég myndi ná í það. En ég ákvað að taka myndband því veðrið var svo svakalegt. Ég var í skjóli við húsið og tók upp myndavélina og tók upp myndband og þá féll þessi grein bara beint fyrir framan mig.“ Í kjölfarið ákvað hún að líklega best að fara aftur inn, sem hún gerði. „Ég settist inn í stofu og þá heyri ég rosa dynk. Þá kom önnur grein ofan á þakið beint fyrir ofan mig,“ segir hún. Þessi grein féll á húsið þegar Marsibil fór aftur inn.Marsibil „Það er bara logn núna,“ segir Marsibil. Hún hefur ekki náð að kíkja almennilega á þakið, en henni sýnist að það hafi sloppið við skemmdir fyrir utan mögulega smá beyglur. Leikhúsgestir fuku Marsibil rekur Kómedíuleikhúsið í Haukadal í Dýrafirði og í gærkvöldi voru þau með sýningu. Gestir sem komu og gistu á Þingeyri lentu illa í óveðrinu. „Maðurinn minn horfði á tvo af þessum gestum fjúka í gær. Þannig þeir komu lemstraðir með plástra í leikhúsið,“ segir hún, en bætir við að þeir hafi sloppið vel þrátt fyrir nokkra plástra og mar. Líkt og áður segir voru tré víða um Þingeyri sem lentu illa í því. Hér fyrir neðan má sjá nokkrar myndir sem Marsibil tók af bænum. Marsibil Marsibil Marsibil Marsibil Veður Ísafjarðarbær Tré Mest lesið Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Erlent Banaslys á Fjarðarheiði Innlent Leggja fram áætlun um haldlagningu frystra sjóða Rússa Erlent Segir göng undir Fjarðarheiði ekki fjárhagslega forsvaranleg Innlent Dæmdur í fangelsi fyrir að selja Perry ketamín Erlent Hættir sem ritstjóri Kastljóss Innlent Veltir upp afleiðingunum hefði móðirin farið í hjartastopp í bænum Innlent Tveir lokið störfum, tveir að hætta og tvö störf auglýst í dag Innlent Braust inn í vínbúð og „drapst“ á klósettinu Erlent Ekkert verður af áttafréttum Innlent Fleiri fréttir Veltir upp afleiðingunum hefði móðirin farið í hjartastopp í bænum Segir göng undir Fjarðarheiði ekki fjárhagslega forsvaranleg Tólf ára börn í áfengis- og vímefnavanda Földu stórfellt magn fíkniefna í alls konar leynihólfum Banaslys á Fjarðarheiði Hættir sem ritstjóri Kastljóss Yngri börn með vímuefnavanda og „þöggun“ skólameistara Maðurinn er fundinn Sneypuför í Teslubrunamáli kostar ríkið ellefu milljónir Ekkert verður af áttafréttum Einn slasaðist alvarlega í bílslysinu Hegðun ráðherra „ekki bara forkastanleg, hún er hættuleg“ Fór yfir fangaklefa á Vesturlandi: Hálf hurð á baðherberginu og klefinn of lítill Fjarðarheiði lokuð vegna umferðarslyss Eldur í bíl á Reykjanesbraut Forsætisráðherra segir breytt plan ekki hygla neinum Fær ekki framlengingu í Borgó „þvert á allar hefðir“ Fjórir handteknir fyrir að smygla gríðarlegu magni fíkniefna Samgönguáætlun „gífurleg vonbrigði“ fyrir Múlaþing Skíthræddum unglingum ógnað af grímuklæddum gengjum Fljótagöng í forgang og Seðlabanki endurmetur greiðslubyrði Fangar fái von eftir afplánun Breytingar á Kristnesi: Þyngir róðurinn sem sé nú þegar verulega þungur Bein útsending: Hvatningarverðlaun ÖBÍ Fljótagöng sett í forgang Bein útsending: Kynna samgönguáætlun og stofnun innviðafélags Gervigreindin hughreysti ferðamann sem björgunarsveit kom til bjargar Sakar ráðherra um svik og kjördæmapot í samgönguáætlun Á fjórða hundrað erlendra fanga frá 56 löndum afplánað á Íslandi frá 2020 Tveir lokið störfum, tveir að hætta og tvö störf auglýst í dag Sjá meira
Marsibil G. Kristjánsdóttir, listamaður og leikhússstjóri, á heima í elsta steinhúsinu á Þingeyri, Grásteini, og er með átta hundruð fermetra garð sem hefur að geyma mörg tré. Hún tók umrætt myndband og birti það á Facebook í kjölfarið. Það má sjá hér fyrir neðan. „Í gær var alveg svaka veður. Ég var að horfa á hengirúmið, og það voru svo mikil læti að ég varð hrædd um að það myndi rifna eða eitthvað,“ segir Marsibil í samtali við fréttastofu. Þannig ég hugsaði með mér að ég myndi ná í það. En ég ákvað að taka myndband því veðrið var svo svakalegt. Ég var í skjóli við húsið og tók upp myndavélina og tók upp myndband og þá féll þessi grein bara beint fyrir framan mig.“ Í kjölfarið ákvað hún að líklega best að fara aftur inn, sem hún gerði. „Ég settist inn í stofu og þá heyri ég rosa dynk. Þá kom önnur grein ofan á þakið beint fyrir ofan mig,“ segir hún. Þessi grein féll á húsið þegar Marsibil fór aftur inn.Marsibil „Það er bara logn núna,“ segir Marsibil. Hún hefur ekki náð að kíkja almennilega á þakið, en henni sýnist að það hafi sloppið við skemmdir fyrir utan mögulega smá beyglur. Leikhúsgestir fuku Marsibil rekur Kómedíuleikhúsið í Haukadal í Dýrafirði og í gærkvöldi voru þau með sýningu. Gestir sem komu og gistu á Þingeyri lentu illa í óveðrinu. „Maðurinn minn horfði á tvo af þessum gestum fjúka í gær. Þannig þeir komu lemstraðir með plástra í leikhúsið,“ segir hún, en bætir við að þeir hafi sloppið vel þrátt fyrir nokkra plástra og mar. Líkt og áður segir voru tré víða um Þingeyri sem lentu illa í því. Hér fyrir neðan má sjá nokkrar myndir sem Marsibil tók af bænum. Marsibil Marsibil Marsibil Marsibil
Veður Ísafjarðarbær Tré Mest lesið Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Erlent Banaslys á Fjarðarheiði Innlent Leggja fram áætlun um haldlagningu frystra sjóða Rússa Erlent Segir göng undir Fjarðarheiði ekki fjárhagslega forsvaranleg Innlent Dæmdur í fangelsi fyrir að selja Perry ketamín Erlent Hættir sem ritstjóri Kastljóss Innlent Veltir upp afleiðingunum hefði móðirin farið í hjartastopp í bænum Innlent Tveir lokið störfum, tveir að hætta og tvö störf auglýst í dag Innlent Braust inn í vínbúð og „drapst“ á klósettinu Erlent Ekkert verður af áttafréttum Innlent Fleiri fréttir Veltir upp afleiðingunum hefði móðirin farið í hjartastopp í bænum Segir göng undir Fjarðarheiði ekki fjárhagslega forsvaranleg Tólf ára börn í áfengis- og vímefnavanda Földu stórfellt magn fíkniefna í alls konar leynihólfum Banaslys á Fjarðarheiði Hættir sem ritstjóri Kastljóss Yngri börn með vímuefnavanda og „þöggun“ skólameistara Maðurinn er fundinn Sneypuför í Teslubrunamáli kostar ríkið ellefu milljónir Ekkert verður af áttafréttum Einn slasaðist alvarlega í bílslysinu Hegðun ráðherra „ekki bara forkastanleg, hún er hættuleg“ Fór yfir fangaklefa á Vesturlandi: Hálf hurð á baðherberginu og klefinn of lítill Fjarðarheiði lokuð vegna umferðarslyss Eldur í bíl á Reykjanesbraut Forsætisráðherra segir breytt plan ekki hygla neinum Fær ekki framlengingu í Borgó „þvert á allar hefðir“ Fjórir handteknir fyrir að smygla gríðarlegu magni fíkniefna Samgönguáætlun „gífurleg vonbrigði“ fyrir Múlaþing Skíthræddum unglingum ógnað af grímuklæddum gengjum Fljótagöng í forgang og Seðlabanki endurmetur greiðslubyrði Fangar fái von eftir afplánun Breytingar á Kristnesi: Þyngir róðurinn sem sé nú þegar verulega þungur Bein útsending: Hvatningarverðlaun ÖBÍ Fljótagöng sett í forgang Bein útsending: Kynna samgönguáætlun og stofnun innviðafélags Gervigreindin hughreysti ferðamann sem björgunarsveit kom til bjargar Sakar ráðherra um svik og kjördæmapot í samgönguáætlun Á fjórða hundrað erlendra fanga frá 56 löndum afplánað á Íslandi frá 2020 Tveir lokið störfum, tveir að hætta og tvö störf auglýst í dag Sjá meira